Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Tjarnarbíó stendur höllum fæti eftir heimsfaraldurinn

Rekst­ur Tjarn­ar­bíós stend­ur höll­um fæti vegna sam­komutak­mark­ana í kjöl­far Covid-19. Mórall­inn er þó góð­ur með­al starfs­manna og lista­manna sem fá að vinna að verk­um sín­um í hús­inu á með­an far­ald­ur­inn fer sína eig­in leið.

Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Tjarnarbíó, segir í samtali við Stundina að rekstur leikhússins eigi í hættu á gjaldþroti vegna Covid-19. Leikhúsið sé háð miðasölutekjum og húsið hafi verið tómt af áhorfendum meginhlutann af þessu ári. 

Rússíbanaferð

„Staðan hjá Tjarnarbíó í dag varðandi þetta ástand er frekar slöpp,“ segir Friðrik. Framan af árinu, í byrjun mars og út maí mánuð var húsinu lokað. Þegar sumarið bar að garði kom þó líf aftur í húsið, uppistandssýningar fylltu húsið af áhorfendum og hlátri. Í lok sumars eða í ágúst mánuði var húsinu aftur skellt í lás áður en það var opnað aftur í september. „Þetta er búið að vera rússíbanaferð,“ segir Friðrik. 

Friðrik Friðriksson

Nú er sá tími ársins þar sem reksturinn hefur verið hvað blómlegastur í gegnum árin en húsið hálf tómt. „Hér átti að vera sviðslistahátíð í gangi, Reykjavík Dance Festival og jólasýningarnar ættu að vera bresta á. Venjulega …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu