
Tjarnarbíó stendur höllum fæti eftir heimsfaraldurinn
Rekstur Tjarnarbíós stendur höllum fæti vegna samkomutakmarkana í kjölfar Covid-19. Mórallinn er þó góður meðal starfsmanna og listamanna sem fá að vinna að verkum sínum í húsinu á meðan faraldurinn fer sína eigin leið.