Á íslensku er til sérstakt hugtak yfir loforð sem fólk reiknar ekkert endilega með að verði staðið við: „kosningaloforð“. Það er auðvitað eðlilegt að stjórnmálafólk nái ekki fram öllu því sem það einsetur sér. Það ætti samt að vera okkur umhugsunarefni að gert sé ráð fyrir því að loforð stjórnmálafólks séu minna virði en loforð annarra – að loforð sem við gefum séu meira til skrauts.
Ég hef velt þessu fyrir mér undanfarið. Hvers vegna stjórnmálin njóti ekki trausts. Hvers vegna sé frekar reiknað með því að stjórnmálafólk bregðist kjósendum sínum.
Fyrir tveimur árum birtust sögur kvenna í stjórnmálum af kynbundnu ofbeldi, áreitni og mismunun. Fjöldi starfsstétta og samfélagshópa fylgdi í #metoo-bylgjunni vikurnar á eftir. Feminísk barátta hafði undirbúið jarðveginn vel – samfélagið kveikti á perunni og öllum var ljóst að eitthvað þyrfti að gera.
Alþingi gat ekki annað en brugðist við og gerði það hratt, svo að fyrstu skrefin lofuðu virkilega ...
Skráðu þig inn til að lesa
Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins
1.990 krónum á mánuði.
Athugasemdir