Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Sjá möguleikana í Hafnarfirðinum

Hjón­in Ýr Kára­dótt­ir og Ant­hony Bacigal­upo búa í gömlu, töfr­andi húsi í Hafnar­firði, ásamt dótt­ur sinni, Míu Ísa­bellu. Heim­il­ið er sveip­að róm­an­tísk­um sveita­blæ sem er und­ir sterk­um áhrif­um frá bæði Kali­forn­íu og Ís­landi.

Ýr og Anthony byrja á því að bjóða blaðamanni og ljósmyndara upp á ilmandi gott kaffi og nýbakað bakkelsi úr nálægu bakaríi. „Það eru bæði kostir og gallar við að hafa bakarí hérna á horninu,“ segir Ýr. „Þetta er æðislegt bakarí, þannig að við förum mjög oft þangað og náum okkur í eitthvað með kaffinu. Stundum förum við meira að segja og sækjum okkur andabrauð, löbbum niður að læk og gefum öndunum.“ 

Mía, þriggja ára, felur sig inni í tjaldi fyrstu mínúturnar eftir að okkur ber að garði, en læðist berfætt fram þegar líður á heimsóknina. „Hún er á ákveðnu tímabili núna þar sem hún harðneitar að fara í buxur eða sokkabuxur,“ segir Ýr hlæjandi og tekur dóttur sína í fangið.

Einstakur sveitastíll

Anthony kemur frá Kaliforníu í Bandaríkjunum og heimilið ber þess merki. „Við ferðumst mjög oft til Kaliforníu til þess að heimsækja fjölskyldu hans og nýtum oft ferðirnar til þess að kaupa okkur eitthvað á heimilið,“ segir Ýr. 

Heimilið er í óhefðbundnum sveitastíl undir sterkum áhrifum bæði frá frá Kaliforníu og Íslandi, blanda sem ekki hefur örugglega ekki sést 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu