Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Orkustofnun rannsakar viðskiptahætti N1 Rafmagns

Rík­is­stofn­un­in Orku­stofn­un hef­ur haf­ið rann­sókn á því hvort fyr­ir­tæk­inu Ís­lenskri orkumiðl­un/N1 Raf­magni sé heim­ilt að rukka suma við­skipta­vini fyr­ir­tæk­is­ins eins og gert hef­ur ver­ið. Um er að ræða við­skipta­vini sem kom­ið hafa til fyr­ir­tæk­is­ins í gegn­um hina svo­köll­uðu þrauta­vara­leið. Rann­sókn­in er byggð á kvört­un sem barst þann 16. des­em­ber síð­ast­lið­inn.

Orkustofnun rannsakar viðskiptahætti N1 Rafmagns
Þurfa að hafa samband Framkvæmdastjóri N1, Hinrik Bjarnason, segir að viðskiptavinir N1-rafmagns þurfi að hafa samband beint við fyrirtækið til að fá lægra verð fyrir rafmagn en þrautavarataxtann.

„Það barst formleg kvörtun til okkar og við erum að skoða þetta,“ segir Hanna Björg Konráðsdóttir, lögfræðingur raforkueftirlits Orkustofnunar, aðspurð um hvað stofnuninni finnist um það fyrirtækið Íslensk orkumiðlun/N1 Rafmagn hafi rukkað mörg þúsund viðskiptavini sína um hærra verð á rafmagni en lægsta, auglýsta verð þess.

Kvörtunin barst til Orkustofnunar þann 16. desember síðastliðinn.

„Það er annars ekki hægt að tjá neina afstöðu til málsins núna þar sem rannsóknin er á frumstigi. En við þurfum auðvitað að skoða þetta gaumgæfilega og rannsaka. Regluverkið er í örri þróun og það er okkar markmið að þjóna almenningi í landinu og því er mikilvægt að við skoðum hvort það sé þörf á að endurskoða þetta umhverfi þegar niðurstaða liggur fyrir í málinu,“ segir Hanna Björg.

Stundin fjallaði um viðskiptahætti Íslenskrar orkumiðlunar/N1-rafmagns skömmu fyrir jól. 

Rannsaka N1-rafmagnHanna Björg Konráðsdóttir, lögfræðingur hjá Orkustofnun, segir kvörtun hafa borist sem nú sé til rannsóknar.

Um er að ræða viðskiptavini sem komið hafa í viðskipti við Íslenska orkumiðlun/N1 Rafmagn í gegnum það að fyrirtækið hefur verið svokallaður orkusali til þrautavara síðastliðið eitt og hálft ár. Orkustofnun velur hvaða raforkufyrirtæki á að vera orkusali til þrautavara á grundvelli þess hvaða fyrirtæki hefur verið með lægsta verðið til viðskiptavina sinna.  Samkvæmt lögunum og reglugerðinni eiga viðskiptavinir orkusala til þrautavara alltaf að greiða lægsta verðið fyrir rafmagn hverju sinni. Orkustofnun hefur eftirlit með þessu kerfi um orkusala til þrautavara. 

Símon Einarsson, einn af stofnendum raforkufyrirtækisins Straumlindar sem er samkeppnisaðili N1 Rafmagns, sagði við Stundina fyrir jól að verið væri að svíkja neytendur.  „Þetta er eiginlega bara hneyksli. Verðið er allt of hátt. Maður vill bara sjá ákveðna sanngirni og mér finnst fólk hafa rétt á að vita þetta því það er bara verið að svindla á fólki.“ 

Hærra verð fyrir þrautavarakúnnaÍ þessum tölvupósti frá starfsmanni N1-rafmagns til viðskiptavinar fyrirtækisins kemur fram að viðkomandi greiði hærra verð sem þrautavarakúnni en almennur viðskiptavinur. Tekið skal fram að N1 nefndi þetta við kúnnann að fyrra bragði.

Tjáð að hann gæti fengið lægra verð

Viðskiptavinir fyrirtækisins sem komið hafa til Íslenskrar orkumiðlunar/N1 Rafmagns í gegnum þessa þrautavaraleið hafa hins vegar ekki greitt lægsta verðið fyrir rafmagnið sem fyrirtækið hefur upp á að bjóða heldur hærra verð. Forsendurnar fyrir viðskiptasambandinu, sem eru þær að þrautavarakúnnarnir hefja raforkukaup af Íslenskri orkumiðlun/N1 Rafmagni á grundvelli þess að fyrirtækið bjóði upp á lægsta verðið á markaðnum, eru því gallaðar. 

Í tölvupósti frá starfsmanni N1 Rafmagns til viðskiptavinar fyrirtækisins í nóvember síðastliðinn kom það skýrlega fram að þrautavaraviðskiptavinirnir greiða hærra verð en almennir viðskiptavinir. „Þar sem veitan þín kom inn sem þrautavaraaðili að þá er einingaverðið 7,6 kr/kWst. Með því að skrá þig í viðskipti verður einingaverði 6,44 kr/kWst,“ sagði í tölvupósti frá starfsmanni N1 Rafmagns/Íslenskrar orkumiðlunar. 

Tekið skal fram að starfsmaður N1 Rafmagns lét viðskiptavininn vita af þessum verðmun að fyrra bragði, án þess að viðskiptavinurinn væri að spyrja sérstaklega um þennan verðmun. Þetta segir viðskiptavinurinn við Stundina. Í viðtali við Stundina fyrir jól sagði Þórdís Lind Leiva, sérfræðingur á orkusviði N1, að fyrirtækið léti viðskiptavini sína vita af því ef þeir hefðu samband, að þeir gætu fengið lægra verð á rafmagni með því að skrá sig beint í viðskipti við fyrirtækið. Orð viðskiptavinarins virða því sannarlega staðfesta þetta. 

Hins vegar virðist tilgangurinn með þrautavaraleiðinni meðal annars vera sá að viðskiptavinurinn fái strax lægsta mögulega rafmagnsverð. Tilgangurinn virðist ekki vera sá að viðskiptavinurinn þurfi að hafa samband við fyrirtækið til að fá lægsta verð. 

Kvörtunin til meðferðarKvörtunin gegn N1-rafmagni er nú til meðferðar hjá Orkustofnun. Hall Hrund Logadóttir er forstjóri Orkustofnunar.

Meginmarkmiðið að tryggja fólki rafmagn

Guðmundur Ingi Bergþórsson, verkefnastjóri raforkumarkaða hjá Orkustofnun, segir aðspurður í samtali við Stundina að meginmarkmið reglugerðarinnar um raforkusala til þrautavara vera það að sjá fólki fyrir rafmagni þegar það velur sér ekki raforkusala en ekki að tryggja því lægsta verðið.  „Markmiðið er að útvega fólki rafmagn. Með raforkusala til þrautavara er tryggt að ekki verði rof í afhendingu raforku. Hin leiðin, ef fólk selur sér ekki raforkusala, er að loka fyrir afhendingu rafmagns og þetta getur falið í sér aukakostnað. Það verður settur upp mekanismi til að tryggja þetta. Hins vegar varð það ofan á við útfærslu á þessu að stjórnvöld völdu það að raforkusali til þrautavara yrði sá sem gæti sýnt fram á það að hann hefði verið með lægsta meðalverðið yfir tiltekið tímabil,“ segir Guðmundur og bætir við að Orkustofnun hvetji alla neytendur til að velja sér raforkusala og gera samning við viðkomandi. Hann segir að kerfinu með orkusala til þrautavara hafi ekki verið komið á til þess að neytendur gætu látið ríkisvaldið velja raforkusala fyrir sig. 

Vegna þess að kvörtunin er til rannsóknar getur Orkustofnun ekki tekið afstöðu til málsins eða lýst nokkurri afstöðu til þess að svo stöddu. Hvað rannsókn Orkustofnunar á kvörtuninni vegna  viðskiptahátta N1 Rafmagns leiðir fram um rétt- og lögmæti þeirra á því eftir að koma í ljós. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Viðskiptin með Íslenska orkumiðlun

Saga N1 Rafmagns: Viðskiptavild í boði lífeyrissjóða og ofrukkanir gegn almenningi
ViðtalViðskiptin með Íslenska orkumiðlun

Saga N1 Raf­magns: Við­skipta­vild í boði líf­eyr­is­sjóða og of­rukk­an­ir gegn al­menn­ingi

Sag­an af Ís­lenskri orkumiðl­un/N1 Raf­magni er saga sem snýst í grunn­inn um það hvernig al­menn­ings­hluta­fé­lag í eigu líf­eyr­is­sjóða greiddi fjár­fest­um mörg hundruð millj­ón­ir króna fyr­ir óefn­is­leg­ar eign­ir, við­skipta­vild lít­ils raf­orku­fyr­ir­tæk­is. Þetta fyr­ir­tæki hóf svo að of­rukka neyt­end­ur fyr­ir raf­magn í gegn­um þetta al­menn­ings­hluta­fé­lag og er nú til rann­sókn­ar vegna þess. For­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, Eggert Þór Kristó­fers­son, svar­ar hér spurn­ing­um um við­skipti fyr­ir­tæk­is­ins í við­tali.
Festi segir N1 Rafmagn ekki hafa ofrukkað neytendur og endurgreiðir bara tvo mánuði
FréttirViðskiptin með Íslenska orkumiðlun

Festi seg­ir N1 Raf­magn ekki hafa of­rukk­að neyt­end­ur og end­ur­greið­ir bara tvo mán­uði

Al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Festi, sem með­al ann­ars á olíu­fé­lag­ið N1 og N1 Raf­magn, seg­ist ekki ætla að end­ur­greiða við­skipta­vin­um sín­um sem komu í gegn­um þrauta­vara­leið­ina nema fyr­ir tvo síð­ustu mán­uði. N1 Raf­magn baðst af­sök­un­ar á því í síð­ustu viku að hafa rukk­að þessa við­skipta­vini um hærra verð en lægsta birta verð fyr­ir­tæk­is­ins. N1 Raf­magn tel­ur sig hins veg­ar ekki hafa stund­að of­rukk­an­ir.
N1 Rafmagn baðst loks afsökunar á ofrukkunum í þriðju atrennu
FréttirViðskiptin með Íslenska orkumiðlun

N1 Raf­magn baðst loks af­sök­un­ar á of­rukk­un­um í þriðju at­rennu

N1 Raf­magn rétt­lætti of­rukk­an­ir á raf­magni til við­skipta­vina sinna tví­veg­is áð­ur en fyr­ir­tæk­ið baðst af­sök­un­ar. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur ekki út­skýrt af hverju það ætl­ar ekki að end­ur­greiða við­skipta­vin­um sín­um mis­mun­inn á inn­heimtu verði raf­magns og aug­lýstu frá sumr­inu 2020 þeg­ar það varð sölu­að­ili til þrauta­vara.
Íslensk orkumiðlun hefur selt þúsundum neytenda rafmagn á gölluðum forsendum
FréttirViðskiptin með Íslenska orkumiðlun

Ís­lensk orkumiðl­un hef­ur selt þús­und­um neyt­enda raf­magn á göll­uð­um for­send­um

Nýtt raf­orku­sölu­kerfi á Ís­landi fel­ur með­al ann­ars í sér hug­mynd­ina um sölu­að­ila til þrauta­vara. Við­skipta­vin­ir fara sjálf­krafa í við­skipti við það raf­orku­fyr­ir­tæki sem er með lægsta kynnta verð­ið. Ís­lensk orkumiðl­un hef­ur ver­ið með lægsta kynnta verð­ið hing­að til en rukk­ar þrauta­vara­við­skipti sína hins veg­ar fyr­ir hærra verð. Orku­stofn­un á að hafa eft­ir­lit með kerf­inu um orku­sala til þrauta­vara.

Mest lesið

Milljarðar kvenna sem passa ekki inn í útlitsboxið
5
Fréttir

Millj­arð­ar kvenna sem passa ekki inn í út­lits­box­ið

Þó svo að hættu­lega grannt „heróín-lúkk“ sé ekki leng­ur í tísku og að Bridget Jo­nes sé ekki leng­ur tal­in feit, eru út­lit­s­kröf­ur til nú­tíma­kvenna enn óraun­hæf­ar, seg­ir pró­fess­or í fé­lags­sál­fræði. Hún er þó bjart­sýn: „Ég þekki ekki dæmi um að áð­ur hafi ver­ið kyn­slóð sem er vís­vit­andi að berj­ast gegn því að fólk sé smán­að út af út­liti.“
Birgir segir mistök að ekki sé gert ráð fyrir nýrri kvennadeild á nýja Landspítalanum
7
Fréttir

Birg­ir seg­ir mis­tök að ekki sé gert ráð fyr­ir nýrri kvenna­deild á nýja Land­spít­al­an­um

Í störf­um þings­ins ræddu þing­menn ým­is mál. Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir gagn­rýndi Sam­fylk­ing­una, Birg­ir Þór­ar­ins­son benti á myglu­vanda­mál Land­spít­al­ans og sér­stak­lega þá stöðu sem er kom­in upp á kvenna­deild­inni. Gagn­rýndi hann að ekki væri gert ráð fyr­ir nýrri kvenna­deild í bygg­ingu nýja Land­spít­al­ans. Jó­hann Páll Jó­hann­es­son benti á að eins og stað­an er í dag geti smá­lána­fyr­ir­tæki not­fært sér neyð fólks og grætt á þeirra stöðu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
6
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
7
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
8
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
9
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár