Virkjanir
Fréttamál
Þorsteinn Már keypti virkjunarkost við Langjökul

Þorsteinn Már keypti virkjunarkost við Langjökul

·

Þorsteinn Már Baldvinsson útgerðarmaður keypti sig inn Hagavatnsvirkjunar sem reynt hefur að fá leyfi til að byggja um nokkurra ára skeið. Um er að ræða þriðja virkjunarkostinn sem Þorsteinn Már fjárfestir í. Eyþór Arnalds er einn aðalhvatamaður Hagavatnsvirkjunar og er einn af eigendum félagsins. Þorsteinn segist nú hafa selt hlutinn í virkjunarkostinum.

Dularfullur barón keypti í kísilveri og seldi virkjanaréttindi

Dularfullur barón keypti í kísilveri og seldi virkjanaréttindi

·

Ítalskur barón, Felix Von Longo-Liebenstein, hefur verið virkur í jarðakaupum á Íslandi frá síðustu aldamótum en hefur náð að halda sér utan kastljóss fjölmiðla. Hann var einn af hluthöfunum í kísilfyrirtækinu United Silicon og seldi dótturfélagi HS Orku vatnsréttindi út af virkjun á Ströndum. Illa gengur að fá upplýsingar um baróninn.

Var að drepast úr dauðahræðslu

Var að drepast úr dauðahræðslu

·

Vigdís Grímsdóttir er flutt frá Ströndum til Reykjavíkur. Hún hafnaði viðtali en samþykkti samtal. Tæknivæddir draugar. Lífsháskinn og endurkoman í líkamann. Slysið í bakaríinu og málaferlin. Var einmana í mannhafinu í París en aldrei í Árneshreppi. Fann fyrir Guði á Vatnajökli. Óléttuprófið í Kaupfélaginu

Ýktur ávinningur af virkjun: „Það þarf að fórna einhverju“

Ýktur ávinningur af virkjun: „Það þarf að fórna einhverju“

·

Framkvæmdir við virkjun Hvalár á Ófeigsfjarðarheiði hefjast innan skamms. Með byggingu virkjunarinnar verður raskað ósnortnu landi, „sem enginn er að skoða“ að mati sveitarstjórans í Árneshreppi, Evu Sigurbjörnsdóttur. Íbúar á svæðinu, Umhverfisstofnun og formaður Landverndar hafa hins vegar gagnrýnt þau rök sem færð eru fyrir framkvæmdunum, sem og að áhrif þeirra á umhverfið séu virt að vettugi.

Orkustofnun vill fleiri virkjanir: Telur „þröngt sjónarhorn verndunar“ og „óhóflega mikla varfærni“ ráða för

Orkustofnun vill fleiri virkjanir: Telur „þröngt sjónarhorn verndunar“ og „óhóflega mikla varfærni“ ráða för

·

Orkustofnun gagnrýnir „þrönga verndarstefnu“ og hvetur til virkjana á forsendum baráttunnar gegn loftslagsbreytingum. Hvorki erindisbréf verkefnisstjórnar né lög um rammaáætlun gera ráð fyrir því að virkjunarkostir séu settir í orkunýtingarflokk á slíkum forsendum.

Blekkingum beitt til að afvegaleiða umræðuna

Blekkingum beitt til að afvegaleiða umræðuna

·

Ómar Ragnarsson segir gömlum virkjanaáformum laumað inn undir nýjum formerkjum með einum eða öðrum hætti.

Eyþór stefnir áfram að því að byggja virkjunina

Eyþór stefnir áfram að því að byggja virkjunina

·

Áfram verður unnið að því að koma Hagavatnsvirkjun í nýtingarflokk. Umhverfisráðherra taldi að vinna þyrfti betur með virkjunarkostinn áður en hann færi í nýtingarflokk.

Virkjanir, samfélag og náttúra

Ólafur Páll Jónsson

Virkjanir, samfélag og náttúra

Ólafur Páll Jónsson
·

Ólafur Páll Jónsson heimspekingur ræðir um virkjanir í samfélaginu í erindi sem hann hélt á afmælisþingi Landsvirkjunar.

Jón: Fáir ferðamenn fara um ósnortin víðerni landsins

Jón: Fáir ferðamenn fara um ósnortin víðerni landsins

·

Formaður atvinnuveganefndar telur virkjanaframkvæmdir hafa lítil áhrif á umhverfið og kallar eftir „hávaðalausri skynsemi“

Vissi ekki hvað gígavattstundir voru og gerði ýmsar „vitleysur“

Vissi ekki hvað gígavattstundir voru og gerði ýmsar „vitleysur“

·

„En það var bara minn stíll,“ segir Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi ráðherra í nýútkominni bók. Hún réttlætir spjöllin á Lagarfljóti og segist ekki sjá eftir neinu

Stjórnarandstaðan klofnaði um Hvammsvirkjun

Stjórnarandstaðan klofnaði um Hvammsvirkjun

·

„Frekjustjórnmál Samfylkingarinnar og Vinstri grænna sigruðu í þetta sinn,“ sagði Vigdís Hauksdóttir. Stjórnarliðar vildu færa fleiri virkjanakosti í nýtingarflokk en höfðu ekki erindi sem erfiði.

Sigmundur fagnar nýju álveri: Nú þarf að virkja

Sigmundur fagnar nýju álveri: Nú þarf að virkja

·

Nýtt álver við Skagabyggð, fjármagnað af kínverskum málmframleiðanda, færist nær því að verða að veruleika. Orka hefur ekki verið útveguð. Forsætisráðherra lýsir stuðningi við verksmiðjuna.