Afbrot
Flokkur
Byssurnar tala í Bandaríkjunum

Byssurnar tala í Bandaríkjunum

·

Jón Atli Árnason er íslenskur læknir sem nú er búsettur í Bandaríkjunum, nánar tiltekið í Wisconsin. Eins og fleiri aðkomumenn þar vestra furðar hann sig á byssumálum Bandaríkjamanna. Hann tók sér fyrir hendur að skoða málið.

Hent út af heimili sínu eftir að hún steig fram

Hent út af heimili sínu eftir að hún steig fram

·

Kiana Sif steig nýverið fram í fjölmiðlum og lýsti kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir af hendi stjúpföður síns. Henni var í kjölfarið hent út af móður sinni.

Skýrsla: Mál United Silicon „fordæmalaust“ og mengunarvörnum ábótavant

Skýrsla: Mál United Silicon „fordæmalaust“ og mengunarvörnum ábótavant

·

Umhverfisráðherra segir mál United Silicon eiga sér engin fordæmi hérlendis. Undirbúningur var ónógur og stjórnun mengunarvarna og búnaði ábótavant. Fyrrum forstjóri sætir málaferlum vegna refsiverðar háttsemi.

Fangelsismálastjóri segir útgáfu ársskýrslna vera „peningasóun“

Fangelsismálastjóri segir útgáfu ársskýrslna vera „peningasóun“

·

Tölfræði um starfsemi stofnunarinnar síðustu fjögur ár ekki birt á heimasíðu fyrr en eftir fyrirspurn Stundarinnar. Tæpt hálft ár tók að færa gögn inn á nýja heimasíðu. Hefur valdið vandræðum á Alþingi.

Forstjóra Cambridge Analytica lýst sem galdramanni á vefsíðu Advania

Forstjóra Cambridge Analytica lýst sem galdramanni á vefsíðu Advania

·

Var rekinn eftir uppljóstranir um mútur og kúganir. Fyrirtækið beitti óhreinum meðölum í kosningabaráttum víða um heim. Fyrirlestur forstjórans í Hörpu á síðasta ári sagður magnaður

Kjartan ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn dætrum sínum

Kjartan ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn dætrum sínum

·

Kjartan Adolfsson var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn elstu dóttur sinni árið 1991. Hún gerði sitt besta til að vernda yngri systur sínar fyrir Kjartani, en nú er hann ákærður fyrir að hafa brotið gróflega gegn þeim báðum um árabil.

„Það tók mig bara tvo mánuði að lenda á götunni“

„Það tók mig bara tvo mánuði að lenda á götunni“

·

Móður tókst að missa börn sín, heimili, bíl og aleigu eftir að ánetjast morfíni og rítalíni. Annar maður hefur sprautað sig nánast daglega í tuttugu ár, og kallar fíknina þrældóm.

„Ég treysti Íslendingum ekki lengur“

„Ég treysti Íslendingum ekki lengur“

·

Sara Qujakitsoq kom til Íslands frá Grænlandi í sumar til að safna peningum fyrir námi en segist hafa verið svikin af íslenskum yfirmanni sínum. Málið er meðhöndlað sem mansalsmál af verkalýðsfélögunum, en lögreglan hætti rannsókn.

Þung sönnunarbyrði í mansalsmálum kallar á nýja nálgun

Þung sönnunarbyrði í mansalsmálum kallar á nýja nálgun

·

Erfitt er að treysta á vitnisburð fórnarlamba mansals og þung sönnunarbyrði er í þessum málum. Yfirmaður mansalsrannsókna í Danmörku leggur áherslu á að aðrar leiðir séu notaðar til að ná fram sakfellingu yfir þeim sem brjóta gegn mansalsfórnarlömbum. Yfirmaður mansalsmála hjá Europol leggur áherslu á að rekja slóð peninganna.

Nýnasistasíðan hýst af huldufélagi á  Klapparstíg í eigu skattaskjólsfélags

Nýnasistasíðan hýst af huldufélagi á Klapparstíg í eigu skattaskjólsfélags

·

Nýnasistasíða með íslensku léni dreifir hatursáróðri gegn gyðingum og öðrum þjóðfélagshópum. Tónlistarmaðurinn Stevie Wonder og stjórnmálamaðurinn Anthony Weiner níddir á síðunni vegna uppruna síns eftir að hún fékk íslenskt lén. Slóð síðunnar á Íslandi er dularfull og var hún meðal annars vistuð hjá meintu fyrirtæki á Klapparstíg sem enginn virðist kannast við.

Nýnasistasíða með íslensku léni leiðir til sögulegs fjölda uppsagna

Nýnasistasíða með íslensku léni leiðir til sögulegs fjölda uppsagna

·

Ríkislögreglustjóri tekur ákvörðun um hvort loka eigi nasistasíðunni The Daily Stormer eða ekki. Framkvæmdastjóri ISNIC segist skilja þær miklu tilfinningar sem eru undir í málinu og að mjög margir hafi sagt upp íslenskum lénum sínum.

United Silicon kærir fyrrverandi forstjóra félagsins

United Silicon kærir fyrrverandi forstjóra félagsins

·

Stjórn United Silicon hefur lagt fram kæru gegn Magnúsi Ólafi Garðarssyni vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals.