Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Skipverji rýfur samskiptabann útgerðarinnar og segist hafa verið látinn vinna með Covid-19

Út­gerð­in Hrað­frysti­hús­ið Gunn­vör bann­aði skip­verj­um á Júlí­usi Geir­munds­syni að ræða veik­indi sín við fjöl­miðla. Ung­ur há­seti, Arn­ar Hilm­ars­son, hef­ur rof­ið bann­ið og seg­ir: „Tján­ing mín á mál­inu er óend­an­lega verð­mæt­ari en starf mitt þarna um borð.“

Skipverji rýfur samskiptabann útgerðarinnar og segist hafa verið látinn vinna með Covid-19
Arnar Hilmarsson Fór í viðtal og braut þar með samskiptabann vinnuveitanda síns, Hraðfrystihússins Gunnvarar. Mynd: Skjáskot / RÚV

„Það alvarlegasta var að halda mönnum nauðugum við vinnu á meðan þeir voru veikir,“ segir Arnar Hilmarsson, 21 árs skipverji á Júlíusi Geirmundssyni, í viðtali við RÚV í kvöld um Covid-smit um borð. Skipverjum hefur verið meinað af útgerðinni að tjá sig um málið og þar með ákvörðun útgerðarinnar að halda þeim um borð í þrjár vikur á meðan veikindi geisuðu, með einkennum sem líktust helst Covid-19. Nú eru þrettán skipverjar enn smitaðir af Covid-19. 22 af 25 skipverjar smituðust á tímabilinu af Covid-19, þar af Arnar. 

Arnar sagði frá málinu í viðtali þrátt fyrir bann útgerðarinnar og þrátt fyrir að skipverjar hafi ástæðu til að óttast um atvinnuöryggi sitt ef þeir tjá sig. „Tjáning mín á málinu er óendanlega verðmætari en starf mitt þarna um borð,“ segir Arnar.

Fyrst þegar grunur lék á Covid-smiti um borð setti skipstjórinn sig í samband við smitsjúkdómalækni. Þá voru skipverjar settir í einangrun í klefa sínum, en þar sem þeir deila klefa þurftu aðrir að sofa á milli vakta í setustofu. 

Jafnvel eftir að vitað var að Covid-smit væri um borð, voru skipverjarnir látnir vinna áfram með slæmum afleiðingum fyrir heilsu þeirra, þar sem uppgufun og raki fóru illa í sýkt í lungun á þeim. „Andmæli beinlínis gegn skipstjórunum á frystitogara líðst ekki,“ útskýrir Arnar.

Erfiðast að sjá harðasta manninn óvinnufæran

Arnar lýsir því í viðtalinu að hann hafi fengið svima, hausverk, hálsbólgu og hósta, en þekkt er að Covid-einkenni verða alvarlegri með aldrinum. Elsti skipverjinn er á sjötugsaldri. Á meðan þeir voru veikir voru þeir látnir standa vaktina meðan þeir gátu.

„Sá sem varð veikastur er einn harðasti maður, sem ég veit um, og hann lét sig hafa það í einhverjar þrjár vaktir að vinna veikur. Svo var hann einfaldlega orðinn svo slæmur að hann bara gat það mögulega ekki. Það var bara erfitt að horfa upp á hann færa sig upp af bekknum og upp í sjúkraklefa,“ segir hann.

Þá segir Arnar að viðbrögð Hraðfrystihússins Gunnvarar við veikindum skipverja séu lýsandi fyrir framkomu fyrirtækisins.

„Hegðun HG í þessum kórónuvírusskandal núna er í nákvæmu samræmi við hegðun fyrirtækisins gagnvart starfsmönnum hvað varðar öryggi og heilsu starfsmanna í fortíðinni.“

Hraðfrystihúsið Gunnvör fékk forvarnaverðlaun tryggingafélagsins TM árið 2012 og sagði framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Einar Valur Kristjánsson, að starfsfólkið væri lykillinn að viðurkenningunni. „Þetta er klapp á bakið og segir okkur að við séum að gera rétt,“ sagði hann.

Þá sagði að mat sérfræðinga TM væri að öryggishegðun væri mjög sterk innan HG og að öryggisvitund, ásamt forvörnum, skiluðu árangri með fækkun slysa og veikinda.

Um leið og áhöfninni hefur verið meinað að tjá sig hefur Einar Valur neitað að svara fyrir ákvarðanir útgerðarinnar.

Einar Valur er varaformaður atvinnuveganefndar Sjálfstæðisflokksins, sem fjallar um sjávar­útvegs­­mál, land­búnaðar­­­mál, iðnaðar- og orku­mál, nýsköpun og tækni­­þróun í stefnumótun á landsfundum flokksins. 

Ráðuneyti veiti umsögn um málshöfðun

Lögreglan á Vestfjörðum íhugar nú að gera frumkvæðisrannsókn á athæfi útgerðarinnar.

Starfsaðstæður og réttindi sjómanna eru ekki með sama hætti og í öðrum starfsgeirum. Samkvæmt sjómannalögum „skal skipverji hlýða skipunum yfirboðara sinna er að starfinu lúta“ og „getur þröngvað skipverjum til hlýðni með valdi ef það er nauðsynlegt til að halda góðri reglu á skipinu“. En á móti eru lagðar skyldur á herðar skipstjóranum í sömu lögum. „Skipstjóri skal hafa eftirlit með heilbrigðismálum og hreinlæti á skipinu.“

Ef ætlunin er að ákæra á grundvelli sjómannalaga verður það ekki gert nema eftir að fengin hafi verið umsögn frá sjávarútvegsráðuneytinu, en ráðherra sjávarútvegsmála er Kristján Þór Júlíusson.

Ítarlegt viðtal við Arnar má sjá á vef Rúv.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
1
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
9
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár