Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Laxadauðinn hjá Arnarlaxi að minnsta kosti fimmfalt meiri en nefnt hefur verið

End­an­leg tala um laxa­dauð­ann hjá Arn­ar­laxi í Arnar­firði á eft­ir að koma í ljós þar sem að­gerð­ir til að bjarga eld­islöx­um og verð­mæt­um eru enn á fullu. Laxa­dauð­inn er hins veg­ar miklu meiri en 100 tonn. Ein af skýr­ing­un­um á laxa­dauð­an­um er of mik­ið af eld­islaxi í kví­um fyr­ir­tæk­is­ins.

Laxadauðinn hjá Arnarlaxi að minnsta kosti fimmfalt meiri en nefnt hefur verið
Laxadauðinn miklu meiri Talan um umfang laxadauðans í Arnarfirði er miklu hærri en nefnt hefur verið. Kjartan Ólafsson hefur ekki viljað svara spurningum um umfangið þrátt fyrir ítrekanir.

Laxadauðinn hjá laxeldisfyrirtækinu Arnarlaxi í Arnarfirði er að minnsta kosti fimm sinnum meiri en nefnt hefur verið opinberlega. Eins og Stundin greindi frá fyrir tveimur dögum var laxadauðinn í sjókvíunum um 100 tonn, samkvæmt því sem Gísli Jónsson, yfirmaður fiskisjúkdóma hjá Matvælastofnun Íslands, sagði við blaðið þá  eða á milli 16 og 20 þúsund laxar.

Samkvæmt heimildum Stundarinnar og mati sérfræðinga sem blaðið hefur talað við er laxadauðinn hins vegar varlega áætlaður 500 tonn eða allt að um 100 þúsund laxar en er mögulega ennþá meiri eða um 1.000 tonn, eða allt að 200 þúsund laxar. Um 4.000 tonn af eldislaxi í sláturstærð, í kringum 800 þúsund laxar, eru í kvíum Arnarlax í firðinum. 

Út af þessum laxadauða var nótaskipið Sighvatur Bjarnason frá Vestmannaeyjum fengið til að hreinsa dauðan lax upp úr eldiskvíunum og sláturskipið The Norwegian Gannet mun slátra upp úr kvíunum á næstu dögum - starfsmenn skipsins geta slátrað um 100 tonnum á kukkustund samkvæmt því sem Gísli Jónsson segir. Ôveðrið sem væntanlegt er getur hins vegar sett strik í reikninginn við slátrunina og er tíminn peningar fyrir Arnarlax. Þeim mun lengur sem slàtrunin dregst þeim mun meira verður tjónið í eldiskvíunum.

Sighvatur Bjarnason hefur verið í Arnarfirði síðustu daga við að hreinsa upp dauða eldislaxa og er enn að samkvæmt upplýsingum um staðsetningu skipsins hjá heimasíðunni Marine Traffic. Þetta þýðir að slátrun á eldislöxum Arnarlax í Arnarfirði mun ljúka nú í febrúar í staðinn fyrir í apríl. 

„Vísa til heimasíðu Arnarlax“

Gísli sagði við Stundina á þriðjudaginn að þessar aðstæður séu þær „verstu“ sem komið hafa upp í laxeldi á Vestfjörðum frá því Arnarlax tók til starfa en fyrirtækið hefur áður lent í því upp komi laxadauði vegna veðurs. Matvælastofnun hefur ekki sent eftirlitsmann á Bíldudal til að fylgjast með stöðu mála samkvæmt því sem Gísli segir við Stundina í dag og hann hefur ekki farið þangað sjálfur til að taka út aðstæður á vettvangi.

Stundin bíður eftir frekari formlegum svörum frá Matvælastofnun við spurningum um umfang og ástæður laxadauðans. 

Stjórnarformaðurinn svarar ekki

Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax, hefur ekki svarað þeirri spurningu Stundarinnar hvort laxadauðinn hafi verið kominn í 1000 tonn á þriðjudagskvöldið. Stundin spurði: „Var laxadauðinn kominn í yfir 1000 tonn í gærkvöld. Svar Kjartans, eftir ítrekun í morgun, var: „Vísa til heimasíðu Arnarlax.“

Ekkert stendur hins vegar um umfang laxadauðans á heimasíðunni. 

Þetta er einungis ein af nokkrum spurningum um laxadauðann sem Kjartan hefur ekki viljað svara.  

Á þriðjudaginn sagði Kjartan um laxadauðann að hann væri í skoðun en væri ennþá minni en hann var í fyrra. „Erum að skoða. Enn sem komið er er dauðinn minni en í fyrra.“

Dauði vegna óveðurs

Laxadauðinn er vegna veðursins sem geisað hefur á Vestfjörðum og vegna þrengsla í sjókvíum Arnarlax, sem valda sárum og sýkingum hjá eldislöxunum í kvíunum sem þeir geta svo drepist úr. 

Þegar veður er vont og vindasamt og öldur eru kraftmiklar, auk sjávarkuldans, eru eldislaxar í sjókvíum í sérstakri hættu. Ekki síst þeir laxar sem veikastir eru fyrir og sem minni möguleika hafa á að lifa af erfiðar aðstæður. 

Laxarnir eru í torfu í kvíunum. Þeir sterkustu og kraftmestu koma sér fyrir mitt í torfunni á meðan burðarminni fiskar eru á jaðri torfunnar og þar með nær nótinni í sjókvíunum sem getur valdið þeim tjóni af fiskarnir lenda utan í henni í þeim veltingi sem er inni í kvíunum. Sár myndast á eldisfiskunum sem nuddast utan í nótina og gera þeim erfiðara fyrir að lifa af vegna sýkinga og sjúkdóma sem þeir eru líklegri til að fá vegna sáranna. Með tímanum verða sjókvíarnar svo gróðrarstía sýkla og sjúkdóma sem valdið geta altjóni á eldislöxunum ef ekkert er að gert.

Arnarlax er hins vegar að reyna að bregðast við þessum aðstæðum eftir bestu með því að fá utanaðkomandi hjálp með dauða laxinn og eins við slátrunina. 

Þeim mun fleiri laxar sem eru í kvíunum; þeim mun líklegra er að þeim mun fleiri drepist við slíkar aðstæður sem verið hafa. 

Of mikið af laxi í kvíunum

Eitt af því sem sagt hefur verið um stöðuna hjá Arnarlaxi er að of mikið af eldislaxi sé í hverri kví. Ekki meira en 150 þúsund laxar geta verið í hverri sjókví ef vel á að vera. Samkvæmt heimildum hefur Arnarlax hins vegar verið með umtalsvert fleiri laxa í sínum kvíum í firðinum en þetta, allt að rúmlega 200 þúsund í kví. 

Einn sérfræðingur í sjókvíaeldi sem Stundin hefur rætt segir að það sé hans reynsla að í svona aðstæðum, þar sem sjávarkuldi og vont veður fara saman, þá deyi laxar í kvíunum ef það er meira í þeim en 150 þúsund laxar. 

Ein af spurningunum sem Kjartan Ólafsson hefur ekki viljað svara er hversu mikið af eldislaxi er í kvíum fyrirtækisins í Arnarfirði. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Laxeldi

Gagnrýni SFS leiddi til lykilbreytinga á laxeldisfrumvarpinu
SkýringLaxeldi

Gagn­rýni SFS leiddi til lyk­il­breyt­inga á lax­eld­is­frum­varp­inu

Gagn­rýni frá Sam­bandi ís­lenskra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja spil­aði stóra rullu í því að nýju frum­varpi um lax­eldi var breytt og við­ur­lög minnk­uð við slysaslepp­ing­um. Þetta er ann­að mest um­deilda ákvæði frum­varps­ins en hitt snýst um að gefa lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um ótíma­bund­in leyfi til sjókvía­eld­is hér við land. Mat­væla­ráð­herra vill hætta við ótíma­bundnu leyf­in í lax­eld­inu eft­ir harða um­ræðu á Al­þingi.

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
2
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
9
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Halla Tómasdóttir
10
Aðsent

Halla Tómasdóttir

Með mennsk­una að leið­ar­ljósi

„Ég hvet ís­lensk fyr­ir­tæki til að velta fyr­ir sér hvernig þau geti lagst á ár­ar um að gefa fólki til­gang og tæki­færi, þeim og sam­fé­lag­inu til góðs,“ skrif­ar Halla Tóm­as­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi. Hún skrif­ar stutt­lega um sögu Hamdi Ulukaya sem er tyrk­nesk­ur smali sem flúði til Banda­ríkj­anna til að læra ensku. Hann stofn­aði stór fyr­ir­tæk­ið Chobani sem er í dag stærsti fram­leið­andi grísks jóg­úrts í Banda­ríkj­un­um og hvernig hann. Þar ræð­ur hann helst inn inn­flytj­end­ur og flótta­fólk til vinnu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
6
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
8
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
9
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu