Þessi grein er meira en mánaðargömul.

Hvernig albanska mafían sigraði heiminn

Alban­ía er að breyt­ast í mafíu­ríki og vax­andi um­svif al­þjóð­legra albanskra glæpa­hópa vekja ugg lög­reglu­yf­ir­valda um all­an heim sem segja þá nýta sér Schengen-að­gang í ill­um til­gangi. Þeim hef­ur á ör­skömm­um tíma tek­ist að sölsa und­ir sig glæpa­veldi sem tók aðra hópa ára­tugi að byggja upp. Styrk­ur þeirra bygg­ist á óbilandi tryggð sem á djúp­ar ræt­ur í menn­ing­ar­arfi og fjöl­skyldu­tengsl­um.

Hvernig albanska mafían sigraði heiminn
„Hellbainianz“ Albanskt gengi sem hefur flíkað lífsstíl sínum og vopnum hefur verið til umfjöllunar í breskum miðlum. Samkvæmt fjölmiðlaumfjöllun höndla þeir bæði með heildsölu fíkniefna og stunda gengjastarfsemi. Mynd: Instagram

Uppruni albönsku þjóðarinnar er dularfullur og enn í dag eru skiptar skoðanir meðal fræðimanna um nákvæmlega hverjir forfeður þeirra voru. Albanir koma fyrst skyndilega fram á sjónarsviðið sem kristin þjóð á elleftu öld, samkvæmt heimildum frá Býsansveldi þess tíma. Engar öruggar heimildir er að finna um tungumál þeirra fyrr en á fimmtándu öld en það virðist skylt fornum tungum sem talaðar voru á Balkansskaga langt aftur í aldir. 

Nútímarannsóknir á genamengjum sýna að Albanir eru sú Evrópuþjóð sem er hvað minnst blönduð öðrum þjóðum. Samkvæmt fornum hefðum byggði samfélag þeirra mjög á nánum blóðtengslum sem mynduðu órjúfanlega samstöðu gegn þeim fjölmörgu óvinveittu nágrönnum sem þeir þurftu að kljást við í gegnum aldirnar. Eitt mikilvægasta hugtakið í albönsku máli er „besa“ sem mætti þýða sem samstöðu eða tryggð en hefur mun dýpri og víðtækari þýðingu í raun.  

Í stuttu máli sagt þýðir besa að heiður þinn og fjölskyldu þinnar er í húfi ef þú verður uppvís að því að ljúga að þínum nánustu eða tekur ekki sterka afstöðu með þeim gegn utanaðkomandi fólki. Sjálft líf þitt er í húfi ef þú gengur á bak orða þinna gagnvart ættingjum.  

Hugtakið er þó mun flóknara en þessi stutta skýring gefur til kynna. Til er langur og aldagamall lagabálkur sem kallast Kanun og fjallar um hinar fjölmörgu útfærslur á hvernig þér ber að halda tryggð við skyldmenni. Kanun var lagabókstafur albönsku þjóðarinnar allt þar til kommúnistastjórnin tók við á 20. öld, og hefur verið endurvakinn sem hluti af menningararfi hennnar frá falli Sovétríkjanna. 

Það var einmitt fall Sovétríkjanna, og það sem fylgdi í kjölfarið árin á eftir, sem er helsta ástæða þess að svo margir Albanir leiddust út á braut glæpa af illri nauðsyn.  

Minnsta HoxhaAldraðir kommúnistar minnast þjóðarleiðtogans Envers Hoxha í Tirana fyrir nokkrum árum.

Heil þjóð rænd framtíð sinni 

Mikil bjartsýni ríkti í Albaníu fyrst eftir fall kommúnismans, eins og svo víða þar sem járntjaldið var að falla. Almenningur hafði enga reynslu af markaðshagkerfi en trúði á loforð vesturveldanna um að það myndi fljótlega leiða til stóraukinnar verðmætasköpunar og velmegunar.  

Albanir þjáðust gríðarlega undir hinum ofsóknarbrjálaða og einangraða harðstjóra Enver Hoxha og lífsgæði þar voru verri en víðast hvar í Sovétríkjunum fyrrverandi. Það var því til mikils að vinna þegar ný stjórnvöld tóku við með blessun vestrænna banka og blésu til stórsóknar í efnahagsmálum. Það eina sem þurfti til, sögðu ráðamenn, var fjármagn til að stofna fyrirtæki og koma hlutunum á skrið. 

Fjölmörg einkafyrirtæki voru stofnuð næstu árin, mörg með sterk tengsl við fyrrnefnda ráðamenn, og var almenningur eindregið hvattur til að leggja þeim til sitt litla sparifé til að tryggja þjóðinni bjartari framtíð. Lítið var um skýringar á því hvernig þessi fyrirtæki áttu að fara að því að mala gull en þegar mörg þeirra byrjuðu að greiða út arð þótti ljóst að nú væri kapítalisminn kominn til að vera og bæta albanskt samfélag. 

Allir sem vettlingi gátu valdið hlupu til og settu aleiguna í þessi fyrirtæki. Enginn þorði að hallmæla góðærinu, nema einn hagfræðingur á vegum ríkisstjórnarinnar sem var rekinn úr starfi og honum hótað fangelsisvist fyrir að tala niður þjóðarskútuna.  

Það sem hagfræðingurinn vissi var að þetta var einfaldlega svokölluð Ponzi svikamylla sem gengur út á að safna sífellt nýjum fjárfestum til að geta greitt þeim fyrri arð. Engin innistæða var fyrir verðmatinu og þegar bólan sprakk árið 1997 hvarf nánast allt sparifé albönsku þjóðarinnar yfir nóttu, auk þess sem opinberir reikningar voru tæmdir. Þeir sem báru ábyrgð á öllu saman voru löngu búnir að koma sér úr landi með allt góssið þegar almenningur varð þess áskynja hvað hefði gerst. Blóðug mótmæli brutust út um alla Albaníu þegar fólk gerði sér grein fyrir því að það hefði verið rænt framtíð sinni og barna sinna. Mótmælin urðu að borgarastríði, á þriðja þúsund féll í átökunum og ríkisstjórninni var steypt af stóli. En það var um seinan, örlög þjóðarinnar voru ráðin til næstu ára. 

Mafíuríki í Evrópu 

Algjör upplausn ríkti í borgarastríðinu og árin á eftir. Þjóðin var við hungurmörk og gripdeildir brutust út um allt land. Það var af fáu að taka og fljótlega byrjaði almenningur að herja á vopnabúr hersins þar sem vopn voru það eina verðmæta sem til var í landinu í einhverjum mæli. Töluvert af þessum vopnum endaði í Kosovo þar sem stríð braust út ári síðar, og nokkrar stórfjölskyldur í Albaníu byrjuðu að stunda skipulögð vopnaviðskipti í skiptum fyrir gjaldeyri og nauðsynjar. 

Þá kom sér vel hversu margir Albanir höfðu flust búferlum í gegnum árin og aldirnar á undan. Lítil samfélög Albana höfðu skotið upp kollinum um alla Evrópu, víða í Norður- og Suður-Ameríku, í Miðausturlöndum og Ástralíu. Albanir eru tíu milljónir á heimsvísu en aðeins þrjár milljónir búa í landinu sjálfu. Fólk, sem hafði flúið Albaníu í leit að betra lífi, var enn bundið ættartengslum við þá sem eftir urðu og fannst það tilknúið að hjálpa ættingjum sínum heima fyrir. Hugtakið besa gegndi þar lykilhlutverki. 

Með þessa tengiliði um allan heim voru albanskir glæpahópar fljótir að koma undir sig fótunum og beindu strax sjónum sínum að hinum alþjóðlega fíkniefnamarkaði, fyrir utan að vera enn stórtækir í vopnaviðskiptum og mansali. Margir þessara hópa hafa bein tengsl við stjórnmálamenn í Albaníu og hefur landinu verið lýst sem eina mafíuríki Evrópu, eða „narco-state“ eins og það er skilgreint af Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Það þýðir að allt hagkerfi og stjórnkerfi landsins er undirlagt af skipulagðri glæpastarfsemi og nær ómögulegt er að gera greinarmun á lögmætum og ólögmætum viðskiptum þar sem sama fólkið stjórnar hvoru tveggja. 

Steininn tók úr árið 2010 þegar Evrópusambandið ákvað að veita Albönum frjálsan aðgang að Schengen-svæðinu. Samkvæmt skýrslu hollensku lögreglunnar varð algjör sprenging í starfsemi albönsku mafíunnar í Evrópu árin á eftir. Albanskir hópar, sem byrjuðu sem sendisveinar glæpamanna frá Rússlandi og Suður-Ameríku, gátu nú sent allt sitt einvalalið til Evrópu og tókst þannig að margfalda umsvif sín á fáum árum. 

Lögreglan á Ítalíu segir að albönsk samtök hafi um þetta leyti hafið náið samstarf við ítölsku mafíuna á Sikiley og í Napólí og nánast tekið við öllum fíkniefnaviðskiptum þeirra á heimsvísu gegn vægri þóknun. Þeim hafi helst hugnast að semja við Ítali þar sem þeir höfðu bæði reynsluna og kunnu að meta sömu gildi á borð við sterk fjölskyldutengsl og tryggð. 

Í Hollandi segja yfirvöld að ástandið sé löngu orðið óboðlegt, albönsku hóparnir hafi vaðið þar uppi og háð blóðugt stríð við þá sem fyrir voru á fíkniefnamarkaðnum. Holland er mikil miðstöð fíkniefnaviðskipta í Evrópu. Hollensk stjórnvöld óskuðu í fyrra eftir formlegu leyfi Evrópusambandsins til að neita að hleypa Albönum til landsins, þrátt fyrir aðild þeirra að Schengen. Segja Hollendingar um neyðarráðstöfun að ræða til að stemma stigu við öldu ofbeldis og uppræta glæpahópa sem nýti sér ferðafrelsið til að koma eftirlýstum glæpamönnum í öruggt skjól í Albaníu. 

Beint frá býli 

Breska lögreglan hefur, ásamt kollegum sínum á evrópska meginlandinu, fylgst grannt með þróun mála hjá albönsku mafíunni. Hún telur að Albanir hafi náð algjörum undirtökum í kókaínviðskiptum á Bretlandseyjum og séu hratt að auka við sig í viðskiptum með önnur efni á borð við amfetamín og MDMA. Þá sé mansal áberandi hluti af starfseminni. 

Samkvæmt greiningu bresku lögreglunnar eru það fyrst og fremst þrjú atriði sem hafa skipt sköpum í vexti albanskra glæpahópa: fjölskyldutengsl, vilji til að beita hrottalegu ofbeldi og einföldun framleiðslukeðjunnar.  

Blóðtengslin þýða að ómögulegt er fyrir lögregluna að finna uppljóstrara eða reyna að koma dulbúnum lögreglumönnum inn í samtökin. Allir þekkja alla, eða geta í það minnsta fljótt áttað sig á því hverra manna þú ert. Ofbeldið hefur aukist frá 2010 þar sem albanskir leigumorðingjar eru sagðir vera sendir frá heimalandinu til að sinna slíkum verkefnum í Evrópu og snúa síðan aftur heim áður en hægt er að handsama þá. Fyrir vikið óttast önnur glæpasamtök að styggja þá. 

Síðast en ekki síst eru það þó breytingar á framleiðslukeðjunni sem malar gull fyrir albanska glæpamenn þessa dagana. Þeir byrjuðu á að ná tökum á götusölu í ríkjum á borð við Bretland, Holland, Þýskaland og Ítalíu. Foringjarnir heima í Albaníu áttuðu sig þó fljótlega á því að erfitt var að reiða sig á tengiliði í þeim ríkjum sem framleiða fíkniefnin, hvort sem það er í Suður-Ameríku eða Asíu. Sendingar bárust oft seint og illa, auk þess sem aldrei var hægt að ganga að gæðunum vísum. 

Samkvæmt gögnum sem breska dagblaðið The Guardian hefur undir höndum tókst Albönum að ná samningum beint við framleiðendur og losuðu sig þannig við alla milliliði í viðskiptunum. Gangverðið á kílói af kókaíni í Evrópu hafi fyrir nokkrum árum verið um fjórar milljónir íslenskra króna í gegnum allra ódýrustu milliliði í Hollandi. Með því að flytja sín efni inn beint frá Kólumbíu hafi Albanirnir náð verðinu niður fyrir eina milljón á kíló og gulltryggt yfirráð sín yfir bæði smásölu og stórinnflutningi í Evrópu. Enginn hafi þor eða burði til að ógna þeim úr því sem komið er, þeir hafi fullkomna stjórn á söluferlinu frá upphafi til enda.

SérsveitinLögreglan hefur á undanförnum árum aukið vopnaburð sinn vegna umræðu um hryðjuverkaógn og skipulagða glæpastarfsemi.

Komnir til Íslands en markaðurinn lítill 

Stundin hefur rætt við nokkurn hóp Íslendinga sem hafa í gegnum tíðina verið hluti af undirheimunum hér á landi. Ber þeim öllum saman um að albanska mafían sé löngu komin til landsins og hafi raunar verið mjög áberandi síðustu ár. Þeir furða sig á lítilli umfjöllun um málin en segja sögur ganga af hótunum og ofbeldisverkum.

Eins og flestum er kunnugt var albanskur maður myrtur fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði á dögunum og er samlandi hans í haldi lögreglu vegna málsins. Enginn, sem Stundin ræddi við, treysti sér til að fullyrða að málið tengdist fyrrnefndum glæpasamtökum, þrátt fyrir miklar sögusagnir þess efnis. Almennt hafi Íslendingar ekki góða innsýn í þessa hópa. „Þetta er náttúrlega fjölskyldubissness soldið hjá þeim, þannig að maður er ekkert hluti af því,“ segir maður sem lengi var viðriðinn fíkniefnaviðskipti hér á landi. 

Aðrir heimildarmenn Stundarinnar sögðu mögulegt að morðið tengdist eldri deilum í undirheimum hér á landi. Tveir þeirra nefndu samkeppni fyrirtækja sem bjóði fram dyravörslu og vísuðu til átaka sem áttu sér stað í miðbæ Reykjavíkur í september í fyrra. Þekktur Íslendingur í undirheimunum hafi þá staðið með albönskum dyravörðum á sínum vegum, gegn margdæmdum íslenskum fíkniefnasala sem hafi flutt inn dyraverði frá öðrum löndum í austanverðri Evrópu. 

Miðað við gríðarlegt umfang albönsku mafíunnar í Evrópu er Ísland ekki stór eða merkilegur biti að sögn sömu heimildamanna. Það sé þó greinilega einhver hópur sem sé gerður út til að koma hingað. Menn skiptist á að sækja um hæli eða landvistarleyfi og starfi hér við að keyra út fíkniefni í nokkra mánuði þar til umsókninni er hafnað og næsti maður tekur við. Þeir auglýsi allir með sömu myndum og sama enska texta á samskiptaforritum á netinu, þeir séu allir með sömu efni sem þeir flytji öll inn sjálfir og eigi annars lítil samskipti við íslenska glæpamenn. 

„Þeir eru ekkert upp á okkur komnir með efni, og virðast fyrst og fremst vilja stjórna sinni eigin smásölu frekar en að flytja inn fyrir aðra. Maður heyrir af hótunum og rugli en það er engin leið að vita hvort það sé eitthvað að ofan eða bara partur af því sem gerist þegar maður er á litlum en ólöglegum markaði þar sem samkeppni er mikil,“ segir einn slíkur undirheimamaður að lokum. Hann hafi lítil samskipti átt við þessa hópa og vilji halda því þannig.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Eva Joly um rannsóknina á Samherja: „Það er skortur á vilja til að rannsaka þá sem skapa velsæld í landinu“
1
FréttirSamherjaskjölin

Eva Joly um rann­sókn­ina á Sam­herja: „Það er skort­ur á vilja til að rann­saka þá sem skapa vel­sæld í land­inu“

Fransk norski lög­fræð­ing­ur­inn Eva Joly seg­ir að Sam­herji sé það valda­mik­ill á Ís­landi að lít­ill áhugi sé á því að rann­saka Namib­íu­mál­ið. Tek­ið er við­tal við Evu í þýska blað­inu Süddeutsche Zeit­ung í dag þar sem fjall­að er um Namib­íu­mál­ið og upp­ljóstr­ar­ann Jó­hann­es Stef­áns­son.
Norska fjármálaeftirlitið: DNB hélt að  Samherji ætti skattaskjólsfélagið Cape Cod
2
FréttirSamherjaskjölin

Norska fjár­mála­eft­ir­lit­ið: DNB hélt að Sam­herji ætti skatta­skjóls­fé­lag­ið Cape Cod

Norska fjár­mála­eft­ir­lit­ið tek­ur und­ir álykt­an­ir um að DNB bank­inn hafi hald­ið að Sam­herji hefði átt skatta­skjóls­fé­lag­ið Cape Cod á Mars­hall-eyj­um. Sam­herji fjár­magn­aði fé­lag­ið með 9 millj­arða greiðsl­um, að­al­lega frá Kýp­ur. Sam­herji hef­ur svar­ið fé­lag­ið af sér.
Stjórnarformaður stærsta hluthafa Arnarlax spáir endalokum sjókvíaeldis á næsta áratug
3
FréttirLaxeldi

Stjórn­ar­formað­ur stærsta hlut­hafa Arn­ar­lax spá­ir enda­lok­um sjókvía­eld­is á næsta ára­tug

Atle Ei­de, stjórn­ar­formað­ur stærsta hags­mun­að­il­ans í ís­lensku lax­eldi Salm­ar sem á Arn­ar­lax, seg­ir að sjókvía­eldi í opn­um sjókví­um muni leggj­ast af í heim­in­um á næstu 10 ár­um. Sam­tím­is boð­ar Kjart­an Ólafs­son, stjórn­ar­formað­ur Arn­ar­lax, tutt­ugu­föld­un á sjókvía­eldi á Ís­landi og vill 500 þús­und tonna fram­leiðslu.
Ríkið rukkað um verðmætin sem voru færð Auðkenni
4
Fréttir

Rík­ið rukk­að um verð­mæt­in sem voru færð Auð­kenni

Við­ræð­ur um kaup rík­is­ins á Auð­kenni, sem sinn­ir ra­f­ræn­um skil­ríkj­um, stranda mögu­lega á háu kaup­verði, að mati fram­kvæmda­stjóra Fé­lags at­vinnu­rek­enda. Stjórn­völd beindu al­menn­ingi í við­skipti við Auð­kenni í tengsl­um við skulda­leið­rétt­ing­una.
Má bjóða þér að deila 50 fermetrum með 30 öðrum í fimm tíma á dag?
5
Aðsent

Kristjana Guðbrandsdóttir

Má bjóða þér að deila 50 fer­metr­um með 30 öðr­um í fimm tíma á dag?

Í reglu­gerð er gert ráð fyr­ir því að kennslu­stofa sé 60 fer­metr­ar, en í elsta hluta Haga­skóla eru hver stofa 47 fer­metr­ar og þar sitja 27 til 28 börn sam­an í fimm klukku­stund­ir á dag, alla virka daga.
374. spurningaþraut: Hvaða ríki á þennan fána? og fleira
6
Þrautir10 af öllu tagi

374. spurn­inga­þraut: Hvaða ríki á þenn­an fána? og fleira

Hér er þraut frá í gær. Próf­ið hana! * Fyrri auka­spurn­ing: Hvaða ríki hér í heimi á þann fána sem hér að of­an sést? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Hvað stend­ur skamm­stöf­un­in www fyr­ir þeg­ar um net­ið er að ræða? 2.   Hvað heit­ir Suð­ur-Afr­íku­mað­ur­inn sem knýr áfram geim­ferða­fyr­ir­tæk­ið SpaceX, bíla­fyr­ir­tæk­ið Tesla og fleira? 3.   Hver voru tvö síð­ustu rík­in sem fengu að­ild...
Jóhann Hauksson
7
Aðsent

Jóhann Hauksson

Orð­in tóm um gegn­sæi

„Á Ís­landi vík­ur lýð­ræði fyr­ir auð­ræði,“ seg­ir Jó­hann Hauks­son blaða­mað­ur í grein þar sem hann fjall­ar um gegn­sæi og spill­ingu á Ís­landi.

Mest deilt

Óviðunandi að þjóðin sé rænd réttmætri eign sinni
1
Fréttir

Óvið­un­andi að þjóð­in sé rænd rétt­mætri eign sinni

Indriði H. Þor­láks­son, fyrr­ver­andi rík­is­skatt­stjóri, seg­ir stjórn­ar­skrárá­kvæði um þjóð­ar­eign nátt­úru­auð­linda nauð­syn til að koma í veg fyr­ir arð­rán, brask og auð­söfn­un fárra að­ila.
Eva Joly um rannsóknina á Samherja: „Það er skortur á vilja til að rannsaka þá sem skapa velsæld í landinu“
2
FréttirSamherjaskjölin

Eva Joly um rann­sókn­ina á Sam­herja: „Það er skort­ur á vilja til að rann­saka þá sem skapa vel­sæld í land­inu“

Fransk norski lög­fræð­ing­ur­inn Eva Joly seg­ir að Sam­herji sé það valda­mik­ill á Ís­landi að lít­ill áhugi sé á því að rann­saka Namib­íu­mál­ið. Tek­ið er við­tal við Evu í þýska blað­inu Süddeutsche Zeit­ung í dag þar sem fjall­að er um Namib­íu­mál­ið og upp­ljóstr­ar­ann Jó­hann­es Stef­áns­son.
Norska fjármálaeftirlitið: DNB hélt að  Samherji ætti skattaskjólsfélagið Cape Cod
3
FréttirSamherjaskjölin

Norska fjár­mála­eft­ir­lit­ið: DNB hélt að Sam­herji ætti skatta­skjóls­fé­lag­ið Cape Cod

Norska fjár­mála­eft­ir­lit­ið tek­ur und­ir álykt­an­ir um að DNB bank­inn hafi hald­ið að Sam­herji hefði átt skatta­skjóls­fé­lag­ið Cape Cod á Mars­hall-eyj­um. Sam­herji fjár­magn­aði fé­lag­ið með 9 millj­arða greiðsl­um, að­al­lega frá Kýp­ur. Sam­herji hef­ur svar­ið fé­lag­ið af sér.
Stjórnarformaður stærsta hluthafa Arnarlax spáir endalokum sjókvíaeldis á næsta áratug
4
FréttirLaxeldi

Stjórn­ar­formað­ur stærsta hlut­hafa Arn­ar­lax spá­ir enda­lok­um sjókvía­eld­is á næsta ára­tug

Atle Ei­de, stjórn­ar­formað­ur stærsta hags­mun­að­il­ans í ís­lensku lax­eldi Salm­ar sem á Arn­ar­lax, seg­ir að sjókvía­eldi í opn­um sjókví­um muni leggj­ast af í heim­in­um á næstu 10 ár­um. Sam­tím­is boð­ar Kjart­an Ólafs­son, stjórn­ar­formað­ur Arn­ar­lax, tutt­ugu­föld­un á sjókvía­eldi á Ís­landi og vill 500 þús­und tonna fram­leiðslu.
Ríkið rukkað um verðmætin sem voru færð Auðkenni
5
Fréttir

Rík­ið rukk­að um verð­mæt­in sem voru færð Auð­kenni

Við­ræð­ur um kaup rík­is­ins á Auð­kenni, sem sinn­ir ra­f­ræn­um skil­ríkj­um, stranda mögu­lega á háu kaup­verði, að mati fram­kvæmda­stjóra Fé­lags at­vinnu­rek­enda. Stjórn­völd beindu al­menn­ingi í við­skipti við Auð­kenni í tengsl­um við skulda­leið­rétt­ing­una.
Jóhann Hauksson
6
Aðsent

Jóhann Hauksson

Orð­in tóm um gegn­sæi

„Á Ís­landi vík­ur lýð­ræði fyr­ir auð­ræði,“ seg­ir Jó­hann Hauks­son blaða­mað­ur í grein þar sem hann fjall­ar um gegn­sæi og spill­ingu á Ís­landi.
Má bjóða þér að deila 50 fermetrum með 30 öðrum í fimm tíma á dag?
7
Aðsent

Kristjana Guðbrandsdóttir

Má bjóða þér að deila 50 fer­metr­um með 30 öðr­um í fimm tíma á dag?

Í reglu­gerð er gert ráð fyr­ir því að kennslu­stofa sé 60 fer­metr­ar, en í elsta hluta Haga­skóla eru hver stofa 47 fer­metr­ar og þar sitja 27 til 28 börn sam­an í fimm klukku­stund­ir á dag, alla virka daga.

Mest lesið í vikunni

Varð að gefa frá sér barnið sitt eftir vistina á Laugalandi
1
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Varð að gefa frá sér barn­ið sitt eft­ir vist­ina á Laugalandi

„Ég upp­lifði eins og þau væru bú­in að ræna þeim báð­um,“ seg­ir móð­ir konu sem eign­að­ist dreng að­eins fimmtán ára á með­ferð­ar­heim­il­inu Laugalandi. Kon­an var vist­uð á með­ferð­ar­heim­il­inu í eitt og hálft ár með ung­barn­ið.
Sölvi Tryggvason ber af sér sögur um ofbeldi
2
Fréttir

Sölvi Tryggva­son ber af sér sög­ur um of­beldi

Sölvi Tryggva­son fjöl­miðla­mað­ur seg­ir ekk­ert til í sög­um um að hann hafi keypt kyn­lífs­þjón­ustu og síð­an geng­ið í skrokk á vænd­is­konu. Hann birt­ir mála­skrá lög­reglu síð­asta mán­uð­inn máli sínu til stuðn­ings.
Eva Joly um rannsóknina á Samherja: „Það er skortur á vilja til að rannsaka þá sem skapa velsæld í landinu“
3
FréttirSamherjaskjölin

Eva Joly um rann­sókn­ina á Sam­herja: „Það er skort­ur á vilja til að rann­saka þá sem skapa vel­sæld í land­inu“

Fransk norski lög­fræð­ing­ur­inn Eva Joly seg­ir að Sam­herji sé það valda­mik­ill á Ís­landi að lít­ill áhugi sé á því að rann­saka Namib­íu­mál­ið. Tek­ið er við­tal við Evu í þýska blað­inu Süddeutsche Zeit­ung í dag þar sem fjall­að er um Namib­íu­mál­ið og upp­ljóstr­ar­ann Jó­hann­es Stef­áns­son.
Óviðunandi að þjóðin sé rænd réttmætri eign sinni
4
Fréttir

Óvið­un­andi að þjóð­in sé rænd rétt­mætri eign sinni

Indriði H. Þor­láks­son, fyrr­ver­andi rík­is­skatt­stjóri, seg­ir stjórn­ar­skrárá­kvæði um þjóð­ar­eign nátt­úru­auð­linda nauð­syn til að koma í veg fyr­ir arð­rán, brask og auð­söfn­un fárra að­ila.
Færeyska ríkissjónvarpið: Samherjamálið  til lögreglunnar og 350 milljóna króna skattar endurgreiddir
5
FréttirSamherjaskjölin

Fær­eyska rík­is­sjón­varp­ið: Sam­herja­mál­ið til lög­regl­unn­ar og 350 millj­óna króna skatt­ar end­ur­greidd­ir

Dótt­ur­fé­lag Sam­herja í Fær­eyj­um hef­ur end­ur­greitt skatta þar í landi sam­kvæmt fær­eyska rík­is­sjón­varp­inu. Skatt­skil dótt­ur­fé­lags Sam­herja þar í landi eru kom­in til lög­regl­unn­ar seg­ir sjón­varps­stöð­in. Um er að ræða einn anga Namib­íu­máls­ins.
Jón Trausti Reynisson
6
PistillCovid-19

Jón Trausti Reynisson

Kvíða­veir­an dreif­ist um sam­fé­lag­ið

Rapp­ari ætl­aði að loka land­inu, þing­mað­ur tal­aði um „rétt­inn til að smita“, kona varð fyr­ir að­kasti fyr­ir að vera sól­brún og þjóð­fé­lags­hóp­ur er „lagð­ur í einelti“ vegna upp­runa. Sið­fár­ið veg­ur að frels­is­menn­ingu Ís­lend­inga.
Norska fjármálaeftirlitið: DNB hélt að  Samherji ætti skattaskjólsfélagið Cape Cod
7
FréttirSamherjaskjölin

Norska fjár­mála­eft­ir­lit­ið: DNB hélt að Sam­herji ætti skatta­skjóls­fé­lag­ið Cape Cod

Norska fjár­mála­eft­ir­lit­ið tek­ur und­ir álykt­an­ir um að DNB bank­inn hafi hald­ið að Sam­herji hefði átt skatta­skjóls­fé­lag­ið Cape Cod á Mars­hall-eyj­um. Sam­herji fjár­magn­aði fé­lag­ið með 9 millj­arða greiðsl­um, að­al­lega frá Kýp­ur. Sam­herji hef­ur svar­ið fé­lag­ið af sér.

Mest lesið í mánuðinum

Rannsókn lögreglu beinist að tvíburabræðrum
1
FréttirPeningaþvætti á Íslandi

Rann­sókn lög­reglu bein­ist að tví­bura­bræðr­um

Tví­bura­bræð­ur voru hand­tekn­ir í tengsl­um við um­fangs­mikla rann­sókn lög­reglu, vegna gruns um að­ild að um­fangs­miklu fíkni­efna­máli og pen­inga­þvætti. Hér er fé­laga­rekst­ur þeirra bræðra kort­lagð­ur.
Svona er peningaþvætti stundað á Íslandi
2
ÚttektPeningaþvætti á Íslandi

Svona er pen­inga­þvætti stund­að á Ís­landi

„Það er eins og skatt­ur­inn sé ekk­ert að pæla í þessu,“ seg­ir við­mæl­andi Stund­ar­inn­ar, sem hef­ur stund­að pen­inga­þvætti. Áhætta vegna pen­inga­þvætt­is er helst tengd lög­mönn­um, end­ur­skoð­end­um, fast­eigna­söl­um og bíla­söl­um. Sára­fá­ar ábend­ing­ar ber­ast um grun um pen­inga­þvætti frá þess­um stétt­um, þrátt fyr­ir til­kynn­inga­skyldu.
„Loksins lesbía!“
3
Viðtal

„Loks­ins lesbía!“

Eva Jó­hanns­dótt­ir var ekki orð­in sjálf­ráða þeg­ar mað­ur beitti hana grimmi­legu of­beldi. Ann­ar mað­ur kom þar að en í stað þess að koma henni til bjarg­ar braut hann líka á henni. Hún vildi vera viss um að vera ekki mót­uð af þess­ari reynslu þeg­ar hún kom út úr skápn­um. „Loks­ins lesbía,“ hróp­aði afi henn­ar en homm­arn­ir í fjöl­skyld­unni eru svo marg­ir að á ætt­ar­mót­um er skellt í hóp­mynd af sam­kyn­hneigð­um. Af­inn bauðst líka til að splæsa í danskt sæði fyr­ir hana en hún valdi aðra leið, að eign­ast barn með homm­um.
Tilkynnt til barnaverndar eftir að hún byrjaði á OnlyFans
4
ViðtalKynlífsvinna á Íslandi

Til­kynnt til barna­vernd­ar eft­ir að hún byrj­aði á On­lyF­ans

Birta Blanco, tveggja barna móð­ir, seg­ist ekki mæla með vændi eft­ir að hafa stund­að það sjálf, en seg­ir að sér líði vel á On­lyF­ans. Hún seg­ir sig og fleiri mæð­ur á síð­unni hafa ver­ið til­kynnt­ar til barn­an­vernd­ar­nefnd­ar.
Lýsir reynslu sinni af vændi: „Þegar búið er að borga kemur þessi sadisti upp í þeim“
5
ÚttektKynlífsvinna á Íslandi

Lýs­ir reynslu sinni af vændi: „Þeg­ar bú­ið er að borga kem­ur þessi sa­disti upp í þeim“

Eva Dís Þórð­ar­dótt­ir tel­ur að síð­ur eins og On­lyF­ans þrýsti á mörk kvenna um hvað þær eru til­bún­ar að gera í kyn­lífi. Hún starf­aði sjálf við vændi í Dan­mörku, en veit­ir nú kon­um sem stunda vændi á Ís­landi ráð­gjöf.
Hækka verð eftir að hafa greitt sér tæplega 770 milljóna arð úr fyrirtæki í einokunarstöðu
6
Úttekt

Hækka verð eft­ir að hafa greitt sér tæp­lega 770 millj­óna arð úr fyr­ir­tæki í ein­ok­un­ar­stöðu

Ís­lenska léna­fyr­ir­tæk­ið ISNIC hækk­ar verð á .is-lén­um um 5 pró­sent. Fyr­ir­tæk­ið er í ein­ok­un­ar­stöðu með sölu á heima­síð­um sem bera lén­ið og hef­ur Póst- og fjar­skipta­stofn­un bent á að það sé óeðli­legt að einka­fyr­ir­tæki sé í þess­ari stöðu.
„Ég á kærasta, en ég vinn samt með öðrum“
7
ÚttektKynlífsvinna á Íslandi

„Ég á kær­asta, en ég vinn samt með öðr­um“

„Þau hafa sýnt mér mik­inn stuðn­ing og mamma og pabbi eru bæði mikl­ir femín­ist­ar og finnst þetta flott sem ég er að gera,“ seg­ir Edda Lovísa Björg­vins­dótt­ir sem fram­leið­ir efni á On­lyF­ans. Marg­ir nálg­ist klám án end­ur­gjalds á öðr­um síð­um á net­inu og á þeim verstu sé mynd­um af ís­lensk­um stúlk­um á barns­aldri dreift.

Nýtt á Stundinni

171 konur lýsa stuðningi við þolendur
Aðsent

Aktivistar gegn nauðgunarmenningu

171 kon­ur lýsa stuðn­ingi við þo­lend­ur

Kon­ur hafa tek­ið sig sam­an til þess að for­dæma árás­ir á þo­lend­ur og fólk sem styð­ur þo­lend­ur.
Þakklát fyrir frábært skipulag á sóttkvíarhóteli
Fréttir

Þakk­lát fyr­ir frá­bært skipu­lag á sótt­kví­ar­hót­eli

Sophie Mara flaug frá Hollandi til Ís­lands og dvaldi í fimm daga á sótt­kví­ar hót­eli í mið­borg Reykja­vík­ur. Hún skil­ur ekki hvernig nokk­ur gæti kvart­að yf­ir að­bún­aði þar og vill koma á fram­færi þökk­um fyr­ir góð­ar mót­tök­ur og skipu­lag hjá yf­ir­völd­um.
376. spurningaþraut: Gamlar skjaldbökur og enn eldri fjöll
Þrautir10 af öllu tagi

376. spurn­inga­þraut: Gaml­ar skjald­bök­ur og enn eldri fjöll

Hjer er þraut­in frá í gjær. * Fyrri auka­spurn­ing: Hver er kon­an hér til vinstri á mynd­inni að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Raheem Sterl­ing heit­ir fót­bol­ta­karl einn. Með hvaða fót­boltaliði skyldi hann spila? 2.   Vindaloo og korma eru rétt­ir úr eld­hús­um hvaða lands? 3.   Hversu mörg líf er kött­ur­inn sagð­ur hafa? 4.   Hvað­an komu helstu frum­byggj­ar Madaga­sk­ar? 5.   Harriet var...
Ó, borg mín, borg
Páll Stefánsson
Mynd dagsins

Páll Stefánsson

Ó, borg mín, borg

Ætli áhöfn­in á varð­skip­inu Tý, sem lagði úr Reykja­vík­ur­höfn nú í há­deg­inu, hafi sung­ið há­stöf­um ljóð Vil­hjálms frá Ská­holti? ...Ó, borg mín, borg, ég lofa ljóst þín stræti, þín lágu hús og allt, sem fyr­ir ber...
Samherjamálið í DNB: Bankinn horfði framhjá 80 prósent af vísbendingum um brot á lögum um varnir gegn peningaþvætti
FréttirSamherjaskjölin

Sam­herja­mál­ið í DNB: Bank­inn horfði fram­hjá 80 pró­sent af vís­bend­ing­um um brot á lög­um um varn­ir gegn pen­inga­þvætti

Sekt­ar­greiðsl­an sem DNB-bank­inn út af rann­sókn­inni á pen­inga­þvættis­vörn­um sem hófst eft­ir Sam­herja­mál­ið er sú hæsta í sögu Nor­egs. Sekt­in er hins veg­ar ein­ung­is 1/30 hluti af sekt­inni sem Danske Bank greiddi fyr­ir að stöðva ekki pen­inga­þvætti í gegn­um bank­ann.
Orðin tóm um gegnsæi
Jóhann Hauksson
Aðsent

Jóhann Hauksson

Orð­in tóm um gegn­sæi

„Á Ís­landi vík­ur lýð­ræði fyr­ir auð­ræði,“ seg­ir Jó­hann Hauks­son blaða­mað­ur í grein þar sem hann fjall­ar um gegn­sæi og spill­ingu á Ís­landi.
Ríkið rukkað um verðmætin sem voru færð Auðkenni
Fréttir

Rík­ið rukk­að um verð­mæt­in sem voru færð Auð­kenni

Við­ræð­ur um kaup rík­is­ins á Auð­kenni, sem sinn­ir ra­f­ræn­um skil­ríkj­um, stranda mögu­lega á háu kaup­verði, að mati fram­kvæmda­stjóra Fé­lags at­vinnu­rek­enda. Stjórn­völd beindu al­menn­ingi í við­skipti við Auð­kenni í tengsl­um við skulda­leið­rétt­ing­una.
375. spurningaþraut: Bókaflokkar og ólympíuverðlaunahafar
Þrautir10 af öllu tagi

375. spurn­inga­þraut: Bóka­flokk­ar og ólymp­íu­verð­launa­haf­ar

Þraut, já, síð­an í gær. * Fyrri auka­spurn­ing: Ekki vild­um við mæta karl­in­um hér að of­an svona á svip­inn. Hver er þetta? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Col­umb­ia, Chal­lan­ger, Disco­very, Atlant­is og Endea­vour. Hvaða listi er þetta? 2.   Ung stúlka heit­ir í raun og veru Jane en geng­ur yf­ir­leitt und­ir nafn­inu Eleven eða jafn­vel bara El. Hún hef­ur ýmsa dul­ar­fulla hæfi­leika. Eleven...
Vorkvöld í Reykjavík
Páll Stefánsson
Mynd dagsins

Páll Stefánsson

Vor­kvöld í Reykja­vík

Bein lína frá Bessa­stöð­um í eld­stöð­ina í Fagra­dals­fjalli eru 25 km. Síð­an eig­andi Bessastaða, Snorri Sturlu­son, var veg­inn ár­ið 1241 hafa Bessastað­ir ver­ið í kon­ungs- og rík­is­eigu; að­set­ur höfð­ingja og há­emb­ætt­is­manna. Frá stofn­un lýð­veld­is­ins ár­ið 1944, hafa all­ir sex for­set­arn­ir haft að­set­ur á Bessa­stöð­um. Bessastaða­stofa, elsta og stærsta bygg­ing­in, var byggð á ár­un­um 1761 til 1766. Kirkj­an var vígð ár­ið 1823, en hún var hálfa öld í bygg­ingu — eða frá ár­inu 1773.
Eva Joly um rannsóknina á Samherja: „Það er skortur á vilja til að rannsaka þá sem skapa velsæld í landinu“
FréttirSamherjaskjölin

Eva Joly um rann­sókn­ina á Sam­herja: „Það er skort­ur á vilja til að rann­saka þá sem skapa vel­sæld í land­inu“

Fransk norski lög­fræð­ing­ur­inn Eva Joly seg­ir að Sam­herji sé það valda­mik­ill á Ís­landi að lít­ill áhugi sé á því að rann­saka Namib­íu­mál­ið. Tek­ið er við­tal við Evu í þýska blað­inu Süddeutsche Zeit­ung í dag þar sem fjall­að er um Namib­íu­mál­ið og upp­ljóstr­ar­ann Jó­hann­es Stef­áns­son.
374. spurningaþraut: Hvaða ríki á þennan fána? og fleira
Þrautir10 af öllu tagi

374. spurn­inga­þraut: Hvaða ríki á þenn­an fána? og fleira

Hér er þraut frá í gær. Próf­ið hana! * Fyrri auka­spurn­ing: Hvaða ríki hér í heimi á þann fána sem hér að of­an sést? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Hvað stend­ur skamm­stöf­un­in www fyr­ir þeg­ar um net­ið er að ræða? 2.   Hvað heit­ir Suð­ur-Afr­íku­mað­ur­inn sem knýr áfram geim­ferða­fyr­ir­tæk­ið SpaceX, bíla­fyr­ir­tæk­ið Tesla og fleira? 3.   Hver voru tvö síð­ustu rík­in sem fengu að­ild...
Vestur og vestast á Kársnesi
Páll Stefánsson
Mynd dagsins

Páll Stefánsson

Vest­ur og vest­ast á Kárs­nesi

Það fyrsta sem mað­ur tek­ur eft­ir þeg­ar kom­ið er að nýja lón­inu, Sky Lagoon, vest­ast á Kárs­nes­inu, er klömbru­hleðsl­an í út­vegg bað­stað­ar­ins. Æva­fornt ís­lenskt hand­verk, á 21. ald­ar húsi. Lón­ið sjálft er svo allt ann­ar heim­ur, þar sem Skerja­fjörð­ur­inn og mann­gert heitt og stórt lón­ið renna sam­an í einn bláma. Lón­ið sem opn­aði nú um dag­inn er ein stærsta einkafram­kvæmd í ferða­þjón­ustu hing­að til. Kostn­að­ur, 5 millj­arð­ar.