Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Stærsta bókaútgáfa Íslands seld til sænskrar hljóðbókaveitu

Tíma­mót eru orð­in í bóka­út­gáfu á Ís­landi, nú þeg­ar For­lagið hef­ur ver­ið selt til ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Stor­ytel að meiri­hluta.

Stærsta bókaútgáfa Íslands seld til sænskrar hljóðbókaveitu
Við undirritun Fyrir miðið er Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins.

„Íslendingar eru mikil bókaþjóð og við erum sannfærð um að þetta muni reynast mikið gæfuspor fyrir íslenskan bókamarkað,“ segir Jonas Tellander, forstjóri og stofnandi sænsku hljóðbókaveitunnar Storytel, sem hefur keypt 70 prósent í stærstu bókaútgáfu Íslands, Forlaginu. 

Tilkynning þess efnis var send fjölmiðlum rétt í þessu.

Seljandinn, bókmenntafélagið Mál og menning, mun áfram fara með 30 prósent hlut í félaginu sem mun starfa áfram sem sjálfstætt bókaforlag, aðskilið frá streymisveitu Storytel á Íslandi. Kaupandinn, Storytel AB, móðurfélag Storytel á Íslandi, hefur hefur áður keypt þrjú önnur norræn útgáfufélög: Norstedts Förlagsgrupp í Svíþjóð, People’s Press í Danmörku og Gummerus Publishers í Finnlandi. 

„Það má því segja að samband Storytel og Forlagsins sé í raun fjárfesting íslenskrar útgáfu í framtíðinni,“ segir Halldór Guðmundsson, stjórnarformaður Máls og menningar. „Kaupin munu tryggja áframhaldandi útgáfu á íslenskum bókmenntaperlum og gera okkur kleift að styðja betur við nýja höfunda. Mál og menning mun í þessu skyni nýta stóran hluta kaupverðsins til stofnfjár sjóðs sem mun hafa það hlutverk að efla íslenskar bókmenntir með stuðningi við rithöfunda og bókaverslun.“

Í fréttatilkynningunni kemur fram að Forlagið muni fara í gegnum sambærilegt ferli og aðrar bókaútgáfur í eigu Storytel á Norðurlöndunum. Nánari kynning á því verður á blaðamannafundi klukkan eitt í dag. 

Áskrift að Storytel býður hlustun og/eða lestur á yfir hálfri milljón titla á heimsvísu. Framtíðarsýn Storytel er „að efla samkennd og gera heiminn að meira skapandi stað með góðum sögum, sem hægt er að njóta hvar og hvenær sem er.“

Dótturfyrirtækið Ztory býður einnig upp á ótakmarkaðan lestur stafrænna tímarita. Fyrirtækið starfar á 20 mörkuðum víðsvegar um heiminn og höfuðstöðvar þess eru staðsettar í Stokkhólmi.  

Forlagið var stofnað árið 2007 þegar Mál og menning keypti útgáfuhluta Eddu og sameinaðist útgáfufélaginu JPV. Mál og menning hefur verið aðaleigandi Forlagsins, með 87 prósent hlut. 13 prósent félagsins hafa verið í eigu Egils Arnar Jóhannssonar, framkvæmdastjóra félagsins.

Samkvæmt síðasta uppgefna ársreikningi, sem gildir fyrir árið 2018, voru 40 starfsmenn hjá Forlaginu og tapaði félagið 4,4 milljónum króna það ár, en 13,3 milljónum króna árið áður. Á síðasta ári, 2019, höfðu hins vegar lög um stuðning við bókaútgáfu tekið gildi. Þau fólu í sér endurgreiðslu á 25 prósent beins kostnaðar við útgáfu bóka á íslensku. Ekki hefur enn verið gefin upp rekstrarniðurstaða síðasta árs.

Eftirfarandi er fréttatilkynningin í heild:

Storytel eignast meirihluta í Forlaginu 

Storytel AB, móðurfélag Storytel á Íslandi, hefur keypt 70% hlut í stærstu bókaútgáfu landsins, Forlaginu. Seljandinn, bókmenntafélagið Mál og menning, mun áfram fara með 30% hlut í félaginu sem mun starfa áfram sem sjálfstætt bókaforlag, aðskilið frá streymisveitu Storytel á Íslandi. Forlagið bætist þannig í hóp þriggja annarra norrænna útgáfufélaga í eigu Storytel AB, Norstedts Förlagsgrupp í Svíþjóð, People’s Press í Danmörku og Gummerus Publishers í Finnlandi. 

Forlagið er ein virtasta bókaútgáfa landsins og á Norðurlöndunum og jafnframt sú stærsta hér á landi. Félagið var stofnað árið 2007 af Jóhanni Páli Valdimarssyni, Agli Erni Jóhannssyni og bókmenntafélagi Máls og menningar sem hefur farið með ráðandi hlut frá árinu 2017. Forlagið gefur árlega út um 150 titla, marga hverja eftir virtustu höfunda landsins. Félagið hefur allt frá stofnun gegnt mikilvægu hlutverki í bókmenntasamfélaginu og reynst öflugur málsvari íslenskra rithöfunda á erlendum vettvangi.

-Við erum gríðarlega ánægð með þessa nýjustu viðbót við Storytel fjölskylduna og öflugt net útgáfufélaga okkar á norðurlöndunum. Forlagið sómir sér þar vel meðal virtra félaga á borð við Norstedts Förlagsgrupp, Gummerus Publishers og People’s Press. Við erum spennt að hefja samstarf með reynslumiklum útgefendum Forlagsins sem deila ástríðu okkar fyrir góðum sögum, segir Jonas Tellander, forstjóri og stofnandi Storytel. 

-Íslendingar eru mikil bókaþjóð og við erum sannfærð um að þetta muni reynast mikið gæfuspor fyrir íslenskan bókamarkað. Þekking Storytel á stafrænni þróun ásamt öflugri reynslu Forlagsins í bókaútgáfu mun stórauka aðgengi landsmanna að vönduðum bókmenntum og kaupin munu treysta sérstöðu beggja félaga enn frekar, segir Jonas.

Forlagið og Storytel á Íslandi munu starfa sjálfstætt áfram eftir kaupin og stefna Forlagsins verður áfram sú að efla íslenska útgáfu og stuðla að því að raddir íslenskra rithöfunda berist sem víðast.

-Forlagið byggir á aldargamalli hefð útgefenda sem hafa gert það að ævistarfi sínu að koma íslenskum bókmenntum á framfæri. Við erum afskaplega ánægð og hlökkum til samstarfsins með Storytel sem er kraftmikið nýsköpunarfyrirtæki á sviði stafrænnar útgáfu. Samstarfið mun opna margar dyr fyrir höfundum Forlagsins og færa okkur skrefi nær inn í framtíðina og nær nútíma lesendum og hlustendum, segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins.

-Kaupin munu styrkja rekstrargrunn Forlagsins og tryggja forystu í stafrænni þróun til framtíðar. Þetta skref rammar einnig vel inn framtíðarsýn félagsins sem snýr að því að gefa út bestu verk íslenskra bókmennta og gera þau aðgengileg öllum lesendum, hvaðan og hvernig sem þeir vilja njóta þeirra, segir Egill Örn.

-Við erum sannfærð um að ávinningurinn verður mikill fyrir íslenska lesendur, hlustendur og höfunda. Þegar litið er til þróunar útgáfu á alþjóðlegum vettvangi blasir við að samstarf við öflugan útgefanda og dreifingaraðila sem byggir á traustum stafrænum grunni mun tryggja fjölskrúðugt bókmenntalíf á Íslandi til framtíðar. Það má því segja að samband Storytel og Forlagsins sé í raun fjárfesting íslenskrar útgáfu í framtíðinni. Kaupin munu tryggja áframhaldandi útgáfu á íslenskum bókmenntaperlum og gera okkur kleift að styðja betur við nýja höfunda. Mál og menning mun í þessu skyni nýta stóran hluta kaupverðsins til stofnfjár sjóðs sem mun hafa það hlutverk að efla íslenskar bókmenntir með stuðningi við rithöfunda og bókaverslun, segir Halldór Guðmundsson, stjórnarformaður Máls og menningar.  

Velta Forlagsins var um 8 milljónir evra árið 2019 (1100 milljónir ISK). Samningsaðilar hafa sammælst um að kaupverðið sem verður staðgreitt, verði ekki gefið upp. Samningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
2
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Þórður Snær Júlíusson
3
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
Grátrana sást á Vestfjörðum
4
Fréttir

Grátr­ana sást á Vest­fjörð­um

Grátr­ana sást á túni vest­ur í Djúpi á Vest­fjörð­um. Um er ræða sjald­séð­an flæk­ings­fugl og þyk­ir það tíðund­um sæta að hann hafi sést á þess­um slóð­um en hing­að til hafa þeir að­eins fund­ist á Aust­ur­landi og á Norð-Aust­ur­landi. Fugl­inn varð á vegi hjón­anna Kristjáns Sig­ur­jóns­son­ar og Áslaug­ar Ótt­ars­dótt­ur sem náðu af smella af nokkr­um mynd­um af trön­unni áð­ur en hún flaug á brott.
Ójöfnuður kemur okkur öllum við
10
Viðtal

Ójöfn­uð­ur kem­ur okk­ur öll­um við

Alma Möller land­lækn­ir seg­ir að stjórn­völd og sam­fé­lag­ið allt þurfi að horf­ast í augu við að hér ríki ójöfn­uð­ur í heilsu. Rann­sókn­ir sýna að lífs­gæði og lífs­lík­ur þeirra sem búa við efna­hags­leg­an skort eru minni en þeirra sem ná vel end­um sam­an. Alma seg­ir mik­il­væg­ast að hlúa að börn­um sem al­ist upp í fá­tækt. „Því ef fólk fær vont start í líf­inu þá á það sér kannski ekki við­reisn­ar von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
6
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
8
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
10
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár