Flokkur

Viðskipti

Greinar

Útgerðarfélagið Samherji birtir upplýsingar úr ársreikningi félags sem það á ekki
FréttirSamherjaskjölin

Út­gerð­ar­fé­lag­ið Sam­herji birt­ir upp­lýs­ing­ar úr árs­reikn­ingi fé­lags sem það á ekki

Út­gerð­ar­fé­lag­ið Sam­herji birt­ir upp­lýs­ing­ar úr árs­reikn­ingi fé­lags­ins Sam­herji Hold­ing ehf. inni á heima­síðu þess þrátt fyr­ir að fé­lag­ið hafi hætt að til­heyra sam­stæðu Sam­herja ár­ið 2018. Sam­herji á ekki Sam­herja Hold­ing leng­ur held­ur er eign­ar­hald­ið á síð­ar­nefnda fé­lag­inu hjá stofn­end­um Sam­herja, Þor­steini Má Bald­vins­syni og Kristjáni Vil­helms­syni á með­an eign­ar­hald­ið á ís­lenska út­gerð­ar­fé­lag­inu er nú hjá börn­um þeirra.
Íslensk orkumiðlun hefur selt þúsundum neytenda rafmagn á gölluðum forsendum
FréttirViðskiptin með Íslenska orkumiðlun

Ís­lensk orkumiðl­un hef­ur selt þús­und­um neyt­enda raf­magn á göll­uð­um for­send­um

Nýtt raf­orku­sölu­kerfi á Ís­landi fel­ur með­al ann­ars í sér hug­mynd­ina um sölu­að­ila til þrauta­vara. Við­skipta­vin­ir fara sjálf­krafa í við­skipti við það raf­orku­fyr­ir­tæki sem er með lægsta kynnta verð­ið. Ís­lensk orkumiðl­un hef­ur ver­ið með lægsta kynnta verð­ið hing­að til en rukk­ar þrauta­vara­við­skipti sína hins veg­ar fyr­ir hærra verð. Orku­stofn­un á að hafa eft­ir­lit með kerf­inu um orku­sala til þrauta­vara.
Óskýr samningur og ófullnægjandi eftirlit með Init
Fréttir

Óskýr samn­ing­ur og ófull­nægj­andi eft­ir­lit með Init

Líf­eyr­is­sjóð­irn­ir hefðu átt að sinna eft­ir­liti sínu með samn­ingi um rekst­ur hug­bún­að­ar­kerf­is­ins Jóakims bet­ur. Samn­ing­ur­inn sem sjóð­irn­ir gerðu um rekst­ur­inn við fyr­ir­tæk­ið Init var held­ur ekki nógu skýr. Þetta er mat end­ur­skoð­enda­fyr­ir­tæk­is­ins EY sem var ráð­ið til að yf­ir­fara við­skipta­sam­band Init og líf­eyr­is­sjóð­anna.
Salan á Mílu: Heitir því að selja fjarskiptavinnviði Íslands ekki til „óviðunandi eigenda“
ÚttektSalan á Mílu

Sal­an á Mílu: Heit­ir því að selja fjar­skipta­vinn­viði Ís­lands ekki til „óvið­un­andi eig­enda“

Spurn­ing­ar hafa vakn­að um við­skipti Sím­ans og franska fyr­ir­tæk­is­ins Ardi­an með fjar­skiptainn­viða­fyr­ir­tæk­ið Mílu. „Ég hef áhyggj­ur af þessu,“ seg­ir fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Mílu, um mögu­legt eign­ar­hald ef Ardi­an sel­ur aft­ur. „Ég sé ekki í fljóti bragði að þetta geti geng­ið upp,“ seg­ir hann um fjár­fest­ing­una. Í við­skipt­un­um verð­ur til mik­ill sölu­hagn­að­ur fyr­ir hlut­hafa Sím­ans sem eru að­al­lega líf­eyr­is­sjóð­ir og lands­þekkt­ir fjár­fest­ar í fyr­ir­tæk­inu Stoð­um, áð­ur FL Group.
Útgerð forstjórans kom Brim undir 12 prósent í milljarða kvótaviðskiptum
Fréttir

Út­gerð for­stjór­ans kom Brim und­ir 12 pró­sent í millj­arða kvóta­við­skipt­um

Brim seg­ist kom­ið und­ir lög­bund­ið 12 pró­senta há­marks­afla­hlut­deild eft­ir 3,4 millj­arða við­skipti við Út­gerð­ar­fé­lag Reykja­vík­ur. Guð­mund­ur Kristjáns­son, for­stjóri Brims, er lang­stærsti eig­andi út­gerð­ar­fé­lags­ins. Út­gerð­ir tengd­ar Brimi eru enn sam­tals með 17,41 pró­sent afla­hlut­deild.
Forstjóri Festar: „Hiti“ á fyrirtækinu vegna máls sem stjórnarformaðurinn er sagður tengjast
Fréttir

For­stjóri Fest­ar: „Hiti“ á fyr­ir­tæk­inu vegna máls sem stjórn­ar­formað­ur­inn er sagð­ur tengj­ast

For­stjóri Fest­ar, Eggert Þór Kristó­fers­son, seg­ir að al­menn­ings­hluta­fé­lag­inu hafi borist óform­leg er­indi vegna máls sem stjórn­ar­formað­ur fé­lags­ins, Þórð­ur Már Jó­hann­es­son, hef­ur ver­ið sagð­ur tengj­ast. Eggert vill ekki gefa upp hvort og þá með hvaða hætti um­rætt mál hef­ur ver­ið rætt í stjórn Fest­ar eða milli ein­stakra stjórn­ar­manna.
Skuggi Baldvins hjá Samherja í Namibíu
FréttirNý Samherjaskjöl

Skuggi Bald­vins hjá Sam­herja í Namib­íu

Hlut­verk Bald­vins Þor­steins­son­ar, son­ar Þor­steins Más Bald­vins­son­ar, hjá út­gerð­ar­fé­lag­inu Sam­herja, hef­ur ekki leg­ið al­veg ljóst fyr­ir á liðn­um ár­um. Hann hef­ur bor­ið hina ýmsu starfstitla og jafn­vel stýrt fé­lagi sem Sam­herji hef­ur keypt en á sama tíma alltaf líka ver­ið með putt­ana í út­gerð­inni á bak við tjöld­in. Þetta sýna rann­sókn­ar­gögn­in í Sam­herja­mál­inu í Namib­íu þar sem nafn Bald­vins kem­ur það mik­ið fyr­ir að ætla má að hann sé eins kon­ar að­stoð­ar­for­stjóri föð­ur síns hjá Sam­herja.
Jón Óttar sagðist ekki skyldugur til að „fela þetta“ fyrir Samherja í Namibíu
AfhjúpunNý Samherjaskjöl

Jón Ótt­ar sagð­ist ekki skyldug­ur til að „fela þetta“ fyr­ir Sam­herja í Namib­íu

Eitt af því sem Jón Ótt­ar Ólafs­son, ráð­gjafi Sam­herja, gerði ít­rek­að fyr­ir út­gerð­ar­fé­lag­ið var að reyna að stuðla að því að mútu­greiðsl­urn­ar til ráða­mann­anna í Namib­íu færu leynt. Jón Ótt­ar sagð­ist ekki bera skylda til að fela þess­ar greiðsl­ur en hélt samt áfram að gera það í rúm þrjú ár eft­ir að hann hóf störf hjá Sam­herja í Namib­íu.
Framkvæmdastjóri SA veitti ótilgreindum aðilum rekstrarráðgjöf áður en og eftir að hann tók við starfinu
Fréttir

Fram­kvæmda­stjóri SA veitti ótil­greind­um að­il­um rekstr­ar­ráð­gjöf áð­ur en og eft­ir að hann tók við starf­inu

Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri SA, stofn­aði sam­lags­fé­lag sem veitti rekstr­ar­ráð­gjöf ár­ið 2013, áð­ur en hann tók við starf­inu hjá sam­tök­un­um. Ráð­gjaf­ar­störf hans teygðu sig inn í starf hans hjá SA og fékk hann leyfi til að ljúka verk­efn­um eft­ir að hann var ráð­inn þang­að. Hann vill ekki greina frá tekj­um fé­lags­ins né fyr­ir hverja það starf­aði.
Sænskur læknir telur Róbert hafa farið á bak við sig og selt eignir til skattaskjólsins Jersey án síns leyfis
FréttirRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Sænsk­ur lækn­ir tel­ur Ró­bert hafa far­ið á bak við sig og selt eign­ir til skatta­skjóls­ins Jers­ey án síns leyf­is

Sænski þvag­færa­skurð­lækn­ir­inn Essam Man­sour fjár­festi fyr­ir rúm­lega 60 millj­ón­ir króna í sænsku móð­ur­fé­lagi lyfja­fyr­ir­tæk­is­ins Al­vo­gen ár­ið 2009. Hann seg­ist hafa ver­ið úti­lok­að­ur frá að­komu að fé­lag­inu frá því að hann fjár­festi í því og starfs­mað­ur Ró­berts Wessman hafi kom­ið fram fyr­ir hans hönd á fund­um fé­lags­ins án hans um­boðs. Fjár­fest­ing­ar­fé­lag Ró­berts neit­ar ásök­un­um Essams Man­sour.

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu