Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Fyrirmyndir kvenna: „Vigdís er drottningin“

Fimm ólík­ar kon­ur á mis­mun­andi aldri segja frá því hvaða kon­ur hafa veitt þeim inn­blást­ur

Á 100 ára kosningaafmæli kvenna minnast konur kvenna sem hafa verið þeim fyrirmyndir og veitt þeim innblástur.

Steiney
Steiney

Bóla var frábær fyrirmynd

Steiney Skúladóttir, dagskrárgerðarkona, segir að margar konur hafi veitt sér innblástur í gegnum tíðina. Þar fari móðir hennar, Halldóra Geirharðsdóttir leikkona, fremst í flokki. „Hún er mamma mín og ól mig upp og lagði mér lífsreglurnar. Ég kemst ekki hjá því að þakka henni en ég held að hún sé öðruvísi fyrirmynd fyrir mig heldur en aðra, af því að ég sé hana á annan hátt en aðrir.

Svo er það Vigdís Finnbogadóttir. Ég var svo ung þegar hún hætti að vera forseti en ég man hvað ég elskaði hana djúpt í hjarta mínu og hvað mér fannst sorglegt þegar hún hætti að vera forseti. Ég fór á sýninguna Ertu tilbúin frú forseti? um daginn þar sem mér fannst svo merkilegt að það var engin tilviljun hvernig hún kom fyrir. Þetta var allt út pælt hjá henni. Hún er bara mögnuð. Vigdís er drottningin og ætti að vera á 50 þúsund króna seðlinum þegar hann kemur.

Annars hafa fullt af konum verið mínar fyrirmyndir. Það er svo ótrúlega mikilvægt að hafa fyrirmyndir. Allskonar fyrirmyndir. Að maður sjái konur úti um allt, eins og Bólu – hún var frábær fyrirmynd.“

Steiney er einnig hluti af Reykjavíkurdætrum sem gáfu út nýtt lag í dag. „Það er mjög insperarandi að vera með þessum stelpum og fá leyfi til þess að gera það sem maður vill. Þetta eru allt ótrúlega kraftmiklar stelpur sem koma úr ólíkum áttum þannig að við höfum ekki mikinn tíma til að gera tónlist allar saman en þegar við náum því þá er það svo geggjað.“

Reykjavíkurdætur leggja áherslu á að konur hafi frelsi til að vera eins og þær eru, og um það snýst helsta baráttumál Steineyjar. „Að konur þurfi ekki alltaf að vera pólitískt réttar.“

 

Salka Sól
Salka Sól

Mamma helsta fyrirmyndin

Stundin náði tali af Sölku Sól Eyfeld, söngkonu og dagskrárgerðarkonu, þar sem hún var stödd á Austurvelli á hátíðarhöldunum. Aðspurð hver hafi verið hennar helsta kvenfyrirmynd í gegnum tíðina segir hún mömmu sína eiga þann heiður skuldlaust. „Mamma hefur alltaf verið mjög meðvituð um kvenréttindabaráttuna og upplýsti mig og fræddi. Hún sagði mér hvað það væri að vera femínisti og hún náði að segja mér það án þess að nota orðið femínisti. Hún lét mig alltaf vita að ég ætti jöfn tækifæri í lífinu og bræður mínir,“ segir hún en móðir Sölku, Guðbjörg Ólafsdóttir, er ein af þeim sem kom að stofnun Kvennalistans á sínum tíma.

Salka nefnir einnig Vigdísi Finnbogadóttur en hún hafði verið forseti í átta ár þegar Salka fæddist. „Það er ótrúlegt hvað hún hefur gert fyrir kvenþjóðina, bæði meðvitað og ómeðvitað,“ segir hún. „Hún var forseti þegar ég fæddist, þannig maður ólst upp við að það væri mjög eðlilegt að kona væri forseti. Ég var ekkert að kippa mér upp við það að hún væri kona, ég hafði ekki vit á því. Þegar ég komst síðan til vits og ára áttaði ég mig á því hvað það er merkilegt. Ég er afskaplega þakklát fyrir að hafa alist upp að hluta til með kvenforseta.“ Þá segist Salka sömuleiðis eiga sér margar fyrirmyndir í tónlistinni og nefnir þar til að mynda Emilíönu Torrini og Björk. „Ekkert endilega af því þær eru konur, heldur finnst mér þær bara ótrúlega flottir tónlistarmenn.“

Hvað finnst þér mikilvægast að hafa í huga á þessum degi? „Mér finnst mjög mikilvægt að þekkja söguna svo hún endurtaki sig ekki,“ svarar Salka. Hún segir umræðuna um femínisma oft á villigötum, sérstaklega í netheimum. „Það er svo leiðinlegt að þurfa að eyða púðri í það að réttlæta tilvist femínisma, þegar mér finnst tilvist hans svo sjálfsögð. Ég vil heldur verja tímanum í að berjast fyrir því sem þarf að berjast fyrir, eins og jöfnum launum og tækifærum.“

 

Þórdís Elva
Þórdís Elva

Fæddist daginn sem Vigdís tók við embætti

„Ég fæddist daginn sem Vigdís Finnbogadóttir tók við embætti, þannig ég er nákvæmlega jafn gömul og hennar forsetatíð – upp á dag,“ segir Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, leikkona og rithöfundur, um kvenfyrirmyndirnar sínar. „Það er því fyrsta nafnið sem kemur upp í hugann. Ég ólst upp mjög meðvituð um að ég væri jafngömul og leiðtogatíð fyrsta kvenforsetans. Ég kann Vigdísi miklar þakkir fyrir það. Hún hefur líka

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu