Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Rænd á meðan hún svaf: „Ég hef ekkert farið ein upp í íbúð síðan“

Alda B. Guð­munds­dótt­ir varð fyr­ir áfalli þeg­ar brot­ist var inn á heim­ili henn­ar á með­an hún svaf. Hún vill vekja at­hygli á mik­il­vægi þess að læsa alltaf að sér, því hætt­an ger­ir ekki boð á und­an sér.

Rænd á meðan hún svaf: „Ég hef ekkert farið ein upp í íbúð síðan“
Alda B. Guðmundsdóttir Brotist var inn á heimili Öldu þegar hún svaf síðdegis. Ýmsum verðmætum var stolið og var hún ótryggð, en hún segist fegin því að verr hafi ekki farið.

Þegar Alda B. Guðmundsdóttir vaknaði eftir síðdegisblund þann 19. júlí beið hennar óhugnaleg sýn. Hún hafði óvart gleymt að læsa hurðinni á eftir móður sinni og systur, sem hún hafði varið deginum með. Hún sá að eitthvað var að, þar sem málningarslettur mynduðu slóð á milli herbergja og skáparnir inni á baði voru opnir. Draumasíminn sem hún hafði fjárfest í í febrúar var horfinn, ásamt úlpu, lyklum og bílnum hennar.

Atburðurinn var mikið áfall fyrir Öldu. „Ég áttaði mig eiginlega strax á því að það væri búið að ræna mig því ég veit alltaf hvar ég set hlutina og þetta er mjög lítil íbúð. Ég vissi bara ekki hvernig ég ætti að bregðast við. Þegar lögreglan kom var ég svo dofin. Ég á erfitt með að sýna tilfinningar fyrir framan aðra, en ég grét svo alla leiðina heim í bílnum hjá mömmu og pabba,“ segir hún.

Hrædd við að vera í íbúðinni

Alda er á einhverfurófi og það var stórt skref fyrir hana að flytja að heiman, en hún hafði ekki gert sér grein fyrir mikilvægi heimilistrygginga svo hún mun ekki fá tjónið bætt. Hún segist vilja stíga fram til þess að vekja vitund og minna fólk á að læsa alltaf að sér, jafnvel þó það sé heima. „Ég vildi stíga fram og vara fólk við, sérstaklega þá sem búa nálægt mér. Lögreglan sagði að þessir menn væru að stunda þetta, en þeim er sleppt alltaf aftur. Ég vona að fólk passi sig að læsa alltaf hurðinni, þó það sé heima.“ 

„Ég á erfitt með að vera í blokkinni núna, mér finnst ég ekki alveg örugg þar“

Alda segist upplifa kvíða eftir þetta áfall og ekki enn treysta sér til þess að sofa í íbúðinni. „Ég á erfitt með að vera í blokkinni núna, mér finnst ég ekki alveg örugg þar og hef sofið síðustu nætur hjá foreldrum mínum. Ég hef ekkert farið ein upp í íbúð síðan þetta gerðist og ég veit ekki hvort ég gæti sofið þar.“

Lögreglan þekkti mennina

Íbúðin, er hennar fyrsta eign og er staðsett í nýja hverfinu við Valsheimilið í 102 Reykjavík. Enn er mikið um uppbyggingu og iðnaðarmenn á svæðinu. Að sögn Öldu telur lögreglan að innbrotsþjófarnir hafi brugðið sér í slíkt líki til þess að virðast síður tortryggilegir. „Það er ekki vitað hvort þeir hafi allir komið inn til mín, eða bara einn. Það er talið að einn þeirra hafi þóst vera vinnumaður. Hann var með vinnujakka og hafði með sér málningafötu sem hann fann líklega í húsinu. Ég varð ekkert vör við þetta, þó ég sofi vanalega ekkert fast. Lögreglan sagðist þekkja þessa menn og þeir væru mjög góðir í þessu.“

„Þetta var eina skiptið þar sem ég hef gleymt að læsa hurðinni síðan ég flutti inn“

Alda lýsir óhugnalegri atburðarás, þar sem hún vaknaði og kom að íbúðinni sinni í öðru standi en hún hafði skilið hana eftir. „Þetta var eina skiptið þar sem ég hef gleymt að læsa hurðinni síðan ég flutti inn. Ég var nýkomin heim eftir að hafa verið úti með systur minni og mömmu og ég bara gleymdi því. Þær voru nýfarnar og ég lá uppi í rúmi, var ótrúlega þreytt eftir daginn. Klukkan var tuttugu mínútur fyrir fimm þegar ég sofnaði og svo vaknaði ég svona fimmtíu mínútum síðar. Þegar ég fór fram var það fyrsta sem ég sá að það voru málningarslettur á gólfinu um alla íbúð. Ég elti sletturnar inn á bað þar sem skáparnir voru galopnir og greinilega einhver búinn að vera að gramsa í þeim. Fyrst var ég ekki alveg að kveikja, því ég er með kött og hélt að hún væri kannski bara búin að komast í eitthvað og æla. Ég vissi ekki alveg hvað þetta var. Svo tók ég eftir því að úlpan mín sem hafði verið á eldhússtólnum var horfin. Ég var nýbúin að setja símann í hleðslu á eldhúsborðinu og hann var líka horfinn svo ég gat ekki hringt í neinn. Ég fór yfir til nágrannans við hliðina á mér, sagði ég héldi að það hefði einhver verið að ræna mig og fékk að hringja hjá henni. Mamma mín kom, ásamt bróður mínum. Við sáum að bílinn minn var líka horfinn og hringdum í lögregluna.“

Bíllinn fannst, ásamt þremur mönnum sem samkvæmt lögreglu voru í annarlegu ástandi. „Lögreglan auglýsti strax eftir bílnum og ég fór bara heim með mömmu og pabba. Klukkan ellefu um kvöldið fæ ég símhringingu. Bíllinn hafði fundist, en með allt öðru bílnúmeri. Þeir leituðu í kerfinu og númerið passaði engan veginn við bílinn. Lögreglan stöðvaði þá og ég fékk að vita að þetta hafi verið þrír karlmenn sem voru allir í annarlegu ástandi. Þeir höfðu verið að reykja inni í bílnum og aska út um allt. Ég kom upp á lögreglustöð og bíllinn var tæmdur fyrir framan mig. Það var fullt af sprautunálum í bílnum, hasspípa og smokkar. Alls konar drasl. Þeir fundu líka úlpuna og lyklana mína. Lögreglan sagði að þeir væru búnir að selja símann og ég myndi líklega ekki fá hann aftur.“

Fegin að ekki hafi verr farið

Alda hrósar lögreglunni fyrir skjót viðbrögð, sérstaklega þar sem hún var ekki tryggð. „Ég var heppin að lögreglan skyldi finna bílinn strax. Hann var ekki ónýtur, þrátt fyrir að vera mjög skítugur. Það var ekkert skemmt. Mesta tapið var í raun og veru bara síminn. Ég fæ ekkert bætt eða tryggt. Þetta er í fyrsta skipti sem ég flyt að heiman og er á einhverfurófinu, svo ég vissi í raun og veru mjög lítið um það hvað ég átti að gera í þeim efnum. Það var enginn búinn að segja mér að maður ætti að tryggja sig, svo ég kom alveg af fjöllum. Maður hugsar alltaf að þetta komi fyrir einhvern annan en mann sjálfan.“

„Maður hugsar alltaf að þetta gerist fyrir einhvern annan en mann sjálfan.“

Alda telur líklegt að mennirnir hafi reynt að brjótast inn á fleiri stöðum en hjá henni, en nágrannakona hennar hafði samband og lýsti því að hafa orðið vör við það að einhver opnaði dyrnar að heimili hennar. „Þetta er alveg glænýtt hverfi, þarna hjá Valsheimilinu. Ég heyrði að þeir hefðu reynt að fara inn í fleiri bíla í kjallaranum. Það er mjög auðvelt að komast inn í bílakjallarann. Svo var það minna mál eftir að þeir höfðu komist inn í íbúðina mína og voru komnir með lyklana. Nágrannakona mín á fyrstu hæð hringdi í mig því hún heldur að þeir hafi komið inn í íbúðina hjá henni. Þau voru inni í herbergi og heyrðu einhvern koma inn, en þegar þau kölluðu fram og spurðu hver væri á ferð þá var hurðinni lokað aftur.“

„Eitthvað sem ég hef alltaf óttast, að einhver komi inn þegar ég er ein heima“

Fyrst og fremst er Alda þakklát því að verr hafi ekki farið og hún hafi ekki þurft að horfa framan í mennina þegar þeir voru í íbúðinni hennar. „Ég er mjög fegin að þeir komu ekki inn þar sem ég svaf og ég er fegin að hafa ekki vaknað við þetta og þurft að mæta þeim. Það er eitthvað sem ég hef alltaf óttast, að einhver komi inn þegar ég er ein heima. Það hefði verið mun meira áfall fyrir mig.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
1
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
3
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.
Formaður Sameykis sakaður um ógnarstjórn
4
Skýring

Formað­ur Sam­eyk­is sak­að­ur um ógn­ar­stjórn

Skrif­stofa Sam­eyk­is hef­ur und­an­far­ið ver­ið að glíma við ósætti á vinnu­staðn­um og slæm­an vinnu­anda. Sam­kvæmt ný­legri út­tekt sem gerð var á vinnu­staðn­um bend­ir ým­is­legt til að vand­ann megi rekja til fram­komu og stjórn­un­ar­hátta for­manns Sam­eyk­is, Þór­ar­ins Eyfjörð. Sjálf­ur seg­ist hann hafa tek­ið til sín eitt­hvað af þeirri gagn­rýni sem bein­ist gegn hon­um og að vinna við að bæta and­rúms­loft­ið á skrif­stof­unni sé vel á veg kom­inn.
Úr öskunni við Vesúvíus: Höfundur Atlantis skammar þrælastúlku á banabeðinu!´
9
Flækjusagan

Úr ösk­unni við Vesúvíus: Höf­und­ur Atlant­is skamm­ar þræla­stúlku á bana­beð­inu!´

Fyr­ir tæp­um fimm ár­um birt­ist á vef­síðu Stund­ar­inn­ar, sem þá hét, stutt flækj­u­sögu­grein um nýja tækni sem þá átti að fara að beita á fjöld­ann all­an af papýrus­roll­um sem fund­ist höfðu í stóru bóka­safni í bæn­um Hercul­an­um í ná­grenni Napólí. Þannig papýrus­roll­ur voru bæk­ur þess tíma. Þeg­ar Vesúvíus gaus ár­ið 79 ET (eft­ir upp­haf tíma­tals okk­ar) grófst Hercul­an­um á kaf...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
8
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Við hvaða götu býr Ragnar? Reykás
10
Helgi skoðar heiminn

Við hvaða götu býr Ragn­ar? Reykás

Sauð­kræk­ing­ur­inn Ragn­ar Páll Árna­son, sem starfar hjá Öss­uri, býr í ná­grenni höf­uð­stöðva fyr­ir­tæk­is­ins, við göt­una Reykás. Seg­ist ekki hafa ætl­að að ílengj­ast þar, en kann nú hvergi bet­ur við sig. Siggi Sig­ur­jóns, guð­fað­ir Ragn­ars Reykáss, kann vel að meta sög­una af „nafna“ sín­um. Hann á sjálf­ur pín­lega en um leið drep­fyndna sögu tengda göt­unni í Ár­bæn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
6
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár