Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Á heimsvísu

Ferða­lög hafa ver­ið sett í nýtt sam­hengi á tím­um kór­óna­veiru. Páll Stef­áns­son held­ur áfram með röð mynda­þátta úr ýms­um heims­horn­um.

Á heimsvísu
Augnablikið fest Þessi Kínverska kona, ein af þeim 20 milljónum ferðamanna sem heimsækja París ár hvert. Hún passaði upp á að strásetja augnarblikið þegar hún hitti á Eiffel turninn á ferð sinni um stórborgina. Mynd: Páll Stefánsson

Hvert er lengsta áætlunarflug í heimi? Hér kemur smá hjálp: Þetta er innanlandsflug milli tveggja borga sem byrja á P. Flugið tekur sextán og hálfan tíma og er 15.715 kílómetra langt, sem sagt 11 hringir í kringum Ísland. 

Nú í vikunni byrjaði flugfélagið Air Tahiti Nui að fljúga Dreamliner-þotum sínum non-stop milli Parísar og fylkishöfuðborgarinnar Pepe'ete á Tahítí. Áður var alltaf millilent í Los Angeles, en nú er það ekki í boði vegna ferðabanns Bandaríkjanna á Evrópu – og ekki er hægt að breyta millilendingunni til Kanada, sem  hefur alveg lokað. Það er svolítið kaldhæðnislegt að íbúar þessarar friðsælu Kyrrahafseyjar lenda í ferðabanni af því að Evrópu er lokað, en íbúarnir eru jú með franskt vegabréf, tæknilega Evrópubúar. 

Nú á tímum COVID-1, eru fáar atvinnugreinar sem fara eins illa út úr þessu ástandi og ferðamannaiðnaðurinn, sem er risa, risa stór á heimsvísu. Einn af hverjum tíu jarðarbúum hefur viðurværi sitt af túrisma. Engin atvinnugrein hefur vaxið hraðar á síðustu tíu árum og af öllum störfum sem hafa skapast í heiminum undanfarin áratug eru 20% tengd ferðamannaiðnaðinum. 

Við stærsta guðshúsiðIstanbúl er fimmta fjölsóttasta borg í heimi, en þessir brasilísku ferðamenn pössuðu upp á að hafa guðshúsið Hagia Sofía í bakgrunni, enda enn þá eitt stærsta guðshús í heimi, þrátt fyrir að vera byggt árið 537, fyrir tæplega 1.500 árum.
Nakti kúrekinnMaður veit ekki hvað hann gerir núna, Nakti kúrekinn sem hefur sett svip sinn á Times-torg svo lengi sem elstu menn muna, nú þegar öllu er skellt í lás í New York-borg. En stórborgin er í fjórða sæti yfir mest heimsóttu borgir veraldar.

Frakkland er það land sem flestir sækja heim, en þangað komu tæpar 90 milljónir ferðamanna árið 2018, Spánn var númer tvö með 83 milljónir, meðan 80 milljónir heimsóttu Bandaríkin.

París var sú borg sem næstflestir komu til, en tæplega 20 milljónir komu þar við árið 2018. London fylgdi fast á eftir. Sú borg sem flestir heimsóttu er Bangkok, höfuðborg Taílands, en þangað komu 23 milljónir ferðalanga. Til samanburðar komu 2,3 milljónir ferðamanna hingað heim það sama ár – sem var met. Þeim fækkaði um 300 þúsund í fyrra, fyrst og fremst út af falli WOW. 

Hvernig sem árið fer, þá fer illa fyrir ferðamannaiðnaðinum, bæði hér heima og á heimsvísu, það er deginum ljósara.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu