Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Missti heilsuna eftir skilnað

Guð­mund­ur Gunn­ars­son verka­lýðs­for­ingi er harð­ur nátt­úru­vernd­arsinni. Hann sat stjórn­laga­þing og seg­ir að skemmd­ar­verk hafi ver­ið unn­ið gagn­vart því. Fer­tug­ur gekk hann í gegn­um sár­an skiln­að og hafn­aði á gjör­gæslu. Áð­ur hafði hann reynt að yf­ir­gefa Sjálf­stæð­is­flokk­inn í tvö ár en fékk ekki. Seinna sat hann neyð­ar­fund með stjórn­völd­um sem vildu fá eign­ir líf­eyr­is­sjóð­anna heim.

„Það er mikill hluti þjóðarinnar á sama máli og við, þessi hópur sem berst fyrir verndun hálendisins. Skoðanakönnun leiddi í ljós að um 70 prósent aðspurðra  vilja að hálendið verði þjóðgarður. Þetta þolir ekki sá sami valdakjarni og vildi stjórnlagaþing feigt. Og þeir gera allt til þess að tryggja hagsmuni sína. Þetta er fólkið sem hefur falið eignir sínar utan Íslands og eru með allt sitt á þurru. Þetta er svo sjúkt,“ segir Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi verkalýðsleiðtogi og fulltrúi á Stjórnlagaþingi. Hann er mikill náttúruunnandi og útivistarmaður. Hann hefur staðið í fremstu víglínu þeirra sem vilja friða hálendi Íslands og sporna gegn því að virkjað verði á viðkvæmum svæðum. Björk, dóttir hans, hefur staðið þétt við hlið föður síns í þessum málum. Guðmundur rekur áhuga sinn á náttúrunni og vernd hennar aftur til æskuáranna.

Barn á Arnarvatnsheiði

„Ég var í sveit sem barn og þar til ég var 16 ára á Auðunnarstað í Víðidal í Húnavatnssýslu. Þetta var á þeim árum sem bændur gátu selt alla sína framleiðslu. Þarna var tvíbýli systkina. Þau voru með alls um 1.000 fjár og mikið um að vera,“ segir Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi formaður Rafiðnaðarsambandsins.

,,Þarna lærði ég að meta íslenska náttúru. Björn Lárusson bóndi var mikill veiðimaður og fór gjarnan á Arnarvatnsheiði til að veiða í vötnunum. Ég fór gjarnan með honum til að draga fyrir í vötnunum. Við lifðum nánast á silungi. Þarna lærði ég að lesa í náttúruna. Björn var óþreytandi að fræða mig. Arnarvatnsheiðin hefur síðan átt sinn stað í hjarta mér og þangað fer ég reglulega. Sumarið í sveitinni var fljótt að líða við leik og störf. Það má segja að maður hafi verið á hestbaki lengst af sumrinu. Lífið snérist um að eltast við stóð. Á þessum tíma var öll heyvinna með hestum. Þarna opnaðist nýr heimur fyrir mig, borgarbarnið,“ segir Guðmundur sem ólst upp við Nökkvavog í Reykjavík. Foreldrar hans voru Hallfríður Guðmundsdóttir listmálari og Gunnar Guðmundsson rafverktaki og verslunarmaður. Guðmundur fetaði í spor föður síns og gerðist rafvirki. Það var reyndar ekki ætlunin í fyrstu en málin æxluðust þannig.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjármálahrunið

Jón Ásgeir var á „djöflamergnum“ og reyndi að fá Samherja inn í Stím
FréttirFjármálahrunið

Jón Ás­geir var á „djöfla­mergn­um“ og reyndi að fá Sam­herja inn í Stím

Tölvu­póst­ur frá Sam­herja, sem send­ur var fyr­ir hönd Þor­steins Más Bald­vins­son­ar, til Jóns Ás­geirs Jó­hann­es­son­ar sýn­ir hvernig það var Jón Ás­geir sem reyndi að setja sam­an fjár­festa­hóp­inn í Stím. Lár­us Weld­ing var dæmd­ur í fimm ára fang­elsi í mál­inu en Jón Ás­geir sagði fyr­ir dómi að hann hefði ekk­ert kom­ið að við­skipt­un­um.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár