Dagskrárstjóri Rásar eitt Ríkisútvarpsins, Þröstur Helgason, komst rétt einu sinni í fréttirnar á dögunum. Tilefnið kann að virðast lítilvægt, en að baki er margra ára saga átaka, brottrekstra og uppsagna.
–– –– ––
Áður en lengra er haldið er rétt að taka fram: Eftirfarandi lýsing byggir á samtölum við hátt í tuttugu núverandi og fyrrverandi starfsmenn Rásar eitt á Ríkisútvarpinu.
Þeir eiga eitt sammerkt: Að vilja ekki tjá sig undir nafni. Hinir gömlu jafnan af því að þeir vilja „gleyma þessum leiðindum“ eða að „lífið er allt öðruvísi núna“.
Núverandi starfsmenn í hópi viðmælenda vilja ekki láta hafa neitt eftir sér hreinlega af ótta við að missa vinnuna.
Allt sem hér fer á eftir er hins vegar byggt á samtölum við að lágmarki þrjá viðmælendur og oftast fleiri.
–– –– ––
Tilefni þess að stjórnunarhættir dagskrárstjóra Rásar eitt komu enn til umfjöllunar nýlega voru hrókeringar með þuli. Máske virðist það …
Skráðu þig inn til að lesa
Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins
2.390 krónum á mánuði.
Athugasemdir