Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Sólveig Anna segir frá ofbeldishótun starfsmanns

Frá­far­andi formað­ur Efl­ing­ar seg­ir starfs­mann hafa ætl­að sér að gera henni mein. Hún seg­ir að starfs­menn Efl­ing­ar „telji mjög brýnt og nauð­syn­legt“ að hún „sitji áfram und­ir óleið­rétt­um ásök­un­um“, þótt sama fólk hafi orð­ið vitni að of­beld­is­hót­un í henn­ar garð.

Sólveig Anna segir frá ofbeldishótun starfsmanns
Sólveig Anna Jónsdóttir Sagði af sér formennsku í stéttarfélaginu Eflingu í gær. Mynd: Heiða Helgadóttir

Sólveig Anna Jónsdóttir, fráfarandi formaður Eflingar, segist hafa verið boðuð á fund með starfsmönnum Eflingar fyrir tveimur vikum, þar sem komið hefði fram að einn starfsmanna hefði hótað að gera henni mein.

„Þá gerðist það að ég var beðin að koma á fund þar sem mér var tilkynnt um að einn af karlkyns starfsmönnum skrifstofu Eflingar hefði lýst því yfir við annan starfsmann að hann væri mjög reiður út í mig og væri að hugsa um að fara heim til mín og vinna mér þar skaða sem ekki var lýst nánar en voru augljóslega einhvers konar ofbeldi,“ lýsir hún á Facebook-síðu sinni.

„Hann lét fylgja sögunni, þegar hann lýsti ofbeldishótunum sínum gegn mér, að hann hefði í tvö ár rispað bíl manns sem honum var illa við,“ segir Sólveig Anna.

Hún gefur til kynna að hún hafi tilkynnt málið til lögreglu. „Eins og vanalega þá veit ég að ég verð nú sökuð um lygar, og beðin um sönnunargögn sem aldrei verða nógu marktæk. Ég verð sjálf sögð vera vandmálið. Ég stundi ógnarstjórn og gangi um með aftökulista. Skelli jafnvel hurðum, svo fast að starfsfólk Eflingar óttist mig og þurfi sérstaka vernd. Það mun ekki skipta neinu þótt ég hafi tilkynnt um málið til lögreglu. Það mun ekki skipta máli þótt að starfsmenn á vinnustaðnum viti af og hafi rætt sín á milli um þessa uppákomu. Þeir munu eflaust ekki kannast lengur við neitt.“

Hún segir fyrrverandi stjórnendur Eflingar „á síðastliðnum árum farið fram með endalausar lygar, hótanir um dómsmál og óhróður gegn [sér], í fjölmiðlum og víðar“.

Frásögn Sólveigar Önnu í heild

Á Vísi í dag er sagt frá því að yfirlýsing mín um ástæður afsagnar minnar úr stöðu formanns Eflingar hafi „hleypt illu blóði í marga starfsmenn stéttarfélagsins“. Samkvæmt heimildum fréttastofu Vísis fannst starfsfólki að ég hafi gefið „opið skotleyfi“ á það með því að segja satt frá aðdraganda og ástæðum afsagnar minnar.

Þessi orð fengu mig til að hugsa um atburði sem gerðust á vinnustaðnum fyrir ríflega tveimur vikum. Þá gerðist það að ég var beðin að koma á fund þar sem mér var tilkynnt um að einn af karlkyns starfsmönnum skrifstofu Eflingar hefði lýst því yfir við annan starfsmann að hann væri mjög reiður út í mig og væri að hugsa um að fara heim til mín og vinna mér þar skaða sem ekki var lýst nánar en voru augljóslega einhvers konar ofbeldi.

Hann lét fylgja sögunni, þegar hann lýsti ofbeldishótunum sínum gegn mér, að hann hefði í tvö ár rispað bíl manns sem honum var illa við. Það sannaði að honum væri alvara og að hann væri fær um að fremja glæp. Hann bætti því við, að hann hefði ekki áhyggjur af að verða dæmdur í fangelsi vegna þess sem hann kynni gera mér, af því að jafnvel þó að hann yrði dæmdur þá þyrfti hann aldrei að sitja inni, þar sem hann væri með hreint sakavottorð.

Mér er ekki kunnugt um að hafa gert nokkuð á hlut þessa manns, en mér hefur þó skilist að hann sé óánægður með að annar starfsmaður fékk stöðuhækkun sem hann taldi sig eiga rétt á. Það er alvitað að hann er náinn fyrrum stjórnendum á skrifstofu Eflingar, þeim sömu sem hafa á síðastliðnum árum farið fram með endalausar lygar, hótanir um dómsmál og óhróður gegn mér, í fjölmiðlum og víðar.

Þetta dæmi, sem er staðfest með skriflegum vitnisburði sem liggur inni hjá mannauðsstjóra skrifstofu Eflingar, er aðeins eitt af mörgum um það ofstæki og þá heift sem þótt hefur eðlilegt að ég sitji undir af hálfu starfsfólks Eflingar frá þeim degi sem ég var kosin sem formaður Eflingar.

Eins og vanalega þá veit ég að ég verð nú sökuð um lygar, og beðin um sönnunargögn sem aldrei verða nógu marktæk. Ég verð sjálf sögð vera vandmálið. Ég stundi ógnarstjórn og gangi um með aftökulista. Skelli jafnvel hurðum, svo fast að starfsfólk Eflingar óttist mig og þurfi sérstaka vernd. Það mun ekki skipta neinu þótt ég hafi tilkynnt um málið til lögreglu. Það mun ekki skipta máli þótt að starfsmenn á vinnustaðnum viti af og hafi rætt sín á milli um þessa uppákomu. Þeir munu eflaust ekki kannast lengur við neitt.

Á föstudaginn ávarpaði ég starfsfólk Eflingar. Ég vildi spyrja þau hvort þau gætu hugsað sér að afstýra neikvæðri umfjöllun um vinnustaðinn, koma í veg fyrir enn eina rógsherferðina um mig og minnka skaða fyrir baráttu félagsmanna okkar. Þetta hefðu þau getað gert með því að bera til baka ofstækisfull orð úr dómgreindarlausri ályktun trúnaðarmanna frá því í sumar sem stjórnarmaður hefur séð sig knúinn að vekja athygli fjölmiðla á. Að bera til baka ásakanir um að ég stundaði ógnarstjórn og aftökur.

Svarið var nei, starfsfólk Eflingar telur mjög brýnt og nauðsynlegt að ég sitji áfram undir óleiðréttum ásökunum um allt þetta.

Í salnum sat starfsmaðurinn, sem sjálfur varð vitni að ofbeldishótunum í minn garð frá þessum samstarfsmanni okkar, og sem hefur sagt frá uppákomunni við nokkra aðra starfsmenn. Í salnum sátu einnig fleiri úr hópi þeirra sem hafa fengið vitneskju um hótunina, til dæmis trúnaðarmaður vinnustaðarins, sá sami og gengið hefur harðast fram í glórulausum ásökunum gegn mér og kröfum um að vinnustaðafundum verði snúið upp í réttarhöld yfir "„glæpum“ mínum.

Ég var ekki á fundinum. Ég veit því ekki hvort einhver fundarmanna sem hafði vitneskju um rétt svo tveggja vikna gamlar ofbeldishótanirnar gegn mér hafi rétt upp hönd, spurt ef til vill spurninga, velt því ef til vill upp hvort komið væri gott af „opnu skotleyfi“ á mig? Það veit ég ekki, en ég veit hver niðurstaðan var af fundinum.

Ég hef tekið mína ákvörðun og við hana stend ég. Ég er ekki hlaupast undan merkjum. Ég er einungis að viðurkenna fyrir sjálfri mér og öðrum hverjar takmarkanir mínar sem manneskju eru, þegar fólk sem ég þarf að geta treyst hefur lýst sig reiðubúið að svipta mig ærunni opinberlega en stendur þögult hjá á meðan ég er sjálf beitt ofbeldi fyrir framan augun á þeim.

Ég legg til að við, undirokað fólk af stétt verka- og láglaunafólks, stöndum saman. Ég hvet til þess að við áttum okkur á því að heimurinn sem við lifum í er skakkur, viðsnúinn, bjagaður. Í þessari skekkju hallar alltaf á okkur. Að átta sig á því er fyrsta skrefið. Svo fikrum við okkur áfram saman, eitt skref í einu, stöppum stálinu hvert í annað, vinnum fyrst lítinn sigur, svo annan lítinn og svo stóran. Óhjákvæmilega getum við þurft að stíga skref til baka líka – það er erfitt – en við getum barist áfram og gert þennan skakka heim réttan.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
2
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
4
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
7
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Við hvaða götu býr Ragnar? Reykás
10
Helgi skoðar heiminn

Við hvaða götu býr Ragn­ar? Reykás

Sauð­kræk­ing­ur­inn Ragn­ar Páll Árna­son, sem starfar hjá Öss­uri, býr í ná­grenni höf­uð­stöðva fyr­ir­tæk­is­ins, við göt­una Reykás. Seg­ist ekki hafa ætl­að að ílengj­ast þar, en kann nú hvergi bet­ur við sig. Siggi Sig­ur­jóns, guð­fað­ir Ragn­ars Reykáss, kann vel að meta sög­una af „nafna“ sín­um. Hann á sjálf­ur pín­lega en um leið drep­fyndna sögu tengda göt­unni í Ár­bæn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu