Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Vilhjálmur Birgisson sakar Heimavelli um siðlaus vinnubrögð á Akranesi

Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formað­ur Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness, gagn­rýn­ir harð­lega sölu Heima­valla á hús­næði þar sem áð­ur leigðu átján fjöl­skyld­ur. Arn­ar Gauti Reyn­is­son, fram­kvæmda­stjóri Heima­valla, seg­ir fé­lag­ið ekki hafa spurt nýja eig­end­ur hvað þeir ætl­uðu að gera við hús­næð­ið.

Vilhjálmur Birgisson sakar Heimavelli um siðlaus vinnubrögð á Akranesi
Kallar eftir heiðarlegri vinnubrögðum Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, og Arnar Gauti Reynisson, framkvæmdastjóri Heimavalla. Myndin er samsett.

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, kallar vinnubrögð leigufélagsins Heimavalla í söluferli húsnæðis á Akranesi „siðlaus“. Hann segir að 18 fjölskyldur, eða 60 einstaklingar, standi frammi fyrir því að missa húsnæði sitt á næstu mánuðum eftir að Heimavellir seldu Holtsflöt 4 á Akranesi. Hann lýsir því í pistli á Facebook að þótt Heimavellir hafi uppfyllt lagalegar skyldur sínar hafi það skilið viðskiptavini sína eftir í „svartholi óvissunnar“ með því að upplýsa það ekki um raunverulega stöðu mála og líklega framvindu.

Framkvæmdastjóri Heimavalla, Arnar Gauti Reynisson, segir félagið hafa uppfyllt allar sínar skyldur og að það hafi ekki komið félaginu við hvað nýr eigandi ætlaði að gera við húsnæðið.

„Hér eru 18 fjölskyldur sem eru að missa grunnstoð sína sem er að hafa þak yfir höfuðið“

Vilhjálmur greinir frá því í pistli sem lesa má hér að neðan að fjölskyldurnar hafi fengið tilkynningu um að Heimavellir hefðu selt allar íbúðirnar á Holtsflöt 4. Hann segir að nú hafi komið í ljós að nýir eigendur hafi ekki í hyggju að leigja íbúðirnar áfram, heldur standi til að selja sem flestar hratt og vel. Þrjár fjölskyldur hafa leigusamninga sem renna út 31. mars, en segir Vilhjálmur að þær séu „eðlilega í fullkomnu uppnámi vegna sinnar stöðu. Aðrir leigusamningar renna síðan út margir hverjir á næstu mánuðum. Hér eru 18 fjölskyldur sem eru að missa grunnstoð sína sem er að hafa þak yfir höfuðið, en heildarfjöldi þeirra sem búa í þessum 18 íbúðum eru um 60 manns.“

Skilja leigjendur eftir í „svartholi óvissunnar“

Vilhjálmur álasar ekki nýjum eigendum þar sem þeir voru aðeins í viðskiptum við Heimavelli og hafa sitt eigið viðskiptamódel, heldur setur hann alla ábyrgðina á upplýsingaflæði leigufélagsins til leigjenda þess.

„Það er ömurlegt og gjörsamlega siðlaust að félag eins og Heimavellir sem keyptu íbúðir hér á Akranesi m.a. af Íbúðalánasjóði á sínum tíma og það á sérstökum sérkjörum skuli voga sér að skilja „viðskiptavini“ sína eftir í svartholi óvissunnar. En margir þeirra hafa leigt hjá Heimavöllum frá upphafi.“

Vilhjálmur telur það sómalaust að hafa ekki upplýst leigjendur um áformin „þannig að þeir hefðu meiri tíma en rúma tvo mánuði til finna fjölskyldum sínum þak yfir höfuðið. Eða að tryggja með afgerandi hætti betri réttarstöðu þeirra sem hafa verið leigjendur hjá Heimavöllum um langa hríð þegar gengið var frá sölu á þessum 18 íbúðum. Ekkert af þessu var gert og eru því 18 fjölskyldur skildar eftir nánast bjargarlausar „örfáum mínútum“ áður en þau eiga að tæma íbúðirnar!“

Vilhjálmur bendir á að leigumarkaðurinn á Akranesi sé mjög erfiður, og því eigi þessar fjölskyldur framundan erfiðan róður. „Ég hef haft samband við Heimavelli og gert alvarlegar athugasemdir við þessu vinnubrögð og það má vera að þau standist húsaleigulögin en eitt er víst að þessi vinnubrögð eru gjörsamlega siðlaus með öllu. Þessi staða sýnir mikilvægi þess að skerpa þurfi enn frekar á húsaleigulögunum sem ég veit að verið er að gera og hef ég m.a. komið þessari ömurlegu stöðu íbúa að Holtsflöt 4 á framfæri við félagsmálaráðherra.“

„Hafi Heimavellir skömm fyrir að koma svona fram við leigjendur sína til margra ára!“

Bætir hann við: „Ég veit að bæjarstjórinn á Akranesi hefur eins og ég gríðarlegar áhyggjur af þessari stöðu sem upp er komin hjá íbúum að Holtsflöt, enda liggur fyrir að leiguíbúðir á Akranesi liggja ekki á lausu og því er staða þessa fólks ömurleg í alla staði og vonandi finnst í samráði við bæjaryfirvöld einhver lausn á þessu máli. En hafi Heimavellir skömm fyrir að koma svona fram við leigjendur sína til margra ára!“

Spurðu ekki kaupanda hvað hann ætlaði að gera við húsnæðið

Arnar Gauti Reynisson, framkvæmdastjóri Heimavalla, sagðist í samtali við Stundina kannast við málið, en ekki hafa lesið pistil Vilhjálms og því ekki getað brugðist við honum. „Við erum skráð félag og ég get ekki fjallað um einstök viðskipti félagsins fyrir utan það sem við gefum opinberlega frá okkur“ segir hann. „Við upplýsum það bara í kauphöllinni þegar svo ber undir.“

 „Við erum skráð félag og ég get ekki fjallað um einstök viðskipti félagsins“

Hann sagði það klárt mál að sá sem kaupir fasteign þurfi að virða leigusamninga. „Hann hefur ekkert annara kosta völ en að virða samninginn eins og hann er, sem fylgir eigninni.“ Að því sögðu, þá væri ekkert sem hindraði nýjum eiganda að segja leigusamningum upp eftir kaup.

Aðspurður hvort félagið hafi vitað að kaupandi myndi ekki leigja íbúðirnar áfram út svarar Gauti að hann geti ekki tjáð sig um það. „Við seljum húsið með þeim leigusamningum sem því fylgja, og við höfum engar væntingar eða upplýsingar um annað en að kaupandinn muni standa við þá leigusamninga. Ef svo kemur til að íbúð er seld með leigusamningi, þá er það þannig. Þetta eru bara þau réttindi sem leigjendum er tryggð. Leigusamningur heldur sér alveg þótt húsnæði skipti um eigendur.“

„Við vorum ekki að spyrja kaupanda að því hvað hann ætlaði að gera við íbúðirnar“

Þegar blaðamaður ítrekar spurningu um hvort Heimavellir hafi vitað um áform kaupanda segir Gauti félagið ekki hafa spurt. „Við vorum ekki að spyrja kaupanda að því hvað hann ætlaði að gera við íbúðirnar. Hann bara keypti þær með öllu leigusamningunum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
9
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
6
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
8
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
9
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Þórður Snær Júlíusson
10
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
5
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár