
Fjölmiðill Sósíalista „aldrei annað en áróðurstæki“
Sósíalistaforinginn Gunnar Smári hefur sent út ákall til fólks um að styðja við uppbyggingu „róttækrar fjölmiðlunar“ með fjármagni og vinnu. Slíkur miðill gæti aldrei flokkast til þess sem kallast fjölmiðlar í hefðbundnum skilningi þess orðs að mati formanns Blaðamannafélags Íslands.