Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Fá sex mánaða fæðingarorlof þrátt fyrir nálgunarbann

Sam­kvæmt frum­varpi um fæð­ing­ar- og for­eldra­or­lof verð­ur for­eldri sem sæt­ir nálg­un­ar­banni vegna of­beld­is gegn hinu for­eldr­inu gert kleift að taka óskert fæð­ing­ar­or­lof í sex mán­uði með barni sínu.

Fá sex mánaða fæðingarorlof þrátt fyrir nálgunarbann

Samkvæmt frumvarpi Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra um fæðingar-og foreldraorlofs er foreldri sem sætir nálgunnarbanni gagnvart hinu foreldrinu leyft að taka sinn hluta fæðingarorlofs í allt að sex mánuði. Í  frumvarpinu er ekki gert ráð fyrir að hægt verði að færa til rétt þess foreldris til foreldrisins sem bað um nálgunarbann.

Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að ef foreldrið sæti nálgunarbanni gegn barni sínu, færist fæðingarorlofsrétturinn til hins foreldrisins. Það gildir hins vegar ekki ef nálgunarbannið snýr að makanum eða hinu foreldrinu. Því getur komið upp sú staða að foreldri sem beitti hitt foreldrið alvarlegu ofbeldi taki út sex mánaða fæðingarorlof.

Tekist á um nálgunarbann

Frumvarpið fór fyrir velferðarnefnd og varð mikil umræða um tilfærslu réttar til töku fæðingarorlofs þegar foreldri sætir nálgunarbanni gagnvart hinu foreldrinu.

Minni hluti nefndarinnar vakti athygli á því að nálgunarbanni er eingöngu beitt í undantekningartilfellum samkvæmt lögum um nálgunarbann og brottvísun af heimili. Því sé aðeins um að ræða mjög alvarleg mál. Því sé um mjög alvarleg mál að ræða þegar foreldri sæti nálgunarbanni gagnvart hinu foreldrinu.

„Það er aldrei fallist á nálgunarbann ef það er ágreiningur á milli foreldra. Það þarf að vera gróft ofbeldi og líkur á að það gerist aftur.“

Í lögum um nálgunarbann kemur fram að heimilt sé að beita nálgunarbanni ef rökstuddur grunur er um að sakborningur hafi framið refsivert brot eða raskað á annan hátt friði brotaþola eða hætta er á að viðkomandi brjóti á þann hátt gegn brotaþola.  Minni hlutinn áréttar að við slíkar aðstæður verði löggjafinn að hafa í huga aðstæður barns botaþola og brotaþola sjálfs og veita þeim fullnægjandi vernd fyrir ofbeldi.

Þá segir minni hlutinn að stjórnvöld og meirihlutinn sýni skilningsleysi á aðstæðum brotaþola sem upplifað hafa alvarlega atburði sem leiða til nálgunarbanns.

Í minnisblaði sem nefndinni barst frá ráðuneytinu er vísað til þess að starfshópur um gerð frumvarpsins telji að foreldri, sem sætir nálgunarbanni gagnvart hinu foreldrinu, geti verið í góðum tengslum og samskiptum við barn sitt þrátt fyrir verknað sinn sem leiddi til þess að nálgunarbanni var beitt. Því telji starfshópurinn að það gengi gegn markmiðum laganna að ákvæði 3. mgr. 9. gr. gilti um nálgunarbann gegn hinu foreldrinu líkt og um nálgunarbann gegn barni.

Málsgreinin gagnrýnd á þingi

Umræða um málsgreinina fór fram á þingi í gær. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og hluti af minnihluta velferðarnefndar, tók til máls. 

„Hvernig háttvirtur þingmaður (Ólafur Þór Gunnarsson, framsögumaður meirihluta velferðarnefndar) að það verði samfleytt fæðingarorlof þegar annað foreldrið, sem sætir svo grófu ofbeldi af hálfu hins foreldrisins að nálgunarbanni er beitt og mögulega staðfest af dómstólum. Hvernig það foreldri á að haga sínum málum þegar fæðingarorlofinu lýkur við sex mánaða aldur barnsins? Þá fer barnið hvert? Í leikskóla? Í ungbarnaleikskóla við sex mánaða aldur. Því það barn er ekki verndað af löggjafanum á Íslandi gegn svona vitleysu. Þarna er barn sem hefur þolað það að foreldrið hefur verið beitt grófu ofbeldi þannig að hitt foreldrið er dæmt í nálgunarbann. Það skal sent út í pössun utan heimilis en foreldrið sem mátti þola ofbeldið skal koma hérna tólf mánuðum seinna og fara aftur á vinnumarkaðinn til að ljúka sínum sex mánuðum. Vegna þess að hitt foreldrið er mögulega ekki enn í standi til að sinna þessu. Þetta er slík vitleysa að ég er algjörlega rasandi yfir þessu.“

Það þarf að vera gróft ofbeldi

Í samtali við Stundina segist Helga Vala hafa staðið á orgi varðandi málið. „Ég var lögmaður á neyðarmóttöku fyrir þolendur heimilisofbeldis og gekk þar vaktir á sex vikna fresti. Ég var lögmaður fjölda kvenna sem dvöldu í Kvennaathvarfinu. Ég er búin að vera á orginu þegar fulltrúi ráðuneytis kemur og segir að það á ekki að vera breyta þessu þegar um er að ræða ágreining á milli foreldra. Þau skilja þetta ekki. Það er aldrei fallist á nálgunarbann ef það er ágreiningur á milli foreldra. Það þarf að vera gróft ofbeldi  og líkur á að það gerist aftur,“ segir hún.

Samkvæmt lögunum þarf hins vegar foreldrið, sem sætir nálgunarbanni, þá að fara með sameiginlega forsjá og umgangast barnið til þess að fá greitt fæðingarorlof. Eins og segir í lögunum: „Skilyrði fyrir því að foreldri geti nýtt rétt sinn til fæðingarorlofs er að foreldri fari með forsjá barnsins eða fari sameiginlega með forsjá þess ásamt hinu foreldrinu þann tíma sem foreldri nýtir rétt sinn til fæðingarorlofs.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
4
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
8
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
3
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
7
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
10
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár