Jón Óttar yfirheyrður í Samherjamálinu í Namibíu og er kominn með réttarstöðu sakbornings
Fyrrverandi rannsóknarlögreglumaðurinn, Jón Óttar Ólafsson, var sendur til Namibíu, að sögn Samherja, til að skoða rekstur fyrirtækisins þar í landi. Hann átti í samskiptum við mennina sem þáðu mútur frá Samherja í skiptum fyrir fiskveiðikvóta í Namibíu. Upplýsingafulltrúi Samherja segir að hann starfi ekki hjá félaginu í dag.
FréttirSamherjaskjölin
Afhjúpandi tölvupóstar um mútur í Samherjamálinu: ,,Honum hefur verið greitt, beint að utan"
Tölvupóstar milli starfsmanna Samherja, sem ekki hafa komið fram áður, sýna hvernig Aðalsteinn Helgason stakk upp á því að ráðamönnum í Namibíu yrði mútað í lok árs 2011. Póstarnir sýna meðal annars að Jóhannes Stefánsson getur ekki hafa verið einn um að ákveða að greiða ráðamönnunum mútur.
Rannsókn
Sagan af „smurningum“ Íslendinga í Nígeríu í ljósi Namibíumáls Samherja
Sagan um skreiðarviðskipti Íslands í Nígeríu kann að eiga þátt í skoðunum sumra útgerðarmanna á Íslandi á Namibíumálinu þar sem mútur og hvers kyns sporslur tíðkist víða í löndum Afríku. Ólafur Björnsson hjá samlagi skreiðarframleiðenda talaði fjálglega um mútur og „smurningar“ í bók sinni um viðskipti Íslendinga með skreið til Nígeríu. Íslenskir útgerðarmenn, eins og Gunnar Tómasson, vísa til skreiðarviðskiptanna sem ákveðinni hliðstæðu Namibíumáls Samherja þegar þeir eru spurðir um mat sitt á þessu máli.
Fréttir
Kaupfélagið metur eignarhlutinn í Mogganum á ríflega þrefalt hærra verði en Guðbjörg
Kaupfélag Skagfirðinga hefur á liðnum árum lagt tæplega 400 milljónir króna í útgáfufélag Morgunblaðsins. Öfugt við næst stærsta hluthafann, félag í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur hefur kaupfélagið hins vegar ekki fært virði hlutabréfa sinna í Morgunblaðinu niður.
FréttirSamherjaskjölin
Mörg ár liðu þar til ákært var í málum sem líkjast Samherjamálinu í Namibíu
Tvö af þekktustu málum Svíþjóðar þar sem mútugreiðslur í öðrum löndum voru rannsökuð í fimm og átta ár áður en. ákærur voru gefnar út í þeim. Í báðum tilfellum höfðu fyrirtækin viðurkennt að hafa mútað áhrifamönnum í Úsbekistan og Djibouti. Ólafur Hauksson héraðssaksóknari segir ómögulegt að fullyrða hvenær rannsókn Samherjamálsins í Namibíu muni ljúka.
FréttirSamherjaskjölin
Yfirvöld í Namibíu halda áfram að reyna að fá þrjá Samherjamenn framselda
Yfirvöld í Namibíu segjast eiga í nánum samskiptum við íslensk yfirvöld um að fá þrjá Samherjamenn framseld. Embætti ríkissaksóknara á Íslandi hefur verið skýrt með að enginn Íslendingur verði framseldur til Namibíu. Yfiirvöld í Namibíu vilja mögulega að réttað verði yfir Samherjamönnum á Íslandi gangi framsal ekki eftir.
Fréttir
Afsökunarbeiðni Samherja: ATON veitti útgerðarfélaginu ráðgjöf um helgina
Almannatengslafyrirtækið Aton aðstoðaði Samherja við yfirlýsingu sem félagið sendi frá sér um helgina. Ingvar Sverrisson framkvæmdastjóri segir að hann geti ekki farið út í hverju ráðgjöfin fólst nákvæmlega.
Fréttir„Skæruliðar“ Samherja
Gengst við samskiptum við Pál
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segist hafa verið í samskiptum við Pál Steingrímsson, skipstjóra Samherja og einn meðlima „skæruliðadeildar“ fyrirtækisins. Ráðherrann svaraði ekki spurningum Stundarinnar um samskiptin þegar greint var frá þeim á þriðjudag.
FréttirLaxeldi
Selja fæðubótarefni úr norskum eldislaxi eins og það sé úr „100% náttúrulegum“ laxi
Íslenska fyrirtækið Unbroken, sem selur samnefnt fæðubótarefni, vísar til þess að fyrirtækið framleiði vöru sína úr 100 prósent náttúrulegum laxi. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Steinar Trausti Kristjánsson, segir að orðalagið sé tekið frá norska laxeldisrisanum Mowi sem framleiðir eldislaxinn sem fyrirtækið notar. Unbroken á í samvinnu við Ferðafélag Íslands sem hefur náttúruvernd og sjálfbærni að leiðarljósi í rekstri sínum.
FréttirLaxeldi
Kristján Þór getur veitt Löxum tímabundið starfsleyfi þrátt fyrir gagnrýni ESA
Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, snupraði íslenska ríkið í fyrra út af lagsetningu frá árinu 2018 sem veitti sjávarútvegsráðherra einhliða heimild til að veita laxeldisfyrirtækjum tímabundið starfsleyfi. Framkvæmdastjóri Laxa, Jens Garðar Helgasonar vísar til þessarar hemildar sjávarútvegsráðherra efti að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi starfsleyfi fyrirtækisins úr gildi fyrir helgi.
FréttirSamherjaskjölin
Framkvæmdastjóri SFS svarar ekki spurningum um áhrif Samherjamálsins í Namibíu
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, hefur ekki viljað svara spurningum um áhrif Samherjamálsins í Namibíu á íslenskan sjávarútveg og stöðu útgerðarinnar innnan SFS.
ÚttektSamherjaskjölin
Stórútgerðirnar segjast standa með Samherja: „Ég held að þetta mál sé tiltölulega óþekkt“
Framkvæmdastjórar íslenskra stórútgerða segja að Namibíumál Samherja hafi ekki haft nein áhrif á önnur íslensk sjávarútvegsfyrirtæki og sölu- og markaðsstarf þeirra erlendis. Stór hluti framkvæmdastjóranna velur hins vegar að tjá sig ekki um málið og hluti þeirra svarar ekki erindum um málið.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.