Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Sara Lind klökk í réttarsal: „Átti lengi vel erfitt með að keyra framhjá VR“

Sara Lind Guð­bergs­dótt­ir í rétt­ar­sal. Stefn­ir VR fyr­ir einelti og ólög­mæta upp­sögn.

Sara Lind klökk í réttarsal: „Átti lengi vel erfitt með að keyra framhjá VR“
Klökk í réttarsal Sara Lind gengur inn í réttarsál ásamt Högna Óskarssyni geðlækni. Ólafía Björk Rafnsdóttir, formaður VR, sést í bakgrunni. Mynd: Kristinn Magnússon

Aðalmeðferð fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun í skaðabótamáli Söru Lindar Guðbergsdóttur gegn stéttarfélaginu VR, en Sara Lind stefndi félaginu fyrir ólögmæta uppsögn og einelti. Henni var vikið frá störfum hjá VR árið 2013 en hún hafði gegnt stöðu deildarstjóra ráðgjafadeildar VR. 

Sara var ráðin til VR í apríl árið 2012 en síðar varð hún sambýliskona þáverandi formanns félagsins, Stefáns Einars Stefánssonar. DV fjallaði um það í desember 2012 að Sara Lind hefði verið ráðin í yfirmannsstöðu hjá VR þrátt fyrir að hafa ekki verið metin hæfust. Í umfjölluninni segir meðal annars að innan VR hafi sú saga gengið að áður en ráðningarferlið fór af stað væri búið að ákveða að Sara Lind fengi starfið. Sara Lind og Stefán Einar stefndu í kjölfarið útgáfufélaginu DV og Reyni Traustasyni, fyrrverandi ritstjóra blaðsins, fyrir meiðyrði. Niðurstaða fékkst í málið þann 31. mars síðastliðinn þegar DV var sýknað í málinu í Hæstarétti. 

Í réttarsal
Í réttarsal Sara Lind Guðbergsdóttir stefndi VR fyrir ólögmæta uppsögn og einelti.

Ásakanir um einelti ekki á rökum reistar

Krefst Sara Lind tveggja milljóna króna í bætur frá stéttarfélaginu vegna miska sem ólögmæt uppsögn og einelti hafa valdið henni. Nokkru áður en Söru Lind var sagt upp höfðu félagsmenn VR hafnað Stefáni Einar í kosningu til formanns þar sem Ólafía Björg Rafnsdóttir hafði sigur. Ástæður uppsagnar Söru Lindar voru sagðar skipulagsbreytingar innan félagsins. Sara Lind sakaði Ólafíu Björk í kjölfarið um einelti eftir að henni var sagt upp störfum hjá VR og voru þessar ásakanir rannsakaðar af sálfræðistofunni Líf og sál. Niðurstaða sálfræðistofunnar Líf og sál eftir þá rannsókn var á þá leið að ásakanir Söru Lindar um einelti væru ekki á rökum reistar.

Skýrslutaka Söru Lindar hófst á því að lögmaður hennar Jónas Fr. Jónsson spurði hana hvert hennar ábyrgðarsvið hefði verið. Hún sagðist hafa verið deildarstjóri ráðgjafadeildar. „Ég sá um málefni atvinnuleitanda, sem er mjög viðamikið verkefni. Skyldur mínar fólust í vikulegum fundum og skipulagningu,“ sagði Sara Lind.  Hún sagði að samskipti sín við Ólafíu hafi verið stirð frá upphafi.

Segist hafa verið hunsuð af Ólafíu

Sara Lind fór yfir starfsvið sitt hjá VR sem fólst í yfirumsjón yfir ráðgjafadeild. Það fólst í fundum og skipulagningu. Svo lýsti Sara Lind samskiptum sínum við Ólafíu Rafnsdóttur, formann VR. „Ástæðan fyrir því að við erum hér er að því miður var samstarf okkar ekki eins og á væri kosið. Þetta hefst með því að hún á fund með öllum stjórnendum félagsins. Hún kom vel fyrir og ég óskaði eftir því að hún myndi eiga fund með mér. Eftir nokkra daga hafði ég ekkert svar fengið og þá óskaði ég formlega um fund í tölvupósti. Það var upphafið af þeirri hunsun sem að mér sem stjórnanda var sýnd. Ég fékk snubbótt svör um að ég gæti komið inn þegar ég vildi. Þótt ég hafi ítrekað óskað eftir að ræða við hana þá varð því miður ekkert úr því. Þessi dans endaði eins og frægt er orðið í fjölmiðlum að mér var sagt upp,“ sagði Sara Lind.

„Ótrúlega mikil lítilsvirðing“

Sara Lind segir að eftir uppsögnina hafi henni liðið mjög illa og hafi það endað með því að hún hafi þurft að leita til geðlæknis. Þegar hún lýsti líðan sinni var hún heyranlega klökk. „Mér leið eðlilega ekki vel. Mér persónulega fannst þetta ótrúlega mikil lítilsvirðing. Það var eins og formaðurinn hafi lagt sig fram til að grafa undan mér. Mér fannst þetta ótrúlega mikil niðurlæging og erfitt að rifja þetta upp. Ég og framkvæmdastjóri ræddum þessi mál. Í öllum mínum samskiptum við formanninn reyndi ég að taka á þessu uppbyggilega. Mér fannst mikilvægt að við værum samstíga út á við. Þá ræddi ég við framkvæmdastjóra og fór yfir leiðir með honum, vildi komast við móts við hegðun formannsins,“ sagði Sara Lind.

Leið illa vegna fréttatilkynningar

Sara Lind sagði að hún telji það missi fyrir VR að hafa sagt sér upp. „Mér leið hrikalega illa. Það bætti ekki þegar fyrirtækið tilkynnti það opinberlega að mér hafi verið sagt upp í fréttatilkynning og fjölmiðlar sögðu frá eðlilega. Mér leið mjög illa og átti lengi vel mjög erfitt með að keyra fram hjá VR. Þetta hafði mikil áhrif á sjálfsmynd mína, ég skildi ekki af hverju mér var sagt upp þar sem ég stóð mig vel. Mér fannst þetta til þess fallið að grafa undan mínum trúverðugleika. Það var erfitt að horfa upp á vera svona lítilsvirt. Ég leitaði til geðlæknis til að komast i gengnum þessa tíma. Ég komst ekki sjálf í gegnum þetta,“ sagði Sara Lind.

„Ég skildi ekki af hverju mér var sagt upp“

Hún sagði að það hefði gengið mjög brösuglega að fá nýja vinnu og taldi hún upp tilvik þar sem henni hefði verið tjáð að ekki væri hægt að ráða hana þar sem Ólafíu væri svo illa við hana.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Telja frumvarpið gert fyrir fjármálafyrirtæki sem fá auknar þóknanir verði það að lögum
3
Skýring

Telja frum­varp­ið gert fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tæki sem fá aukn­ar þókn­an­ir verði það að lög­um

Al­þýðu­sam­band Ís­lands (ASÍ) og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins eru sam­mála um að frum­varp sem á að heim­ila að­komu eign­a­stýr­inga fjár­mála­fyr­ir­tækja að því að fjár­festa við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að fólks sé í besta falli ekki tíma­bær. ASÍ seg­ir að eng­in al­menn krafa sé uppi í sam­fé­lag­inu um þetta. Ver­ið sé að byggja á hug­mynd­um fyr­ir­tækja sem sjá fyr­ir sér að græða á um­sýslu verði frum­varp­ið að lög­um.
Skærustu stjörnur rappsins heyja vægðarlaust upplýsingastríð
5
Greining

Skær­ustu stjörn­ur rapps­ins heyja vægð­ar­laust upp­lýs­inga­stríð

Rapp­ar­arn­ir Kendrick Lam­ar og Dra­ke kepp­ast nú við að gefa út hvert lag­ið á fæt­ur öðru þar sem þeir bera hvorn ann­an þung­um sök­um. Kendrick Lam­ar sak­ar Dra­ke um barn­aníð og Dra­ke seg­ir Kendrick hafa beitt sína nán­ustu of­beldi fyr­ir lukt­um dyr­um. Á und­an­förn­um mán­uð­um hafa menn­irn­ir gef­ið út níu lög um hvorn ann­an og virð­ast átök­un­um hvergi nærri lok­ið. Rapp­spek­úl­ant­inn Berg­þór Más­son seg­ir stríð­ið af­ar at­hygl­is­vert.
Kynferðislegt efni notað til fjárkúgunar
6
RannsóknirÁ vettvangi

Kyn­ferð­is­legt efni not­að til fjár­kúg­un­ar

„Ný­lega vor­um við með mál þar sem ung­ur mað­ur kynn­ist einni á net­inu og ger­ir þetta og hann end­aði með því á einni helgi að borga við­kom­andi að­ila alla sum­ar­hýruna eft­ir sum­ar­vinn­una og síð­an bætti hann við smá­láni þannig að hann borg­aði alls eina og hálfa millj­ón krón­ur en þrátt fyr­ir það var birt,“ seg­ir Kristján lngi lög­reglu­full­trúi. Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son er á vett­vangi og fylg­ist með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar.
Hvað gera Ásgeir og félagar á morgun?
7
Greining

Hvað gera Ás­geir og fé­lag­ar á morg­un?

Tveir valda­mestu ráð­herr­ar lands­ins telja Seðla­bank­ann geta lækk­að stýri­vexti á morg­un en grein­ing­ar­að­il­ar eru nokk­uð viss­ir um að þeir hald­ist óbreytt­ir. Ef það ger­ist munu stýri­vext­ir ná því að vera 9,25 pró­sent í heilt ár. Af­leið­ing vaxta­hækk­un­ar­ferl­is­ins er með­al ann­ars sú að vaxta­gjöld heim­ila hafa auk­ist um 80 pró­sent á tveim­ur ár­um.
Námsgögn í framhaldsskólum
8
Aðsent

Hólmfríður Árnadóttir og Hólmfríður Sigþórsdóttir

Náms­gögn í fram­halds­skól­um

Hólm­fríð­ur Sig­þórs­dótt­ir og Hólm­fríð­ur Jennýj­ar Árna­dótt­ir skrifa um stöðu mála í náms­gagna­gerð fyr­ir fram­halds­skóla lands­ins. Í flest­um náms­grein­um er náms­gagna­kost­ur fram­halds­skól­anna kom­inn til ára sinna og telja höf­und­ar nauð­syn­legt þess að rík­ið ráð­ist í sér­stakt átak í náms­gagna­út­gáfu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
4
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
5
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Þórður Snær Júlíusson
7
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
8
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
4
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár