Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Ásökunum um lögregluofbeldi vísað til héraðssaksóknara

Nefnd um eft­ir­lit með lög­reglu hef­ur vís­að kvört­un Atla Ja­son­ar­son­ar til hér­aðssak­sókn­ara. Atli lýsti því að lög­reglu­mað­ur hefði lam­ið sig al­gjör­lega að ástæðu­lausu. Ekki var kveikt á mynda­vél­um í lög­reglu­bíln­um.

Ásökunum um lögregluofbeldi vísað til héraðssaksóknara
Kvörtun vísað til héraðssaksóknara Atli segir að niðurstaðan komi honum þægilega á óvart.

Máli Atla Jasonarsonar, sem lýsti því að hann hefði orðið fyrir ofbeldi af hálfu lögreglumanns algjörlega að ástæðulausu, hefur verið vísað til héraðssaksóknara til meðferðar. Nefnd um eftirlit með lögreglu tók ákvörðun þar um 24. janúar síðastliðinn.  Þá voru liðnir 198 dagar frá því að Atli sendi nefndinni kvörtun sína og 149 dagar frá því nefndin hafði fengið til sín öll gögn í málinu. Ekki var kveikt á myndbandsupptöku inni í lögreglubílnum sem Atli var færður í.

Atli lýsti því í viðtali í Stundinni 8. janúar síðastliðinn hverni hann hefði í júlí á síðasta ári komið að konu sem lá meðvitundarlaus í Austurstræti. Hann hafi þá hringt á Neyðarlínuna sem hafi brugðist við með því að senda lögreglu á staðinn. Atli hafi rætt við tvo lögregluþjóna þegar þeir komu á staðinn, í mestu rólegheitum að því er hann taldi, en þá hafi komið að þriðji lögreglumaðurinn sem hafi ýtt við honum, sagt hann vera að trufla störf lögreglunnar og skipað honum að segja til nafns. Þegar Atli hafi neitað að gefa upp nafn, sem hann segir að hafi verið mistök sem rekja megi til þess hversu gáttaður hann hafi verið á framkomunni, hafi hann verið handtekinn, handjárnaður og honum ýtt inn í lögreglubíl.

Segist hafa verið laminn í andlitið

Atli lýsti því að óþægilegt hafi verið að sitja með hendur handjárnaðar bak við bak og því hafi hann hallað sér eilítið til hliðar í bílnum. „Það voru einhver heimskulegustu mistök ævi minnar. Andartaki síðar fékk ég olnboga lögreglumannsins í andlitið. Hann öskraði á mig að ég skyldi ekki reyna að flýja og að ég skyldi horfa út um gluggann. Viðbrögð mín við þessu voru einnig afar heimskuleg, því ég horfði ekki út um réttan glugga, ég horfði út um gluggan hans meginn. Aftur fékk ég olnboga í andlitið — í þetta skiptið fastar en áður og lögreglumaðurinn lagðist ofan á mig með tilheyrandi öskrum. Ef ég á að reyna að skýra hvað gerðist hlýtur hann að hafa haldið að ég væri að ögra honum en það var ég alls ekki að gera. Ég verð að viðurkenna að ég man ekki nákvæmlega hvað það var sem hann sagði en það tengdist því eitthvað að ég skyldi hlýða honum. Meðan á þessu stóð heyrðist ekkert í lögregluþjóninum sem ók bílnum,“ sagði Atli í fyrrnefndu viðtali.

„Það er fáránlegt að manni sé gert að bíða svona lengi“

Atli var færður í fangaklefa við komuna upp á lögreglustöð þar sem hann beið í um það bil tíu mínútur þar til hann var færður til skýrslutöku. Að henni lokinni hafi honum verið sleppt. Hann hafi farið og fengið áverkavottorð daginn eftir og síðan lagt fram kvörtun 11. júlí vegna framkomunnar. Í samtali við Stundina 8. janúar síðastliðinn velti Atli því fyrir sér hvernig á því stæði að hann hefði engin svör fengið við kvörtun sinni allan þennan tíma. „Með hverjum deginum sem líður þykir mér þetta fáránlegra. Mér hefur liðið verr og verr yfir þessu og þetta er að angra mig. Þetta er tvennt, annars vegar að hafa verið laminn af lögreglunni og hins vegar að fá engin svör. Er þetta í lagi? Má þetta kannski bara? Má lögreglan kannski bara gera fólki upp sakir og lemja það síðan inni í lögreglubíl?“

Furðulegt að myndbandsupptaka sé ekki sjálfvirk

Atli segir að niðustaðan hafi komið honum ánægjulega á óvart. „Allir sem ég hafði talað við höfðu sagt við mig að búast ekki við neinu frá nefndinni. Þess vegna fór þetta fram úr mínum vonum. Ég get ekki kvartað undan samskiptum mínum við nefndina en tímalengdin á afgreiðslu málsins er auðvitað fáránleg. Það er fáránlegt að manni sé gert að bíða svona lengi. Það er áhugavert að velta fyrir sér að eftir að hafa beðið í hálft ár líður bara hálfur mánuður frá því ég ræði við fjölmiðla um málið og þar til loksins niðurstaða fæst.“ Í reglum um störf nefndarinnar segir að hún skuli að jafnaði ljúka afgreiðslu mála á innan við mánuði. 

„Það veitir manni ekki mikla öryggistilfinningu að ekki sé verið að taka allt upp“

Í ákvörðun nefndar um eftirlit lögreglu kemur fram að nefndin hafi farið yfir fyrirliggjandi gögn í málinu, lögregluskýrslur og upptökur. Nefndin býr ekki yfir myndbandsupptökum sem varpað gætu frekari ljósi á málsatvik eins og þeim er lýst í erindi Atla,“ segir í ákvörðuninni. Í gær birti Atli eftirfarandi tvít: „Ég fékk þær upplýsingar í morgun, á fundi á lögreglustöðinni, að það kæmi fyrir að lögregluþjónar gleymdu að kveikja á myndbandsupptöku við handtöku. Mikið er nú heppilegt að vera gleyminn, þegar maður ætlar að beita ofbeldi, ekki satt?“

Í samtali við Stundina fyrr í dag segir Atli að hann vilji ekki fullyrða að lögregluþjónarnir hafi sleppt því að kveikja á vélinni viljandi. „Ég myndi ekki þora að fullyrða það en hins vegar finnst mér furðulegt að kerfið sé ekki þannig að það kvikni sjálfkrafa á myndavélum í þessum aðstæðum. Það veitir manni ekki mikla öryggistilfinningu að ekki sé verið að taka allt upp.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
2
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Úr öskunni við Vesúvíus: Höfundur Atlantis skammar þrælastúlku á banabeðinu!´
8
Flækjusagan

Úr ösk­unni við Vesúvíus: Höf­und­ur Atlant­is skamm­ar þræla­stúlku á bana­beð­inu!´

Fyr­ir tæp­um fimm ár­um birt­ist á vef­síðu Stund­ar­inn­ar, sem þá hét, stutt flækj­u­sögu­grein um nýja tækni sem þá átti að fara að beita á fjöld­ann all­an af papýrus­roll­um sem fund­ist höfðu í stóru bóka­safni í bæn­um Hercul­an­um í ná­grenni Napólí. Þannig papýrus­roll­ur voru bæk­ur þess tíma. Þeg­ar Vesúvíus gaus ár­ið 79 ET (eft­ir upp­haf tíma­tals okk­ar) grófst Hercul­an­um á kaf...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
7
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
8
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
6
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
8
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár