Auglysingin hverfur eftir stutta stund...
Loka

Guðmundur Hörður

Lýðræðisumbætur afþakkaðar

Það er eftirtektarvert hversu litla athygli og umræðu lýðræðismál hafa fengið að undanförnu, ekki síst í þeim kosningum sem við höfum gengið til á síðustu árum, og í stjórnarsáttmála eru lýðræðisumbætur ekki nefndar á nafn nema í millifyrirsögn og kafla um lýðræðiskennslu í skólum.

Nýafstaðnar sveitarstjórnarkosningar eru síðan alvarleg áminning um það hversu illa okkur hefur tekist upp við að þróa lýðræðis- og kosningakerfið okkar. Til marks um það er hátt hlutfall þeirra sem mættu á kjörstað en eiga engan fulltrúa í sveitarstjórnum. Á höfuðborgarsvæðinu kusu t.d. 101.433 einstaklingar og af þeim fengu 11.861 engan kjörinn fulltrúa, eða 11,7% kjósenda. Rúmlega einn af hverjum þeim tíu sem höfðu fyrir því að mæta á kjörstað reynast því áhrifalausir á stjórn síns sveitarfélags næstu fjögur árin. Hlutfallið er ólíkt eftir sveitarfélögum, en verst er ástandið í Kópavogi, þar sem 21% kjósenda er fulltrúalaus, og 16,4% í Hafnarfirði.

Vegna þess hversu mörg atkvæði „falla dauð“ með þessum hætti, þá geta stjórnmálaflokkarnir myndað meirihluta á mjög hæpnum meirihluta. Þannig er ástandið kannski einna vafasamast í Reykjavík og Hafnarfirði þar sem meirihlutar hafa verið og virðast ætla að verða myndaðir með minnihluta atkvæða. Í Hafnarfirði hefur meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks 41,7% atkvæða að baki sér en minnihluti Samfylkingar, Viðreisnar, Miðflokksins og Bæjarlistans 45% atkvæða. Í Reykjavík virðast Samfylking, Píratar, Vinstri-græn og Viðreisn ætla að mynda meirihluta með 46,4% gegn þeim 47,6% sem veittu minnihluta Sjálfstæðisflokks, Sósíalista, Flokks fólksins og Miðflokksins atkvæði sitt. Orðin meirihluti og minnihluti hljóma því orðið nokkuð vafasöm í þessu ljósi.

Stjórnmálafólki allra flokka hefur að undanförnu orðið tíðrætt um kreppu fulltrúalýðræðisins, enda hefur traust á kjörnum fulltrúum mælst lítið, ekki síst í kjölfar hrunsins. Engu að síður virðist lítil eða engin uppbyggileg umræða fara fram um það hvernig laga megi augljósa vankanta fulltrúalýðræðisins. Þó er enginn skortur á lausnum sem grípa mætti til með einföldum hætti. Þannig hafa þeir Ólafur Þ. Harðarson og Indriði H. Indriðason t.d. bent á það í grein að svonefnd St. Laguë-aðferð við að reikna fulltrúa myndi í fæstum tilvikum færa flokki með minnihluta atkvæða meirihluta fulltrúanna, ólíkt svonefndri d´Hont reglu sem notast er við nú. Önnur einföld leið er fær til að fækka fjölda þeirra sem mæta á kjörstað en standa uppi fulltrúalausir að loknum kosningum, svonefnd Single Transferable Vote aðferð sem hefur t.d. verið notuð í kosningum í Írlandi, Möltu, Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Með þessari aðferð raða kjósendur framboðum í forgangsröð og ef það framboð sem kjósandinn valdi í 1. sæti fær ekki næg atkvæði til að hljóta fulltrúa þá fer atkvæðið til þess framboðs sem kjósandinn valdi í 2. sæti o.s.frv. Slíkt fyrirkomulag stuðlar að því að allir þeir sem mæta á kjörstað fái kosinn fulltrúa.

Fleiri augljós lýðræðisleg umbótamál hafa ekki fengið athygli eða afgreiðslu Alþingis. Þannig hefur t.d. réttur almennings til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um umdeild mál ekki verið tryggður þrátt fyrir mikla umræðu og loforð margra. Og enn vega atkvæða kjósenda í Suðvesturkjördæmi einungis til hálfs á við atkvæði í Norðvesturkjördæmi þó að áratugur sé liðinn frá því að að Öryggis- og samvinnustofnunm Evrópu (ÖSE) gerði athugasemdir við það.

Forsætisráðherra hefur fullyrt í stefnuræðu að ríkisstjórnin leggi megináherslu á lýðræði. Þrátt fyrir það bendir fátt eða ekkert til þess að nú standi til að auka áhrif almennings á umdeild mál, draga úr misvægi atkvæða eða lagfæra lýðræðishallan á sveitarstjórnarstiginu. Lýðræðisumbætur verða því miður áfram afþakkaðar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sonur Ingibjargar kynnir nýja verslun í Fréttablaðinu
1

Sonur Ingibjargar kynnir nýja verslun í Fréttablaðinu

·
Fréttablaðið birtir aftur viðtal við son eigandans
2

Fréttablaðið birtir aftur viðtal við son eigandans

·
Ríkisstjórnin dró upp villandi mynd af skattatillögum
3

Ríkisstjórnin dró upp villandi mynd af skattatillögum

·
Ríkisstjórnin vill lækka skattbyrði flestra en ekki hrófla við skattlagningu ofurtekna
4

Ríkisstjórnin vill lækka skattbyrði flestra en ekki hrófla við skattlagningu ofurtekna

·
Telur að Ríkisskattstjóri hafi synjað fólki um húsnæðisúrræði
5

Telur að Ríkisskattstjóri hafi synjað fólki um húsnæðisúrræði

·
Vann endanlega dómsmál eftir ólögmæta uppsögn
6

Vann endanlega dómsmál eftir ólögmæta uppsögn

·

Mest deilt

Ríkisstjórnin vill lækka skattbyrði flestra en ekki hrófla við skattlagningu ofurtekna
1

Ríkisstjórnin vill lækka skattbyrði flestra en ekki hrófla við skattlagningu ofurtekna

·
Ríkisstjórnin dró upp villandi mynd af skattatillögum
2

Ríkisstjórnin dró upp villandi mynd af skattatillögum

·
Vonsvikin yfir tillögum ríkisstjórnarinnar og segja að tilboð SA hefði „leitt til kaupmáttarrýrnunar fyrir stóra hópa launafólks“
3

Vonsvikin yfir tillögum ríkisstjórnarinnar og segja að tilboð SA hefði „leitt til kaupmáttarrýrnunar fyrir stóra hópa launafólks“

·
Ráðuneytið skoðar ofbeldistilkynningar sýslumanna
4

Ráðuneytið skoðar ofbeldistilkynningar sýslumanna

·
Sakar verkalýðshreyfinguna um „brot á vinnulöggjöfinni“
5

Sakar verkalýðshreyfinguna um „brot á vinnulöggjöfinni“

·
Telur að Ríkisskattstjóri hafi synjað fólki um húsnæðisúrræði
6

Telur að Ríkisskattstjóri hafi synjað fólki um húsnæðisúrræði

·

Mest deilt

Ríkisstjórnin vill lækka skattbyrði flestra en ekki hrófla við skattlagningu ofurtekna
1

Ríkisstjórnin vill lækka skattbyrði flestra en ekki hrófla við skattlagningu ofurtekna

·
Ríkisstjórnin dró upp villandi mynd af skattatillögum
2

Ríkisstjórnin dró upp villandi mynd af skattatillögum

·
Vonsvikin yfir tillögum ríkisstjórnarinnar og segja að tilboð SA hefði „leitt til kaupmáttarrýrnunar fyrir stóra hópa launafólks“
3

Vonsvikin yfir tillögum ríkisstjórnarinnar og segja að tilboð SA hefði „leitt til kaupmáttarrýrnunar fyrir stóra hópa launafólks“

·
Ráðuneytið skoðar ofbeldistilkynningar sýslumanna
4

Ráðuneytið skoðar ofbeldistilkynningar sýslumanna

·
Sakar verkalýðshreyfinguna um „brot á vinnulöggjöfinni“
5

Sakar verkalýðshreyfinguna um „brot á vinnulöggjöfinni“

·
Telur að Ríkisskattstjóri hafi synjað fólki um húsnæðisúrræði
6

Telur að Ríkisskattstjóri hafi synjað fólki um húsnæðisúrræði

·

Mest lesið í vikunni

„Núna get ég risið undir sjálfri mér“
1

„Núna get ég risið undir sjálfri mér“

·
Maðurinn sem háskólinn gat ekki hafnað
2

Maðurinn sem háskólinn gat ekki hafnað

·
Óvænt líf fannst í blómapotti
3

Óvænt líf fannst í blómapotti

·
Sonur Ingibjargar kynnir nýja verslun í Fréttablaðinu
4

Sonur Ingibjargar kynnir nýja verslun í Fréttablaðinu

·
Rekstri þjóðarsjóðs verður útvistað til einkaaðila
5

Rekstri þjóðarsjóðs verður útvistað til einkaaðila

·
Ungt fólk þurfi að spara og drekka minna latte til að geta eignast íbúð
6

Ungt fólk þurfi að spara og drekka minna latte til að geta eignast íbúð

·

Mest lesið í vikunni

„Núna get ég risið undir sjálfri mér“
1

„Núna get ég risið undir sjálfri mér“

·
Maðurinn sem háskólinn gat ekki hafnað
2

Maðurinn sem háskólinn gat ekki hafnað

·
Óvænt líf fannst í blómapotti
3

Óvænt líf fannst í blómapotti

·
Sonur Ingibjargar kynnir nýja verslun í Fréttablaðinu
4

Sonur Ingibjargar kynnir nýja verslun í Fréttablaðinu

·
Rekstri þjóðarsjóðs verður útvistað til einkaaðila
5

Rekstri þjóðarsjóðs verður útvistað til einkaaðila

·
Ungt fólk þurfi að spara og drekka minna latte til að geta eignast íbúð
6

Ungt fólk þurfi að spara og drekka minna latte til að geta eignast íbúð

·

Nýtt á Stundinni

Barni vísað úr strætisvagni vegna tækniörðugleika – Strætó biðst afsökunar

Barni vísað úr strætisvagni vegna tækniörðugleika – Strætó biðst afsökunar

·
Sakar verkalýðshreyfinguna um „brot á vinnulöggjöfinni“

Sakar verkalýðshreyfinguna um „brot á vinnulöggjöfinni“

·
Langtímarannsóknir á erfðabreyttum matvælum sýna fram á kosti þeirra

Langtímarannsóknir á erfðabreyttum matvælum sýna fram á kosti þeirra

·
Bakslag í stríðinu gegn fátækt

Bakslag í stríðinu gegn fátækt

·
Fréttablaðið birtir aftur viðtal við son eigandans

Fréttablaðið birtir aftur viðtal við son eigandans

·
Ríkisstjórnin dró upp villandi mynd af skattatillögum

Ríkisstjórnin dró upp villandi mynd af skattatillögum

·
Ráðuneytið skoðar ofbeldistilkynningar sýslumanna

Ráðuneytið skoðar ofbeldistilkynningar sýslumanna

·
Semjum um styttingu vinnuvikunnar, ellegar setjum lög

Af samfélagi

Semjum um styttingu vinnuvikunnar, ellegar setjum lög

·
Ríkisstjórnin vill lækka skattbyrði flestra en ekki hrófla við skattlagningu ofurtekna

Ríkisstjórnin vill lækka skattbyrði flestra en ekki hrófla við skattlagningu ofurtekna

·
Flókið samspil frjósemi og hlýnunar jarðar

Flókið samspil frjósemi og hlýnunar jarðar

·
Vonsvikin yfir tillögum ríkisstjórnarinnar og segja að tilboð SA hefði „leitt til kaupmáttarrýrnunar fyrir stóra hópa launafólks“

Vonsvikin yfir tillögum ríkisstjórnarinnar og segja að tilboð SA hefði „leitt til kaupmáttarrýrnunar fyrir stóra hópa launafólks“

·
Telur að Ríkisskattstjóri hafi synjað fólki um húsnæðisúrræði

Telur að Ríkisskattstjóri hafi synjað fólki um húsnæðisúrræði

·