Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Uppljóstrari fordæmir ritskoðun efnavopnaskýrslu

Wiki­leaks og Stund­in birta í dag tölvu­póst frá upp­ljóstr­ara inn­an Efna­vopna­stofn­un­ar­inn­ar í Haag, OPCW. Þar rek­ur hann hvernig yf­ir­menn hans hagræddu stað­reynd­um í skýrslu um meinta efna­vopna­árás í Sýr­landi í fyrra. Nið­ur­stöð­urn­ar komi ekki heim og sam­an við þau gögn sem hann og aðr­ir sér­fræð­ing­ar söfn­uðu á vett­vangi.

Uppljóstrari fordæmir ritskoðun efnavopnaskýrslu
Fréttamyndir eftir atvikið Fjallað var um viðbrögð við meintri efnavopnaárás á almenna borgara í Douma í Sýrlandi í fjölmiðlum um allan heim, en nú er komið á daginn að miklar efasemdir voru í rannsóknarteymi alþjóðlegu Efnavopnastofnunarinnar um að raunverulega hefði verið beitt efnavopnum.

Tölvupóstur sem Stundin birtir nú í samvinnu við Wikileaks sýnir að meðlimur í rannsóknarteymi Efnavopnastofnunarinnar í Haag lýsti því að stjórnendur stofnunarinnar hefðu gjörbreytt niðurstöðum rannsóknar á vettvangi meintrar efnavopnaárásar í Douma í Sýrlandi í fyrra. Skýrsla stofnunarinnar birtist með villandi niðurstöðum, að mati uppljóstrara úr rannsóknarteyminu, en niðurstöður hennar voru nýttar til að réttlæta loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands á svæði undir stjórn Assads Sýrlandsforseta.

Í nýjasta tölublaði Stundarinnar er úttekt á deilum um skýrslu sem Efnavopnastofnunin í Haag (OPCW) sendi frá sér eftir rannsókn á árás í sýrlensku borginni Douma í apríl í fyrra. Allt að 49 voru sagðir hafa farist og meira en 600 veikst eftir að anda að sér eitruðu gasi.

Uppreisnarmenn, sem voru þar að verja eitt sitt síðasta vígi, sögðu að þyrlur hefðu varpað gashylkjum úr lofti og aðeins stjórnarher Assads notar þyrlur á þessu svæði. Viku síðar gerðu vesturveldin loftárásir á Sýrlandsstjórn til að svara fyrir voðaverkin.

Efnavopnastofnunin sendi rannsóknarteymi á vettvang en fékk ekki aðgang að svæðinu fyrr en um tveimur vikum eftir árásina, þegar uppreisnarsveitir voru hraktar á brott af stjórnarhernum. Höfundur tölvupóstsins var einn af átta sérfræðingum í hópnum sem fór til Douma.

Póstinum var lekið til Wikileaks en hann er dagsettur í lok júní 2018 þegar búið var að útbúa ritskoðaða útgáfu af bráðabirgðaniðurstöðum rannsakenda. Viðtakendur eru Robert Fairweather og Aamir Shouket, hátt settir stjórnendur OPCW, og er bréfið áframsent á sjömenningana sem fóru til Douma ásamt bréfritara.

Sláandi röng mynd dregin upp 

Tilefni bréfsins er að lýsa þungum áhyggjum af þeim breytingum sem hafi verið gerðar á skýrslunni þar sem þær dragi upp villandi mynd af sönnunargögnum. Þær breytingar hafi að sögn verið gerðar að beiðni framkvæmdastjóra samtakanna, sem var á þeim tíma tyrkneski stjórnarerindrekinn Ahmet Üzümcü.

„Það slær mig hversu ranga mynd skýrslan gefur,“ segir í póstinum. Staðreyndir þurfi að vera settar fram í réttu samhengi og með því að fjarlægja mikilvæga kafla hafi verið grafið undan trúverðugleika rannsóknarinnar. Þá hafi sumar staðreyndir „breyst í eitthvað allt annað en stóð í uppkastinu“.

Í bréfinu rekur uppljóstrarinn ýmsar breytingar sem hann telur sérstaklega ámælisverðar.

Meðal annars er um að ræða vafasama efnafræði eftir að varnaglar voru teknir út. Þannig segir í útgefinni skýrslu að fundist hafi lífræn klórefni í ákveðnum sýnum og sérstaklega tekið fram að það geti þýtt að klórgasi hafi verið beitt. Bréfritari telur það afar langsótta fullyrðingu og bendir á að fjöldi mismunandi efna geti fallið í þennan flokk án þess að um efnavopn sé að ræða.

„Að nefna klórgas viljandi og sérstaklega, en ekki aðra möguleika, er óheiðarlegt“

„Að nefna klórgas viljandi og sérstaklega, en ekki aðra möguleika, er óheiðarlegt,“ segir hann.

Magnið virðist líka vera ýkt í ritskoðaðri útgáfu skýrslunnar. Þar er talað eins og um sé að ræða mikið magn en: „Í flestum tilvikum vorum við bara að tala um milljarðshluta. 1-2 atóm á móti milljarði, það er bara snefilmagn,“ segir í póstinum.

Hlutdrægni og skortur á trúverðugleika

Annað sem hefur verið deilt um er hvort gasið hafi í raun verið í hylkjum sem hafi verið varpað úr lofti. Í ritskoðuðu skýrslunni segir að það sé líklegt en í upprunalega textanum voru margir varnaglar og sérstaklega tekið fram að ekki séu til næg sönnunargögn til að fullyrða að svo hafi verið. Heilir kaflar um málið voru teknir út.

„Það sem er mikilvægt við þær upplýsingar er að þær hjálpa við að leggja mat á hvort eiturefni hafi einfaldlega verið á staðnum eða hvort þeim hafi verið beitt viljandi,“ segir bréfritari.

Annar kafli, sem var tekinn út úr upprunalega textanum, fjallaði um þau einkenni sem fórnarlömbin sýndu á myndbandsupptökum. Það voru allt önnur einkenni en sjónarvottar sögðust hafa upplifað á vettvangi. Í tölvupóstinum segir að það hafi alvarlega neikvæðar afleiðingar fyrir heildarmynd skýrslunnar að fjarlægja þessi gögn og samengi.

„Það er nákvæmlega þetta ósamræmi á milli einkenna á vettvangi og á upptökum sem vekur vafa um hvort klórgasi eða öðrum kæfandi efnum hafi verið beitt,“ segir þar.

Í lok bréfsins biður höfundur um að fá að bæta sínum athugasemd við útgefna skýrslu en ekki var orðið við því. Hann segir enn fremur að þær breytingar sem hafi verið gerðar á upprunalega textanum bendi til hlutdrægni sem dragi úr trúverðugleika skýrslunnar og stofnunarinnar í heild sinni.

Bréfritari og kollegar hans í rannsóknarteyminu hafa óskað eftir því að ávarpa ársþing OPCW sem hefst á mánudaginn, 25. nóvember. Ekki er vitað til þess að svar hafi borist við þeirri beiðni.

Tölvupóstur uppljóstrarans er hér birtur í heild sinni.

Tölvupóstur uppljóstraransMeðlimur úr rannsóknarteymi Efnavopnastofnunarinnar er tilbúinn að stíga fram og lýsa vinnubrögðum stjórnenda stofnunarinnar.

Upplýsingarnar í fréttinni eru birtar í samstarfi við Wikileaks, La Repubblica á Ítalíu, Der Spiegel í Þýskalandi og Mail on Sunday í Bretlandi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
3
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
5
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Askur Hrafn Hannesson
10
Aðsent

Askur Hrafn Hannesson

„Bant­ust­an er ekki Palestína”

Bar­áttu­mað­ur fyr­ir mann­rétt­ind­um vitn­ar í rapptexta Erps Ey­vind­ar­son­ar þar sem hann fjall­ar um „að­skiln­að­ar­stefnu að­flutta hvíta manns­ins” í Suð­ur-Afr­íku og bend­ir á að mann­rétt­inda­sam­tök á borð við Am­nesty In­ternati­onal hafi einnig kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu, í kjöl­far­ið á ára­langri rann­sókn­ar­vinnu, að Ísra­el sé að­skiln­að­ar­ríki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
8
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu