Mest lesið

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
1

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi
2

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu
3

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu

Íslenskt réttlæti 2020
4

Jón Trausti Reynisson

Íslenskt réttlæti 2020

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik
5

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

Vinna tíu tíma á dag án þess að fá matarhlé
6

Vinna tíu tíma á dag án þess að fá matarhlé

Stundin #112
Febrúar 2020
#112 - Febrúar 2020
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 6. mars.
Þessi grein er meira en mánaðargömul.

Vilhjálmur Birgisson sakar Heimavelli um siðlaus vinnubrögð á Akranesi

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, gagnrýnir harðlega sölu Heimavalla á húsnæði þar sem áður leigðu átján fjölskyldur. Arnar Gauti Reynisson, framkvæmdastjóri Heimavalla, segir félagið ekki hafa spurt nýja eigendur hvað þeir ætluðu að gera við húsnæðið.

Vilhjálmur Birgisson sakar Heimavelli um siðlaus vinnubrögð á Akranesi
Kallar eftir heiðarlegri vinnubrögðum Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, og Arnar Gauti Reynisson, framkvæmdastjóri Heimavalla. Myndin er samsett. 
gabriel@stundin.is

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, kallar vinnubrögð leigufélagsins Heimavalla í söluferli húsnæðis á Akranesi „siðlaus“. Hann segir að 18 fjölskyldur, eða 60 einstaklingar, standi frammi fyrir því að missa húsnæði sitt á næstu mánuðum eftir að Heimavellir seldu Holtsflöt 4 á Akranesi. Hann lýsir því í pistli á Facebook að þótt Heimavellir hafi uppfyllt lagalegar skyldur sínar hafi það skilið viðskiptavini sína eftir í „svartholi óvissunnar“ með því að upplýsa það ekki um raunverulega stöðu mála og líklega framvindu.

Framkvæmdastjóri Heimavalla, Arnar Gauti Reynisson, segir félagið hafa uppfyllt allar sínar skyldur og að það hafi ekki komið félaginu við hvað nýr eigandi ætlaði að gera við húsnæðið.

„Hér eru 18 fjölskyldur sem eru að missa grunnstoð sína sem er að hafa þak yfir höfuðið“

Vilhjálmur greinir frá því í pistli sem lesa má hér að neðan að fjölskyldurnar hafi fengið tilkynningu um að Heimavellir hefðu selt allar íbúðirnar á Holtsflöt 4. Hann segir að nú hafi komið í ljós að nýir eigendur hafi ekki í hyggju að leigja íbúðirnar áfram, heldur standi til að selja sem flestar hratt og vel. Þrjár fjölskyldur hafa leigusamninga sem renna út 31. mars, en segir Vilhjálmur að þær séu „eðlilega í fullkomnu uppnámi vegna sinnar stöðu. Aðrir leigusamningar renna síðan út margir hverjir á næstu mánuðum. Hér eru 18 fjölskyldur sem eru að missa grunnstoð sína sem er að hafa þak yfir höfuðið, en heildarfjöldi þeirra sem búa í þessum 18 íbúðum eru um 60 manns.“

Skilja leigjendur eftir í „svartholi óvissunnar“

Vilhjálmur álasar ekki nýjum eigendum þar sem þeir voru aðeins í viðskiptum við Heimavelli og hafa sitt eigið viðskiptamódel, heldur setur hann alla ábyrgðina á upplýsingaflæði leigufélagsins til leigjenda þess.

„Það er ömurlegt og gjörsamlega siðlaust að félag eins og Heimavellir sem keyptu íbúðir hér á Akranesi m.a. af Íbúðalánasjóði á sínum tíma og það á sérstökum sérkjörum skuli voga sér að skilja „viðskiptavini“ sína eftir í svartholi óvissunnar. En margir þeirra hafa leigt hjá Heimavöllum frá upphafi.“

Vilhjálmur telur það sómalaust að hafa ekki upplýst leigjendur um áformin „þannig að þeir hefðu meiri tíma en rúma tvo mánuði til finna fjölskyldum sínum þak yfir höfuðið. Eða að tryggja með afgerandi hætti betri réttarstöðu þeirra sem hafa verið leigjendur hjá Heimavöllum um langa hríð þegar gengið var frá sölu á þessum 18 íbúðum. Ekkert af þessu var gert og eru því 18 fjölskyldur skildar eftir nánast bjargarlausar „örfáum mínútum“ áður en þau eiga að tæma íbúðirnar!“

Vilhjálmur bendir á að leigumarkaðurinn á Akranesi sé mjög erfiður, og því eigi þessar fjölskyldur framundan erfiðan róður. „Ég hef haft samband við Heimavelli og gert alvarlegar athugasemdir við þessu vinnubrögð og það má vera að þau standist húsaleigulögin en eitt er víst að þessi vinnubrögð eru gjörsamlega siðlaus með öllu. Þessi staða sýnir mikilvægi þess að skerpa þurfi enn frekar á húsaleigulögunum sem ég veit að verið er að gera og hef ég m.a. komið þessari ömurlegu stöðu íbúa að Holtsflöt 4 á framfæri við félagsmálaráðherra.“

„Hafi Heimavellir skömm fyrir að koma svona fram við leigjendur sína til margra ára!“

Bætir hann við: „Ég veit að bæjarstjórinn á Akranesi hefur eins og ég gríðarlegar áhyggjur af þessari stöðu sem upp er komin hjá íbúum að Holtsflöt, enda liggur fyrir að leiguíbúðir á Akranesi liggja ekki á lausu og því er staða þessa fólks ömurleg í alla staði og vonandi finnst í samráði við bæjaryfirvöld einhver lausn á þessu máli. En hafi Heimavellir skömm fyrir að koma svona fram við leigjendur sína til margra ára!“

Spurðu ekki kaupanda hvað hann ætlaði að gera við húsnæðið

Arnar Gauti Reynisson, framkvæmdastjóri Heimavalla, sagðist í samtali við Stundina kannast við málið, en ekki hafa lesið pistil Vilhjálms og því ekki getað brugðist við honum. „Við erum skráð félag og ég get ekki fjallað um einstök viðskipti félagsins fyrir utan það sem við gefum opinberlega frá okkur“ segir hann. „Við upplýsum það bara í kauphöllinni þegar svo ber undir.“

 „Við erum skráð félag og ég get ekki fjallað um einstök viðskipti félagsins“

Hann sagði það klárt mál að sá sem kaupir fasteign þurfi að virða leigusamninga. „Hann hefur ekkert annara kosta völ en að virða samninginn eins og hann er, sem fylgir eigninni.“ Að því sögðu, þá væri ekkert sem hindraði nýjum eiganda að segja leigusamningum upp eftir kaup.

Aðspurður hvort félagið hafi vitað að kaupandi myndi ekki leigja íbúðirnar áfram út svarar Gauti að hann geti ekki tjáð sig um það. „Við seljum húsið með þeim leigusamningum sem því fylgja, og við höfum engar væntingar eða upplýsingar um annað en að kaupandinn muni standa við þá leigusamninga. Ef svo kemur til að íbúð er seld með leigusamningi, þá er það þannig. Þetta eru bara þau réttindi sem leigjendum er tryggð. Leigusamningur heldur sér alveg þótt húsnæði skipti um eigendur.“

„Við vorum ekki að spyrja kaupanda að því hvað hann ætlaði að gera við íbúðirnar“

Þegar blaðamaður ítrekar spurningu um hvort Heimavellir hafi vitað um áform kaupanda segir Gauti félagið ekki hafa spurt. „Við vorum ekki að spyrja kaupanda að því hvað hann ætlaði að gera við íbúðirnar. Hann bara keypti þær með öllu leigusamningunum.“

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
1

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi
2

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu
3

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu

Íslenskt réttlæti 2020
4

Jón Trausti Reynisson

Íslenskt réttlæti 2020

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik
5

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

Vinna tíu tíma á dag án þess að fá matarhlé
6

Vinna tíu tíma á dag án þess að fá matarhlé

Mest lesið í vikunni

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
1

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
2

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV
3

Ritstjórn

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi
4

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle
5

Árni Pétur Arnarsson

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám
6

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám

Mest lesið í vikunni

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
1

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
2

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV
3

Ritstjórn

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi
4

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle
5

Árni Pétur Arnarsson

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám
6

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám

Mest lesið í mánuðinum

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
1

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
2

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
3

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
4

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

„Svo er ég ekkert geðveikur!“
5

„Svo er ég ekkert geðveikur!“

Íslandsbanki bauð hæst í eign Björns Inga á nauðungaruppboði
6

Íslandsbanki bauð hæst í eign Björns Inga á nauðungaruppboði

Mest lesið í mánuðinum

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
1

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
2

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
3

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
4

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

„Svo er ég ekkert geðveikur!“
5

„Svo er ég ekkert geðveikur!“

Íslandsbanki bauð hæst í eign Björns Inga á nauðungaruppboði
6

Íslandsbanki bauð hæst í eign Björns Inga á nauðungaruppboði

Nýtt á Stundinni

Þýsk yfirvöld auka viðbúnað eftir hryðjuverkaárás hægri öfgamanns

Þýsk yfirvöld auka viðbúnað eftir hryðjuverkaárás hægri öfgamanns

Samskipti ráðuneytisins við borgarana „ekki góð“

Samskipti ráðuneytisins við borgarana „ekki góð“

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

Baltasar febrúar: Everest

Baltasar febrúar: Everest

Hundar eru æði

Hundar eru æði

„Ég er orðin 36 ára gömul og bý með móður minni“

„Ég er orðin 36 ára gömul og bý með móður minni“

Bjóðum Assange vist hér

Illugi Jökulsson

Bjóðum Assange vist hér

Launin gera fólk háð maka sínum

Launin gera fólk háð maka sínum

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Asnalegt

Krass

Asnalegt

Bernie á toppnum

Bernie á toppnum

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu