Ótrúleg tíðindi bárust í vikunni. Eftirsóttur hlutur í einum af þjóðarbönkunum var seldur svokölluðum fagfjárfestum og faðir fjármálaráðherra var einn kaupenda. Ráðherrann seldi fjölskyldu sinni hlut í Íslandsbanka á tilboðsverði. Ég endurtek: Pabbi Bjarna Ben keypti í bankanum.
FréttirLaxeldi
Fráfarandi forseti sveitarstjórnar Múlaþings gefur ekki upp hvort hann ætli að vinna fyrir laxeldisfyrirtæki
Gauti Jóhannesson, fráfarandi forseti sveitarstjórnar Múlaþings á Austurlandi, segir að hann telji að hann þurfi ekki að gefa það upp, þó hann sé kjörinn fulltrúi, hvort hann ætli sér að hefja störf fyrir laxeldisfyrirtæki á Austurlandi. Gauti var meðal annars í viðtali í Speglinum á RÚV á þriðjudaginn þar sem hann ræddi laxeldi og skipulagsmál og þá kröfu Múlaþings að fá óskorað vald til að skipuleggja sjókvíaeldi í fjörðum sveitarfélagsins.
FréttirSalan á Íslandsbanka
4
Einn kaupandi með sögu strax búinn að græða 100 milljónir á kaupunum í Íslandsbanka
Útgerðarmaðurinn Jakob Valgeir varð þekktur þegar hann fékk að kaupa í Glitni með 20 milljarða króna láni frá sama banka. Félag kennt við hann var eitt þeirra sem voru valin til að kaupa í útboði á hlutum ríkisins og hefur strax grætt 100 milljónir króna á kaupunum, rúmum tveimur vikum seinna.
FréttirSalan á Íslandsbanka
Þetta þurfa hluthafar að gera til að fá upplýsingar um leynda eigendur Íslandsbanka
Flest bendir til að hluthafalisti Íslandsbanka verði ekki birtur eftir opinberum leiðum. Íslandsbanki segir að birting listans brjóti gegn lögum. Þar af leiðandi mun hið opinbera ekki vera milliliður í því að greint verði frá því hvaða aðilar keyptu hlutabréf í Íslandsbanka í síðustu viku. Útboðið hefur verið harðlega gagnrýnt, meðal annars af Kristrúnu Frostadóttur, þingkonu Samfylkingarinnar. Bankasýsla Íslands birti skýrslu um útboðið í morgun þar sem fram kemur að 140 óþekktir einkafjárfestar hafi keypt 30 prósent bréfanna í útboðinu.
FréttirSalan á Íslandsbanka
3
Kristrún segir brýnt að upplýsa hverjir fengu að kaupa í Íslandsbanka
Kristrún Frostadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, spyr að því hvaða litlu aðilar það voru sem fengu að kaupa hlutabréf í Íslandsbanka í nýafstöðnu hlutafjárútboði bankans. Öfugt við útboðið sem fór fram á bréfum Íslandsbanka síðastliðið sumar, þar sem allir gátu keypt fyrir ákveðna upphæð, voru 430 fjárfestar valdir til að taka þátt í þessu útboði.
Greining
3
Íslendingar kaupa meira og meira af einræðisríkinu Kína
Kína hefur farið fram úr helstu viðskiptalöndum Íslendinga í innflutningi. Á móti flytja Íslendingar lítið út til Kína. Íslendingar gerðu fríverslunarsamning við Kína 2013 og hafa aukið innflutning þaðan um 40 milljarða, eða 84%, frá því samningurinn var undirritaður.
Fréttir
3
Jóhannes Björn er fallinn frá
Samfélagsrýnirinn og höfundur bókarinnar Falið vald varð bráðkvaddur á heimili sínu í New York.
FréttirÁhrif kísilvers United Silicon
Guðbrandur þurfti púst til að hjálpa sér við að anda út af kísilverksmiðjunni
Arion banki hyggst opna aftur kísilverksmiðjuna í Helguvík sem hefur verið lokuð í tæpt ár. Allir bæjarfulltrúar í Reykjanesbæ hafa lýst sig andvíga opnuninni og 350 athugasemdir bárust frá íbúum í bænum. Guðbrandur Einarsson', bæjarfulltrúi og þingmaður VIðreisnar, lýsir áhrifum verksmiðjunnar á heilsufar sitt og útskýrir hvers vegna má ekki opna hana aftur.
Fréttir
3
Hvað gerist næst? Funheitt hagkerfi Íslands fer í uppsveiflu
Líklegt er að greiðslur af óverðtryggðum húsnæðislánum með breytilega vexti hækki strax um tugi þúsunda á mánuði eftir að Seðlabankinn hækkaði meginvexti.
Fréttir
2
Landsbankinn hagnaðist um 29 milljarða og ætlar að greiða 14 milljarða í arð
Rekstur Landsbankans gekk betur á síðasta ári en árið þar á undan og hafa tekjur bankans af rekstrinum aukist umtalsvert umfram aukinn kostnað. Til skoðunar er að bankinn greiði sérstaka arðgreiðslu í ár en bankaráð hyggst gera tillögu um 14,4 milljarða arðgreiðslu.
Fréttir
„Snjóflóð“ verðhækkana framundan
Verðbólgan í Bandaríkjunum er sú mesta frá árinu 1982. Enn mælist minni verðbólga á Íslandi, en það gæti breyst ef marka má orð forstjóra Haga, sem boðar hamfarir í verðhækkunum.
Fréttir
2
KS hættir að selja Teyg og slítur öllu samstarfi við Arnar Grant
Frásagnir af ofbeldi af hálfu Arnars Grant ollu því að Kaupfélag Skagfirðinga ákvað að hætta framleiðslu á jurtaprótíndrykknum Teyg og taka hann strax úr sölu. Arnar þróaði og markaðssetti drykkinn í samstarfi við Kaupfélagið.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.