Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Sjúkrabílnum snúið við á Stykkishólmi

Fjöl­skylda Guð­laugs Jóns Bjarna­son­ar, eins þeirra sem smit­uð­ust á Landa­koti, hef­ur ver­ið gagn­rýn­in á hvernig stað­ið var að mál­um. Til hafði stað­ið að Guð­laug­ur fengi pláss á hjúkr­un­ar­heim­ili í Stykk­is­hólmi og var hann flutt­ur þang­að með sjúkra­bíl fimmtu­dag­inn 22. októ­ber. Bíln­um var snú­ið við í Stykk­is­hólmi eft­ir að upp­lýs­ing­ar bár­ust um hópsmit­ið sama dag.

Sjúkrabílnum snúið við á Stykkishólmi

„Mér finnst leiðinlegt að það sé ekki hægt að segja að það hafi verið gerð mistök og að þau ætli að skoða það,“ segir Hallgerður Guðlaugsdóttir, dóttir Guðlaugs Jóns Bjarnasonar, um viðbrögð stjórnenda Landspítalans. Hún segir að fjölskyldunni hafi verið boðið á fund með yfirmönnum á Landakoti. Skýringar sem þar voru gefnar hafi verið ófullnægjandi að mati fjölskyldunnar, sem veitti því síðan eftirtekt að önnur skýring hafi verið gefin í fréttunum. „Skýringin var sú að það hafi verið svo lágur þröskuldur á því hvort það væru tekin sýni hjá fólki sem er veikt og með einkenni sem gætu verið COVID-19. Því hafi svo oft verið tekin sýni sem reyndust neikvæð. Sem gæti alveg verið rétt. Ef það hefði alltaf verið að taka sýni og bíða eftir niðurstöðum þeirra þá hefði allt stoppað og aldrei verið hægt að útskrifa neinn. Við gátum skilið það, en ekki aðrar skýringar sem okkur voru gefnar.“

Faðir hennar fór því ekki í sýnatöku áður en hann var sendur á Stykkishólm. Annar maður á sömu deild var hins vegar sendur í sýnatöku og var fyrsti sjúklingurinn sem greindist með COVID-19 á Landakoti. Niðurstöður sýnatökunnar lágu fyrir þegar sjúkrabíllinn var að renna í hlað í Stykkishólmi og því var ákveðið að snúa bílnum við. „Allar upplýsingar sem við fengum voru að það hefði verið þessi sjúklingur sem greindist jákvæður sama dag og pabbi var útskrifaður og sendur af stað. Í fréttum sáum við svo að það var starfsmaður sem greindist fyrst með COVID-19. Þannig að ég veit ekki hvernig það var.“

Sjúklingar saman í mat

Faðir hennar var einn hinna heppnu og fékk aðeins væg einkenni, var rétt hrjúfur í röddinni og með hálsbólgu. Við komuna til Reykjavíkur var hann engu að síður sendur í sýnatöku og var greindur með COVID-19 á föstudeginum og sendur í einangrun sem hann losnaði úr fimmtudaginn 12. nóvember. 

Aðspurð segir hún að faðir hennar hafi ekki deilt herbergi með manninum sem greindist fyrstur með veiruna. Herbergi þeirra hafi ekki einu sinni verið samliggjandi, heldur hvort í sínum enda deildarinnar. „Á Landakoti er lagt upp með að dvölin sé heimilisleg, sem er auðvitað yndislegt, en þýðir það að fólk fer fram í matsal og borðar þar saman. Þá gildir einu hvar stofa mannsins sem veikist er. Fólk var alltaf hvatt til þess að fara fram í matsal. Þetta segi ég án þess að vita fyrir víst hvort hinn veiki hafi farið fram í matsal, því það eru auðvitað alltaf einhverjir sem treysta sér ekki þangað.“ 

Þá áréttar Hallgerður að Landspítalinn sé gamall spítali og húsnæðið bjóði ekki upp á mikla aðgreiningu. Til að mynda séu ekki salerni inni á hverju herbergi, heldur þrjú eða fjögur á hverri deild. „Mamma er hjúkrunarfræðingur og ég vinn sjálf við umönnun aldraðra. Okkur er mikið í mun að kerfinu sé haldið við. Það er mörgu ábótavant. Þess vegna erum við kannski tilbúnari en margir til að tala um hluti sem mættu vera í lagi. Margir notendur kerfisins taka bara við því sem að þeim er rétt. Margir myndu kannski vilja svör við spurningum, en vita ekki að þeir eiga rétt á þeim.“ 

Samstaða um að bæta kerfið 

Fjölskylda Guðlaugs var í viðtali hjá Vísi um atburðarásina tveimur dögum eftir að hópsmitið kom upp. „Mér fannst mjög leiðinlegt hvernig þessi umræða fór,“ segir Hallgerður sem sjálf vinnur á hjúkurnarheimili. „Ég upplifði að við værum vonda fólkið að gagnrýna allt æðislega starfsfólkið, sem margir eru samstarfsmenn okkar.“ Fyrir nokkrum árum síðan var hún sjálf að vinna á Landakoti og segir að sér sé hlýtt til starfsfólksins þar. Hún hafi verið ánægð að vita af föður sínum í þeirra höndum. Gagnrýnin hafi alls ekki beinst að starfsfólki sem ber enga ábyrgð á stöðu spítalans. „Okkar gagnrýni var beint að stjórnendum. Við viljum vita hvað gerðist á Landakoti. Auðvitað er þetta allt nýtt og það er enginn að segja að þetta sé allt einhverjum að kenna sem eigi að hengja fyrir þetta. En það má skoða hvað má betur fara. Í stærri samfélögum þykir sjálfsagt að skoða hvað fer úrskeiðis, hver ber ábyrgð og hvað hægt er að læra af því. Hér er eins og það megi ekki því við eigum öll að standa saman. Við getum samt staðið saman og bætt kerfið.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Sjá meira

Aðstandendur vilja skýringar á hvernig fór á Landakoti
ViðtalHvað gerðist á Landakoti?

Að­stand­end­ur vilja skýr­ing­ar á hvernig fór á Landa­koti

Fjöl­skyld­ur þeirra sem lét­ust og veikt­ust eft­ir hópsmit­ið á Landa­koti bera starfs­fólki góða sögu, en vilja vita hvað fór úr­skeið­is. Sum­ir gátu ekki kvatt ást­vini sína, en aðr­ir fengu að heim­sækja þá í hlífð­ar­bún­ing­um. Einn að­stand­enda um­gekkst aldr­aða ætt­ingja eft­ir að hafa ver­ið til­kynnt að hann þyrfti ekki að fara í sótt­kví.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvað gerðist á Landakoti?

Aðstæður á Landakoti aldrei ræddar í ríkisstjórn
FréttirHvað gerðist á Landakoti?

Að­stæð­ur á Landa­koti aldrei rædd­ar í rík­is­stjórn

Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herra seg­ir að al­mennt megi full­yrða að ráð­herra beri ekki refs­ábyrgð á at­höfn­um und­ir­manna sinna. Verði nið­ur­staða at­hug­un­ar land­lækn­is á hópsmit­inu á Landa­koti sú að van­ræksla stjórn­enda Land­spít­al­ans hafi vald­ið hópsmit­inu tel­ur Svandís því ekki að hún beri ábyrgð þar á.
Svandís segir stjórnendur Landspítala bera ábyrgðina á Landakoti
FréttirHvað gerðist á Landakoti?

Svandís seg­ir stjórn­end­ur Land­spít­ala bera ábyrgð­ina á Landa­koti

Það er ekki á ábyrgð heil­brigð­is­ráð­herra að stýra mönn­un inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins né held­ur ber ráð­herra ábyrgð á starfs­um­hverfi starfs­fólks spít­al­ans, seg­ir í svari Svandís­ar Svavars­dótt­ur heil­brigð­is­ráð­herra við fyr­ir­spurn Stund­ar­inn­ar. Ábyrgð­in sé stjórn­enda Land­spít­al­ans.

Mest lesið

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
1
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
3
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
4
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
7
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Við hvaða götu býr Ragnar? Reykás
10
Helgi skoðar heiminn

Við hvaða götu býr Ragn­ar? Reykás

Sauð­kræk­ing­ur­inn Ragn­ar Páll Árna­son, sem starfar hjá Öss­uri, býr í ná­grenni höf­uð­stöðva fyr­ir­tæk­is­ins, við göt­una Reykás. Seg­ist ekki hafa ætl­að að ílengj­ast þar, en kann nú hvergi bet­ur við sig. Siggi Sig­ur­jóns, guð­fað­ir Ragn­ars Reykáss, kann vel að meta sög­una af „nafna“ sín­um. Hann á sjálf­ur pín­lega en um leið drep­fyndna sögu tengda göt­unni í Ár­bæn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
9
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár