Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Trúfélagið Zuism lofar endurgreiðslu ríkisstyrkja

„Höf­uð­markmið Zú­ista er að hið op­in­bera felli úr gildi öll lög sem veita trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­lög­um for­rétt­indi eða fjár­styrki,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu nýrr­ar stjórn­ar Zu­isma. Stund­in fjall­aði fyrr á þessu ári um trú­fé­lag­ið í tengsl­um við að fyrr­um for­stöðu­mað­ur Ólaf­ur Helgi Þor­gríms­son hef­ur ver­ið til rann­sókn­ar hjá sér­stök­um sak­sókn­ara.

Trúfélagið Zuism lofar endurgreiðslu ríkisstyrkja
Guðir súmera Hér má sjá minjar frá Súmer sem sýna guði siðmenningunnar.

Ný stjórn hefur tekið við hjá trúfélaginu Zuism á Íslandi sem Stundin hefur áður fjallað um. Í yfirlýsingu sem stjórnin sendi frá sér í dag kemur fram að félagið muni endurgreiða alla ríkisstyrki til félagsmanna. Ísak Andri Ólafsson er forstöðumaður nýrrar stjórnar. Söfnuðurinn fékk formlega skráningu árið 2013 eftir að honum hafði verið hafnað árið áður. Skráðir meðlimir voru þrír fyrr á þessu ár og stóð til að það yrði brotfellt.

​„Trúfélagið Zuism er vettvangur fyrir fólk til að iðka trú sem byggir á trúarbrögðum hinnar fornu þjóðar Súmera.

Zúistar styðja fullt og óskorað frelsi til trúariðkunar og trúleysis. Höfuðmarkmið Zúista er að hið opinbera felli úr gildi öll lög sem veita trú- og lífsskoðunarfélögum forréttindi eða fjárstyrki umfram önnur félög og að núverandi gagnagrunnur yfir trúfélagaaðild landsmanna verði lagður af.

Trúfélagið Zuism er ólíkt öðrum trúfélögum að því leyti að það endurgreiðir meðlimum sínum árlegan styrk, sem það fær frá ríkinu í nafni félaga sinna, að frádregnum umsýslukostnaði. Lögmaður og endurskoðandi trúfélagsins munu einir sjá um fjármál félagsins. Stjórn þess og aðrir félagar munu aldrei hafa aðgang að fjármunum Zúista.​

Félagið verður lagt niður um leið og markmiðum þess hefur verið náð,“ segir í yfirlýsingunni.

Samkvæmt vefsíðu trúfélagsins munu félagsmenn fá ríkisstyrkinn, um 10 þúsund krónur á ári, endurgreiddan.

Fyrrum forstöðumaður í rannsókn

Stundin fjallaði fyrr á þessu ári um trúfélagið í tengslum við að fyrrum forstöðumaður Ólafur Helgi Þorgrímsson hefur verið til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara. Ólafur er framkvæmdastjóri Luxury Adventures og var skráður forstöðumaður trúfélagsins Zuism.  

Samkvæmt heimildum Stundarinnar snýst málið um peningaþvott í gegnum félagið Luxury Adventures.

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, staðfestir að rannsókn á Ólafi Helga hafi staðið um nokkurt skeið. Sérstakur saksóknari segist annars lítið geta sagt um málið meðan það er enn í rannsókn. Hann segir þó að rannsóknin sé mjög langt komin, raunar nærri lokið. Ólafur Þór segir að málið hafi komið upp árið 2013. Vænta má þess að málið fari í ákærumeðferð á næstu vikum.

Verur með yfirnáttúrulega krafta

Nálgast má kennisetningar Zuism hér. Samkvæmt þeim eru reglulegar samkomur þar sem sungnir eru sálmar frá forn-súmeríu til heiðurs guða. „Farið er með bænir til sköpunarguðanna og einnig fer hver með bænir til sinna persónulegu undir-guða,“ segir í kennisetningarkafla trúfélagsins.

Zúistar trúa samkvæmt sama kafla á lifandi verur með yfirnáttúrulega krafta: „Við trúum að alheiminum sé stjórnað af hópi lifandi vera, sem hafa mannlega mynd en eru ódauðlegar og búa þær yfir yfirnáttúrulegum kröftum. Þessar verur eru ósýnilegar augum manna og leiðbeina og stjórna alheiminum í samræmi við vel lagðar áætlanir og lögmál.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
1
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.
Halla Tómasdóttir
9
Aðsent

Halla Tómasdóttir

Með mennsk­una að leið­ar­ljósi

„Ég hvet ís­lensk fyr­ir­tæki til að velta fyr­ir sér hvernig þau geti lagst á ár­ar um að gefa fólki til­gang og tæki­færi, þeim og sam­fé­lag­inu til góðs,“ skrif­ar Halla Tóm­as­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi. Hún skrif­ar stutt­lega um sögu Hamdi Ulukaya sem er tyrk­nesk­ur smali sem flúði til Banda­ríkj­anna til að læra ensku. Hann stofn­aði stór fyr­ir­tæk­ið Chobani sem er í dag stærsti fram­leið­andi grísks jóg­úrts í Banda­ríkj­un­um og hvernig hann. Þar ræð­ur hann helst inn inn­flytj­end­ur og flótta­fólk til vinnu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
6
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
8
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
9
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár