Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Æðri víddir, óýsanlegir litir og kveðjutónleikar

Tón­leik­ar, við­burð­ir og sýn­ing­ar 6. til 19. mars

Æðri víddir, óýsanlegir litir og kveðjutónleikar

Þetta og svo ótal margt fleira er á döfinni næstu tvær vikurnar.

Stockfish kvikmyndahátíð

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? 12.–22. mars
Aðgangseyrir: 13.900 kr.

Stockfish-hátíðin reis upp úr ösku Kvikmyndahátíðar Reykjavíkur, en hún hefur það markmið að efla og auðga kvikmyndamenningu á Íslandi. Hún er haldin í sjötta skiptið í ár, en á henni fer fram stuttmyndakeppnin Sprettfiskurinn, auk þess að margar framsæknar og verðlaunaðar myndir verða sýndar. Meðal annars verður fjöldinn allur af heimildarmyndum sem voru sýndar á Nordisk Panorama til boða, nýjasta mynd Takeshi Miike, First Love, verður til sýnis, költmyndin Color out of Space sem er byggð á sögu H.P. Lovecraft og skartar Nicholas Cage er einnig sýnd svo og hin margverðlaunaða kólombíska Monos sem fjallar um einangraða barnahermenn.

Rafsegulgripirnir

Hvar? Listasafn Íslands
Hvenær? Til 31. desember
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Rafsegulgripirnir eru safn verka sem Woody Vasulka og hljóðlistamaðurinn Brian O’Reilly unnu í sameiningu. Meginhráefnið skapaði Woody með tölvustýrðum Rutt-Etra-skanna árið 1975 og árið 2006 kom O’Reilly til samstarfs við Woody og bætti við hljóðmyndinni. Rafsegulbylgjurnar voru skannaðar og síðan átt við þær með myndvinnsluhugbúnaði, sem skapaði síðan tónlistina.

Elín Ey

Hvar? Röntgen
Hvenær? 11. mars kl. 20.00
Aðgangseyrir: 3.000 kr.

Tónlistarkonan Elín Ey hefur verið virk í íslensku tónlistarsenunni um árabil og komið fram bæði undir eigin nafni og með hljómsveitinni Sísý Ey. Nýverið gaf hún út stuttskífuna Gone sem verður spiluð auk eldra efnis. Tónleikarnir fara fram í litlum sal og er nánd við áhorfendur því mikil.

Ísland Pólerað

Hvar? Tjarnarbíó
Hvenær? 11., 15., 25. mars kl. 20.30
Aðgangseyrir: 3.900 kr.

Ísland Pólerað er fyrsta sýning fjölmenningarleikfélagsins Reykjavík Ensemble í fullri lengd. Leikverkið kjarnast um sögu pólsks innflytjanda og þær áskoranir sem felast í því að samlagast íslensku samfélagi. Efniviður sýningarinnar er leikinn á þremur tungumálum, ensku, íslensku og pólsku, og koma flytjendurnir frá Póllandi, Íslandi og Danmörku. 

Grísalappalísa & dj. flugvél og geimskip

Hvar? Græni hatturinn
Hvenær? 12. mars kl. 21.00
Aðgangseyrir: 3.900 kr.

Grísalappalísa hefur verið ein kröftugasta rokksveit landsins á síðustu árum. Tilvistarkreppa og angist ungra karlmanna hefur verið sveitinni hugleikin og framsækin textasmíð endurspeglast í eldfimri og óráðskenndri hljóðfæraspilun. Hljómsveitin gaf út þriðju plötu sína, Týnda rásin, og ætlar síðan að leggja upp laupana. Hljómsveitin kemur fram með hinni kynngimögnuðu dj. flugvél og geimskip.

HIGH PLANE VI

Hvar? Listasafn Íslands
Hvenær? Til 24. janúar
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Gestir þurfa að ganga upp stiga til að sjá verk Katrínar Sigurðardóttur, en í því kallar hún á tengsl manna við náttúruna sjálfa. Verkið vísar einnig til hreinleikans og þess óflekkaða en skírskotar að auki til mismunandi viðmiða og sjónarhorna okkar mannanna eftir því hvert lífsleiðin liggur.

JFDR útgáfutónleikar

Hvar? Iðnó
Hvenær? 13. mars kl. 20.00
Aðgangseyrir: 2.900 kr.

Hin unga og efnilega Jófríður Ákadóttir hefur vakið mikla athygli erlendis fyrir draumkenndan og skapandi tónlistarflutning. Áður en hún fór að semja sem JFDR var hún hluti af hljómsveitunum Pascal Pinon og Samaris. Hún fagnar útgáfu New Dreams, annarrar sólóbreiðskífu sinnar, á Iðnó með góðum gestum.

VHS og vinir

Hvar? Tjarnarbíó
Hvenær? 14. mars kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.500 kr.

Hópur grínista, leiddur af hópnum VHS (Vilhelm Neto, Hákon Örn og Stefán Ingvar), býður upp á kvöld af tilraunauppistandi með það fyrir augum að breyta lífi áhorfenda. Með þeim slást í för Þórdís Nadia Semichat, Karen Björg og Arnór Daði Gunnarsson. Allir sem fram koma eru vel reyndir grínistar og hafa komið fram víðs vegar.

Between Mountains

Hvar? Röntgen
Hvenær? 19. mars kl. 20.00
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Vestfirski dúettinn Between Mountains vann Músíktilraunir 2017 og hefur spilað víðs vegar og á öllu helstu tónlistarhátíðum landsins. Hljómsveitin gaf út samnefnda plötu í nóvember síðastliðinn, en hún hlaut Kraumsverðlaunin. Katla Vigdís, sem semur og syngur öll lög sveitarinnar, kemur fram á þessum tónleikum með rödd sína, gítar og hljómborð að vopni.

Andreas Brunner

Hvar? Hafnarhúsið
Hvenær? 19. mars–24. maí
Aðgangseyrir: 1.840 kr.

Andreas Brunner er 41. listamaðurinn til að sýna í sýningaröð Listasafns Reykjavíkur í D-sal. Undanfarin ár hefur Andreas byggt upp vinnubrögð sem eru ekki bundin við ákveðinn miðil heldur felast í stöðugri endurskoðun ákveðinna hugtaka og birtast í mismunandi efnum og formum. Hugtökin vísa gjarnan til uppruna og sköpunar merkingar og skynjunar á tíma og efniskennd.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
2
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
3
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Eigi að læra íslensku áður en fjölskyldan kemur
5
FréttirFlóttamenn

Eigi að læra ís­lensku áð­ur en fjöl­skyld­an kem­ur

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar tel­ur efni til að víkka að­eins skil­yrði til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar í um­deildu út­lend­inga­frum­varpi. Skil­yrði til und­an­þágu eru þó frem­ur ströng: Flótta­mað­ur­inn sem sæk­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu gæti feng­ið und­an­þágu ef hann hef­ur á einu ári lært ís­lensku, ver­ið virk­ur á vinnu­mark­aði í átta mán­uði, hef­ur til­tækt íbúð­ar­hús­næði fyr­ir fjöl­skyld­una og get­ur fram­fleytt sér.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
Bjarni segir þetta ár það sterkasta í íslenskri efnahagssögu
9
Fréttir

Bjarni seg­ir þetta ár það sterk­asta í ís­lenskri efna­hags­sögu

„Þetta er sterk­asta ár Ís­lands í efna­hags­sög­unni,“ full­yrti Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra og nú­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, á Al­þingi. Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formað­ur Við­reisn­ar, bað ráð­herra að „girða sig í brók“, skoða stóru mynd­ina og taka ut­an um alla hópa, ekki bara sína eig­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
1
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
5
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
7
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
10
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár