Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Veitir innsýn í daglegt líf listamanna

Elísa­bet Alma Svendsen rek­ur listráð­gjaf­ar­fyr­ir­tæk­ið List­val þar sem hún veit­ir ráð­gjöf um val og upp­setn­ingu á lista­verk­um. Hún veit­ir lista­mönn­um einnig að­gang að In­sta­gram-reikn­ingi fyr­ir­tæk­is­ins til að kynna sig, halda sta­f­ræn­ar vinnu­stofu­heim­sókn­ir og sýna verk­in sín.

Veitir innsýn í daglegt líf listamanna

Þegar Elísabet Alma Svendsen ákvað að stofna Listval fyrir ári leit heimurinn öðruvísi út. Fyrirtækið, sem hún á og rekur, sérhæfir sig í því að veita fólki ráðleggingu við að kaupa og setja upp listaverk. „Fólk veit oft ekki hverju það er að leita að og fer á ranga staði,“ segir hún. „Það ímyndar sér að það sé of dýrt að kaupa listaverk og hengir þess í stað upp plaköt, en það þarf ekki að vera dýrt að kaupa myndlist.“

Elísabet útskrifaðist úr listfræði árið 2014 og starfaði eftir það í galleríi. Hún var því með alla tiltæka reynslu og menntun til að stofna Listval. Þegar COVID-19 faraldurinn brast á setti faraldurinn hins vegar strik í reikninginn.

„Ég hafði áður verið að fara í vinnustofuheimsóknir til listamanna, taka þær upp og birta á Instagram-reikningi Listvals, en það hætti að vera hægt þegar faraldurinn skall á. Þá kom þessi hugmynd til …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár