Mest lesið

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
1

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi
2

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu
3

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik
4

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

Íslenskt réttlæti 2020
5

Jón Trausti Reynisson

Íslenskt réttlæti 2020

Vinna tíu tíma á dag án þess að fá matarhlé
6

Vinna tíu tíma á dag án þess að fá matarhlé

Stundin #112
Febrúar 2020
#112 - Febrúar 2020
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 6. mars.

Fullkomnasta sláturskip í heimi notað til að minnka laxadauðann hjá Arnarlaxi

Norska sláturskipið The Norwegian Gannet er á leiðinni til Íslands frá Danmörku. Hjálpar Arnarlaxi að slátra upp úr kvíum félagsins í Arnarfirði þar sem erfiðar aðstæður hafa valdið laxadauða. Laxinn verður fluttur beint af landi brott og í pökkunarverksmiðju á Norður-Jótlandi.

Fullkomnasta sláturskip í heimi notað til að minnka laxadauðann hjá Arnarlaxi
Fullkomnasta sláturskip í heimi The Norwegian Gannet er á leiðinni til landsins til að aðstoða Arnarlax við að slátra upp úr eldiskvíunum í Arnarfirði þar sem erfiðar aðstæður hafa valdið talsverðum laxadauða. 
ingi@stundin.is

Eitt þekktasta og fullkomnasta sláturskip í heimi, The Norwegian Gannet, er á leiðinni til landsins til að aðstoða stærsta laxeldisfyrirtæki landsins, Arnarlax, við að slátra upp úr eldiskvíum fyrirtækisins í Arnarfirði. Vont veður og erfiðar aðstæður í Arnarfirði hafa valdið Arnarlaxi tjóni síðustu daga þar sem fyrirtækið hefur ekki getað slátrað sjálft upp úr fimm eldiskvíum sem fyrirtækið rekur í firðinum þar sem er að finna 4 þúsund tonn af eldislaxi í sláturstærð, 6- 9 kíló, á að giska 450 til 650 þúsund laxar. 

Talsverður laxadauði hefur verið í kvíum Arnarlax í Arnarfirði, sérstaklega einni kví, þar sem veðrið sem gengið hefur yfir veldur því meðal annars að laxarnir nuddast upp við sjókvíarnir, sár byrja að myndast á þeim sem aftur eykur líkurnar á fiskisjúkdómum sem drepið geta laxana.

Stundin greindi frá þessu í gær og sagði Gísli Jónsson, dýralæknir fiskisjúkdóma hjá Matvælastofnun, að von væri á skipi frá Danmörku í dag til að slátra upp úr kvíunum. „Það er von á skipi á morgun frá Danmörku til að hjálpa til við slátrun.“ Þetta er The Norwegian Gannet. 

„Sláturskipið er engu líkt, engu, hvar sem leitað er“ 

 Arnarlax er því í kapphlaupi við tímann að bjarga þeim verðmætum sem er að finna í eldiskvíunum svo hægt sé að forðast frekari laxadauða og selja laxinn til manneldis en ekki í dýrafóður, meðal annars, líkt og gert er við laxinn sem drepst í kvíunum. 

Skipið sagt engu líkt

Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax, hafði ekki svarað spurningum sem Stundin sendi honum þegar fréttin var birt heldur vísaði í frétt um komu skipsins á heimasíðu Arnarlax þar sem meðal annars segir: „Að auki er sláturskipið Norwegian Gannet á leið til landsins til að aðstoða við slátrun en um er að ræða eitt fullkomnasta sláturskip í heimi.“

Skipið er í eigu norskra aðila, eins og nafnið ber með sér, og eru lýsingarnar á því þannig að það sé einstakt í heiminum. Lýsingarnar eru á köflum háfleygar. Á vefsíðunni Salmon Business segir meðal annars um skipið: „Sláturskipið er engu líkt, engu, hvar sem leitað er.“ 

Laxinn fer beint af landi brott

Notkun Arnarlax á sláturskipinu þýðir að eldislaxinn sem starfsmenn skipsins munu slátra verður fluttur beint úr landi í The Norwegian Gannet. 

Í skipinu er hægt að slátra 160 þúsund tonnum af eldislaxi á ári, sem er rúmlega fimmföld ársframleiðsla á eldislaxi á Íslandi árið 2019. Skipið getur flutt 1.000 tonn af eldislaxi í einu. 

Laxinn er fluttur til bæjarins Hirtshals á Norður-Jótlandi í Danmörku þar sem eigandi skipsins, norska fyrirtækið Hav Line, á og rekur sína eigin pökkunarverksmiðju. Eins og segir á heimasíðunni Salmon Business þá felur notkun skipsins það í sér að ekki þarf að fara með laxinn í land þar sem sjókvíarnar sem hann slátrar upp úr eru. „Í þessu felst að skipafélagið Hav Line, eigandi The Norwegian Gannet, sleppi við þá erfiðleika sem felast í lokuðum og eða hættulegum vegum.“ 

Erfiðar samgöngur á Íslandi, og til og frá Íslandi, eru meðal þeirra aðstæðna sem Arnarlax hefur nefnt sem hindranir fyrir frekari uppgangi laxeldis á Íslandi. Notkun skipa eins og The Norwegian Gannet kemur eyðir þessu tiltekna vandamáli en felur líka í sér að sjókvíaeldið skapar ekki eins mikla atvinnu fyrir fólk í landi þar sem slátrun og önnur vinnsla á laxinum og flutningur á honum er á annarra höndum. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
1

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi
2

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu
3

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik
4

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

Íslenskt réttlæti 2020
5

Jón Trausti Reynisson

Íslenskt réttlæti 2020

Vinna tíu tíma á dag án þess að fá matarhlé
6

Vinna tíu tíma á dag án þess að fá matarhlé

Mest lesið í vikunni

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
1

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV
2

Ritstjórn

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi
3

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle
4

Árni Pétur Arnarsson

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám
5

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám

Mamma þín vinnur ekki hér – hún er orðin popúlisti
6

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Mamma þín vinnur ekki hér – hún er orðin popúlisti

Mest lesið í vikunni

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
1

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV
2

Ritstjórn

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi
3

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle
4

Árni Pétur Arnarsson

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám
5

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám

Mamma þín vinnur ekki hér – hún er orðin popúlisti
6

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Mamma þín vinnur ekki hér – hún er orðin popúlisti

Mest lesið í mánuðinum

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
1

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
2

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
3

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
4

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

„Svo er ég ekkert geðveikur!“
5

„Svo er ég ekkert geðveikur!“

Íslandsbanki bauð hæst í eign Björns Inga á nauðungaruppboði
6

Íslandsbanki bauð hæst í eign Björns Inga á nauðungaruppboði

Mest lesið í mánuðinum

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
1

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
2

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
3

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
4

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

„Svo er ég ekkert geðveikur!“
5

„Svo er ég ekkert geðveikur!“

Íslandsbanki bauð hæst í eign Björns Inga á nauðungaruppboði
6

Íslandsbanki bauð hæst í eign Björns Inga á nauðungaruppboði

Nýtt á Stundinni

Þýsk yfirvöld auka viðbúnað eftir hryðjuverkaárás hægri öfgamanns

Þýsk yfirvöld auka viðbúnað eftir hryðjuverkaárás hægri öfgamanns

Ráðherra hefur ekki heimild

Steindór Grétar Jónsson

Ráðherra hefur ekki heimild

Samskipti ráðuneytisins við borgarana „ekki góð“

Samskipti ráðuneytisins við borgarana „ekki góð“

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

Baltasar febrúar: Everest

Baltasar febrúar: Everest

Hundar eru æði

Hundar eru æði

„Ég er orðin 36 ára gömul og bý með móður minni“

„Ég er orðin 36 ára gömul og bý með móður minni“

Bjóðum Assange vist hér

Illugi Jökulsson

Bjóðum Assange vist hér

Launin gera fólk háð maka sínum

Launin gera fólk háð maka sínum

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Asnalegt

Krass

Asnalegt

Bernie á toppnum

Bernie á toppnum