Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Móðir fékk dæmt meðlag þrátt fyrir jafna umgengni

„Hér græddu lög­fræð­ing­ar, eng­inn ann­ar,“ seg­ir Bryn­dís Rán Birg­is­dótt­ir, kona Boga Hall­gríms­son­ar. Hér­aðs­dóm­ur stað­festi að hann þyrfti að greiða barn­s­móð­ur sinni með­lag aft­ur í tím­ann, þrátt fyr­ir sam­eig­in­lega for­sjá með barn­inu frá 2013.

Móðir fékk dæmt meðlag þrátt fyrir jafna umgengni
Bryndís Rán Birgisdóttir og Bogi Hallgrímsson Bogi þarf að greiða meðlag frá árinu 2016 þrátt fyrir jafna umgengni.

Héraðsdómur hefur úrskurðað að faðir þurfi að greiða barnsmóður sinni meðlag aftur í tímann, þrátt fyrir að barn þeirra hafi verið í sameiginlegri forsjá þeirra beggja frá árinu 2013. Samkomulag um meðlagsgreiðslur frá þeim tíma standi, þrátt fyrir munnlegt samkomulag foreldranna um jafna umgengni síðan þá og sannanlegar greiðslur föðurins vegna framfærslu barnsins.

Bryndís Rán Birgisdóttir, kona föðurins, Boga Hallgrímssonar, greinir frá þessu í færslu á Facebook í dag. „Það er ekkert í kerfinu sem grípur fólk í okkar stöðu, hvergi á leiðinni er eitthvað sem stoppar af þetta óréttlæti,“ skrifar hún. „Alls staðar löbbuðum við á veggi og svörin sem við fengum yfirleitt á þá leið að svona eru jú bara lögin. Skiptir þá engu sú augljósa staðreynd að barnið hafði allt frá sambúðarslitum verið í jafnri umgengni við móður og föður og öllum kostnaði skipt á milli beggja foreldra.“

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu gerði fjárnám hjá Boga að kröfu barnsmóðurinnar í nóvember á síðasta ári, en þá var enn sameiginleg forsjá með barninu að sögn Bryndísar og Boga. Héraðsdómur hefur nú úrskurðað að aðfarargerð sýslumannsins verði breytt þannig að hann þurfi að greiða barnsmóður sinni 884.975 krónur vegna gjaldfallins meðlag. Barnsmóðirin hafði krafið Boga um 3 milljónir en dómurinn taldi hluta af kröfunni hafa fyrnst.

„Hún beið í 7 ár og krafði okkur þá um milljónir“

„Við höfum aldrei og munum líklega aldrei fá að vita af hverju barnsmóðirin lagði upp í þessa vegferð,“ skrifar Bryndís. „Aldrei hefur verið hægt að sýna fram á að við höfum ekki staðið við okkar skuldbindingar, fyrir utan þá staðreynd að Bogi hefur ekki greitt meðlag síðan þau skildu í árslok 2013. Vissulega er það satt en ekki af því að Bogi sveikst undan skyldum sínum, það var bara samið um annað fyrirkomulag. Barnsmóðirin hafði á hvaða tímapunkti sem er frá því að sambúðaslitapappírar voru undirritaðir til að krefjast meðlags. En hún beið í 7 ár og krafði okkur þá um milljónir.“

Segir glufur í kerfinu misnotaðar

Bryndís segir málið vera það fyrsta sinnar tegundar sem fer fyrir dómstóla á Íslandi. „Ég ætla ekki að staðhæfa að aldrei áður hafi lögheimilisforeldri farið þessa leið að rukka inn meðlag, líklega er fullt af fólki þarna úti sem hefur lent í svipaðri stöðu og þá annaðhvort greitt þegjandi og hljóðalaust eða orðið gjaldþrota. Ofbeldi lögheimilisforeldris er löngu orðið þekkt í okkar samfélagi og birtingarmyndin oftast tálmun og/eða fjárkúgun. Á meðan þessar glufur eru í kerfinu þá mun alltaf vera til fólk sem notfærir sér það sem er ekkert annað að misnotkun á lögunum. Réttast væri að þessi misnotkun væri refsiverð en í staðinn samþykkir kerfið það. Er ekki löngu orðið tímabært að stöðva þessa tegund af ofbeldi?“ skrifar hún.

„Hér græddu lögfræðingar, enginn annar“

Hún segir það mikinn létti að þau hafi ekki þurft að greiða 3 milljónir eins og upphaflega krafan var, heldur lægri upphæð. Við hana bætist svo lögfræðikostnaður, sem báðir deiluaðilar þurfa að greiða. „Hér græddu lögfræðingar, enginn annar,“ skrifar Bryndís. „Í hinum fullkomna heimi hefði málið verið látið niður falla, enda galið í alla staði. En við vissum áður en út í þetta var farið að það væri borin von, enda lögin ekki með okkur. Þessir peningar eiga vissulega að fara til barnsins en við munum líklega aldrei vita hvort þeir einhvern tímann rötuðu þangað.“

„Ætli þetta hafi allt verið þess virði?“

Bryndís segir að daginn eftir að dómurinn féll í maí hafi þeim borist bréf frá sýslumanni þar sem kröfum barnsmóðurinnar um tvöfalt meðlag ár aftur í tímann hafi verið hafnað. „Ætli þetta hafi allt verið þess virði? Allur skaðinn sem þetta hefur valdið til langs tíma, sálarlíf allra sem búið er að setja á útsölu fyrir einhverjar krónur?“

Atlaga að heimili og fjölskyldulífi

„Við erum sátt með þá lendingu sem málið okkar fékk og göngum sátt frá borði,“ skrifar Bryndís. „Atlaga var gerð að heimili okkar og fjölskyldulífi. Við tókum ákvörðun að samþykkja ekki þetta ofbeldi og fara með þetta fyrir dómstóla. Við stöndum upprétt og sterkari sem aldrei fyrr. Við erum viðbúin næstu árásum eins og við höfum verið síðasta árið.“

Loks vill hún þakka öllum þeim sem létu sig málið varða, en hún hafði áður skrifað um það á Facebook. „Þetta mál nefninlega snertir ekki bara okkur, heldur ótal aðra sem lenda í ósanngjörnum meðlagsinnheimtum,“ skrifar Bryndís að lokum. „Við erum ekki þau fyrstu og ekki þau síðustu sem berjumst með kerfið á móti okkur. Takk fyrir allan ykkar stuðning, fallegu skilaboðin, símtölin og heimsóknirnar. Þetta skipti okkur allt miklu máli.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
4
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
7
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
8
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
5
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
6
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár