Saga N1 Rafmagns: Viðskiptavild í boði lífeyrissjóða og ofrukkanir gegn almenningi
Sagan af Íslenskri orkumiðlun/N1 Rafmagni er saga sem snýst í grunninn um það hvernig almenningshlutafélag í eigu lífeyrissjóða greiddi fjárfestum mörg hundruð milljónir króna fyrir óefnislegar eignir, viðskiptavild lítils raforkufyrirtækis. Þetta fyrirtæki hóf svo að ofrukka neytendur fyrir rafmagn í gegnum þetta almenningshlutafélag og er nú til rannsóknar vegna þess. Forstjóri fyrirtækisins, Eggert Þór Kristófersson, svarar hér spurningum um viðskipti fyrirtækisins í viðtali.
FréttirViðskiptin með Íslenska orkumiðlun
3
Festi segir N1 Rafmagn ekki hafa ofrukkað neytendur og endurgreiðir bara tvo mánuði
Almenningshlutafélagið Festi, sem meðal annars á olíufélagið N1 og N1 Rafmagn, segist ekki ætla að endurgreiða viðskiptavinum sínum sem komu í gegnum þrautavaraleiðina nema fyrir tvo síðustu mánuði. N1 Rafmagn baðst afsökunar á því í síðustu viku að hafa rukkað þessa viðskiptavini um hærra verð en lægsta birta verð fyrirtækisins. N1 Rafmagn telur sig hins vegar ekki hafa stundað ofrukkanir.
FréttirViðskiptin með Íslenska orkumiðlun
1
N1 Rafmagn baðst loks afsökunar á ofrukkunum í þriðju atrennu
N1 Rafmagn réttlætti ofrukkanir á rafmagni til viðskiptavina sinna tvívegis áður en fyrirtækið baðst afsökunar. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt af hverju það ætlar ekki að endurgreiða viðskiptavinum sínum mismuninn á innheimtu verði rafmagns og auglýstu frá sumrinu 2020 þegar það varð söluaðili til þrautavara.
FréttirViðskiptin með Íslenska orkumiðlun
3
Þingmaður Samfylkingarinnar vill fá svör frá ráðherra um ofrukkanir á sölu rafmagns
Einn af þingmönnum Samfylkingarinnar, Jóhann Páll Jóhannsson, hefur sent fyrirspurn í 16. liðum til Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, ráðherra orkumála. Viðskiptahættir N1 Rafmagns hafa vakið mikla athygli síðustu vikurnar.
FréttirViðskiptin með Íslenska orkumiðlun
1
Orkustofnun vill koma í veg fyrir að N1 ofrukki neytendur fyrir rafmagnið
Orkustofnun ætlar að beita sér gegn því að N1 rafmagn ofrukki viðskiptavini sína sem koma í gegnum hina svokölluðu þrautavaraleið. Samkeppnisaðilar N1 rafmagns hafa verið harðorðir í garð fyrirtækisins.
Ríkisstofnunin Orkustofnun hefur hafið rannsókn á því hvort fyrirtækinu Íslenskri orkumiðlun/N1 Rafmagni sé heimilt að rukka suma viðskiptavini fyrirtækisins eins og gert hefur verið. Um er að ræða viðskiptavini sem komið hafa til fyrirtækisins í gegnum hina svokölluðu þrautavaraleið. Rannsóknin er byggð á kvörtun sem barst þann 16. desember síðastliðinn.
FréttirViðskiptin með Íslenska orkumiðlun
3
Íslensk orkumiðlun hefur selt þúsundum neytenda rafmagn á gölluðum forsendum
Nýtt raforkusölukerfi á Íslandi felur meðal annars í sér hugmyndina um söluaðila til þrautavara. Viðskiptavinir fara sjálfkrafa í viðskipti við það raforkufyrirtæki sem er með lægsta kynnta verðið. Íslensk orkumiðlun hefur verið með lægsta kynnta verðið hingað til en rukkar þrautavaraviðskipti sína hins vegar fyrir hærra verð. Orkustofnun á að hafa eftirlit með kerfinu um orkusala til þrautavara.
FréttirViðskiptin með Íslenska orkumiðlun
3
Hagnaðist um 272 milljónir á að selja orkusölumiðlun inn í almenningshlutafélag
Eignarhaldsfélag Magnúsar Júlíussonar, eins stofnanda og framkvæmdastjóra Íslenskrar Orkumiðlunar, hagnaðist vel í fyrra þegar fyrirtækið var selt til almenningshlutafélagsins Festis. Félag Bjarna Ármannssonar hagnaðist einnig vel en forstjóri Festis, Eggert Þór Kristófersson, er fyrrverandi framkvæmdastjóri félags Bjarna. Enn liggur ekki fyrir á hverju kaupverðið byggði.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.