Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Segir pólitíska andstæðinga hafa notað fötlunina gegn sér

„Víst get­ur fatl­að­ur mað­ur ver­ið formað­ur stjórn­mála­flokks,“ skrif­ar Helgi Hjörv­ar, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og for­manns­fram­bjóð­andi.

Segir pólitíska andstæðinga hafa notað fötlunina gegn sér
Pressphotos.biz / Geiri Mynd: Pressphotos/Geirix

Helgi Hjörvar, formannsframbjóðandi í Samfylkingunni og þingmaður til margra ára, segist í fyrsta sinn á 20 ára stjórnmálaferli finna fyrir fordómum vegna sjónleysis. Helgi fjallar um málið í einlægri færslu á Facebook-síðu sinni undir yfirskriftinni „Víst getur fatlaður maður verið formaður stjórnmálaflokks“. 

Helgi segir að sem borgarfulltrúi og þingmaður hafi hann aldrei orðið var við fordóma og heldur talið skortinn á sjóninni styrkja sig fremur en hitt.

„Að vísu nota keppinautar sjónina eins og annað til að draga úr trúverðugleika með ummælum eins og: „Hann sér nú meira en hann vill vera láta,“ o.s.frv. En það er bara venjuleg illmælgi sem stjórnmálamenn þurfa að þola og myndi bara beinast að einhverju öðru ef ekki væri sjónmissirinn,“ skrifar Helgi og bætir við:

„En núna mæti ég semsagt í fyrsta sinn viðhorfum um að ég geti ekki ráðið við það verkefni að vera formaður Samfylkingarinnar vegna fötlunar minnar. Einn skrifar um þetta á opinberu fésbókarsíðunni minni, ég hef fengið tölvupóst með efasemdum um getu mína til formennsku að þessu leyti og ýmsar athugasemdir í símtölum og samtölum, fyrir nú utan það sem fólk ræðir þar sem ég heyri ekki til. Mér hefur alltaf reynst best að tala opinskátt og hispurslaust um fötlun mína og vil nota þetta tækifæri til að ræða þessar efasemdir og fordóma.“

Hann bendir á að fólk með fötlun hafi starfað í sveitarstjórnum og á þingi í vaxandi mæli og flestir telji fatlaða eiga erindi þangað. „En kannski það sé ekki jafn sjálfsagt að við eigum heima í fremstu forystu, svo sem ráðherraembætti eða flokksformennsku. Að minnsta kosti verð ég fyrst var svona efasemda nú þegar málið snýst um flokksformennsku. Mér vitanlega hafa raunar aldrei verið kjörnir á Íslandi flokksformenn eða ráðherrar úr röðum fatlaðra, þó Magnús Kjartansson heitinn hafi orðið fatlaður í embætti. Mér gæti hafa yfirsést einhver eða einhverjir fatlaðir sem kjörnir hafa verið í slíkar stöður en það er a.m.k. afar fátítt þó öryrkjar séu nokkuð stór hluti landsmanna. Kannski er það svo að sumum finnist við ágæt með en bara ekki í æðstu forystu.“

Hann segir sumt af þessu aðeins vera andstyggilega fordóma sem ekkert sé hægt að gera við. „Öll þurfum við að fást við einhverja erfiðleika og ég þarf ekki að kvarta yfir hlutskipti mínu en fáfræði og fordóma þarf að ræða enda stafa sumar efasemdanna af skorti á reynslu og þekkingu. Fólk spyr sig spurninga eins og hvort formaður þurfi ekki að geta lesið prentað mál, hvort hann geti nokkuð haft þá yfirsýn sem þarf, áttað sig nægilega fljótt á málum til að hafa forystu fyrir okkur o.s.fr.“

Þá bendir hann á að alblindir menn hafa t.d. verið ráðherrar félagsmála í Svíþjóð og innanríkismála í Bretlandi. „Fötlunin á því ekki að koma í veg fyrir að menn ráði við slík verkefni. Þegar ég var formaður þingflokks sósíaldemókrata í Norðurlandaráði sögðu sænskir kollegar mínir mér frá því að Bengt Lindqvist, blindi félagsmálaráðherrann, hefði verið sá sem kenndi þeim að rata um það mikla völundarhús sem sænska þingið er. Því hann hafði auðvitað lagt húsaskipan betur á minnnið en nokkur annar. Og David Blunkett var ekki bara öflugur ráðherra heldur tókst líka að eiga ekta breskt hneykslismál eins og ófatlaður væri.“

Helgi segist telja að hann geti ekki síður en aðrir gegnt æðstu trúnaðarstörfum, en viðurkennir að hann lesi ekki með sama hætti og aðrir og verði að reiða sig á endursögn annarra um margt.

„Ég á erfitt með að vera virkur á fésbók, ræð illa við spjall þar eða að fylgjast með vinum mínum einsog ég vildi. Það getur líka verið óheppilegt fyrir stjórnmálamann að sjá ekki kjósendur, virða þá ekki viðlits, standa einn úti í horni af því að maður sér engan sem maður þekkir o.s.frv. Auðvitað eru þessir gallar og margir fleiri á því að hafa sjónlausan mann í pólitík en mér hafa alltaf þótt þeir léttvægir hjá kostunum. Því kostirnir eru m.a. þeir að maður býr að lífsreynslu, hefur reynt það hvað samfélag, samhjálp og velferð skiptir miklu, þekkir þá skipulögðu fátækt sem öryrkjum er búin í tekjutengingarskóginum og auðvitað mörgum fleiri hópum. Það sem aðrir sjá man ég oft líka betur en þeir.“ 

Að lokum skrifar hann: „Ég fullvissa samfylkingarfólk um að verði ég fyrsti fatlaði maðurinn til að leiða stjórnmálaflokk á Íslandi þá verður ekki við sjónina að sakast ef ég veld því ekki, heldur einhvern af öllum hinum göllunum sem er að finna í genasafni mínu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
9
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
6
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
8
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
9
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Þórður Snær Júlíusson
10
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
5
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár