Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Vandi húseiganda orðinn að vanda nærsamfélagsins

Íbú­ar í Mos­fells­bæ hafa áhyggj­ur vegna aukn­ingu á inn­brot­um og þjófn­aði í Tanga­hverfi. Íbúi í Brekku­tanga, þar sem hús­eig­andi einn hef­ur ver­ið hand­tek­inn vegna þjófn­aðs, seg­ist hafa meiri áhyggj­ur af hús­eig­and­an­um en inn­brot­un­um.

Vandi húseiganda orðinn að vanda nærsamfélagsins
Mosfellsbær Maður um sextugt með geð-og fíknivanda hefur verið handtekinn fyrir innbrot og þjófnað í Mosfellsbæ Mynd: gonguleidir.is

Íbúi í Brekkutanga í Mosfellsbæ segir að sú alda þjófnaða og innbrota sem gengið hefur yfir bæinn að undanförnun sé aðeins birtingarmynd annars og stærra vandamáls. Úrræðaleysi þeirra er glíma við tvíþættan vanda á borð við geð- og fíknivanda sé mál sem taka þurfi á með aðkomu fleiri en einungis lögreglunnar.

Húseigandi handtekinn

Karlmaður á sextugsaldri var í gær úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald að kröfu lögreglu vegna rannsóknar á þjófnuðum sem hafa átt sér stað í Mosfellsbæ að undanförnu. Lögreglan gerði húsleit á heimili mannsins að Brekkutanga á miðvikudag og fann þar þýfi sem hún vinnur nú að því að skila til eigenda sinna.

DV birti frétt á vef sínum 3. nóvember síðastliðinn að þess efnis að íbúar í Mosfellsbæ væru orðnir langþreyttir á erfiðu ástandi í bænum. „Innbrotafaraldur hefur geisað í hverfunum fyrir neðan Vesturlandsveg í Mosfellsbæ um nokkurt skeið, í Tangahverfi, Holtahverfi og Lágafellshverfi. Sumir íbúar hafa orðið fyrir miklu tjóni og eru langþreyttir á ástandinu,“ sagði í inngangi fréttarinnar.

Degi seinna birtist önnur frétt á vef DV þar sem tilkynnt var um stóra lögregluaðgerð við raðhús í Brekkutanga. Í fréttinni segir: „Talið er að íbúar í húsinu séu í fíkniefnaneyslu og einhverjir þeirra eru sagðir COVID smitaðir. Það hefur ekki fengist staðfest.“

Áskorun á yfirvöld

22. október síðastliðinn sendu íbúar í Brekkutanga og nágrenni áskorun á sýslumann, lögreglu, bæjarstjóra og fleiri vegna málsins.

Í áskoruninni var skorað á yfirvöld að koma að máli mannsins sem býr í Brekkutanga og hefur nú verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Íbúar segja ljóst að húseigandi þurfi nauðsynlega á heilbrigðisþjónustu að halda og að einhver verði að veita honum hana. Þeir telja hann ófæran um að gæta að heilsu sinni og annarra vegna tvíþætts vanda, þá annars vegar fíknivanda og hins vegar geðræns vanda. Þetta hafi haft þau áhrif að nærsamfélag mannsins hafi orðið fyrir barðinu á vandanum.

„Hefur Brekkutangi ítrekað verið vettvangur fjölda fólks sem lagt hefur stund á fíkniefnaneyslu, sölu fíkniefna, geymslu þýfis, auk slagsmála og annarra ofbeldismála. Lögreglan hefur ítrekað verið kölluð á vettvang og sérsveitin komið oftar en einu sinni,“ segir í bréfinu.

Þá segir enn fremur í bréfinu að síðustu daga hafi Covid-teymi lögreglunnar komið á vettvang og haft afskipti af fólki sem ætti að vera í sóttkví og einangrun. 

Úrræðaleysi

Nágranni mannsins sem um ræðir og einn af þeim sem skrifaði undir áskorunina, segir að í sínum huga snúist málið ekki um þjófnaði eða innbrot, þótt vissulega sé það hluti af vandamálinu, heldur frekar það úrræðaleysi sem húseigandinn hefur þurft að glíma við vegna vanda síns. Nágranninn hefur kosið að nafn hans birtist ekki í þessari frétt.

Hann segir að ef húseigandi hefði fengið viðeigandi aðstoð fyrir allnokkru síðan hefði þessi staða ekki komið upp. Staðan sé því sú að hans mati að málið hafi vegna úrræðaleysis sest á herðar lögreglunnar sem hafi takmörkuð úrræði til að sinna því. Það sé bæði kostnaðarsamt fyrir lögregluna og almenning.

Lögregluna segir hann að geti vissulega komið að máli en kerfið þurfi í sameiningu að veita honum þá aðstoð sem hann þarfnast.

Skortur á samhæfingu

Að hans mati vanti því samhæfingu í kerfið eins og á við í öðrum málaflokkum eins og barnavernd og heimilisofbeldi. Þar vinni lögreglan, félagskerfið og heilbrigðiskerfið saman að því að leysa mál með hagsmuni geranda, og annara er að koma að málinu, í huga. 

Nú sé það að hans sögn orðið svo að deilt sé um hvort meta þurfi hagsmuni þeirra er búi í kring meiri en hagsmuni húseiganda því að málið hefur fengið að þróast þannig að neyð mannsins hafi fengist smita út frá sér. Þá nefnir hann að foreldrar í hverfinu séu hættir að leyfa börnum sínum að fara út að leika vegna þess að þau finni fyrir óöryggi. Þá eru  börnin sjálf sömuleiðis orðin kvíðin fyrir því að ganga þar um. Fólk hafi þurft að selja eignir sínar því það gat ekki unað lengur í hverfinu og þar fram eftir götunum.

Þá sé einnig slæmt fyrir nærsamfélagið að þeir sem dvalið hafi í húsinu gæti ekki að sóttvörnum. Verslanir í nágrenninu sem og aðrir hafi því orðið berskjölduð fyrir Covid smiti. 

Alvarlegra en þjófnaður

Margir einstaklingar hafa dvaldið í húsinu og að sögn nágrannans er mest um ungt íslenskt fólk með fíknivanda að ræða og hafi þeir í engin önnur hús að venda. Hann segir því málið vera alvarlegra en umræðan um það gefi til kynna. Þetta snúist ekki um að losa sig við nágranna úr hverfinu sem sé til ama heldur sé kjarni málsins sá að geðheilbrigðiskerfið sé fjársvelt og skortur sé á samtakamætti innan kerfisins í heild.

Nágranninn lýsir yfir miklum áhyggjum yfir því að ekki séu til nein sértæk úrræði handa húseigandanum. Húseigandi hafi tjáð nágranna sínum að hann hafi langað í afvötnun og að leita sér hjálpar. Vandinn sé að hans mati sá að ef maðurinn óski ekki sjálfur eftir meðferð sé ekkert annað hægt að gera en að svipta hann sjálfræði, enginn önnur úrræði séu í boði fyrir hann. 

Hann leggur þá áherslu á að búa þurfi til úrræði á vegum ríkisins og sveitarfélaga sem geri aðilum með fíknivanda kleift að stunda sína neyslu á sem hættulausastan hátt og að meðferðin miði sem mest að skaðaminnkun fyrir einstaklinginn og þá, í þessu samhengi, nærsamfélagið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Telja frumvarpið gert fyrir fjármálafyrirtæki sem fá auknar þóknanir verði það að lögum
7
Skýring

Telja frum­varp­ið gert fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tæki sem fá aukn­ar þókn­an­ir verði það að lög­um

Al­þýðu­sam­band Ís­lands (ASÍ) og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins eru sam­mála um að frum­varp sem á að heim­ila að­komu eign­a­stýr­inga fjár­mála­fyr­ir­tækja að því að fjár­festa við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að fólks sé í besta falli ekki tíma­bær. ASÍ seg­ir að eng­in al­menn krafa sé uppi í sam­fé­lag­inu um þetta. Ver­ið sé að byggja á hug­mynd­um fyr­ir­tækja sem sjá fyr­ir sér að græða á um­sýslu verði frum­varp­ið að lög­um.
Kynferðislegt efni notað til fjárkúgunar
9
RannsóknirÁ vettvangi

Kyn­ferð­is­legt efni not­að til fjár­kúg­un­ar

„Ný­lega vor­um við með mál þar sem ung­ur mað­ur kynn­ist einni á net­inu og ger­ir þetta og hann end­aði með því á einni helgi að borga við­kom­andi að­ila alla sum­ar­hýruna eft­ir sum­ar­vinn­una og síð­an bætti hann við smá­láni þannig að hann borg­aði alls eina og hálfa millj­ón krón­ur en þrátt fyr­ir það var birt,“ seg­ir Kristján lngi lög­reglu­full­trúi. Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son er á vett­vangi og fylg­ist með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar.
Námsgögn í framhaldsskólum
10
Aðsent

Hólmfríður Árnadóttir og Hólmfríður Sigþórsdóttir

Náms­gögn í fram­halds­skól­um

Hólm­fríð­ur Sig­þórs­dótt­ir og Hólm­fríð­ur Jennýj­ar Árna­dótt­ir skrifa um stöðu mála í náms­gagna­gerð fyr­ir fram­halds­skóla lands­ins. Í flest­um náms­grein­um er náms­gagna­kost­ur fram­halds­skól­anna kom­inn til ára sinna og telja höf­und­ar nauð­syn­legt þess að rík­ið ráð­ist í sér­stakt átak í náms­gagna­út­gáfu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
7
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
8
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
5
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár