Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Útgerðarfélagið Samherji birtir upplýsingar úr ársreikningi félags sem það á ekki

Út­gerð­ar­fé­lag­ið Sam­herji birt­ir upp­lýs­ing­ar úr árs­reikn­ingi fé­lags­ins Sam­herji Hold­ing ehf. inni á heima­síðu þess þrátt fyr­ir að fé­lag­ið hafi hætt að til­heyra sam­stæðu Sam­herja ár­ið 2018. Sam­herji á ekki Sam­herja Hold­ing leng­ur held­ur er eign­ar­hald­ið á síð­ar­nefnda fé­lag­inu hjá stofn­end­um Sam­herja, Þor­steini Má Bald­vins­syni og Kristjáni Vil­helms­syni á með­an eign­ar­hald­ið á ís­lenska út­gerð­ar­fé­lag­inu er nú hjá börn­um þeirra.

Útgerðarfélagið Samherji birtir upplýsingar úr ársreikningi félags sem það á ekki
Birta upplýsingar um félag sem er ekki í samstæðunni Samherji birtir í dag upplýsingar upp úr ársreikningum erlends útgerðarfélags sem ekki lengur er hluti af samstæðu útgerðarinnar. Þorsteinn Már Baldvinsson er hins vegar forstjóri beggja félaganna. Mynd: Heiða Helgadóttir

Íslenska útgerðarfélagið Samherji á Akureyri birtir upplýsingar úr ársreikningum félags sem útgerðin á ekki og er ekki hluti af samstæðu þess. Upplýsingarnar eru birtar á heimasíðu íslenska útgerðarfélagsins.  Ársreikningarnir sem upplýsingarnar eru birtar upp úr eru fyrir árin 2019 og 2020. 

Um er að ræða félagið Samherja Holding ehf. sem heldur utan um erlendan útgerðarrekstur sem áður var hluti af Samherjasamstæðunni, meðal annars rekstur á Kýpur, í Þýskalandi, Bandaríkjunum, Englandi og Afríku. Félagið á einnig hluti í Eimskipafélagi Íslands. Rekstri Samherja á Íslandi og rekstri Samherja erlendis var skipt upp í tvennt árið 2018. Samherji Holding hagnaðist um 4,3 milljarða króna í fyrra.

Þessara reikninga hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu þar sem skila hefði átt ársreikningi Samherja Holding fyrir árið 2019 í síðasta lagi ágúst í fyrra og reikningum fyrir árið 2020 í ágúst á þessu ári. 

Í fyrra gerðist það svo að börn eigenda stofnenda Samherja, þeirra Þorsteins Más Baldvinssonar og Kristjáns Vilhelmssonar, eignuðust innlendan hluta Samherja, og reksturinn í Færeyjum, á meðan foreldrar þeirra eiga áfram þann rekstur sem er inni í Samherja Holding ehf. Þetta var gert með sölu á hlutabréfum í Samherja á Íslandi til barna þeirra Þorsteins Más og Kristjáns. Viðskiptin með hlutabréfin vöktu mikla athygli vorið 2020.  Meðal þess sem skipti um hendur í viðskiptunum var umráðaréttur, meðal annars sölu- og veðsetningaréttur, á fiskveiðikvóta Samherja á Íslandi. 

„Eins og ársreikningarnir sýna er Samherji Holding ehf. sterkt félag með mikla möguleika til framtíðar litið.“
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja

Reksturinn og eignarhaldið aðskilinn

Eftir þetta er bæði innlendur og erlendur rekstur sem áður var hluti af Samherjasamstæðunni aðskilinn, sem og eignarhaldið á þessum tveimur rekstrareiningum. Þrátt fyrir þetta er það útgerðarfélagið Samherji á Íslandi sem birtir tilkynningu um rekstur Samherja Holding ehf. fyrir árin 2019 og 2020 en íslenska félagið á í dag ekki nema 0,1 prósent af hlutafé þessa félags. 

Þorsteinn Már Baldvinsson er hins vegar forstjóri beggja félaganna og birtir Samherji tilvitnun í forstjórann á heimasíðu sinni þar sem hann segist líta björtum augum til framtíðar.  „Eins og ársreikningarnir sýna er Samherji Holding ehf. sterkt félag með mikla möguleika til framtíðar litið. Efnahags- og lausafjárstaðan er góð og sú vinna sem ráðist hefur verið í á undanförnum mánuðum mun skila árangri. Þrátt fyrir áföll í rekstrinum er ég bjartsýnn á framtíðina því hjá okkur starfar gott fólk. Samherji Holding er alþjóðlegt sjávarútvegsfyrirtæki með starfsemi víða um heim. Íslendingar eiga að vera ófeimnir við að taka þátt í atvinnurekstri erlendis. Við eigum að nýta hátt menntunarstig, þekkingu okkar og reynslu í fyrirtækjarekstri á erlendum vettvangi.“ 

Af hverju Samherji velur að birta þessar upplýsingar um rekstur Samherja Holding ehf. á heimasíðu sinni, þegar fyrir liggur að félögin tilheyra ekki sömu fyrirtækjasamstæðu lengur, liggur ekki fyrir. Stundin bíður eftir svörum um þetta frá upplýsingafulltrúa Samherja, Karli Eskli Pálssyni. 

Ekki minnst á Samherja HoldingÍ samstæðureikningi Samherja er ekkert minnst á Samherja Holding enda hætti félagið að vera hluti af samstæðu Samherja árið 2018 þrátt fyrir að sama eignarhald hafi verið á félögunum þar til í fyrra. Samt birtir Samherji yfirlit úr ársreikningum Samherja Holding.

Dráttur á skilum vegna Namibíurekstrar

Í ársreikningi Samherja Holding ehf. er rakið af hverju þessi mikli dráttur hafi orðið á skilum á ársreikningum félagsins. Þar kemur fram að þetta sé vegna þess að rekstur félagsins í Namibíu hafi verið til skoðunar í kjölfar fréttaflutnings um að lögbrot hafi átt sér þar stað. Um er að ræða fréttaflutning Kveiks, Wikileaks, Stundarinnar og Al Jazeera um mútugreiðslur Samherja og tengdra félaga til stjórnmálamanna í Namibíu í skiptum fyrir fiskveiðikvóta.  Þessi Namibíurekstur Samherja var hluti af samstæðu Samherja þar til árið 2018 þegar rekstrinum á Íslandi og erlenda reksturinum, nema útgerðinni í Færeyjum, var skipt í tvennt árið 2018. 

Í ársreikninginum stendur orðrétt um þessar tafir: „Ekki hefur enn tekist að staðreyna nægilega vel gögn vegna útgerðar í Namibíu sem nú hefur verið aflögð og flokkuð sem slík í ársreikningunum. Þá ríkir enn óvissa um málarekstur vegna fjárhagslegra uppgjöra sem tengjast rekstrinum í Namibíu. Af þessum ástæðum gerir stjórn Samherja Holding ehf. í skýrslu sinni fyrirvara um uppgjör þess félags sem annaðist starfsemina þar í landi. Sama fyrirvara gera endurskoðendur félagsins í áritun sinni. Að öðru leyti er áritun á reikningana fyrirvaralaus. Framangreind óvissa hefur valdið þeim drætti sem orðið hefur á gerð ársreikninganna en stjórnin taldi mikilvægt að freista þess að fá sem gleggstar upplýsingar um þessa þætti áður en gengið yrði frá frá reikningunum.“ 

Átta núverandi og fyrrverandi starfsmenn Samherja eru nú með réttarstöðu sakbornings vegna rannsóknar embættis héraðssaksóknara á þessu Namibíumáli. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

„Samherji gegndi lykilhlutverki í þessu hneyksli“ - Opið bréf til forsætisráðherra frá Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

„Sam­herji gegndi lyk­il­hlut­verki í þessu hneyksli“ - Op­ið bréf til for­sæt­is­ráð­herra frá Namib­íu

Slétt­um fjór­um ár­um eft­ir að ljóstr­að var upp um fram­ferði Sam­herja í Namib­íu kall­ar leið­togi namib­ísku stjórn­ar­and­stöð­unn­ar eft­ir því að ís­lensk stjórn­völd taki ábyrgð, í opnu bréfi til for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands. Hundrað millj­óna rík­is­styrk­ur til Sam­herja vek­ur reiði í Namib­íu.
Lögmaður namibískra sjómanna við Samherja: „Borgið það sem þið skuldið þeim“
RannsóknirSamherjaskjölin

Lög­mað­ur namib­ískra sjó­manna við Sam­herja: „Borg­ið það sem þið skuld­ið þeim“

Lög­mað­ur skip­verj­anna tutt­ugu og þriggja sem dæmd­ar voru bæt­ur vegna ólög­legr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, kall­ar eft­ir því að Ís­lend­ing­ar axli ábyrgð á fram­komu sinni í Namib­íu. Það stand­ist enga skoð­un að Sam­herji hafi ekki vit­að af mál­inu. For­stjóri Sam­herja lof­aði því að fyr­ir­tæk­ið myndi sjá til þess að stað­ið yrði við all­ar skuld­bind­ing­ar og sér­stak­lega hug­að að sjó­mönn­um sem starf­að hefðu fyr­ir fé­lag­ið.
Namibískir sjómenn stefna Samherjamanni eftir tveggja ára bið eftir bótum
FréttirSamherjaskjölin

Namib­ísk­ir sjó­menn stefna Sam­herja­manni eft­ir tveggja ára bið eft­ir bót­um

Á þriðja tug namib­ískra sjó­manna sem voru dæmd­ar bæt­ur vegna ólög­mætr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, hafa enn ekki feng­ið þær greidd­ar. Lög­mað­ur þeirra gagn­rýn­ir for­svars­menn Sam­herja fyr­ir að gang­ast ekki við ábyrgð sinni og hef­ur nú stefnt ein­um stjórn­anda Sam­herja og dótt­ur­fé­lagi þess, fyr­ir dóm í Namib­íu.
Inga þakkar Samherja fyrir en telur að kvótakerfið hafi lagt landið í auðn
FréttirSamherjaskjölin

Inga þakk­ar Sam­herja fyr­ir en tel­ur að kvóta­kerf­ið hafi lagt land­ið í auðn

Inga Sæ­land, formað­ur Flokks fólks­ins, seg­ist hafa slíðr­að sitt póli­tíska sverð þeg­ar hún söng á Fiski­deg­in­um mikla á Dal­vík um helg­ina. Hún skrif­ar þakk­ar­grein í Mogg­ann í dag og þakk­ar Sam­herja fyr­ir Fiski­dag­inn. Sam­kvæmt Ingu kom hún ekki fram á Fiski­deg­in­um sem stjórn­mála­mað­ur held­ur sem mann­eskja í sum­ar­fríi.

Mest lesið

Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
2
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Óheyrilegar verðhækkanir á leigumarkaði: „Þeir eru eins og óðir hanar í mannaskít“
3
NeytendurLeigumarkaðurinn

Óheyri­leg­ar verð­hækk­an­ir á leigu­mark­aði: „Þeir eru eins og óð­ir han­ar í manna­skít“

Aug­lýs­ing sem birt­ist á fast­eigna­vefn­um Igloo hef­ur vak­ið mikla at­hygli og um­ræðu. Þar er fjög­urra her­bergja íbúð í Reykja­vík aug­lýst til leigu fyr­ir 550.000 krón­ur á mán­uði. Guð­mund­ur Hrafn Arn­gríms­son, formað­ur Leigj­enda­sam­tak­anna, seg­ir stöð­una vera grafal­var­lega. Hann seg­ir mörg heim­ili á leigu­mark­aði búi í dag við grimmi­lega og kerf­is­bundna fjár­kúg­un.
Í sextíu ár hef ég spurt mig hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór
6
Fólkið í borginni

Í sex­tíu ár hef ég spurt mig hvað ég ætla að verða þeg­ar ég verð stór

Sæmund­ur Andrés­son er svo­kall­að­ur þús­und­þjala­smið­ur enda veit hann ekki enn eft­ir sex­tíu ára lífs­göngu hvað hann ætl­ar að verða þeg­ar hann verð­ur stór. Hann spurði sig að þessu sem barn og fann aldrei svar og hef­ur því bæði gert við hitt og þetta, smíð­að leik­mynd­ir, lært að verða bak­ari, unn­ið sem skósmið­ur og sem leik­ari, nú síð­ast í upp­setn­ingu á eig­in verki, Heila­blóð­fall, um reynslu hans og eig­in­konu hans að tak­ast á við það þeg­ar hún fékk heila­blóð­fall.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
7
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Gjörbreytt aðferðafræði við útreikninga á vísitölu neysluverðs
9
Viðskipti

Gjör­breytt að­ferða­fræði við út­reikn­inga á vísi­tölu neyslu­verðs

Frá júní munu út­reikn­ing­ar á út­gjöld­um tengd­um hús­næði í verð­lags­vísi­tölu Hag­stof­unn­ar taka mið af leigu­verði. Fyrri að­ferð­ir studd­ust við gögn um kostn­að þess að búa í eig­in hús­næði. Hag­stof­an til­kynnti í dag að verð­bólga hefði auk­ist milli mæl­inga og stend­ur nú í 6,8%. Hús­næð­is­lið­ur­inn veg­ur þungt í þeim út­reikn­ing­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
1
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
3
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.
Greiddi 450 þúsund krónur fyrir bílastæði í miðbænum á síðasta ári
4
Fréttir

Greiddi 450 þús­und krón­ur fyr­ir bíla­stæði í mið­bæn­um á síð­asta ári

„Ekki refsa fólki sem vinn­ur í mið­bæ Reykja­vík­ur,“ seg­ir Hall­dór Jóns­son, yf­ir­þjónn á Mat­ar­kjall­ar­an­um. Á síð­asta ári greiddi hann næst­um hálfa millj­ón króna bara í bíla­stæða­kostn­að. Hann sótti um áskrift í bíla­stæða­hús­inu á Vest­ur­götu fyr­ir tveim­ur ár­um en veit ekki hvort eða hvenær hann fái þá áskrift.

Mest lesið í mánuðinum

Heilbrigðiseftirlitið lét henda gömlum rækjum á WokOn - „Okkur blöskrar“
4
FréttirRannsóknin á Davíð og Pho Vietnam

Heil­brigðis­eft­ir­lit­ið lét henda göml­um rækj­um á Wo­kOn - „Okk­ur blöskr­ar“

Heil­brigðis­eft­ir­lit Reykja­vík­ur lét henda núðl­um, hrís­grjón­um og rækj­um á veit­inga­stað Wok On í Krón­unni á Fiskislóð í des­em­ber. Stað­ur­inn fékk fall­ein­kunn hjá eft­ir­lit­inu í byrj­un des­em­ber og var starf­sem­in stöðv­uð að hluta. „Við tök­um þetta mjög al­var­lega,“ seg­ir fram­kvæmda­stjóri Krón­unn­ar. Henni finnst að nið­ur­stöð­ur eft­ir­lits­ins ættu að vera að­gengi­legri.
Bankasýslan getur ekki gert grein fyrir tug milljóna kaupum á þjónustu
6
Viðskipti

Banka­sýsl­an get­ur ekki gert grein fyr­ir tug millj­óna kaup­um á þjón­ustu

Frá því að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Hún get­ur ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Mest af því sem stofn­un­in get­ur gert grein fyr­ir fór til Logos, eða alls 15,3 millj­ón­ir króna á átta mán­uð­um í fyrra.
Friðrik keypti varðskip gegnum Ríkiskaup og græddi 40 milljónir við söluna
8
Fréttir

Frið­rik keypti varð­skip gegn­um Rík­is­kaup og græddi 40 millj­ón­ir við söl­una

Frið­rik Arn­gríms­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri LÍÚ, sem heit­ir SFS í dag, keypti tvö varð­skip af ís­lenska rík­inu eft­ir út­boð hjá Rík­is­kaup­um og seldi þau til Tyrk­lands fyr­ir tæp­lega 40 millj­ón­um krón­um meira en hann greiddi fyr­ir þau. Hann var á sama tíma formað­ur nefnd­ar sem starf­aði með Rík­is­kaup­um um smíði nýs rann­sókna­skips fyr­ir Haf­rann­sókna­stofn­un.
Þorsteinn Már og Helga eiga rúmlega 71 milljarð og skulda nánast ekki neitt
9
Greining

Þor­steinn Már og Helga eiga rúm­lega 71 millj­arð og skulda nán­ast ekki neitt

Mikl­ar breyt­ing­ar hafa ver­ið gerð­ar á Sam­herja­sam­stæð­unni á síð­ustu ár­um og eign­ar­hald á henni að stóru leyti fært yf­ir til barna stofn­enda fyr­ir­tæk­is­ins. Fé­lag í eigu barna Þor­steins Más Bald­vins­son­ar sem fékk selj­endalán frá for­eldr­um sín­um til að kaupa hlut þeirra í Sam­herja hef­ur ein­ung­is greitt vexti af lán­inu og hagn­ast alls um 16 millj­arða króna á þrem­ur ár­um.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
10
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár