Viðskipti
Flokkur
Katrín bendir lögreglunni á starfsmenn Seðlabankans vegna samskipta við fréttamann

Katrín bendir lögreglunni á starfsmenn Seðlabankans vegna samskipta við fréttamann

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bendir lögreglunni á að rannsaka starfsmenn Seðlabankans vegna samskipta við fréttamann Ríkisútvarpsins. Þorsteinn Már Vilhjálmsson, forstjóri Samherja, hefur kært fimm stjórnendur Seðlabankans og vill koma fyrrverandi seðlabankastjóra í fangelsi. Bréf forsætisráðherra til lögreglu er nú í höndum Stöðvar 2 og bréf Seðlabankans til forsætisráðherra er komið til mbl.is.

Segja „óhugnanlegt“ og „tvískinnung“ hjá Íslandsbanka að minnka viðskipti við karlavinnustaði

Segja „óhugnanlegt“ og „tvískinnung“ hjá Íslandsbanka að minnka viðskipti við karlavinnustaði

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson sameinuðust um áhyggjur af skarpari stefnu Íslandsbanka í samfélagslegri ábyrgð á Alþingi í morgun.

Auðmenn tengdir skattaskjólum eiga í 1.300 íbúðum gegnum GAMMA

Auðmenn tengdir skattaskjólum eiga í 1.300 íbúðum gegnum GAMMA

Dagar fjárfestingarfélagsins GAMMA eru senn taldir í núverandi mynd. Einungis eru 9 starfsmenn eftir hjá fyrirtækinu en árið 2017 voru þeir 35. Félagið stýrir hins vegar enn meira en 100 milljarða króna eignum, meðal annars 50 milljarða króna leigufélagi sem leyndarmál er hverjir eiga.

Innræting Íslendinga í boði þeirra auðugustu

Jón Trausti Reynisson

Innræting Íslendinga í boði þeirra auðugustu

Jón Trausti Reynisson

Nú er opinbert að dagblöð landsins stefna á að hafa áhrif á almenning í átt að hægri stefnu í stjórnmálum. Og í dag er fræðimaður tuktaður til á forsíðu fríblaðs fyrir að leyfa sér að gagnrýna afregluvæðingu.

Samkeppniseftirlitið varar við nýju frumvarpi: „Veruleg veiking á samkeppnislögum“

Samkeppniseftirlitið varar við nýju frumvarpi: „Veruleg veiking á samkeppnislögum“

Frumvarpsdrög munu hygla stórum fyrirtækjum á kostnað neytenda og smærri aðila, að mati Samkeppniseftirlitsins. Stofnunin leggst gegn samþykkt frumvarpsins og segir það á skjön við aðrar aðgerðir til að draga úr samkeppnishindrunum.

Samherji afskrifar stóran hluta  225 milljóna láns Eyþórs Arnalds

Samherji afskrifar stóran hluta 225 milljóna láns Eyþórs Arnalds

Fjárfestingarfélag Samherja hefur fært niður lánveitingu til dótturfélags síns sem svo lánaði Eyþóri Arnalds borgarfulltrúa fyrir hlutabréfum í Morgunblaðinu. Félag Eyþórs fékk 225 milljóna kúlúlán fyrir hlutabréfunum og stendur það svo illa að endurskoðandi þess kemur með ábendingu um rekstrarhæfi þess.

Örlög Íslands réðust á fundi bankastjóra heima hjá Davíð Oddssyni

Örlög Íslands réðust á fundi bankastjóra heima hjá Davíð Oddssyni

Seðlabankinn hefði getað afstýrt stofnun Icesave reikninganna þegar bankastjórar Landsbankans, Glitnis og Kaupþings funduðu með Davíð Oddssyni seðlabankastjóra á heimili hans vorið 2006. Koma hefði mátt í veg fyrir hrunið að mati arftaka Davíðs í embætti og norrænna seðlabankastjóra.

„Gammasjóðir“ græddu á bönkunum eftir nauðasamninga: „Það var meira verðmæti í þrotabúunum“

„Gammasjóðir“ græddu á bönkunum eftir nauðasamninga: „Það var meira verðmæti í þrotabúunum“

Sjóðir sem keyptu í þrotabúum föllnu bankanna gátu sumir selt bréfin á tíföldu kaupverði. Virði bréfanna rauk upp eftir nauðasamninga. Þetta kemur fram í bók Svein Harald Øygard, fyrrverandi seðlabankastjóra.

Á lokametrunum að slíta leynisjóði Hreiðars Más

Á lokametrunum að slíta leynisjóði Hreiðars Más

Sjóðstýringarfyrirtækið Stefnir vissi ekki að eiginkona Hreiðars Más Sigurjónssonar, Anna Lísa Sigurjónsdóttir, væri endanlegur eigandi sjóðs sem skráður er hjá fyrirtækinu.

Björgólfur Thor lítið sýnilegur á Íslandi

Björgólfur Thor lítið sýnilegur á Íslandi

Björgólfur Thor er aðeins stjórnarmaður í einu íslensku félagi, þrátt fyrir að vera langríkasti Íslendingurinn. Tveir helstu samverkamenn Björgólfs Thors eru stærstu hluthafar leigufélagsins Ásbrúar á gamla varnarliðssvæðinu. Eignarhaldið er í gegnum Lúxemborg. Talskona Björgólfs segir hann ekki tengjast félaginu, þótt heimilisföngin fari saman.

Timothy Geithner um hrunið á Íslandi: „Skakkt númer, hringdu í Alþjóðagjaldeyrissjóðinn“

Timothy Geithner um hrunið á Íslandi: „Skakkt númer, hringdu í Alþjóðagjaldeyrissjóðinn“

Timothy Geithner, fyrrverandi fjármálaráðherra Bandaríkjanna, segist ekki minnast umræðu um utanríkisstefnu Íslands vegna umsóknar um gjaldeyrisskiptasamning í hruninu 2008. Ísland var ekki kerfislega mikilvægt samkvæmt viðtölum í bók Svein Harald Øygard, fyrrverandi seðlabankastjóra.

Seldi í Leifsstöð fyrir 67 milljónir eftir umdeilt útboð ríkisfyrirtækis

Seldi í Leifsstöð fyrir 67 milljónir eftir umdeilt útboð ríkisfyrirtækis

Ársreikningar eignarhaldsfélags sem hefur stundað viðskipti með hlutabréf fyrirtækja í Leifsstöð sýna verðmætin sem liggja undir í rekstrinum. Aðalheiður Héðinsdóttir, stofnandi Kaffitárs, leitar enn réttar síns út af útboðinu í Leifsstöð 2014.