Þessi færsla er meira en 2 ára gömul.

Forsjá eða eftirsjá?

Lífið er stutt og full af eftirsjá. Oftast sér maður eftir þeim tækifærum sem maður missti af, leiðirnar í lífinu sem maður fór ekki og þeim ákvörðunum sem maður tók ekki.

 Oft er maður svo hræddur um að taka rangar ákvarðanir og þorir því ekki að framkvæma hluti sem maður gæti séð eftir. En þá lifir maður með „hvað ef...“ hugsunum það sem eftir er.

Eitt af því sem ég vil alls ekki gera, er að liggja á dánarbeðinu og sjá eftir að hafa fylgt fjöldanum og ekki leyft mér að lifa eins og ég vildi, eða tjá mig eins og ég þurfti.

Því tók ég fyrir allnokkrum árum þá ákvörðun að sjá frekar eftir þeim mistökum sem ég geri heldur en þeim sem ég ákvað að gera ekki.

Eftir að ég tók þessa ákvörðun (sem ég hef ennþá ekki séð eftir), hefur lífið verið innihaldsríkara og meira gefandi en nokkru sinni áður. Það má segja að ég hafi komið upp úr kjallaranum og farið að njóta sólskinsins.

Hverju vilt þú sjá eftir?

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni