Fylgið peningunum: Milljón á dag í niðurgreiðslur fjölmiðla
Stóru dagblaðaútgáfurnar hafa undanfarið fengið milljón á dag hver frá eigendum sínum í niðurgreiðslur. Skattgreiðendur munu á næstu dögum leggja fram allt að hundrað milljónir til útgerðarmanna og tengdra aðila sem fjármagna Morgunblaðið í stöðugum taprekstri.
Maður sem var misnotaður af bróður sínum um árabil lýsir því í viðtali við Eddu Falak hvað það var vont að missa stjórn á aðstæðum eftir að málið komst upp.
2
Viðtal
Túlkur Gorbatsjevs: „Hvernig á að forðast þriðju heimsstyrjöld“
Pavel Palazhchenko, sem var sovéskur og síðar rússneskur diplómati og túlkur Gorbatsjevs á leiðtogafundinum í Reykjavík árið 1986, segir að stöðva eigi hernaðaraðgerðir í Úkraínu eins fljótt og auðið er. 36 árum eftir fundinn í Höfða er Palazhchenko aftur kominn í stutta heimsókn til Reykjavíkur og féllst á að ræða við Andrei Menshenin blaðamann um leiðtogafundinn og þær breytingar sem urðu í kjölfar hans, kjarnorkuvopn og stríðið í Úkraínu. Hann segir að engar allsherjarviðræður um öryggismál hafi orðið milli Rússlands og Evrópu eftir hrun Sovétríkjanna.
3
Fréttir
11
Katrín Jakobsdóttir „hefur ekkert gert fyrir umhverfið“
Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir segir forsætisráðherra hafa svikið loforð sem hún gaf um aðgerðir í loftslagsmálum.
4
Fréttir
Sorgarsaga Söngva Satans
Bresk-indverski rithöfundurinn Salman Rushdie særðist illa í morðtilræði þegar hann steig á svið til að halda ræðu í New York á dögunum. Svo virðist sem árásarmaðurinn, sem er af líbönskum ættum, hafi ætlað sér að uppfylla trúarlega tilskipun leiðtoga Írans frá 1989 sem sagði Rushdie réttdræpan fyrir guðlast í bók sinni Söngvar Satans. Málið á sér langa og sorglega sögu sem er samofin málfrelsi, trúarofstæki og valdatafli í Mið-Austurlöndum.
5
Pistill
1
Illugi Jökulsson
Sorgleg svör Katrínar við orðum Bjarkar
Blaðamaður The Guardian, Chal Ravens, segir að Björk hafi „nánast hrækt“ í reiði sinni þegar hún lýsti svikum þeim sem henni fannst hún hafa upplilfað af hendi Katrínar Jakobsdóttur.
6
Aðsent
Björn Leví Gunnarsson
Fólk - og framlög til stjórnmálaflokka
Stjórnmálaflokkar eiga ekki að þurfa fjármagn sem dugar til að keyra gríðarlegar auglýsingaherferðir.
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 20. ágúst.
Áhrifamenn íslenskra fjölmiðlaÞorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja sem áður átti hlut í Morgunblaðinu, hefur lagt út í heimildaþáttagerð og einnig tekið þátt í broti á fjölmiðlalögum með því að kaupa fréttatengt efni. Helgi Magnússon er eigandi Torgs, sem rekur Fréttablaðið, DV og Hringbraut, sem tapaði hátt í milljón á hvern virkan dag í fyrra. Björgólfur Thor Björgólfsson lánaði DV hátt í milljarð króna og lagði þannig fram um milljón á dag til rekstursins.
Á hverjum vinnudegi fá helstu einkareknu fjölmiðlar landsins um milljón krónur hver í framlag frá eigendum sínum, sem stundum eru augljósir hagsmunaaðilar. Þetta þýðir að tilvist helstu fjölmiðla landsins, sem hafa lykilhlutverk í lýðræðinu, er háð velvild og tiktúrum tiltekinna auðmanna.
Á sama tíma hafa hagsmunaaðilar, eins og Samherji, keypt sitt eigið ritstjórnarefni sem hentar hagsmunum þeirra betur en sjálfstæð blaðamennska. Þannig hafa mörk ritstjórnarefnis og markaðsefnis afmáðst.
Að kaupa sér umfjöllun
Slóð Samherja liggur víða.
Tvö brot á fjölmiðlalögum hafa tengst Samherja eða eiganda Samherja undanfarið. Brotin snerust um að fréttaumfjöllun var seld til hagsmunaaðila.
Önnur umfjöllunin, sem birt var á sjónvarpsstöðinni Hringbraut, snerist um rannsókn Seðlabankans á Samherja. Handvaldir voru viðmælendur hliðhollir Samherja og niðurstaðan var auðvitað sú að eftirlitið væri að brjóta á þeim. Þá var sérstaklega fjallað um embættismanninn Má Guðmundsson, þáverandi seðlabankastjóra, sem forstjóri Samherja, Þorsteinn Már Baldvinsson, hefur ítrekað sagt að eigi að fara í fangelsi fyrir að rannsaka Samherja. Í þættinum var birt leyniupptaka Þorsteins af samtali hans við Má. Ári síðar átti sonur Þorsteins og einn helsti stjórnandi í félögum Samherja, eftir að segja Má að „drulla sér í burtu“ þegar hann reyndi að taka í hönd Þorsteins í húsnæði Alþingis.
Hinni umfjöllun Hringbrautar var ætlað að hafa áhrif á íbúakosningu í sveitarfélaginu Árborg.
Í nýjasta tölublaði Stundarinnar er greint frá því að helsti fjárfestirinn að baki nýjum miðbæ á Selfossi er annar tveggja stærstu eigenda Samherja, Kristján Vilhelmsson, einn ríkasti Íslendingurinn.
Skömmu fyrir íbúakosningu á Selfossi vegna skipulagshugmynda sem byggðu á samningum við verktaka, fjármagnaða af Kristjáni í Samherja, braut sjónvarpsstöðin Hringbraut lög með því að birta þátt um skipulagstillöguna, og fá borgað fyrir það frá sömu aðilum, án þess að greina frá því. Lögunum er ætlað að „vernda upplýsingarétt almennings, enda brýnt að almenningur geti mótað skoðanir sínar og dregið ályktanir út frá réttum og hlutlausum upplýsingum“, eins og segir í úrskurði Fjölmiðlanefndar.
Fyrir íbúakosninguna, sem haldin var átta dögum eftir sýningu seldu umfjöllunarinnar, hafði aðkoma Kristjáns í Samherja ekki verið uppi á borðunun. Ekkert er minnst á hann í kynningarefni fasteignafélagsins. Tæplega 90 fasteignir og lóðir á Selfossi eru í eigu félaga þar sem Kristján er stærsti bakhjarl.
Ísland er lítið land og tengingar víða. Þannig fór svo að einn helsti talsmaður nýja miðbæjarins, Eyþór Arnalds, sem var oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Árborgar á árunum 2006 til 2014, átti eftir að fá fjórðungshlut í útgáfufélagi Morgunblaðsins frá Samherja, án sýnilegrar greiðslu fyrir. Þetta hefur nú verið afskrifað í bókum Samherja. Sýnt var fram á viðskiptin í umfjöllun Stundarinnar.
Fjölmiðlafyrirtækið Hringbraut, sem hefur verið ítrekað sektað fyrir að selja fréttaumfjallanir, hefur nú sameinast útgáfufélagi Fréttablaðsins og DV.
Leynieigandinn var ríkasti Íslendingurinn
Af tilfallandi ástæðum komst upp að eitt helsta fjölmiðlafyrirtæki landsins, sem rak DV og fleiri vefmiðla, reyndist hafa verið fjármagnað á laun af ríkasta Íslendingnum, Björgólfi Thor Björgólfssyni. Þetta sýndi að þrátt fyrir að Fjölmiðlanefnd hefði það hlutverk að greina og tilkynna hverjir stæðu að baki íslenskum fjölmiðlum, er hún ófær um það. Margsinnis hafði komið fram að skráður eigandi DV, Sigurður G. Guðjónsson lögmaður, væri leppur, en talsmaður Björgólfs Thors svaraði spurningum þess efnis ósatt, þar til skýrsla Samkeppniseftirlitsins sýndi fram á hið rétta.
Björgólfur Thor, sem er metinn á 275 milljarða króna, fjármagnaði taprekstur DV í tæplega tvö og hálft ár með 920 milljóna króna vaxtalausu kúluláni, og var því huldueigandi.
Framlagið nemur vel yfir milljón krónum á hverjum degi. Milljón á dag frá eigendum virðist vera gullna reglan í íslenskum fjölmiðlum.
Útgáfufélagið Birtingur, sem hafði verið fjármagnað af Róberti Wessmann, helsta keppinauti Björgólfs Thors, tapaði 236 milljónum í fyrra, rétt tæplega milljón á hvern virkan dag. Útgáfufélagið Torg, sem gefur út Fréttablaðið, tapaði 212 milljónum króna.
Undanfarin ár hefur Útgáfufélag Morgunblaðsins tapað um milljón krónum á dag, samtals 291 milljón króna í fyrra. Það var í lagi, því 300 milljónir bárust frá Lýsi hf., þar sem útgerðarkonan Guðbjörg Matthíasdóttir á meirihluta.
Milljón á dag
Fólk getur ímyndað sér hvað er hægt að gera góða hluti í fjölmiðlum fyrir milljón krónur á hverjum degi. En það getur líka ímyndað sér hvaða ástæða getur rekið fjársterka aðila til þess að borga milljón á dag í botnlausu rekstrartapi.
Fyrir aðila eins og Samherja er þetta einfalt. Sjálfstæðir fjölmiðlar og eftirlit eru óvinir félagsins og því leggur Samherji út í kostnað við að sannfæra almenning um að einstaklingar sem starfa í eftirliti eða fjölmiðlum séu illviljaðir. Jafnvel þótt formlegu fjárhagslegu hagsmunirnir séu einmitt annars staðar. Blaðamaður fær engan bónus fyrir gagnrýnar fréttir. Þvert á móti skapar það fjölmiðlafólki frekar óþægindi að vinna gagnrýnar fréttir heldur en að ávinna sér velvild hagsmunaaðila.
Fyrrverandi fréttamaður RÚV lýsti þessu svona: „Þegar ég byrjaði í fréttamennsku á Akureyri var mér sagt að ef ég ætlaði að eiga einhvern séns í nýja djobbinu þá yrði ég að koma mér í mjúkinn hjá Þorsteini Má. Þetta var fyrir 15 árum og heilræðin komu frá reynslumestu fréttamönnunum á svæðinu.“
Fjölmiðlastyrkir renna til útgerðarinnar
Og nú ætlar ríkið að hlaupa undir bagga með fjölmiðlunum og leggja fram ríkisstyrki, sem minnka á endanum þörf hagsmunaaðila til að niðurgreiða fjölmiðla um samsvarandi upphæð.
Frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla að norrænni fyrirmynd var svæft á Alþingi í vetur í nefnd undir formennsku Páls Magnússonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Tilfellið var að stóru fjölmiðlafyrirtækin vildu fá meiri pening, vegna þess að þau tapa svo miklu. Þeim þótti 50 milljóna króna hámark, fjórar milljónir á mánuði fyrir hvert fjölmiðlafyrirtæki, vera of lágt. Enda eru þau vön að fá milljón á dag.
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra brást við umkvörtununum þegar ákveðið var að klára ekki málið á Alþingi, heldur að ráðherra skyldi skrifa reglugerð. Lilja hækkaði hámarkið í 100 milljónir króna og ákvað á móti að smærri fjölmiðlafyrirtæki fengju minna en hún hafði boðað í kynningu á frumvarpinu árið 2018.
Í tilfelli Morgunblaðsins verður niðurstaðan þannig að allt að hundrað milljónir króna færast frá skattgreiðendum til útgerðarfélaganna og tengdra aðila sem hafa lagt fram hundruð milljóna króna til rekstursins á ári hverju, samtals 2,5 milljarða króna á rúmum áratug.
Í umsögn sinni við frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla, að norrænni fyrirmynd, kvartaði útgáfufélag Morgunblaðsins undan „erfiðri og ósanngjarnri samkeppni við Ríkisútvarpið og erlenda miðla“. Án þess að nefna öll fjárframlögin til Morgunblaðsins frá útgerðinni, sem hindrar samkeppni annarra.
Spurningin er, hefði staða íslenskrar fjölmiðlunar orðið betri síðustu ár ef Björgólfur Thor hefði borgað 250 milljónum krónum minna af auðæfum sínum í að halda úti DV úr leyni, eða ef Guðbjörg Matthíasdóttir, Kaupfélag Skagfirðinga og hinir útgerðarmennirnir hefðu sloppið með að borga milljarði minna í rekstur Morgunblaðsins undir ritstjórn Davíðs Oddssonar?
Í reglugerð um ríkisstyrki er ákvæði að kröfu Evrópusambandsins sem leiðir af sér að fjölmiðlafyrirtæki fær ekki styrki hafi það „verið í fjárhagserfiðleikum“ undir lok síðasta árs. Fjölmiðlafyrirtæki telst hins vegar ekki hafa verið í fjárhagserfiðleikum ef það hefur tapað 2,5 milljörðum króna jafnt og þétt í áratug og fengið stöðugan fjárstuðning frá hagsmunaaðilum.
Um rekstur Stundarinnar
Útgáfufélagið Stundin tapaði 12,9 milljónum króna á síðasta ári. Árið 2018 var hagnaðurinn um tíu milljónir króna og 2017 var afkoman jákvæð um sex milljónir króna.
Stóran hluta ársins stóð yfir tímafrek vinna við svokölluð Samherjaskjöl, þar sem greind voru viðskipti útgerðarfélagsins Samherja í Namibíu, meðal annars millifærslur til stjórnmála- og embættismanna, ásamt notkun aflandsreikninga. Í rekstrinum á árinu 2019 var tekið mið af því að menntamálaráðherra hafði boðað rekstrarstyrki að norrænni fyrirmynd til einkarekinna fjölmiðla, sem gilda áttu fyrir síðasta ár, en vikið var frá þeirri útfærslu. Um þrír fjórðu hlutar rekstrartekna Stundarinnar koma frá almennum borgurum sem kaupa áskrift.
Í stað þess að leita til fjárfesta verður gripið til aðgerða til að tryggja jafnvægi í rekstri, samkvæmt þeirri grunnforsendu að sjálfbær rekstur er forsenda sjálfstæðrar ritstjórnar.
--
Fyrirvari um hagsmuni: Útgáfufélagið Stundin kemur til greina í úthlutun styrkja á grundvelli lagafrumvarps og reglugerðar um stuðning við einkarekna fjölmiðla, eins og önnur fjölmiðlafyrirtæki. Höfundur er starfsmaður og eigandi 12% hluta í Útgáfufélaginu Stundinni.
Á Íslandi eru allir skyldir öllum, nema Samherja.
Leiðari
13
Jón Trausti Reynisson
Meistarar málamiðlana
Hvers vegna skilur fólk ekki fórnir Katrínar Jakobsdóttur?
Leiðari
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Hvað kostar kverkatak?
Það að taka þolanda sinn hálstaki er aðferð ofbeldismanna til þess að undirstrika vald sitt, ná stjórn á aðstæðum og fyrirbyggja frekari mótspyrnu. Aðferð til að ógna lífi annarrar manneskju, sýna að þeir hafi lífið í lúkunum, sýna meintan mátt sinn og styrk. En þeir skilja ekki að svona gera bara veikir menn.
Leiðari
2
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Með stríðið í blóðinu
Stríð er ekki bara sprengjurnar sem falla, heldur allt hitt sem býr áfram í líkama og sál þeirra sem lifa það af. Óttinn sem tekur sér bólstað í huga fólks, skelfingin og slæmar minningarnar.
Leiðari
13
Helgi Seljan
Við verðum að treysta fjármálafyrirtækjum
Fulltrúar almennings við einkavæðingu bankakerfisins, virðast skilja ákall um aukið traust til fjármálakerfisins með talsvert öðrum hætti en við flest.
Leiðari
1
Helgi Seljan
Fram fyrir fremstu röð
Á sama tíma í forsætisráðuneytinu við Borgartún.
Mest lesið
1
FréttirEigin konur
1
„Ég sá bara veikan einstakling“
Maður sem var misnotaður af bróður sínum um árabil lýsir því í viðtali við Eddu Falak hvað það var vont að missa stjórn á aðstæðum eftir að málið komst upp.
2
Viðtal
Túlkur Gorbatsjevs: „Hvernig á að forðast þriðju heimsstyrjöld“
Pavel Palazhchenko, sem var sovéskur og síðar rússneskur diplómati og túlkur Gorbatsjevs á leiðtogafundinum í Reykjavík árið 1986, segir að stöðva eigi hernaðaraðgerðir í Úkraínu eins fljótt og auðið er. 36 árum eftir fundinn í Höfða er Palazhchenko aftur kominn í stutta heimsókn til Reykjavíkur og féllst á að ræða við Andrei Menshenin blaðamann um leiðtogafundinn og þær breytingar sem urðu í kjölfar hans, kjarnorkuvopn og stríðið í Úkraínu. Hann segir að engar allsherjarviðræður um öryggismál hafi orðið milli Rússlands og Evrópu eftir hrun Sovétríkjanna.
3
Fréttir
11
Katrín Jakobsdóttir „hefur ekkert gert fyrir umhverfið“
Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir segir forsætisráðherra hafa svikið loforð sem hún gaf um aðgerðir í loftslagsmálum.
4
Fréttir
Sorgarsaga Söngva Satans
Bresk-indverski rithöfundurinn Salman Rushdie særðist illa í morðtilræði þegar hann steig á svið til að halda ræðu í New York á dögunum. Svo virðist sem árásarmaðurinn, sem er af líbönskum ættum, hafi ætlað sér að uppfylla trúarlega tilskipun leiðtoga Írans frá 1989 sem sagði Rushdie réttdræpan fyrir guðlast í bók sinni Söngvar Satans. Málið á sér langa og sorglega sögu sem er samofin málfrelsi, trúarofstæki og valdatafli í Mið-Austurlöndum.
5
Pistill
1
Illugi Jökulsson
Sorgleg svör Katrínar við orðum Bjarkar
Blaðamaður The Guardian, Chal Ravens, segir að Björk hafi „nánast hrækt“ í reiði sinni þegar hún lýsti svikum þeim sem henni fannst hún hafa upplilfað af hendi Katrínar Jakobsdóttur.
6
Aðsent
Björn Leví Gunnarsson
Fólk - og framlög til stjórnmálaflokka
Stjórnmálaflokkar eiga ekki að þurfa fjármagn sem dugar til að keyra gríðarlegar auglýsingaherferðir.
7
Flækjusagan
Fyrsti Rómarbiskup brenndur á krossi?
Páfinn situr enn í Róm, 1
Mest deilt
1
Fréttir
11
Katrín Jakobsdóttir „hefur ekkert gert fyrir umhverfið“
Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir segir forsætisráðherra hafa svikið loforð sem hún gaf um aðgerðir í loftslagsmálum.
2
FréttirPanamaskjölin
2
Panama-uppljóstrarinn John Doe: „Án ábyrgðar getur samfélag ekki virkað“
Nafnlausi uppljóstrarinn sem hrinti af stað atburðarásinni sem leiddi til afsagnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra með lekanum á Panamaskjölunum veitir sitt fyrsta viðtal í Der Spiegel. Hann lýsir vonbrigðum með stjórnvöld víða um heim og segir Rússa vilja sig feigan.
3
Fréttir
Drífa Snædal segir af sér sem forseti Alþýðusambands Íslands
Drífa Snædal hefur sagt af sér sem forseti Alþýðusambands Íslands. Samskipti við kjörna fulltrúa innan verkalýðshreyfingarinnar og blokkamyndun er ástæðan. Í yfirlýsingu segir hún átök innan hreyfingarinnar verið óbærileg og dregið úr vinnugleði og baráttuanda.
4
Greining
1
Ekki bara pest að kjósa Framsókn
Framsóknarflokkurinn er óvænt orðin heitasta lumma íslenskra stjórnmála. Ungt fólk, sérstaklega ungar konur, virðast laðast að flokknum. Spillingarstimpillinn sem loddi við hann eins og fluga við skít, virðist horfinn. Hvað gerðist? Gengur vofa bæjarradikalanna ljósum logum í flokknum?
5
Fólkið í borginni
2
Snýst ekki um trú að hafa þekkingu á Biblíunni
Arnaldur Sigurðsson, bókavörður á Landsbókasafninu, telur klassískar bókmenntir, einkum Biblíuna, grundvöll að læsi.
6
Viðtal
2
Í vöku og draumi
Ýr Þrastardóttir fatahönnuður hefur vakið athygli fyrir hönnun sína sem oft má líkja við listaverk og fyrr á þessu ári opnaði hún ásamt tveimur öðrum hönnuðum verslunina Apotek Atelie. Hún venti kvæði sínu í kross í hittifyrra og hóf nám við Kvikmyndaskóla Íslands og útskrifaðist í vor. Ýr var greind með ADHD fyrir um einu og hálfu ári og segist nú skilja hvernig hún hefur fúnkerað í gegnum árin.
7
Fréttir
3
Sólveig segir afsögn Drífu tímabæra
„Drífa veit sjálf að það er langt um liðið síðan grafa fór undan trúverðugleika hennar og stuðningi í baklandi verkalýðshreyfingarinnar,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, um afsögn forseta ASÍ.
Mest lesið í vikunni
1
Fréttir
2
Tugmilljóna barátta um toppsæti Sjálfstæðisfólks
Hildur Björnsdóttir varði 9,3 milljónum í baráttu sína fyrir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. Keppinautur hennar um sætið, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, eyddi 8,8 milljónum. Framboð oddvitans skilaði hagnaði.
2
Fólkið í borginni
2
Snýst ekki um trú að hafa þekkingu á Biblíunni
Arnaldur Sigurðsson, bókavörður á Landsbókasafninu, telur klassískar bókmenntir, einkum Biblíuna, grundvöll að læsi.
3
FréttirEigin konur
1
„Ég sá bara veikan einstakling“
Maður sem var misnotaður af bróður sínum um árabil lýsir því í viðtali við Eddu Falak hvað það var vont að missa stjórn á aðstæðum eftir að málið komst upp.
4
MenningHús & Hillbilly
Brák og Þórir í Freyjulundi lifa með árstíðunum
Hillbilly hitti Brák Jónsdóttur myndlistarkonu og Þóri Hermann Óskarsson tónlistarmann í byrjun sumars til að ræða listalífið á Norðurlandi.
5
Viðtal
2
Í vöku og draumi
Ýr Þrastardóttir fatahönnuður hefur vakið athygli fyrir hönnun sína sem oft má líkja við listaverk og fyrr á þessu ári opnaði hún ásamt tveimur öðrum hönnuðum verslunina Apotek Atelie. Hún venti kvæði sínu í kross í hittifyrra og hóf nám við Kvikmyndaskóla Íslands og útskrifaðist í vor. Ýr var greind með ADHD fyrir um einu og hálfu ári og segist nú skilja hvernig hún hefur fúnkerað í gegnum árin.
6
Viðtal
Túlkur Gorbatsjevs: „Hvernig á að forðast þriðju heimsstyrjöld“
Pavel Palazhchenko, sem var sovéskur og síðar rússneskur diplómati og túlkur Gorbatsjevs á leiðtogafundinum í Reykjavík árið 1986, segir að stöðva eigi hernaðaraðgerðir í Úkraínu eins fljótt og auðið er. 36 árum eftir fundinn í Höfða er Palazhchenko aftur kominn í stutta heimsókn til Reykjavíkur og féllst á að ræða við Andrei Menshenin blaðamann um leiðtogafundinn og þær breytingar sem urðu í kjölfar hans, kjarnorkuvopn og stríðið í Úkraínu. Hann segir að engar allsherjarviðræður um öryggismál hafi orðið milli Rússlands og Evrópu eftir hrun Sovétríkjanna.
7
Fréttir
11
Katrín Jakobsdóttir „hefur ekkert gert fyrir umhverfið“
Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir segir forsætisráðherra hafa svikið loforð sem hún gaf um aðgerðir í loftslagsmálum.
Mest lesið í mánuðinum
1
Leiðari
10
Helgi Seljan
Í landi hinna ótengdu aðila
Á Íslandi eru allir skyldir öllum, nema Samherja.
2
ViðtalEin í heiminum
3
„Rosalegt álag“ að vera einhverf úti í samfélaginu
Elísabet Guðrúnar og Jónsdóttir segir að geðræn veikindi sem hún hafi þjáðst af frá barnæsku séu afleiðing álags sem fylgi því að vera einhverf án þess að vita það. Stöðugt hafi verið gert lítið úr upplifun hennar og tilfinningum. Hún hætti því alfarið að treysta eigin dómgreind sem leiddi meðal annars til þess að hún varð útsett fyrir ofbeldi.
3
ReynslaEigin konur
Fékk símtal um barnsföður sinn sem var upphaf að áralangri raun
Freyja Huld fékk símtal um nótt með upplýsingum um að sambýlismaður hennar og barnsfaðir væri að sækja í unglingsstúlkur. Síðar var hann handtekinn fyrir skelfilegt brot. Enn þarf hún að eiga í samskiptum við hann sem barnsföður og veita honum umgengni.
4
FréttirEldgos við Fagradalsfjall
Þetta er gönguleiðin að nýja eldgosinu
Besta gönguleið til að nálgast eldgosið í Meradölum liggur vestan megin hraunsins og eftir upphaflegu gosgönguleiðinni. Gengið er frá bílastæði við Suðurstrandarveg. Björgunarsveitin Þorbjörn sendir kort af gönguleiðinni.
5
Afhjúpun
3
Sigmundur Davíð á ráðstefnu með sænskum þjóðernisöfgamönnum
Gyðingahatarar, nýnasistar, stuðningsmenn við innrás Rússa í Úkraínu og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, verða meðal ræðumanna á ráðstefnu í Svíþjóð sem skipulögð er af neti hægriöfgahópa.
6
Viðtal
5
Ísland með augum úkraínskrar flóttakonu
Tania Korolenko er ein þeirra rúmlega þúsund einstaklinga sem komið hafa til Íslands í leit að skjóli undan sprengjuregni rússneska innrásarhersins eftir innrásina í Úkraínu. Heima starfrækti hún sumarbúðir fyrir úkraínsk börn, kenndi ensku og gaf fyrir ekki margt löngu út smásagnasafn. Hún hefur haldið dagbók um komu sína og dvöl á Íslandi og ætlar að leyfa lesendum Stundarinnar að fylgjast með kynnum flóttakonu af landi og þjóð.
7
Pistill
1
Þolandi 1639
Verður þú með geranda mínum um verslunarmannahelgina?
Rétt eins og þú er hann eflaust að skipuleggja verslunarmannahelgina sína, því hann er alveg jafn frjáls og hann var áður en hann var fundinn sekur um eitt svívirðilegasta brotið í mannlegu samfélagi.
Nýtt á Stundinni
Flækjusagan
Við gætum haft þrjú tungl! Hvar eru hin tvö?!
Förunautur okkar Jarðarbúa á endalausri hringferð okkar um sólkerfið, Máninn, er svo gamalkunnur og traustur félagi að það er erfitt að ímynda sér hann eitthvað öðruvísi og hvað þá bara einn af mörgum. Við vitum að stóru gasrisarnir utar í sólkerfinu hafa tugi tungla sér til fylgdar — 80 við Júpíter þegar síðast fréttist, 83 við Satúrnus — en tunglið...
Pistill
1
Illugi Jökulsson
Sorgleg svör Katrínar við orðum Bjarkar
Blaðamaður The Guardian, Chal Ravens, segir að Björk hafi „nánast hrækt“ í reiði sinni þegar hún lýsti svikum þeim sem henni fannst hún hafa upplilfað af hendi Katrínar Jakobsdóttur.
Flækjusagan#40
Stríð í þúsund daga
Illugi Jökulsson fór að skoða hverjir væru fyrirmyndirnar að uppáhaldspersónu hans í uppáhaldsskáldsögu hans, Hundrað ára einsemd eftir García Márquez.
Fréttir
11
Katrín Jakobsdóttir „hefur ekkert gert fyrir umhverfið“
Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir segir forsætisráðherra hafa svikið loforð sem hún gaf um aðgerðir í loftslagsmálum.
Aðsent
Björn Leví Gunnarsson
Fólk - og framlög til stjórnmálaflokka
Stjórnmálaflokkar eiga ekki að þurfa fjármagn sem dugar til að keyra gríðarlegar auglýsingaherferðir.
Fréttir
Sorgarsaga Söngva Satans
Bresk-indverski rithöfundurinn Salman Rushdie særðist illa í morðtilræði þegar hann steig á svið til að halda ræðu í New York á dögunum. Svo virðist sem árásarmaðurinn, sem er af líbönskum ættum, hafi ætlað sér að uppfylla trúarlega tilskipun leiðtoga Írans frá 1989 sem sagði Rushdie réttdræpan fyrir guðlast í bók sinni Söngvar Satans. Málið á sér langa og sorglega sögu sem er samofin málfrelsi, trúarofstæki og valdatafli í Mið-Austurlöndum.
Flækjusagan
Fyrsti Rómarbiskup brenndur á krossi?
Páfinn situr enn í Róm, 1
Viðtal
Túlkur Gorbatsjevs: „Hvernig á að forðast þriðju heimsstyrjöld“
Pavel Palazhchenko, sem var sovéskur og síðar rússneskur diplómati og túlkur Gorbatsjevs á leiðtogafundinum í Reykjavík árið 1986, segir að stöðva eigi hernaðaraðgerðir í Úkraínu eins fljótt og auðið er. 36 árum eftir fundinn í Höfða er Palazhchenko aftur kominn í stutta heimsókn til Reykjavíkur og féllst á að ræða við Andrei Menshenin blaðamann um leiðtogafundinn og þær breytingar sem urðu í kjölfar hans, kjarnorkuvopn og stríðið í Úkraínu. Hann segir að engar allsherjarviðræður um öryggismál hafi orðið milli Rússlands og Evrópu eftir hrun Sovétríkjanna.
FréttirEigin konur
1
„Ég sá bara veikan einstakling“
Maður sem var misnotaður af bróður sínum um árabil lýsir því í viðtali við Eddu Falak hvað það var vont að missa stjórn á aðstæðum eftir að málið komst upp.
Viðtal
2
Í vöku og draumi
Ýr Þrastardóttir fatahönnuður hefur vakið athygli fyrir hönnun sína sem oft má líkja við listaverk og fyrr á þessu ári opnaði hún ásamt tveimur öðrum hönnuðum verslunina Apotek Atelie. Hún venti kvæði sínu í kross í hittifyrra og hóf nám við Kvikmyndaskóla Íslands og útskrifaðist í vor. Ýr var greind með ADHD fyrir um einu og hálfu ári og segist nú skilja hvernig hún hefur fúnkerað í gegnum árin.
MenningHús & Hillbilly
Brák og Þórir í Freyjulundi lifa með árstíðunum
Hillbilly hitti Brák Jónsdóttur myndlistarkonu og Þóri Hermann Óskarsson tónlistarmann í byrjun sumars til að ræða listalífið á Norðurlandi.
Fólkið í borginni
2
Snýst ekki um trú að hafa þekkingu á Biblíunni
Arnaldur Sigurðsson, bókavörður á Landsbókasafninu, telur klassískar bókmenntir, einkum Biblíuna, grundvöll að læsi.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Athugasemdir