Þessi grein er rúmlega 10 mánaða gömul.

Nýjasta sviðsmyndin fyrir eldgos gerir ráð fyrir mögulegu hraunflæði yfir Reykjanesbraut

Eld­fjalla­fræði- og nátt­úru­vár­hóp­ur Há­skóla Ís­lands hef­ur upp­fært spálík­an fyr­ir eld­gos á Reykja­nesi vegna breyttr­ar skjálfta­virkni í dag.

Eld­fjalla­fræði- og nátt­úru­vár­hóp­ur Há­skóla Ís­lands hef­ur upp­fært spálík­an fyr­ir eld­gos á Reykja­nesi vegna breyttr­ar skjálfta­virkni í dag.

Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur gefið út nýtt sviðsmyndakort fyrir möguleg eldgos á Reykjanesi í yfirstandandi skjálftahrinu.

Öflugir jarðskjálftar hafa skekið Reykjanesið og höfuðborgarsvæðið síðasta sólarhring, meðal annars 5,2 að stærð klukkan 8 í morgun og 4,9 að stærð klukkan 22.38 í gærkvöldi. Sá stærsti og tveir minni, 4,6 og 4,4 að stærð, ásamt fjölda smærri skjálfta, hafa í dag og í gær verið mældir milli fjallsins Keilis og Fagradalsfjalls. Skjálftamiðjan er því nánast sýnileg frá höfuðborgarsvæðinu, aðeins um þremur kílómetrum handan Keilis. Nýtt spákort fyrir mögulegt eldgos staðsetur hugsanlegar og líklegastar gosstöðvar í kringum það svæði. Ekki eru þó merki um gosóróa.

Sviðsmyndin frá því kvöldÁ myndinni frá eldfjallafræði og náttúruvárhópi Háskóla Íslands eru sýndir líklegir farvegir hraunrennslis ef til eldgoss kemur á þeim svæðum sem nú teljast líklegust. Rauðari litur gefur til kynna aukin líkindi.

Í Facebook-færslu frá hópnum segir að spáin sé mikið breytt eftir að skjálftavirkni færðist til í dag. „Eins og áður látum við gjósa á allra líklegustu svæðunum. Miðað við kortið frá fyrr í dag eru miklar breytingar, eins og við mátti búast út frá spákortinu. Nú er það fyrst og fremst mitt Reykjanesið þar sem líklegast er að hraun flæði um. Eins og áður, því rauðari sem liturinn er því líklegra er að hraun fari þar um á nesinu.“

Eins og sviðsmyndin sýnir er gert ráð fyrir að hraun geti runnið yfir vegstæði Reykjanesbrautarinnar og gæti því mögulega teppt umferð milli Reykjavíkur og Keflavíkur. Einnig er gert ráð fyrir að Suðurstrandarvegur geti orðið fyrir hraunrennsli í nýjustu sviðsmyndinni. Áður hefur á sögulegum tíma runnið hraun til sjávar úr eldgosi á Reykjanesi, bæði til norður að ströndinni við Faxaflóa og til suðurs.

Líklegustu eldgosasvæðinSamkvæmt uppfærðu líkani er líklegast að möguleg eldgos geti átt sér stað á rauðu svæðunum. Ólíklegri eru gos á gulleitu svæðunum. Byggð í Grindavík sést neðst til vinstri á myndinni en efst til sjást Njarðvík og svo Keflavík.

Fyrr í kvöld birti eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands nýja eldgosaspá. „Eftir hrinurnar í dag breytist eldsuppkomuspáin. Miðað við skjálfta frá hádegi í gær fram til kl. 17 í dag er spáin samkvæmt mynd. Eins og áður eru það innan eldrauðu svæðanna sem líklegast er að eldgos verði. Miðað við fyrri póst okkar hefur orðið mikil breyting á spákortinu. Líklegustu svæðin eru komin að Trölladyngju. Enn og aftur þá er spákortið byggt á undirliggjandi rannsóknum á Reykjanesi að viðbættum þeim atburðum er áttu sér stað í dag.“

Sem fyrr segir hefur ekki verið greint frá neinum gosóróa í tengslum við skjálftahrinuna, sem orsakast af sniðgengum flekahreyfingum Ameríkufleka til vesturs og Evrasíufleka til austurs. Meðal þeirra sem hafa varað við því að skjálftavirknin og fyrra landris kunni að vera fyrirboði eldgoss eru Ari Trausti Guðmundsson, jarðfræðingur og þingmaður. Ómögulegt er að segja til um líkindi á jarðhræringum vegna eða samhliða skjálftahrinunnar, enda engin fordæmi fyrir eldgosum á Reykjanesi síðustu 780 árin. Þó hefur verið bent á að eldgosahrinur eigi sér stað á svæðinu á 800 til 1.000 ára fresti og því teljist þau tímabær á jarðsögulegum tímaskala. Svo lengi sem eldgos á sér stað á þurru landi er líklegt að gjóskufall verði takmarkað.

Hættustig almannavarna er í gildi á Reykjanesi og á höfuðborgarsvæðinu vegna skjálftahrinunnar. Fólk er beðið að tryggja að lausir munir geti ekki fallið og orðið til líkamstjóns og að forðast hlíðar þar sem grjóthrun getur orðið.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Aldrei fleiri verið einmana
Fréttir

Aldrei fleiri ver­ið einmana

Yf­ir fjórð­ung­ur ungs fólks lýsti því að það fyndi oft eða mjög oft til ein­mana­leika í síð­asta mán­uði. Kon­ur eru mun oft­ar einmana en karl­ar. Ein­mana­leiki jókst ekki hjá öldr­uð­um í heims­far­aldr­in­um, þvert á það sem marg­ir ótt­uð­ust. Sviðs­stjóri hjá land­læknisembætt­inu seg­ir um nýtt heilsu­far­svanda­mál að ræða.
590. spurningaþraut: Nú leikum við bókarheiti
Þrautir10 af öllu tagi

590. spurn­inga­þraut: Nú leik­um við bók­ar­heiti

Hér er spurt um nöfn á ís­lensk­um skáld­sög­um. Alltaf vant­ar eitt­hvað í bók­ar­heit­ið og þið eig­ið að finna út hvað það er. Auka­spurn­ing­arn­ar snú­ast hins veg­ar um er­lend­ar skáld­sög­ur.  Fyrri auka­spurn­ing: Mynd­in hér að of­an er úr kvik­mynda­gerð skáld­sögu sem heit­ir ... hvað? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Ein af Ís­lend­inga­sög­un­um heit­ir Gunn­laugs saga ...? 2.  Ár­ið 2004 kom út skáld­saga Auð­ar...
Landspítalinn svaraði ekki ályktun um kynferðislega áreitni
Fréttir

Land­spít­al­inn svar­aði ekki álykt­un um kyn­ferð­is­lega áreitni

Í vor sendu tvö fag­fé­lög lækna, Fé­lag al­mennra lækna og Fé­lag sjúkra­hús­lækna, frá sér álykt­un sem hvatti stjórn­end­ur spít­al­ans til þess að end­ur­skoða verklag sitt er varð­ar kyn­ferð­is­lega áreitni, kyn­bund­ið áreiti og of­beldi á Land­spít­al­an­um. Hvor­ugt fé­lag­ið fékk svar við álykt­un­inni.
589. spurningaþraut: Hér er spurt um söngvara, peysuföt, Hoyvik og fagran pilt
Þrautir10 af öllu tagi

589. spurn­inga­þraut: Hér er spurt um söngv­ara, peysu­föt, Hoy­vik og fagran pilt

Fyrri auka­spurn­ing: Hvað er karl­inn hér að of­an að syngja? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Til­tek­in þjóð eða þjóð­ern­is­hóp­ur er sá fjöl­menn­asti í heimi og tel­ur 1,4 millj­arða manna. 92 pró­sent Kín­verja til­heyra þess­ari þjóð. Hvað nefn­ist hún? 2.  Delaware, Ida­ho, Jef­fer­son, Minnesota, Nebraska, Wyom­ing. Fimm af þess­um land­fræði­heit­um merkja ríki í Banda­ríkj­un­um, en eitt ekki. Hvað af þess­um sex er ekki...
Hverjir eru Hvít-Rússar og hvað er Bélarus?
Illugi Jökulsson
Flækjusagan

Illugi Jökulsson

Hverj­ir eru Hvít-Rúss­ar og hvað er Bél­ar­us?

Venju­lega ber lít­ið á Bél­ar­us eða Hvíta-Rússlandi. En það hef­ur breyst eft­ir að Al­ex­and­er Lúka­sénka tók að neyta allra bragða til að halda völd­um. Hér seg­ir af sögu þessa lands.
Frumkvöðull í endurnýtingu heldur ótrauður áfram í jaðarsamfélaginu við Reykjavík
Fréttir

Frum­kvöð­ull í end­ur­nýt­ingu held­ur ótrauð­ur áfram í jað­ar­sam­fé­lag­inu við Reykja­vík

Í meira en hálfa öld hef­ur Valdi safn­að fölln­um hjól­kopp­um, gert við þá og sellt þá til end­ur­nýt­ing­ar. Hann held­ur ótrauð­ur áfram, þrátt fyr­ir kreppu í brans­an­um og þótt hann hafi ekki feng­ið neina Covid-styrki. Valdi og bróð­ir hans lýsa líf­inu í „jað­ar­sam­fé­lag­inu“ við mörk Reykja­vík­ur, sem nú er að ganga í end­ur­nýj­un lífdaga.
Epli á Íslandi eru táknmynd heimsendis
Menning

Epli á Ís­landi eru tákn­mynd heimsend­is

Karl Ág­úst Þor­bergs­son lista­mað­ur fjall­ar um tengsl epla og heimsend­is í hug­vekju sinni fyr­ir við­burðaröð­ina Sjálf­bær samruni – sam­tal lista og vís­inda um sjálf­bærni. Hann seg­ir epla­rækt á Ís­landi vera tákn­mynd heimsend­is því ekki væri hægt að rækta epli hér á landi nema vegna ham­fara­hlýn­un­ar.
Utan Metaversins
Stefán Ingvar Vigfússon
Pistill

Stefán Ingvar Vigfússon

Ut­an Meta­vers­ins

Hvers vegna verð­ur rauð­ur lauk­ur sæt­ari en hvít­ur þeg­ar hann er steikt­ur og hvernig leit­ar mað­ur svara án þess að styðj­ast við in­ter­net­ið?
Fólk veikist af nálgun okkar gagnvart offitu
Fréttir

Fólk veikist af nálg­un okk­ar gagn­vart offitu

Sjúk­dóm­svæð­ing á út­liti fólks get­ur vald­ið heilsu­fars­leg­um skaða sem hef­ur meiri áhrif en lík­ams­þyngd. Tara Mar­grét Vil­hjálms­dótt­ir seg­ir að BMI-stuð­ull­inn valdi tjóni.
588. spurningaþraut: Hér eru leidd saman Sigmundur Brestisson og Chrissie Hynde
Þrautir10 af öllu tagi

588. spurn­inga­þraut: Hér eru leidd sam­an Sig­mund­ur Brest­is­son og Chrissie Hynde

Fyrri auka­spurn­ing: Hvar eru þess­ir knáu hesta­menn stadd­ir — ef að lík­um læt­ur? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Hvað heit­ir höf­uð­borg Bél­ar­us? 2.  Hvað nefn­ist stærsti fót­bolta­völl­ur Kaup­manna­hafn­ar, þjóð­ar­leik­vang­ur þeirra Dana? 3.  Augu­sto Pin­ochet var einu sinni æðsti yf­ir­mað­ur hers­ins í hvaða landi? 4.  Ár­ið 1947 var form­lega stofn­að­ur nýr þétt­býl­is­stað­ur á Ís­landi en þá hafði ver­ið að vaxa á til­tekn­um stað...
Flögrar á milli Reykjavíkur og Aþenu
ViðtalHús & Hillbilly

Flögr­ar á milli Reykja­vík­ur og Aþenu

Rakel McMa­hon rann­sak­ar til­finn­ing­una um öf­ugugga í al­menn­ings­rým­um ásamt Evu Ís­leifs.
„Það er ekkert kúl að vera rithöfundur“
Viðtal

„Það er ekk­ert kúl að vera rit­höf­und­ur“

Rit­höf­und­arn­ir Júlía Mar­grét Ein­ars­dótt­ir, Kamilla Ein­ars­dótt­ir og Ein­ar Kára­son eru sam­mála þeg­ar kem­ur að stóru mál­un­um, treysta hvert öðru full­kom­lega og segja sög­ur við öll til­efni. Þau eru öll með nýja skáld­sögu um jól­in.