Panama-skjölin
Fréttamál
Stórtækir í afskriftum halda áfram að kaupa upp land

Stórtækir í afskriftum halda áfram að kaupa upp land

·

Byggingafélag Gylfa og Gunnars á í viðræðum við Landsbankann um kaup á rúmum 35 hekturum í Reykjanesbæ sem tryggir þeim byggingarrétt á allt að 485 íbúðum. Keyptu Setbergslandið fyrir einn milljarð í janúar.

Líkti Kastljósinu við Hitler - er sjálfur í gögnunum

Líkti Kastljósinu við Hitler - er sjálfur í gögnunum

·

Nafn hæstaréttarlögmannsins Sigurðar G. Guðjónssonar er að finna í Panama-skjölunum. Sigurður hefur áður líkt vinnubrögðum fréttamanna í umfjöllun um aflandsfélög við vinnubrögð Hitlers.

Grafarán, hórmang og smygl: Auður Dorritar Moussaieff

Grafarán, hórmang og smygl: Auður Dorritar Moussaieff

·

Uppruni fjölskylduveldis Dorritar Moussaieff er reifarakennd saga. Aðalpersóna hennar er faðir Dorritar, Shlomo Moussaieff. Nýlega kom út bókin Unholy Business þar sem ólöglegur flutningur og verslun á fornmunum fyrir botni Miðjarðarhafs er skoðaður í kjölinn, og er hlutur föður Dorritar þar mjög fyrirferðarmikill. Skattaleg fimleikastökk Dorritar á milli landa til þess að halda fjármunum utan seilingar skattayfirvalda höggva svo í sama knérunn og faðirinn.

Yfirlýsing Benedikts um Tortólafélagið vekur upp margar spurningar

Yfirlýsing Benedikts um Tortólafélagið vekur upp margar spurningar

·

Skattasérfræðingur segir að yfirlýsing Benedikts Sveinssonar um eignarhald Tortólafélags hans á fasteign á Flórída skilji eftir sig margar spurningar. Benedikt segir að fyrirtækið á Tortóla hafi verið tekjulaust og hafi aldrei átt neitt fé. Samt hefur þetta félag keypt hús á 45 milljónir króna og rekið það um sextán ára skeið.

Það sem Panamaskjölin opinbera um listheiminn

Það sem Panamaskjölin opinbera um listheiminn

·

Stærsta listaverkasafn veraldar er ekki opið almenningi. Fæstir vita að það sé til. Í hinni svokölluðu fríhöfn í Genf eru yfir ein milljón verka geymd, þar á meðal verk eftir Vincent Van Gogh, Matisse og Pablo Picasso. Eignarhald þessara verka fer leynt, en Panamalekinn hefur varpað ljósi á hluta safnsins og hverjir eiga það.

Engir aðrir þingmenn segjast vera tengdir skattaskjólum

Engir aðrir þingmenn segjast vera tengdir skattaskjólum

·

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Sigurður Ingi Jóhannsson eru meðal þeirra þingmanna sem ekki hafa svarað spurningum um eignir sínar erlendis. Enginn þeirra þingmanna sem segist eiga eignir erlendis á eignir í skattaskjóli. Stundin spurði alla þingmenn á Alþingi um eignir þeirra erlendis og eru sárafáir sem einhverjar eignir eiga utan Íslands.

Lýgur þú, Bjarni Ben?

Bragi Páll Sigurðarson

Lýgur þú, Bjarni Ben?

Bragi Páll Sigurðarson
·

Nafn Bjarna Benediktssonar er í panamaskjölunum alræmdu. Hann fullyrðir að skattagögn gætu sannað sakleysi hans, en hefur þó ekki enn lagt þau fram. Hvað veldur?

Það sem Panamaskjölin opinbera um Norðurlöndin

Það sem Panamaskjölin opinbera um Norðurlöndin

·

Stærstu bankar Norðurlanda, eins og DNB og Nordea, eru viðriðnir vafasöm viðskipti í gegnum útibú sín í Lúxemborg. Í Noregi, Svíþjóð og Danmörku hafa bankar aðstoðað einstaklinga í samskiptum sínum við panamísku lögmannsstofuna Mossack Fonseca, og víða er pottur brotinn þótt ekkert landanna komist með tærnar þar sem Ísland er með hælanna.

Víðtæk hagsmunatengsl formanna stjórnarflokkanna

Víðtæk hagsmunatengsl formanna stjórnarflokkanna

·

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson tengjast skattaskjólum og lágskattasvæðum bæði með beinum hætti og óbeinum. Gunnlaugur Sigmundsson faðir Sigmundar nýtti sér Tortólafélög í gegnum Lúxemborg til að taka út 354 milljóna króna arð eftir hrun. Mikilvægasta fjárfestingarfélag föðurbróður Bjarna, Einars Sveinssonar, var flutt frá Kýpur til Lúxemborgar með rúmlega 800 milljóna króna eignum. Hversu mörg önnur fyrirtæki í skattaskjólum og á lágskattasvæðum tengjast þessum formönnum Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks?

Júlíus Vífill segir af sér og Sveinbjörg fer í tímabundið leyfi

Júlíus Vífill segir af sér og Sveinbjörg fer í tímabundið leyfi

·

Júlíus Vífill Ingvarsson hóf borgarstjórnarfund í dag á því að segja af sér sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Segir hann að aflandsfélag sitt á Panama væri hugsað sem lífeyrissjóður, en ekki félag sem gæti átt í viðskiptum. Sveinbjörg Birna ætlar í tímabundið leyfi, þar til rannsókn á því hvort hún hafi brotið lög er lokið.