Mest lesið

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu
1

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

·
Björn Bragi með „persónulegt grín“ eftir kynferðislega áreitni
2

Björn Bragi með „persónulegt grín“ eftir kynferðislega áreitni

·
Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone
3

Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone

·
Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður
4

Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður

·
Frelsi til að vita
5

Jón Trausti Reynisson

Frelsi til að vita

·
Lögreglustjóri svari fyrir Pride-handtöku
6

Lögreglustjóri svari fyrir Pride-handtöku

·

Mikill laxadauði hjá Arnarlaxi vegna vetrarkulda

Uppgjör Arnarlax á fyrsta ársfjórðungi varð fyrir neikvæðum áhrifum vegna laxadauða. Eigandi Salmar bókfærir verðmæti Arnarlax mörgum milljörðum hærra en norska félagið greiddi fyrir það. Ekkert af þessu fé fer í ríkiskassann.

Mikill laxadauði hjá Arnarlaxi vegna vetrarkulda
Mikill laxadauði Mikill laxadauði var hjá Arnarlaxi á fyrsta ársfjórðungi. Kjartan Ólafsson er stjórnarformaður Arnarlax. 
ingi@stundin.is

Mikill laxadauði var hjá laxeldisfyrirtækinu Arnarlaxi á fyrsta ársfjórðungi þessa árs vegna vetrarkulda. Þetta kemur fram í uppgjöri móðurfélags Arnarlax, Salmar AS sem er norskur laxeldisrisi, fyrir fyrsta ársfjórðungs þessa árs sem gert var opinbert í dag. Í kynningu um árshlutauppgjörið segir að rekstarafkoma Arnarlax hafi minnkað um 5 milljónir norskra króna, rúmlega 70 milljónir króna, vegna þessa.

Eins og segir í kynningunni: „Há dánartíðni vegna vetrarsára hafði neikvæð áhrif á rekstrarniðurstöðuna og var kostnaður vegna þessa 5 milljónir norskra króna.“ Þá lækkuðu framleidd tonn af eldislaxi hjá Arnarlaxi úr 2600 tonnum og niður í 2100 tonn miðað við uppgjör félagsins fyrir sama tíma í fyrra. Tekjur Arnarlax minnkuðu sömuleiðis úr 140 milljónum norskra króna á sama tíma í fyrra og niður í 133 milljónir.

Laxadauði vegna vetrar- og sjávarkulda við Íslandsstrendur hefur löngum verið landlægt vandamál í íslensku laxeldi og er einn helsta ástæðan fyrir því að aldrei hefur tekist að byggja upp laxeldi í sjókvíum á Íslandi. Þrátt fyrir laxdauðann eru forsvarsmenn Salmar samt bjartsýnir í garð fjárfestingar í Arnarlaxi.

Hagnaður Salmar-samstæðunnar nam rúmum 10 milljörðum króna en tekjurnar á tímabilinu voru tæplega 42 milljarðar. 

Kaupa Arnarlax á undirverði

Eitt af því sem vekur athygli við uppgjörið er að fyrirtækið bókfærir hagnað upp á tæplega 226 milljónir norskra króna, rúmlega 3 milljarða króna, vegna uppkaupa á hlutabréfum í Arnarlaxi. Þessi hagnaður skýrist af því  að forsvarsmenn Salmar meta það sem svo að verðið sem félagið greiddi fyrir Arnarlax hafi verið undirverð miðað við möguleika fyrirtækisins á markaðnum og að fjárfestingin í Arnarlaxi sé í raun verðmætari en kaupverðið bendi til.

Eins og Stundin hefur greint frá greiða íslensk laxeldisfyrirtæki nær ekkert fyrir leyfi til að framleiða eldislax við Íslandsstrendur, sem þó má klárlega líta á sem náttúruauðlind. Í Noregi ganga þessi leyfi kaupum og sölum á háu verði eins og Stundin hefur fjallað um. 

 „Fyrir Salmar er fjárfesting félagsins í Arnarlaxi eðlilegur og mikilvægur hluti af vaxtarstrategíu félagsins, líkt og aflandsfiskeldi“

Fjárfest í framtíðinni en í fortíðinni á Íslandi

Eitt sem er merkilegt við uppgjör fyrirtækisins er að þar reynir félagið að réttlæta af hverju það sé rökrétt og eðlilegt að Salmar fjárfesti í nýrri tækni í sjókvíaeldi sem mun gera sjóakvíaeldi við strendur úrelt og barn síns tíma á sama tíma og félagið fjárfestir í einmitt nákvæmlega þannig sjóakvíaeldi á Íslandi. Salmar birtir í uppgjörinu myndir af aflandslaxeldiskvíum sem verið er að þróa til að hafa langt út á sjó með tilheyrandi minnkandi umhverfisáhrifum en á sama tíma eru einmitt slík umhverfisáhrif undirliggjandi á Íslandi, meðal annars fyrir villta laxastofna og lífríki fjarða þar sem laxeldi er stundað. 

Orðrétt segir um þetta í uppgjörinu: „Fyrir Salmar er fjárfesting félagsins í Arnarlaxi eðlilegur og mikilvægur hluti af vaxtarstrategíu félagsins, líkt og aflandsfiskeldi. Samstæðan hefur mikla trú á bæði Arnarlaxi og fiskeldi á Íslandi almennt séð.  Á sama tíma gerir Salmar ráð fyrir því að það muni taka langan tíma áður en Arnarlax nær sama árangri og náðst hefur í starfseminni í Noregi og Skotlandi.“ 

Salmar stefnir þannig að því, meðal annars, að nota hagnaðinn af sjókvíaeldi sínu á eldislaxi, sem fyrirtækið virðist vita að sé framleiðsluaðferð fortíðarinnar, til að þróa framleiðsluaðferðir sem eru umhverfisvænni og óumdeildari en sjókvíaeldi nálægt strandlengjunni á Íslandi,  eins og í Arnarfirði og Tálknafirði. 

Í kynningunni kemur jafnframt fram að þrátt fyrir laxadauðann í ár stefni Arnarlax ennþá á að ná að framleiða 10 þúsund tonn af eldislaxi á þessu ári líkt og ráðgert hefur verið. 

FramtíðinSalmar virðist meta það sem svo að framtíð fiskeldis felist í aflandseldi eins og þessum kvíum sem hér sjást. Úr ársfjórðungsuppgjöri félagsins.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu
1

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

·
Björn Bragi með „persónulegt grín“ eftir kynferðislega áreitni
2

Björn Bragi með „persónulegt grín“ eftir kynferðislega áreitni

·
Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone
3

Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone

·
Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður
4

Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður

·
Frelsi til að vita
5

Jón Trausti Reynisson

Frelsi til að vita

·
Lögreglustjóri svari fyrir Pride-handtöku
6

Lögreglustjóri svari fyrir Pride-handtöku

·
Enn önnur fasistaheimsókn?
7

Símon Vestarr

Enn önnur fasistaheimsókn?

·

Mest deilt

Lögreglustjóri svari fyrir Pride-handtöku
1

Lögreglustjóri svari fyrir Pride-handtöku

·
Enn önnur fasistaheimsókn?
2

Símon Vestarr

Enn önnur fasistaheimsókn?

·
Frelsi til að vita
3

Jón Trausti Reynisson

Frelsi til að vita

·
Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður
4

Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður

·
Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu
5

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

·
Myndin af Pence
6

Illugi Jökulsson

Myndin af Pence

·

Mest deilt

Lögreglustjóri svari fyrir Pride-handtöku
1

Lögreglustjóri svari fyrir Pride-handtöku

·
Enn önnur fasistaheimsókn?
2

Símon Vestarr

Enn önnur fasistaheimsókn?

·
Frelsi til að vita
3

Jón Trausti Reynisson

Frelsi til að vita

·
Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður
4

Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður

·
Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu
5

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

·
Myndin af Pence
6

Illugi Jökulsson

Myndin af Pence

·

Mest lesið í vikunni

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu
1

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

·
Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor
2

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor

·
Fendibelti fyrir fermingarpeningana
3

Fendibelti fyrir fermingarpeningana

·
Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra
4

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·
Öryggið verður ekki metið til fjár
5

Öryggið verður ekki metið til fjár

·
Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
6

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·

Mest lesið í vikunni

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu
1

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

·
Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor
2

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor

·
Fendibelti fyrir fermingarpeningana
3

Fendibelti fyrir fermingarpeningana

·
Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra
4

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·
Öryggið verður ekki metið til fjár
5

Öryggið verður ekki metið til fjár

·
Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
6

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·

Nýtt á Stundinni

Stuð í Feneyjum

Stuð í Feneyjum

·
Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone

Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone

·
Myndin af Pence

Illugi Jökulsson

Myndin af Pence

·
Frelsi til að vita

Jón Trausti Reynisson

Frelsi til að vita

·
Stefnir í annað ár af hallarekstri Seltjarnarness

Stefnir í annað ár af hallarekstri Seltjarnarness

·
Þjófur í Paradís

Hermann Stefánsson

Þjófur í Paradís

·
Allt að 12 sinnum of löng bið eftir gigtarlæknum

Allt að 12 sinnum of löng bið eftir gigtarlæknum

·
Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

·
Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður

Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður

·
Björn Bragi með „persónulegt grín“ eftir kynferðislega áreitni

Björn Bragi með „persónulegt grín“ eftir kynferðislega áreitni

·
Adorno-Fimmtíu ára ártíð

Stefán Snævarr

Adorno-Fimmtíu ára ártíð

·
Japansdvöl breytti mínu lífi

Japansdvöl breytti mínu lífi

·