Þessi færsla er meira en 5 ára gömul.

Það er ríkið sem hefur brugðist

Það er ríkið sem hefur brugðist

15 þingmenn hafa lagt fram þingsályktunartillögu um óréttmæti málshöfðunar Alþingis gegn ráðherrum og krefjast afsökunarbeiðni. Þetta kemur manni svo sem ekki á óvart og er vissulega fastur þáttur í störfum íslenskra stjórnmálamanna að víkja sér undan ábyrgð á eigin verkum og vilja endurrita söguna.

Það liggur hins vegar fyrir í mörgum gögnum og ekki síst í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis að stjórnmálamenn vissu vel hvert stefndi síðustu misserin fyrir Hrunið og stjórnmálamenn munu ekki koma sér undan ábyrgð.

„Það er ríkið sem hefur brugðist“ sagði Páll heitinn Skúlason háskólarektor um hrunið og vinnubrögð stjórnmálamanna. Og hann bætti við „Það er Ríkið sem á að setja leikreglur sem tryggja stöðu almennings. Ríkið hefur brugðist, þar á bæ hefur ekki verið tekið tillit til ábendinga um hvert stefni og því er Ísland í þessari stöðu. Það eru stjórnvöld sem setja lögin og þau hafa lagt til hliðar samkennd og jöfnuð, en látið markaðshyggjuna ráða för. Með því hafa þau ákveðið að viðhalda því ástandi sem tryggir áframhald óstöðugleikans.“

Stjórnmálamenn sýndu ótrúlegt ábyrgðarleysi árin fyrir Hrun að hafa ekki tekið á þeim vanda sem við blasti og hlusta á þær viðvaranir sem komu frá frændþjóðum okkar. Þær forsendur sem íslenskir stjórnmálamenn hafa gefið sér eru í senn barnalegar og lýsa veruleikafyrringu

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni