Þessi grein er meira en mánaðargömul.

Nýjasta sviðsmyndin fyrir eldgos gerir ráð fyrir mögulegu hraunflæði yfir Reykjanesbraut

Eld­fjalla­fræði- og nátt­úru­vár­hóp­ur Há­skóla Ís­lands hef­ur upp­fært spálík­an fyr­ir eld­gos á Reykja­nesi vegna breyttr­ar skjálfta­virkni í dag.

Eld­fjalla­fræði- og nátt­úru­vár­hóp­ur Há­skóla Ís­lands hef­ur upp­fært spálík­an fyr­ir eld­gos á Reykja­nesi vegna breyttr­ar skjálfta­virkni í dag.

Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur gefið út nýtt sviðsmyndakort fyrir möguleg eldgos á Reykjanesi í yfirstandandi skjálftahrinu.

Öflugir jarðskjálftar hafa skekið Reykjanesið og höfuðborgarsvæðið síðasta sólarhring, meðal annars 5,2 að stærð klukkan 8 í morgun og 4,9 að stærð klukkan 22.38 í gærkvöldi. Sá stærsti og tveir minni, 4,6 og 4,4 að stærð, ásamt fjölda smærri skjálfta, hafa í dag og í gær verið mældir milli fjallsins Keilis og Fagradalsfjalls. Skjálftamiðjan er því nánast sýnileg frá höfuðborgarsvæðinu, aðeins um þremur kílómetrum handan Keilis. Nýtt spákort fyrir mögulegt eldgos staðsetur hugsanlegar og líklegastar gosstöðvar í kringum það svæði. Ekki eru þó merki um gosóróa.

Sviðsmyndin frá því kvöldÁ myndinni frá eldfjallafræði og náttúruvárhópi Háskóla Íslands eru sýndir líklegir farvegir hraunrennslis ef til eldgoss kemur á þeim svæðum sem nú teljast líklegust. Rauðari litur gefur til kynna aukin líkindi.

Í Facebook-færslu frá hópnum segir að spáin sé mikið breytt eftir að skjálftavirkni færðist til í dag. „Eins og áður látum við gjósa á allra líklegustu svæðunum. Miðað við kortið frá fyrr í dag eru miklar breytingar, eins og við mátti búast út frá spákortinu. Nú er það fyrst og fremst mitt Reykjanesið þar sem líklegast er að hraun flæði um. Eins og áður, því rauðari sem liturinn er því líklegra er að hraun fari þar um á nesinu.“

Eins og sviðsmyndin sýnir er gert ráð fyrir að hraun geti runnið yfir vegstæði Reykjanesbrautarinnar og gæti því mögulega teppt umferð milli Reykjavíkur og Keflavíkur. Einnig er gert ráð fyrir að Suðurstrandarvegur geti orðið fyrir hraunrennsli í nýjustu sviðsmyndinni. Áður hefur á sögulegum tíma runnið hraun til sjávar úr eldgosi á Reykjanesi, bæði til norður að ströndinni við Faxaflóa og til suðurs.

Líklegustu eldgosasvæðinSamkvæmt uppfærðu líkani er líklegast að möguleg eldgos geti átt sér stað á rauðu svæðunum. Ólíklegri eru gos á gulleitu svæðunum. Byggð í Grindavík sést neðst til vinstri á myndinni en efst til sjást Njarðvík og svo Keflavík.

Fyrr í kvöld birti eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands nýja eldgosaspá. „Eftir hrinurnar í dag breytist eldsuppkomuspáin. Miðað við skjálfta frá hádegi í gær fram til kl. 17 í dag er spáin samkvæmt mynd. Eins og áður eru það innan eldrauðu svæðanna sem líklegast er að eldgos verði. Miðað við fyrri póst okkar hefur orðið mikil breyting á spákortinu. Líklegustu svæðin eru komin að Trölladyngju. Enn og aftur þá er spákortið byggt á undirliggjandi rannsóknum á Reykjanesi að viðbættum þeim atburðum er áttu sér stað í dag.“

Sem fyrr segir hefur ekki verið greint frá neinum gosóróa í tengslum við skjálftahrinuna, sem orsakast af sniðgengum flekahreyfingum Ameríkufleka til vesturs og Evrasíufleka til austurs. Meðal þeirra sem hafa varað við því að skjálftavirknin og fyrra landris kunni að vera fyrirboði eldgoss eru Ari Trausti Guðmundsson, jarðfræðingur og þingmaður. Ómögulegt er að segja til um líkindi á jarðhræringum vegna eða samhliða skjálftahrinunnar, enda engin fordæmi fyrir eldgosum á Reykjanesi síðustu 780 árin. Þó hefur verið bent á að eldgosahrinur eigi sér stað á svæðinu á 800 til 1.000 ára fresti og því teljist þau tímabær á jarðsögulegum tímaskala. Svo lengi sem eldgos á sér stað á þurru landi er líklegt að gjóskufall verði takmarkað.

Hættustig almannavarna er í gildi á Reykjanesi og á höfuðborgarsvæðinu vegna skjálftahrinunnar. Fólk er beðið að tryggja að lausir munir geti ekki fallið og orðið til líkamstjóns og að forðast hlíðar þar sem grjóthrun getur orðið.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Hamingjan er ferðalag
ViðtalHamingjan

Ham­ingj­an er ferða­lag

Hvað er ham­ingj­an fyr­ir þér?
Fasteignaviðskiptin hringdu engum viðvörunarbjöllum
Fréttir

Fast­eigna­við­skipt­in hringdu eng­um við­vör­un­ar­bjöll­um

Dæmi eru um að fast­eigna­sal­ar til­kynni kaup­end­ur eða selj­end­ur fast­eigna til lög­reglu vegna tengsla við fíkni­efna­sölu. Fast­eigna­við­skipti Ant­ons Krist­ins Þórð­ar­son­ar, sem hef­ur ver­ið til op­in­berr­ar um­ræðu vegna tengsla við brot­a­starf­semi, hringdu hins veg­ar eng­um við­vör­un­ar­bjöll­um hjá fast­eigna­söl­unni Miklu­borg.
Þunglyndið rænir draumunum en maníu fylgir stjórnleysi
Viðtal

Þung­lynd­ið ræn­ir draum­un­um en man­íu fylg­ir stjórn­leysi

Ey­dís Víg­lunds­dótt­ir greind­ist með fé­lags­fælni, átrösk­un og ADHD, sem kom síð­ar í ljós að var í raun geð­hvarfa­sýki. Hún rokk­ar á milli man­íu og þung­lynd­is, var í þung­lyndi þeg­ar við­tal­ið var tek­ið og sagð­ist þá alltaf vera að týna sér meira og meira. Ef hún hefði ver­ið í man­íu þá hefði henni hún fund­ist eiga heim­inn.
357. spurningaþraut: Hvar fór fram þessi einkennilega útför?
Þrautir10 af öllu tagi

357. spurn­inga­þraut: Hvar fór fram þessi ein­kenni­lega út­för?

Hlekk­ur á þraut gær­dagz­ins. * Fyrri auka­spurn­ing: Í hvaða kvik­mynd kem­ur við sögu sú ein­kenni­lega út­för sem sést á skjá­skot­inu hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   St. Pét­urs­borg stend­ur í óshólm­um fljóts nokk­urs. Hvað heit­ir það fljót? 2.   Hver stofn­aði borg­ina? 3.   Skipt var um nafn á borg­inni þann 1. sept­em­ber 1914. Hvað var hið nýja nafn henn­ar? 4.   „Shahadah“...
Myndlist tileinkuð Kópavogi og blokkinni sem var heilt þorp
Menning

Mynd­list til­eink­uð Kópa­vogi og blokk­inni sem var heilt þorp

Fjór­ir mynd­list­ar­menn eiga verk á sýn­ing­unni Skýja­borg í Gerð­arsafni en það eru þau Eirún Sig­urð­ar­dótt­ir, Berg­lind Jóna Hlyns­dótt­ir, Bjarki Braga­son og Unn­ar Örn Auð­ar­son. Verk Eirún­ar tengj­ast þeim ár­um sem hún bjó í fjöl­býl­is­hús­inu við Engi­hjálla 3.
Sjokk að flytja til Reykjavíkur
Fólkið í borginni

Sjokk að flytja til Reykja­vík­ur

Amna Hasecic flutti frá Bosn­íu til Hafn­ar í Horna­firði þeg­ar hún var fimm ára. Tví­tug flutti hún svo til Reykja­vík­ur. Í borg­inni full­orðn­að­ist hún og mynd­aði öfl­ugt tengslanet sem hún seg­ir ómet­an­legt.
Covid-19 talið vera ógn varðandi peningaþvætti
FréttirPeningaþvætti á Íslandi

Covid-19 tal­ið vera ógn varð­andi pen­inga­þvætti

Sam­kvæmt nýju áhættumati rík­is­lög­reglu­stjóra á vörn­um gegn pen­inga­þvætti, eru þær breyttu efna­hags­legu að­stæð­ur sem mynd­ast hafa vegna Covid-19, tald­ar geta ógn­að vörn­um gegn pen­inga­þvætti.
356. spurningaþraut: Hvað hét Svíinn, hverja studdi Byron, og svo framvegis
Þrautir10 af öllu tagi

356. spurn­inga­þraut: Hvað hét Sví­inn, hverja studdi Byron, og svo fram­veg­is

Hérna er sko þraut­in síð­an í gær. * Auka­spurn­ing­ar eru tvær, og sú fyrri á við mynd­ina hér að of­an. Úr hvaða kvik­mynd er skjá­skot þetta? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Hvað hét grín­flokk­ur­inn sem þeir til­heyrðu Gra­ham Chapman, John Cleese, Eric Idle, Terry Jo­nes og Michael Pal­in? 2.   Í upp­taln­ing­una hér að of­an vant­ar raun­ar einn með­lim hóps­ins. Hver er sá?...
Hettu- og hanskaveður í miðbænum
Páll Stefánsson
Mynd dagsins

Páll Stefánsson

Hettu- og hanska­veð­ur í mið­bæn­um

Zi­va (mynd) sem ég mætti af til­vilj­un á Lauga­veg­in­um, á leið­inni í vinn­una. Hún kem­ur frá Tékklandi (Czechia) og hef­ur bú­ið hér og starf­að í tvö ár sem húð­flúr­ari. „Líf­ið hér er að kom­ast í eðli­legt horf... svona næst­um því, sem er frá­bært". Já eins og veðr­ið í morg­un. Ekta apríl: sól, rok og rign­ing allt á sömu mín­út­unni.
Yfirheyrslur,  misminni og samsæriskenningar. Síðari hluti.  Um samsæris-þjóðsögur í G&G málinu.
Blogg

Stefán Snævarr

Yf­ir­heyrsl­ur, misminni og sam­særis­kenn­ing­ar. Síð­ari hluti. Um sam­sær­is-þjóð­sög­ur í G&G; mál­inu.

Hefj­um leik­inn á því að ræða ad hom­inem rök og al­mennt um sam­særis­kenn­ing­ar. Ad hom­inem rök eru „rök“ sem bein­ast að þeim sem set­ur fram stað­hæf­ingu, ekki stað­hæf­ing­unni sjálfri. Kalla má slíkt „högg und­ir belt­is­stað“. Hvað sam­særis­kenn­ing­ar varð­ar þá eru þær al­þekkt­ar  enda er Net­ið belg­fullt af meira eða minna órök­studd­um sam­særis­kenn­ing­um. Spurn­ing um hvort sam­særi eigi sér stað er...
Yfirheyrslur,  misminni og samsæriskenningar. Fyrri hluti. Um norræn sakamál, mest G&G málið.
Blogg

Stefán Snævarr

Yf­ir­heyrsl­ur, misminni og sam­særis­kenn­ing­ar. Fyrri hluti. Um nor­ræn saka­mál, mest G&G; mál­ið.

Í fyrra vor  end­urlas ég Glæp og refs­ingu, hina miklu skáld­sögu Fjodors Dostoj­evskí. Hún fjall­ar um Rodi­on Raskolni­kov  sem framdi morð af því hann taldi að land­hreins­un hefði ver­ið að hinni  myrtu. Hann væri sér­stök teg­und manna sem væri haf­inn yf­ir lög­in. En Niku­læ nokk­ur ját­ar á sig morð­ið þótt hann hafi ver­ið sak­laus og virt­ist trúa eig­in sekt. Á...
Mikil ánægja með lög um skipta búsetu barna
Fréttir

Mik­il ánægja með lög um skipta bú­setu barna

Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur dóms­mála­ráð­herra er hrós­að í há­stert á sam­fé­lags­miðl­um eft­ir að frum­varp henn­ar sem heim­il­ar skrán­ingu barna á tvö heim­ili var sam­þykkt í gær.