Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Gleði, söngur og samkennd í réttum

Heiða Helga­dótt­ir fór í Lauf­skála­rétt í Skaga­firði.

Þetta er stærra en jólin hjá mér,“ segir Stefán Ingi Óskarsson, sem hefur farið í Laufskálarétt í Skagafirði á hverju ári síðustu 25 árin. Stefán er úr Reykjavík en var í sveit hjá ömmu sinni og afa á bænum Enni í Skagafirðinum þegar hann var unglingur. Hann byrjaði að ríða í réttirnar fyrir sex árum og segir að það sé toppurinn.

Hestar, söngur, kjötsúpa og góður félagsskapur er það sem kemur upp í hugann eftir magnaða réttarhelgi í Skagafirðinum. Laufskálaréttir eru einar vinsælustu stóðréttir landsins og á hverju ári eru um 3.000 manns sem mæta í réttirnar.

Laufskálaréttir eru svo miklu meira en bara réttir, þetta er heil helgi af gleði, söng og veislum. Þarna safnast hestafólk saman og líka fólk sem sækir í upplifun af stemningunni og í félagsskap fólksins í sveitinni.

Lagt er af stað snemma morguns frá Hjaltadal og riðið inn Kolbeinsdal að stóðinu sem er svo rekið yfir ásinn niður í rétt.

Pálmi Ragnarsson, bóndi í Garðakoti.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu