Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Nostalgía, sumarsólstöðuganga og sveitaballsstemmari

Tón­leik­ar, sýn­ing­ar og við­burð­ir 19. júní til 2. júlí.

Nostalgía, sumarsólstöðuganga og sveitaballsstemmari

Þetta og svo ótal margt fleira er á döfinni næstu tvær vikurnar.

Aldamótatónleikar

Hvar? Háskólabíó
Hvenær? 19. júní kl. 18.00 og 21.00, 20. júní kl. 21.00
Aðgangseyrir: Frá 3.990 kr.

Nostalgía hefur ávallt verið vinsælasta afþreyingarefnið, en á þessum tónleikum er henni gert hátt undir höfði. Úrvalslið af poppsöngvurum, sem voru allir upp á sitt besta um aldamótin, stíga á sviðið og fara í gegnum vinsælustu slagarana sína. Búast má við því að öll vinsælustu íslensku lögin frá tímum heimagerðra mix-diska og pottþétt-platnanna verði spiluð af mikilli innlifun af söngvurunum sem fluttu þau upprunalega. Meðal flytjenda eru Birgitta Haukdal, Íris Kristín, Jónsi og Einar Ágúst, en einvalalið af hljóðfæraleikurum spila lögin með þeim. Fyrir hlé verða ballöðurnar og rólegu lögin flutt, en síðan verða bombunum sleppt.

Gróa

Hvar? 12 Tónar
Hvenær? 19. júní kl. 17.00
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Þriggja kvenna pönksveitin Gróa hefur verið dugleg frá þátttöku sinni í Músíktilraunum árið 2017. Hún gaf út sjálfnefnda plötu árið 2018 og fylgdi henni eftir með Í glimmerheimi ári síðar sem vann Kraumsverðlaunin 2019. Tónlistin er hrá og lífleg tjáning á unglingatilfinningum. Tónleikarnir eru þeir þriðju í sumartónleikaröð 12 Tóna og fara fram í bakgarði verslunarinnar.

Sumarstólstöðuganga

Hvar? Viðey
Hvenær? 20. júní kl. 20.00
Aðgangseyrir: 1.650 kr.

Til að fagna sumarsólstöðum, þeirri árlegu stund þegar hádegissólin hættir að hækka og nóttin fer að lengjast, er skipulögð sérstök ganga um Viðey. Þegar klukkan slær 21.44, sem er stundin sem dagur byrjar að styttast, verður staldrað við og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, flytur erindi. Siglt er frá Skarfabakka klukkan 20.00.

Brynjar Daðason & Guðmundur Arnalds

Hvar? Mengi
Hvenær? 20. júní kl. 21.00
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Brynjar Daðason og Guðmundur Arnalds koma fram í fyrsta skipti saman, en þeir munu spila sveimandi og melódíska tónlist. Brynjar er tónskáld sem dregur áhrif frá ýmiss konar nýklassískri og „ambient“ tónlist, á meðan að Guðmundur er raftónlistarmaður sem hefur mikinn áhuga á hljóðvinnslu og er einn af stofnendum plötuúgáfunnar Agalma.

Common Ground

Hvar? Korpúlfsstaðir
Hvenær? Til 23. júní
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Íslendingar sem hér fæddust og ólust upp ásamt nýjum Íslendingum frá Litháen og Póllandi vinna saman þvert á landamæri og menningarheima á þessari sýningu. Tólf listamenn nýta upplifun og þekkingu hvers og eins til að skapa fjölbreytt verk og innsetningar á sýningu sem bregður upp ólíkum snertiflötum og viðhorfum.

Letrað með leir

Hvar? Gallery Port
Hvenær? 24.–28. júní 
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Á sýningunni leiða saman hesta sína leturhönnuðurinn Guðmundur Úlfarsson og Hanna Dís Whitehead listhönnuður. Þau hafa að undanförnu átt í samtali sem þróast hefur úr tvívídd í þrívídd fram og til baka. Samtalið hefur efnisgert sig, en Hanna og Guðmundur vinna bæði á persónulegan hátt á landamærum hönnunar og listar.

Afmælissýning Hafnarhúss

Hvar? Hafnarhús
Hvenær? Til 16. júlí
Aðgangseyrir: 1.840 kr.

Í ár eru 20 ár síðan að Hafnarhúsið var tekið til notkunar sem listasafn. Á þessari sýningu er húsið sjálft í forgrunni og saga þess og umbreyting úr skrifstofu- og vörugeymsluhúsi Reykjavíkurhafnar í listasafn sýnd í gegnum meðal annars teikningar og ljósmyndir. Einnig er skoðað hvernig safnabyggingin sem rými vinnur með listinni og tengist umhverfi sínu borgarrýminu.

Óljós nærvera

Hvar? Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Hvenær? Til 16. ágúst
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Verkið Óljós nærvera eftir ljósmyndarann Gunnlöð Jónu Rúnarsdóttur byggir á reynslusögum Íslendinga nútímans af samskiptum þeirra við drauga eða kynni af yfirnáttúrulegum öflum. Leitast er við að fanga andrúmsloft þessara sagna og tengja þær við okkar sagnaminni, án þess að gera það bókstaflega.

Skítamórall

Hvar? Harpa
Hvenær? 26. júní kl. 20.30
Aðgangseyrir: Frá 4.990 kr.

Nafnið Skítamórall var upphaflega ætlað þungarokkshljómsveit, en sveitaballapoppararnir frá Selfossi hafa borið það síðan þá. Sveitin gaf út sex plötur á fjórtán ára tímabili þegar hún var virk, en hún kemur núna reglulega saman og heldur staka tónleika. Hún stígur í fyrsta sinn á svið Hörpu.

Ingibjörg Turchi – útgáfutónleikar

Hvar? Harpa
Hvenær? 2. júlí kl. 20.00
Aðgangseyrir: 3.000 kr.

Í gegnum endurtekningar skapar Ingibjörg einstakan og dáleiðandi hljóðheim, sem hún brýtur upp með melódískum bassalínum. Þessir tónleikar eru eins konar fagnaðartónleikar fyrir plötuna Meliae sem var tekin upp síðastliðinn september og kemur út í byrjun júlí. Einnig mun Ingibjörg leika tónlist af plötunni Wood/work sem kom út árið 2017.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
3
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
4
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Formaður Sameykis sakaður um ógnarstjórn
5
Skýring

Formað­ur Sam­eyk­is sak­að­ur um ógn­ar­stjórn

Skrif­stofa Sam­eyk­is hef­ur und­an­far­ið ver­ið að glíma við ósætti á vinnu­staðn­um og slæm­an vinnu­anda. Sam­kvæmt ný­legri út­tekt sem gerð var á vinnu­staðn­um bend­ir ým­is­legt til að vand­ann megi rekja til fram­komu og stjórn­un­ar­hátta for­manns Sam­eyk­is, Þór­ar­ins Eyfjörð. Sjálf­ur seg­ist hann hafa tek­ið til sín eitt­hvað af þeirri gagn­rýni sem bein­ist gegn hon­um og að vinna við að bæta and­rúms­loft­ið á skrif­stof­unni sé vel á veg kom­inn.
Ástandið í Grindavík dró úr gróða stóru bankanna
9
Viðskipti

Ástand­ið í Grinda­vík dró úr gróða stóru bank­anna

Dreg­ið hef­ur úr hagn­aði hjá þrem­ur stærstu við­skipta­bönk­un­um. Í árs­hluta­skýrsl­um sem bank­arn­ir þrír birtu ný­lega má sjá að arð­semi eig­in­fjár hjá bönk­un­um þrem­ur er und­ir 10 pró­sent­um. Í til­felli Ís­lands­banka og Lands­banka, sem rík­ið á hlut í, er hlut­fall­ið und­ir þeim kröf­um sem rík­ið ger­ir til þeirra. Jarð­hrær­ing­ar á Reykja­nes eru með­al ann­ars tald­ar hafa haft áhrif á af­komu bank­anna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
9
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár