Vísindamenn hafa undanfarna áratugi uppgötvað sífellt meira um hinn gríðarlega andlega og líkamlega ávinning sem hlýst af því að stunda hugleiðslu.
Eva Jóhannsdóttir var ekki orðin sjálfráða þegar maður beitti hana grimmilegu ofbeldi. Annar maður kom þar að en í stað þess að koma henni til bjargar braut hann líka á henni. Hún vildi vera viss um að vera ekki mótuð af þessari reynslu þegar hún kom út úr skápnum. „Loksins lesbía,“ hrópaði afi hennar en hommarnir í fjölskyldunni eru svo margir að á ættarmótum er skellt í hópmynd af samkynhneigðum. Afinn bauðst líka til að splæsa í danskt sæði fyrir hana en hún valdi aðra leið, að eignast barn með hommum.
2
Fréttir
55197
Ríkið taki til sín Auðkenni eftir langvinnan taprekstur
Bjarni Benediktsson vill að ríkið eignist fyrirtækið sem gefur út rafræn skilríki. Framkvæmdastjóri Auðkennis fór frá fjármálaráðuneytinu til fyrirtækisins eftir að hafa gert samning þeirra á milli. Taprekstur Auðkennis nam 911 milljónum á áratug.
3
Fréttir
29
Leitar líffræðilegs föður síns og vonast til að græða fleira fólk í kringum sig
Ásta Kristín Guðrúnardóttir Pálsdóttir komst að því að faðir hennar væri ekki líffræðilegur faðir hennar fyrir áratug. Hún leitar nú lífræðilegs föður síns og vonast til að fólk sem þekkti móður hennar, Guðrúnu Margréti Þorbergsdóttur, geti orðið henni til aðstoðar í leitinni.
4
Fréttir
47358
Sigmar stefnir að því að stofna hagsmunasamtök fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki
Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson hyggst stofna samtök sem eiga að leysa af hólmi Samtök atvinnulífsins þegar kemur að kjaraviðræðum á milli lítilla og meðalstórra fyrirtækja og stéttarfélaga. Hann segir hag slíkra fyrirtækja vera að hverfa frá þeirri láglaunastefnu sem SA hafa barist fyrir.
5
Vettvangur
44384
Sómi Íslands
Björgunarsveitarfólk úr björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík hefur sumt hvert staðið sleitulítið vaktina frá því að eldgosið hófst í Fagradalsfjalli. Þau hafa jafnframt notið liðsinnis hundruða kollega sinna sem hafa tryggt öryggi fólks og komið hröktum og slösuðum ferðalöngum til bjargar. Allt í sjálfboðavinnu, án þess að skeyta um eigin hag heldur einbeitt í að hjálpa samborgurum sínum. Það verður seint ofmetið.
6
Þrautir10 af öllu tagi
5272
347. spurningaþraut: Í hvaða landi er ræktað mest af kartöflum?
Hérna er hann, hlekkurinn á þrautina síðan í gær. * Fyrri aukaspurning: Á myndinni hér að ofan má sjá leikkonuna Virginiu Cherrill. Hver er með henni á myndinni, þó hann eða hún sjáist ekki á þessu skjáskoti? * Aðalspurningar: 1. Þegar tiltekin persóna ferðast um í flugvél er sú flugvél kölluð Air Force One. Hver er þessi persóna? 2. Grikki...
7
Þrautir10 af öllu tagi
6787
348. spurningaþraut: Hvaða Íslendingasaga er kennd við konu?
þraut, hér leynist hún. * Aukaspurning, fyrri: Hvaða hljómsveit treður upp á skjáskotinu sem birtist hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. Í hvaða landi fæddist málarinn Pablo Picasso? 2. Botvinnik hét maður, hann var heimsmeistari í skák árum saman. Í hvaða ríki var hann lengst af heimilisfastur? 3. Í hvaða hljómsveit var söngkonan Ragnhildur Gísladóttir þegar hún sló fyrst...
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 21. apríl.
Tian Tan Buddha-styttan í Hong KongSýnir prinsinn Siddhartha Gautama, betur þekktan undir nafninu Búdda, í hugleiðslu. Styttan er 34 metra há, ein sú stærsta í heimi.Mynd: Wilfredo R. Rodriguez H.
Hugleiðsla er mörg þúsund ára gömul aðferð við að friða hugann. Svo gömul reyndar að sumir vísindamenn hafa leitt að því líkum að hugleiðsla hafi jafnvel átt þátt í líffræðilegri þróun mannskepnunnar.
Flest trúarbrögð hafa fléttað hugleiðsluna rækilega inn í daglegt líf sinna meðlima. Bænir, möntrur og aðrar athafnir innan trúarbragðanna eru oftar en ekki blandaðar með einhverjum hlutum hugleiðslunnar.
Engin þörf er hins vegar á því að aðhyllast trúarbrögð til þess að geta stundað hugleiðslu og eru þess fjölmörg dæmi að veraldlegar manneskjur, jafnvel andsnúnar trúarbrögðum, geti stundað hana sér til góðs. En hverjar eru þessar ákjósanlegu afleiðingar þess að stunda hugleiðslu?
1. Heilinn og líðan
Æfingar í núvitund slá á þunglyndi
Rannsókn sem gerð var í fimm skólum í Belgíu á um 400 nemendum á aldrinum 13–20 ára leiddi í ljós að „nemendur sem tóku þátt í hugleiðslunámskeiði innan skólans sögðust upplifa minna þunglyndi, kvíða og stress í allt að hálft ár eftir að námskeiðinu lauk. Einnig voru nemendurnir ólíklegri til þess að þróa með sér önnur einkenni þunglyndis.“
Önnur rannsókn, sem gerð var við Kaliforníu-háskóla á sjúklingum sem höfðu þjáðst af þunglyndi sýndi fram á að hugleiðsla minnkaði niðurrifshugsanir og óuppbyggilegar skoðanir.
Enn önnur rannsókn sem birtist í Scientific American-tímaritinu benti til þess að hugleiðsla gæti verið jafn árangursrík í að meðhöndla þunglyndi og meðferð með þunglyndislyfjum.
Þunglyndier algengur og gríðarlega hamlandi sjúkdómur.
Hugleiðsla hjálpar til við meðferð á þunglyndi óléttra kvenna
Konur í áhættumeðgöngu sem tóku þátt í tíu vikna jógaþjálfun í núvitund sáu umtalsverða fækkun í einkennum þunglyndis, samkvæmt rannsókn Michigan-háskóla. Hinar væntanlegu mæður sýndu einnig fram á aukna tengingu við ófædd börn sín. Niðurstöðurnar voru birtar í tímaritinu Complementary Therapies in Clinical Practice.
Óléttagetur dregið upp andlega kvilla hjá mörgum konum.
Hugleiðsla slær á kvíðaröskun, streitu og eykur tilfinningalegt jafnvægi
Rannsókn Wisconsin-Madison-háskóla benti til þess að opin-meðvitund hugleiðsla minnkaði tengingar í þeim hluta heilans sem tengist kvíða og stressi. Þeir sem hugleiddu voru færir um að „fara frá einni stund yfir í aðra í straumi áreitis sem þeir voru látnir upplifa og voru ólíklegri til að festast í einu áreiti“. Hugleiðsla sem einblínir á opna meðvitund gengur út á að upplifa og fylgjast með án þess að þurfa að bregðast við áreiti. Er hún notuð til þess að bera kennsl á eðli mynstra í tilfinningum og hegðunum.
Í rannsókn sem birt var í tímaritinu American Journal of Psychiatry voru 22 sjúklingar, sem greindir höfðu verið með kvíðaröskun og felmtursröskun, látnir hugleiða í þrjá mánuði ásamt kennslu í slökun. Niðurstöðurnar voru þær að 20 sjúklinganna fundu fyrir umtalsvert minni kvíða og streitu og voru þær breytingar staðfestar í eftirfylgni.
Slökunsem fæst í gegnum hugleiðslu virðist gagnast fólki sem glímir við mikinn kvíða.
Hugleiðsla eykur þéttingu gráa efnis heilans
Hópur vísindamanna við Harvard-háskóla, sem sérhæfa sig í taugavísindum, gerðu tilraun þar sem 16 einstaklingar fóru í gegnum 8 vikna námskeið í núvitund. Þar voru þeir leiddir í gegnum hugleiðslu og látnir beita núvitund í sínu daglega lífi. Hluti af niðurstöðum rannsóknarinnar voru sneiðmyndatökur. Sýndu þær fram á að þétting gráa efnis í heilanum hafði aukist á þeim svæðum þar sem lærdómur og minni, stjórn tilfinninga og upplifun af sjálfinu er að finna. Önnur rannsókn sýndi fram á stærri dreka (e. Hippocampal, svæði við miðju heilans) og meira magn af gráu efni í framheila hjá fólki sem hafði stundað hugleiðslu lengi.
Gráa efniðog hvíta efnið eru helstu vefir heilans og mænunnar.
Hugleiðsla eykur gríðarlega viðbragðsflýti heilans og getur minnkað svefnþörf
Rannsókn sem fór fram við Háskólann í Kentucky prófaði einstaklinga í fjórum mismunandi atriðum og rannsakaði áhrif þeirra á svefn. Fyrsti hópurinn breytti engu, annar hópurinn var látinn taka blund yfir daginn, þriðji hópurinn stundaði hugleiðslu og fjórði hópurinn var sviptur svefni og látinn hugleiða.
Þátttakendur skiptust í þrjá hópa; fólk sem aldrei hafði hugleitt, fólk sem hafði einhverja reynslu af hugleiðslu og að lokum einstaklingar sem stunduðu og höfðu mikla reynslu af hugleiðslu. Niðurstöður rannsóknarinnar voru að hugleiðsla hefði, í það minnsta til skamms tíma, jákvæð áhrif á svefn, jafnvel hjá fólki með enga reynslu af hugleiðslu. Einnig var sýnt fram á að fólk sem hefði mikla reynslu af hugleiðslu þurfti umtalsvert minni svefn heldur en það fólk sem stundaði enga hugleiðslu. Enn er þó verið að rannsaka hvort hugleiðsla geti komið í stað svefntíma eða hvort hægt sé að vinna upp svefnskuld með þeirri ástundun.
Hugleiðsla til lengri tíma eykur færni heilans í því að senda frá sér gamma-bylgjur
Í rannsókn á tíbeskum búddamunkum, sem gerð var af taugasérfræðingnum Richard Davidson frá Háskólanum í Wisconsin, var sýnt fram á að fólk með lágmarks reynslu af hugleiðslu sýndi fram á örlitla aukningu í gamma-virkni, en flestir munkar „höfðu gríðarlega aukna virkni, svo mikla að taugavísindamenn hafa ekki séð annað eins“.
Heilinn er talinn starfa á fimm bylgjutíðnum, þar af er minnst vitað um virkni gamma.
Hugleiðsla dregur úr misnotkun áfengis og fíkniefna
Fíklum og alkóhólistum hefur lengi verið ráðlagt að prófa ástundun hugleiðslu til þess að draga úr þráhyggjukenndri hugsun. Rannsóknir sem gerðar voru á föngum sem áttu við fíknivanda að stríða virtust benda til þess að hugleiðsla gæti dregið verulega úr áfengis- og fíkniefnaneyslu.
Neyslaog afleiðingar hennar eru bæði gríðarlega íþyngjandi fyrir einstaklinga sem og samfélagið í heild.
2. Hugur og virkni
Hugleiðsla eykur athyglisgáfu, einbeitingu og hæfileikann til að vinna undir álagi
Könnun sem Katherine MacLean frá Háskólanum í Kaliforníu bendir til þess að eftir þjálfun í hugleiðslu væru viðfangsefnin hennar færari í að halda einbeitingu, sérstaklega við verkefni sem þeim fannst leiðinleg og einkennast af endurtekningu.
Önnur rannsókn benti til þess að aðeins 20 mínútna hugleiðsla á dag væri nóg til þess að nemendur stæðu sig umtalsvert betur í prófum sem mældu greind, í sumum tilfellum allt að tíu sinnum betri en hópurinn sem ekki hugleiddi. Þeir stóðu sig einnig betur í verkefnum þar sem vinna þurfti úr upplýsingum sem voru hönnuð til þess að ýta undir stress sem fylgir skilum á verkefnum.
Þá voru jafnvel vísbendingar um að hugleiðendur væru með þykkari framennisbörk og hægra eyjablað í heila, og einnig að hugleiðsla gæti dregið úr líkum á greindartapi á efri árum.
Guðinn Atlasvar undir töluverðu álagi með heiminn á herðum sér.
Hugleiðsla auðveldar úrvinnslu úr upplýsingum og ákvarðanatöku
Eileen Luders, aðstoðarprófessor við Kaliforníu-háskóla í Los Angeles, hefur ásamt samstarfsfólki sínu komist að því að fólk sem stundað hefur hugleiðslu lengi er með fleiri fellingar í heilanum (krumpurnar sem gera heilanum kleift að vinna hraðar úr upplýsingum) heldur en fólk sem stundar enga hugleiðslu. Vísindamenn telja að fellingarnar séu ábyrgar fyrir því að heilinn sé betri í að vinna úr upplýsingum, taka ákvarðanir, mynda minningar og halda athygli.
Krumpurog fellingar eru jákvæðar, sérstaklega ef staðsettar á heilanum.
Hugleiðsla auðveldar þér að takast á við sársauka
Við Háskólann í Montreal voru 13 Zen-meistarar og 13 sambærilegir einstaklingar, sem ekki stunduðu hugleiðslu, látnir upplifa sama sársaukafulla hitann á meðan fylgst var með heilastarfsemi þeirra í MRI-heilaskanna. Niðurstöðurnar voru þær að Zen-meistararnir upplifðu minni sársauka. Reyndar sögðust þeir hafa upplifað minni sársauka heldur en heilaskanninn benti til þess að þeir væru að ganga í gegnum. Þannig að þrátt fyrir að heilinn hafi verið að fá sömu skilaboð um sársauka og hinir þátttakendurnir, þá upplifðu þeir hann ekki eins mikinn.
Sársaukikom ólíkt fram á heilaskönnum eftir því hvort eintaklingarnir stunduðu hugleiðslu eða ekki.
Mynd: Robert Coghill
Hugleiðsla er meira verkjastillandi en morfín
Í tilraun sem var framkvæmd af Wake Forest Baptist Medical Centre sátu 15 heilbrigðir einstaklingar, sem höfðu enga reynslu af hugleiðslu, látnir sitja fjóra 20 mínútna tíma þar sem þeim var kennd hugleiðsla með því að einbeita sér að önduninni. Bæði fyrir og eftir hugleiðslukennsluna var heili þátttakenda skannaður með sneiðmyndatöku á meðan þeir voru látnir upplifa sársauka.
Dr. Fadel Zeidan, sem leiddi rannsóknina, sagði: „Þetta er fyrsta rannsóknin sem sýnir fram á að rétt rúmlega klukkustundar kennsla í hugleiðslu geti bæði minnkað upplifunina af sársauka umtalsvert og einnig sársaukavirkni heilans. (...) Við sáum töluverð áhrif – um 40% minnkun á sársaukaupplifun og 57% minnkun í óþægindum vegna sársauka. Hugleiðslan olli meiri minnkun í sársauka heldur en morfín eða önnur verkjastillandi lyf, sem venjulega minnka sársauka um 25%.“
Morfíner unnið úr ópíum sem er unnið úr poppy-jurtinni fallegu.
Með hugleiðslu má hafa hemil á ADHD (athyglisbrest og ofvirkni)
Í könnun sem gerð var á 50 fullorðnum einstaklingum með ADHD var hópurinn látinn undirgangast MBCT (Mindfulness-based cognitive therapy) [e. Huglæga atferlismeðferð byggða á núvitund]. Var mælanleg minnkun í ofvirkni, minni hvatvísi og aukinn hæfileiki í að „framkvæma-með-meðvitund“. Alls sögðust rannsakendur sjá merki um minnkun í öllum einkennum röskunarinnar.
ADHDí fullorðnum og börnum er ekki fyllilega rannsakað fyrirbrigði, en hugleiðsla virðist slá á einkennin.
Hugleiðsla eykur hæfileikann til að halda athygli þrátt fyrir truflanir
Rannsókn sem Emory-háskólinn í Atlanta gerði benti til þess að þátttakendur með reynslu af hugleiðslu væru með fleiri tengingar í þeim hluta heilans sem geymir athyglisgáfuna. Þessar taugatengingar eru taldar hafa töluvert um þróun ýmissa hugrænna hæfileika að segja, eins og að halda athygli og að útiloka allt sem truflar einbeitingu.
Ennfremur sagði í niðurstöðunum að ávinning væri einnig að sjá í daglegu lífi fólks, sem bendir til þess að hugleiðslan hafi jákvæð áhrif á einbeitingu almennt.
Einbeitinger ekki auðveldur áfangastaður í daglegu amstri nútímafólks.
Hugleiðsla kemur í veg fyrir að fólk hlaði á sig of mörgum verkefnum
Það er lífseig goðsögn að fólk sem tekur að sér fjölda verkefna í einu afkasti meira, auk þess sem það orsakar streitu. Að skipta á milli verkefna er erfitt fyrir heilann og lætur fólki líða eins og stöðugt sé verið að trufla það, auk þess sem fólk verður óánægðara meðan á vinnunni stendur.
Í rannsókn sem var framkvæmd af Washington-háskóla og Arizona-háskóla var starfsfólki í mannauðsstjórnun gert að sækja 8 vikna námskeið í annaðhvort núvitundar-hugleiðslu eða afslöppunartækni. Þeim var svo úthlutað streituvaldandi prófi þar sem þau þurftu að vinna fjölda verkefna á sama tíma, bæði fyrir og eftir námskeiðin. Starfsfólkið sem hafði lært hugleiðslu upplifði minni streitu og sýndi fram á betra minni í prófunum heldur en samanburðarhópurinn. Þeir skiptu einnig sjaldnar á milli verkefna og sýndu meiri einbeitingu þegar unnið var að hverju og einu verki.
Þegar heilinn þarf að taka eftir tveimur hlutum í röð, með hálfrar sekúndu millibili, missir hann oft af seinni hlutnum. Þetta er kallað „athyglis-eyða“.
Í tilraun sem gerð var við Kaliforníu-háskóla var röð handahófskenndra talna látin birtast á tölvuskjá, hver talan á eftir annarri. Í hverri lotu birtust ein eða tvær tölur á skjánum, eða þá að hann var auður. Að því loknu voru þátttakendur beðnir um að skrifa niður tölurnar sem þeir sáu.
Þátttakendur sem höfðu stundað hugleiðslu í þrjá mánuði höfðu talsvert betri stjórn á athygli sinni og sýndu meiri eftirtekt. Heili þeirra þurfti einnig minni orku til þess að vinna verkefnið og var með mun minni athyglis-eyðu.
Orkusparnaðtil handa heilanum má finna í gegnum hugleiðslu, en heilinn er einmitt orkufrekasta líffærið.
Hugleiðsla býr þig undir að takast á við streituvalda
Rannsókn sem framkvæmd var af All India Institute of Medical Sciences á 32 fullorðnum einstaklingum, sem aldrei höfðu hugleitt, sýndi fram á að ef hugleitt var fyrir atburði sem valda streitu voru neikvæð áhrif streitunnar umtalsvert minni.
Baden Powellstofnandi skátahreyfingarinnar, hvatti liðsmenn sína til að vera ávallt viðbúna, jafnvel undir streituvalda.
Hugleiðsla eykur meðvitund um ómiðvitaðan huga þinn
Rannsókn sem gerð var við Háskólann í Sussex í Bretlandi komst að þeirri niðurstöðu að fólk sem stundar hugleiðslu bíður lengur eftir að hafa upplifað ómeðvitaðar hvatir áður en brugðist er við þeim. Einnig er það fólk minna móttækilegt fyrir dáleiðslu.
Rannsókn við Leiden-háskólann í Hollandi sýndi fram að að ástundun opin-meðvitund hugleiðslu (þar sem fylgst er með tilverunni án þess að bregðast við) hefur jákvæð áhrif á sköpun og fjölbreytta hugsun. Þátttakendur sem höfðu stundað hugleiðslu stóðu sig betur í verkefnum þar sem þeir voru beðnir um að koma með skapandi nýjar hugmyndir.
Skapandihugsanir virðast þrífast vel í hugleiðandi einstaklingum.
3. Líkami og heilsa
Hugleiðsla minnkar líkurnar á hjartasjúkdómum og heilablóðföllum
Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni deyr fleira fólk úr hjartasjúkdómum á heimsvísu en úr nokkrum öðrum sjúkdómum.
Í könnun sem birt var árið 2012 var hóp rúmlega 200 einstaklinga í áhættuhóp boðið að annaðhvort sækja námskeið sem kenndi bætt mataræði og hreyfingu eða sækja námskeið í hugleiðslu. Á næstu fimm árum fylgdust rannsakendur með þátttakendum og komust að því að 48% minni líkur voru á hjartaáföllum og heilablóðföllum hjá þeim sem sátu hugleiðslunámskeiðið.
Rannsakendur sögðu hugleiðsluna „minnka umtalsvert líkurnar á andláti, hjartaáföllum og heilablóðföllum í sjúklingum sem áttu við slagæðasjúkdóma að stríða. Breytingarnar tengdust meðal annars lægri blóðþrýstingi og minni streitu.“
Lífiðgæti orðið lengra með meira andlegu jafnvægi.
Mynd: Shutterstock
Hugleiðsla hefur áhrif á genin sem stýra streitu og ónæmiskerfinu
Í rannsókn sem Harvard Medical School gerði var sýnt fram á að eftir ástundun jóga og hugleiðslu voru þátttakendur með meiri orkuframleiðslu, orkunýtingu og þol í hvatberum sem stýra ónæmiskerfinu. Þetta hafði svo í för með sér öflugra ónæmiskerfi og meira viðnám við streitu.
Ónæmiskerfiðog hvatberar þess virðast njóta góðs af hugleiðslu.
Hugleiðsla lækkar blóðþrýsting
Klínískar rannsóknir hafa sýnt fram á að ástundun Zen-hugleiðslu minnkar streitu og lækkar blóðþrýsting. Aðrar rannsóknir hafa skilað svipuðum niðurstöðum, þar sem allt að ⅔ þátttakenda með of háan blóðþrýsting voru með umtalsvert lægri blóðþrýsting eftir þrjá mánuði af hugleiðslu. Var í kjölfarið hægt að draga töluvert úr lyfjagjöf hjá þeim einstaklingum. Þetta er talin afleiðing þess að afslöppunin veldur myndun nituroxíð, sem opnar æðarnar meira.
Blóðþrýstingurlækkar við hugleiðslu, sem veldur myndun nituroxíðs, sem víkkar æðarnar.
Hugleiðsla slær á bólgusjúkdóma
Rannsókn sem framkvæmd var í Frakklandi og Spáni við UW-Madison Waisman Centre bendir til þess að ástundun hugleiðslu valdi bæði genatískum- og sameindabreytingum á þátttakendum sínum. Tóku rannsakendur eftir fækkun gena sem eru líklegri til að valda bólgum, sem svo veldur sneggri líkamlegri bata í kjölfar streituvaldandi ástands.
Genhafa talsvert, ef ekki allt, um útlit, hegðun og ástand líkama okkar að gera.
Hugleiðsla getur komið í veg fyrir asma, gigt og bólgur í meltingarfærum
Í rannsóknum sem gerðar voru af taugasérfræðingum við Háskólann í Wisconsin-Madison var þátttakendum skipt í tvo hópa og þeim kynntar ólíkar aðferðir við að takast á við streitu. Annar hópurinn lærði hugleiðslu á meðan hinn hópurinn sat námskeið í næringarfræðum, líkamsrækt og tónlistar-þerapíu. Niðurstöður rannsóknarinnar voru að hugleiðsla væri umtalsvert betri í að takast á við og koma í veg fyrir sjúkdóma sem geta verið afleiðingar streitu, til dæmis gigt, magabólgur og asma, heldur en aðrar aðferðir sem bæta eiga andlega velferð.
Hugleiðsla hjálpar til við að takast á við fyrirtíðarspennu og tíðahvörf
Tugir rannsókna sem birst hafa í fjölda vísindarita benda allar til þess að hugleiðsla geti slegið á sársauka og einkenni sem fylgja fyrirtíðarspennu og tíðahvörfum.
TíðahvörfÁsamt fyrirtíðarspennu leggjast tíðahvörf þungt á margar konur.
Núvitundar-hugleiðsla dregur úr líkum á Alzheimer og ótímabærum dauða
Niðurstöður rannsóknar sem birt var í vefritinu Brain, Behavior and Immunity benda til þess að 30 mínútna hugleiðsla á dag dragi verulega úr einmanaleika, minnki líkurnar á hjartasjúkdómum, þunglyndi, Alzheimers og ótímabærum dauða.
Í rannsókn sem birtist í tímaritinu PubMed gengu 11 sjúklingar með vefjagigt í gegnum 8 vikna þjálfun í hugleiðslu. Niðurstöður rannsakenda voru að umtalsverð bæting hefði verið á almennri heilsu þátttakenda. Einkenni eins og stífni, kvíði og þunglyndi höfðu öll minnkað. Einnig var mikil aukning á dögum þar sem þátttakendum „leið vel“ auk þess sem dögum þar sem þeir misstu úr vinnu vegna veikindanna fækkaði.
Í rannsókn sem birtist í Korean Association of Genuine Traditional Medicine var sýnt fram á að fólk sem var látið stunda hugleiðslu hafði umtalsvert rólegri hjartslátt og öndunartíðni í allt að 8 mánuði eftir að þjálfuninni í hugleiðslu lauk.
Hugleiðsla gæti jafnvel hjálpað til við að takast á við HIV
Eitilfrumurnar, eða einfaldlega CD4 T frumur, eru „heili“ ónæmiskerfisins og samhæfa aðgerðir þess þegar líkamanum er ógnað. Það eru einmitt frumurnar sem HIV leggst hvað harðast gegn, vírusinn skæði sem veldur eyðni og um 40 milljónir manna um heim allan þjást af. Vírusinn tætir smám saman í sundur allar CD4 T frumurnar og veikir þannig ónæmiskerfið.
En ónæmiskerfi eyðnisjúklinga stendur frammi fyrir öðrum óvini á sama tíma – streitu, sem getur hraðað eyðingu CD4 T frumna. Vísindamenn við Kaliforníu-háskólann í Los Angeles hafa nú birt þær niðurstöður að ástundun hugleiðslu hafi stöðvað eyðingu CD4 T frumna í HIV-sjúklingum sem þjást af streitu, og þannig hægt á framgöngu sjúkdómsins.
Vísindamennirnir settu af stað átta vikna kennslu í hugleiðslu sem hafði það markmið að draga úr streitu. Þeir prófuðu þessar mismunandi aðferðir svo á 48 fullorðnum einstaklingum sem voru bæði undir mikilli streitu og með eyðni. Þeir einstaklingar sem tóku þátt í átta vikna kennslunni sýndu enga hnignun í fjölda CD4 T frumna, sem bendir til þess að þjálfun í hugleiðslu geti stöðvað hrörnun þeirra frumna. Aftur á móti sýndi hópurinn sem borið var saman við, sem hafði enga hugleiðslu stundað, umtalsverða hnignun í CD4 T frá því mælingar hófust, sem er dæmigerð fyrir þróun sjúkdómsins.
HIVHér er litað grænt, á víð og dreif um eitilfrumu. Myndin er tekin í rafeindasmásjá.
Hugleiðsla gæti gert þér kleift að lifa lengur
Telomeres eru sá hluti litninga sem ákvarðar hvernig frumur eldast. Þrátt fyrir að rannsóknir séu ekki afgerandi enn, þá eru vissar niðurstöður sem benda til þess að „ákveðnar tegundir hugleiðslu geti haft jákvæð áhrif á líftíma telomere í litningum, og þar með frumna, með því að draga úr streitu og streituvöldum. Auk þess eykur hugleiðslan jákvætt hugarfar og veldur hormónabreytingum sem geta enn bætt líftíma telomere í litningum.“
IDDQDvar svindlkóði þar sem menn voru ódrepandi í tölvuleiknum DOOM.
Hugleiðsla getur slegið á sóríasis
Andleg streita getur orsakað bólgur í líkamanum. Þegar stutt kennsla í hugleiðslu var spiluð fyrir sjúklinga á meðan þeir voru í meðferð með útfjólubláum geislum varð það til þess að sóríasis-útbrot þeirra minnkuðu meira en í sambærilegum hópum þar sem engin hugleiðsla var notuð.
Útfjólublátt ljóshefur betri virkni á sóríasis ef hugleitt er samhliða meðferð.
4. Sambönd
Hugleiðsla eykur samkennd og jákvæðni í samböndum
Í búddískum hefðum stundar fólk metta, hugleiðslu sem gengur út á ást og samkennd. Þar einbeitir sá sem hugleiðir sér að því að þróa með sér velvild og samúð í garð allra lifandi vera. Samkvæmt rannsókn Emory-háskóla geta slíkar æfingar aukið hæfileika fólks til þess að finna til samkenndar með öðru fólki með því að lesa í andlitstjáningu þeirra.
Önnur rannsókn bendir til þess að hinar jákvæðu tilfinningar sem verða til með því að hlúa að samkennd hafi aðrar áhugaverðar afleiðingar í för með sér, til dæmis meiri kærleik í eigin garð, að samþykkja sjálfan sig, sækja sér frekar hjálp og jákvæðari sambönd við annað fólk. Auk þess eykur það þá tilfinningu hjá viðkomandi að hann sé hæfur til að lifa sínu lífi.
Samböndnjóta góðs af samúð og samkennd sem eykst með hugleiðslu.
Hugleiðsla dregur úr félagslegri einangrun
Í rannsókn sem birtist í American Psychological Association, áttu einstaklingar sem höfðu aðeins stundað nokkrar mínútur af hugleiðslu auðveldara með að finna fyrir félagslegri tengingu við nýja einstaklinga. Niðurstöðurnar benda til þess að aðferðina mætti nota til þess að auka jákvæðar félagslegar tilfinningar hjá fólki og draga þannig úr félagslegri einangrun.
Robinson Crusoehefði eflaust þótt einveran bærilegri hefði hann haft undirstöðuþekkingu á hugleiðslu.
Hugleiðsla dregur úr einmanaleik
Könnun Carnegie Mellon-háskóla bendir til þess að þjálfun í hugleiðslu sé mjög gagnleg til að draga úr tilfinningunni fyrir einmanaleik, sem svo dregur úr líkunum á þunglyndi, sjúkdómum og öðrum afleiðingum neikvæðra tilfinninga. Hugleiðsla dregur einnig úr þörfinni til að borða vegna neikvæðra tilfinninga, sem minnkar svo líkurnar á þyngdaraukningu.
Om Mani Padme HumMantran er hér rist í klettavegg í Tíbet, en sé hún kyrjuð fyrir skurðaðgerð getur það hraðað batanum.
6. Niðurstaða
Ýmislegt virðist því benda til þess að vísindin séu nú að staðfesta reynslu þeirra milljóna sem hugleiða á hverjum degi; að hugleiðsla bæti heilsuna, komi í veg fyrir sjúkdóma, auki hamingju og bæti frammistöðu í nánast hvaða verkefni sem er, andlegu eða líkamlegu.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Mest lesið
1
Viðtal
61367
„Loksins lesbía!“
Eva Jóhannsdóttir var ekki orðin sjálfráða þegar maður beitti hana grimmilegu ofbeldi. Annar maður kom þar að en í stað þess að koma henni til bjargar braut hann líka á henni. Hún vildi vera viss um að vera ekki mótuð af þessari reynslu þegar hún kom út úr skápnum. „Loksins lesbía,“ hrópaði afi hennar en hommarnir í fjölskyldunni eru svo margir að á ættarmótum er skellt í hópmynd af samkynhneigðum. Afinn bauðst líka til að splæsa í danskt sæði fyrir hana en hún valdi aðra leið, að eignast barn með hommum.
2
Fréttir
55197
Ríkið taki til sín Auðkenni eftir langvinnan taprekstur
Bjarni Benediktsson vill að ríkið eignist fyrirtækið sem gefur út rafræn skilríki. Framkvæmdastjóri Auðkennis fór frá fjármálaráðuneytinu til fyrirtækisins eftir að hafa gert samning þeirra á milli. Taprekstur Auðkennis nam 911 milljónum á áratug.
3
Fréttir
29
Leitar líffræðilegs föður síns og vonast til að græða fleira fólk í kringum sig
Ásta Kristín Guðrúnardóttir Pálsdóttir komst að því að faðir hennar væri ekki líffræðilegur faðir hennar fyrir áratug. Hún leitar nú lífræðilegs föður síns og vonast til að fólk sem þekkti móður hennar, Guðrúnu Margréti Þorbergsdóttur, geti orðið henni til aðstoðar í leitinni.
4
Fréttir
47358
Sigmar stefnir að því að stofna hagsmunasamtök fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki
Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson hyggst stofna samtök sem eiga að leysa af hólmi Samtök atvinnulífsins þegar kemur að kjaraviðræðum á milli lítilla og meðalstórra fyrirtækja og stéttarfélaga. Hann segir hag slíkra fyrirtækja vera að hverfa frá þeirri láglaunastefnu sem SA hafa barist fyrir.
5
Vettvangur
44384
Sómi Íslands
Björgunarsveitarfólk úr björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík hefur sumt hvert staðið sleitulítið vaktina frá því að eldgosið hófst í Fagradalsfjalli. Þau hafa jafnframt notið liðsinnis hundruða kollega sinna sem hafa tryggt öryggi fólks og komið hröktum og slösuðum ferðalöngum til bjargar. Allt í sjálfboðavinnu, án þess að skeyta um eigin hag heldur einbeitt í að hjálpa samborgurum sínum. Það verður seint ofmetið.
6
Þrautir10 af öllu tagi
5272
347. spurningaþraut: Í hvaða landi er ræktað mest af kartöflum?
Hérna er hann, hlekkurinn á þrautina síðan í gær. * Fyrri aukaspurning: Á myndinni hér að ofan má sjá leikkonuna Virginiu Cherrill. Hver er með henni á myndinni, þó hann eða hún sjáist ekki á þessu skjáskoti? * Aðalspurningar: 1. Þegar tiltekin persóna ferðast um í flugvél er sú flugvél kölluð Air Force One. Hver er þessi persóna? 2. Grikki...
7
Þrautir10 af öllu tagi
6787
348. spurningaþraut: Hvaða Íslendingasaga er kennd við konu?
þraut, hér leynist hún. * Aukaspurning, fyrri: Hvaða hljómsveit treður upp á skjáskotinu sem birtist hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. Í hvaða landi fæddist málarinn Pablo Picasso? 2. Botvinnik hét maður, hann var heimsmeistari í skák árum saman. Í hvaða ríki var hann lengst af heimilisfastur? 3. Í hvaða hljómsveit var söngkonan Ragnhildur Gísladóttir þegar hún sló fyrst...
Mest deilt
1
Vettvangur
44396
Sómi Íslands
Björgunarsveitarfólk úr björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík hefur sumt hvert staðið sleitulítið vaktina frá því að eldgosið hófst í Fagradalsfjalli. Þau hafa jafnframt notið liðsinnis hundruða kollega sinna sem hafa tryggt öryggi fólks og komið hröktum og slösuðum ferðalöngum til bjargar. Allt í sjálfboðavinnu, án þess að skeyta um eigin hag heldur einbeitt í að hjálpa samborgurum sínum. Það verður seint ofmetið.
2
Viðtal
64375
„Loksins lesbía!“
Eva Jóhannsdóttir var ekki orðin sjálfráða þegar maður beitti hana grimmilegu ofbeldi. Annar maður kom þar að en í stað þess að koma henni til bjargar braut hann líka á henni. Hún vildi vera viss um að vera ekki mótuð af þessari reynslu þegar hún kom út úr skápnum. „Loksins lesbía,“ hrópaði afi hennar en hommarnir í fjölskyldunni eru svo margir að á ættarmótum er skellt í hópmynd af samkynhneigðum. Afinn bauðst líka til að splæsa í danskt sæði fyrir hana en hún valdi aðra leið, að eignast barn með hommum.
3
Fréttir
47360
Sigmar stefnir að því að stofna hagsmunasamtök fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki
Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson hyggst stofna samtök sem eiga að leysa af hólmi Samtök atvinnulífsins þegar kemur að kjaraviðræðum á milli lítilla og meðalstórra fyrirtækja og stéttarfélaga. Hann segir hag slíkra fyrirtækja vera að hverfa frá þeirri láglaunastefnu sem SA hafa barist fyrir.
4
Fréttir
55197
Ríkið taki til sín Auðkenni eftir langvinnan taprekstur
Bjarni Benediktsson vill að ríkið eignist fyrirtækið sem gefur út rafræn skilríki. Framkvæmdastjóri Auðkennis fór frá fjármálaráðuneytinu til fyrirtækisins eftir að hafa gert samning þeirra á milli. Taprekstur Auðkennis nam 911 milljónum á áratug.
5
Þrautir10 af öllu tagi
6787
348. spurningaþraut: Hvaða Íslendingasaga er kennd við konu?
þraut, hér leynist hún. * Aukaspurning, fyrri: Hvaða hljómsveit treður upp á skjáskotinu sem birtist hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. Í hvaða landi fæddist málarinn Pablo Picasso? 2. Botvinnik hét maður, hann var heimsmeistari í skák árum saman. Í hvaða ríki var hann lengst af heimilisfastur? 3. Í hvaða hljómsveit var söngkonan Ragnhildur Gísladóttir þegar hún sló fyrst...
6
Þrautir10 af öllu tagi
5272
347. spurningaþraut: Í hvaða landi er ræktað mest af kartöflum?
Hérna er hann, hlekkurinn á þrautina síðan í gær. * Fyrri aukaspurning: Á myndinni hér að ofan má sjá leikkonuna Virginiu Cherrill. Hver er með henni á myndinni, þó hann eða hún sjáist ekki á þessu skjáskoti? * Aðalspurningar: 1. Þegar tiltekin persóna ferðast um í flugvél er sú flugvél kölluð Air Force One. Hver er þessi persóna? 2. Grikki...
7
Pistill
370
Elísabet Jökulsdóttir
Litla stelpan með vonina
Kvíðinn sem fylgir því að vera með framtíðina á bakinu.
Mest lesið í vikunni
1
FréttirSamherjaskjölin
97640
Rannsóknin á Namibíumáli Samherja í Færeyjum: „Stundum er best að vita ekki“
Færeyska ríkissjónvarpið teiknar upp mynd af því hvernig Samherji stýrir í reynd starfsemi útgerðar í Færeyjum sem félagið á bara fjórðungshlut í. Samstarfsmenn Samherja í Færeyjum, Annfinn Olsen og Björn á Heygum, vissu ekki að félögin hefðu stundað viðskipti við Kýpurfélög Samherja.
2
FréttirEldgos við Fagradalsfjall
17139
Ráku hendurnar ofan í sprunguna sem síðan gaus upp úr
Mæðgurnar Ásta Þorleifsdóttir og Lilja Steinunn Jónsdóttir stóðu ofan í sprungunni sem byrjaði að gjósa upp úr í nótt aðeins sólarhring fyrr. Þær segja að jarðfræðimenntun þeirra beggja hafi komið að góðum notum þá en eftir uppgötvun þeirra var svæðið rýmt.
3
Greining
14218
Vansvefta stjórnarformenn
Sérhagsmunaaðilar beita sér af fullum þunga, bæði í þjóðmálaumræðunni og bak við tjöldin, til að sveigja regluverk og starfsemi eftirlitsstofnana þannig að það henti þeirra hagsmunum.
4
Mannlýsing
594
Maðurinn sem fagnaði geðhvarfasýki og fangaði sjálfan sig
Sigursteinn Másson veiktist af geðhvarfasýki þegar hann fór að rannsaka óréttlætið í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum sem fréttamaður. Sjúkdómurinn hefur opnað honum nýjar víddir.
5
Fréttir
36127
Kaupfélagið gefur Skagaströnd fasteignir útgerðarfélagsins eftir að hafa hætt rekstri þar og fært kvótann í burtu
Kaupfélag Skagfirðinga var gagnrýnt fyrir að flytja útgerðarstarfsemi sína frá Skagaströnd. Útgerðararmur kaupfélagsins hefur nú gefið Skagaströnd þrjár fasteignir sem voru í eigu útgerðarfélagsins í þorpinu. Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri segir að félagið vilji láta gott af sér leiða á Skagaströnd.
6
FréttirSamherjaskjölin
148570
Hannes Hólmsteinn í ritdeilu við finnsk-íslenskan fræðimann: „Ísland er ekki spillt land“
Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðiprófessor gagnrýnir þrjá fræðimenn við íslenska háskóla vegna orða þeirra um spillingu á Íslandi. Þetta eru þeir Lars Lundsten, Þorvaldur Gylfason og Grétar Þór Eyþórsson. Hannes svarar þar með skrifum Lars Lundsten sem sagði fyrir skömmu að Ísland væri spilltast Norðurlandanna.
7
Viðtal
64375
„Loksins lesbía!“
Eva Jóhannsdóttir var ekki orðin sjálfráða þegar maður beitti hana grimmilegu ofbeldi. Annar maður kom þar að en í stað þess að koma henni til bjargar braut hann líka á henni. Hún vildi vera viss um að vera ekki mótuð af þessari reynslu þegar hún kom út úr skápnum. „Loksins lesbía,“ hrópaði afi hennar en hommarnir í fjölskyldunni eru svo margir að á ættarmótum er skellt í hópmynd af samkynhneigðum. Afinn bauðst líka til að splæsa í danskt sæði fyrir hana en hún valdi aðra leið, að eignast barn með hommum.
Mest lesið í mánuðinum
1
VettvangurEldgos við Fagradalsfjall
2421.164
Svona var ástandið við eldgosið
Fólk streymdi upp stikaða stíginn að eldgosinu í gær eins og kvika upp gosrás. Ástandið minnti meira á útihátíð en náttúruhamfarir.
Róbert Wessman, forstjóri Alvogen, sendi rúmlega 30 hatursfull og ógnandi SMS-skilaboð til fyrrverandi samstarfsmanna sinna há Actavis. Ástæðan var að annar þeirra hafði borið vitni í skaðabótamáli Björgólfs Thors Björgólfssonar gegn honum árið 2016. Alvogen lét skoða málið en segir engin gögn hafa bent til þess að „eitthvað væri athugavert við stjórnunarhætti Róberts.“ Stundin birtir gögnin.
4
MyndirEldgos við Fagradalsfjall
66633
Geldingagígur ekki lengur ræfill og kominn með félaga
Gosið í Geldingadölum gæti verið komið til að vera til lengri tíma. Efnasamsetning bendir til þess að það komi úr möttli jarðar og líkist fremur dyngjugosi heldur en öðrum eldgosum á sögulegum tíma.
5
Leiðari
2551.835
Jón Trausti Reynisson
Þess vegna þola þau ekki Pírata
Þau klæða sig ekki rétt, hegða sér ekki rétt, eru stefnulaus og fylgja ekki hefðum stjórnmálanna.
6
Rannsókn
36176
Útfararstjóri Íslands: Siggi hakkari játar að hafa svikið tugi milljóna króna úr íslenskum fyrirtækjum
Sigurður Þórðarson, eða Siggi hakkari eins og hann er kallaður, hefur undanfarin ár náð að svíkja út tugi milljóna úr íslenskum fyrirtækjum. Sigurður er skráður fyrir fjöldann af hlutafélögum og félagasamtökum sem hann notast við. Í viðtali við Stundina játar hann svik og skjalafalsanir.
7
FréttirHeimavígi Samherja
2511.704
Finnskur fræðimaður um Samherjamálið á Akureyri: Á Íslandi ríkir „valdakerfi klansins“
Lars Lundsten, finnskur fræðimaður sem starfar við Háskólann á Akureyri, segir að það sé ekki skrítið að Ísland sé talið vera spilltasta land Norðurlandanna. Hann segir að á Akureyri megi helst ekki tala um Samherjamálið í Namibíu.
Nýtt á Stundinni
Pistill
368
Elísabet Jökulsdóttir
Litla stelpan með vonina
Kvíðinn sem fylgir því að vera með framtíðina á bakinu.
Pistill
1357
Dagmar Kristinsdóttir
Það skiptir máli hvernig við tjáum okkur
Við getum haft áhrif með orðum okkar, vakið til umhugsunar, fengið fólk til að skipta um skoðun og jafnvel breyta um hegðun.
Viðtal
61367
„Loksins lesbía!“
Eva Jóhannsdóttir var ekki orðin sjálfráða þegar maður beitti hana grimmilegu ofbeldi. Annar maður kom þar að en í stað þess að koma henni til bjargar braut hann líka á henni. Hún vildi vera viss um að vera ekki mótuð af þessari reynslu þegar hún kom út úr skápnum. „Loksins lesbía,“ hrópaði afi hennar en hommarnir í fjölskyldunni eru svo margir að á ættarmótum er skellt í hópmynd af samkynhneigðum. Afinn bauðst líka til að splæsa í danskt sæði fyrir hana en hún valdi aðra leið, að eignast barn með hommum.
Þrautir10 af öllu tagi
4261
349. spurningaþraut: Tvær kvikmyndir, ein höfuðborg, einn stríðsleiðtogi, og það er bara byrjunin
Hæ. Hér er fyrst hlekkur á þrautina frá í gær. * Fyrri aukaspurning: Á myndinni að ofan má sjá dýrið paraceratherium, stærsta landspendýr sem vitað er um í sögunni, en dýrið var á dögum fyrir 25-30 milljónum ára. Hver er nánasti ættingi dýrsins sem enn skrimtir? * Aðalspurningar: 1. Í hvaða landi er höfuðborgin Buenos Aires? 2. Í ágúst 1941...
Mynd dagsins
7
Páll Stefánsson
Sjálfskipuð sóttkví
Þessar furðuverur á ströndinni við Bala, neðan við Hrafnistu, vekja kátínu og undrun. En útvegsbóndinn eða listamaðurinn Jón Guðmundsson sem á fiskihjallann á Bala hefur verið að hreinsa fjöruna og skapað þessar fígúrur, sem flestallar virða sóttvarnareglur Þórólfs og halda góðri tveggja metra fjarlægð.
Menning
14
Varpa upp myndum af bólusetningu og sundi
Hreyfimyndahátíðin hefst á morgun og verða myndbandsverk sýnd á völdum stöðum í miðborginni.
Menning
11
Skráning opnar fyrir Músíktilraunir
Enn er stefnt að því að halda Músíktilraunir á þessu ári. Hátíðin féll niður í fyrra vegna Covid-19.
Vettvangur
44384
Sómi Íslands
Björgunarsveitarfólk úr björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík hefur sumt hvert staðið sleitulítið vaktina frá því að eldgosið hófst í Fagradalsfjalli. Þau hafa jafnframt notið liðsinnis hundruða kollega sinna sem hafa tryggt öryggi fólks og komið hröktum og slösuðum ferðalöngum til bjargar. Allt í sjálfboðavinnu, án þess að skeyta um eigin hag heldur einbeitt í að hjálpa samborgurum sínum. Það verður seint ofmetið.
Fréttir
47358
Sigmar stefnir að því að stofna hagsmunasamtök fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki
Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson hyggst stofna samtök sem eiga að leysa af hólmi Samtök atvinnulífsins þegar kemur að kjaraviðræðum á milli lítilla og meðalstórra fyrirtækja og stéttarfélaga. Hann segir hag slíkra fyrirtækja vera að hverfa frá þeirri láglaunastefnu sem SA hafa barist fyrir.
Þrautir10 af öllu tagi
6787
348. spurningaþraut: Hvaða Íslendingasaga er kennd við konu?
þraut, hér leynist hún. * Aukaspurning, fyrri: Hvaða hljómsveit treður upp á skjáskotinu sem birtist hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. Í hvaða landi fæddist málarinn Pablo Picasso? 2. Botvinnik hét maður, hann var heimsmeistari í skák árum saman. Í hvaða ríki var hann lengst af heimilisfastur? 3. Í hvaða hljómsveit var söngkonan Ragnhildur Gísladóttir þegar hún sló fyrst...
Mynd dagsins
9
Páll Stefánsson
Þrír eldar, fjórir eldhugar
Það var fátt upp við gosstöðvarnar í gærkvöldi, enda var veður og vindátt orðin óhagstæð. Klukkan 19:33, hálftíma eftir að ég var kominn upp að eldstöðinni barst sms frá 112 um að yfirgefa svæðið vegna gasmengunar. Skömmu síðar birtust sérsveitar- og björgunarsveitarmenn líkt og gagnamenn að smala fé af fjalli. En þvílík breyting á landinu á innan við viku. Tveir nýir gígar hafa bæst við og hraunið fyllir nú nánast Geldingardalinn. Hraunfossinn niður í Merardal sá ég ekki... bara næst.
Blogg
2
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Almenningur í öðru sæti?
Heimurinn glímir við kóvid19 sem aldrei fyrr, hún er þrautseig þessi fjandans veira (afsakið orðbragðið). Þegar þessi orð eru skrifuð bárust fréttir þess efnis frá Brasilíu að um 4000 manns hefði látist á einum degi. Það er álíka og allir íbúar Vestmannaeyja. Á einum degi! En það er ólga í umræðunni um kóvid hér á landi og nú þegar...
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Athugasemdir