Úkraínsk yfirvöld eru sögð hafa kyrrsett eigur og fryst bankareikninga fyrirtækisins Santa Kholod í Kænugarði. Yfirvöld þar telja hvítrússnesk fyrirtæki fjármagna innrás Rússa með óbeinum hætti, vegna stuðnings einræðisstjórnar Lukashenko. Santa Kholod er hluti af fyrirtækjakeðju Aleksanders Moshensky, kjörræðismanns Íslands, fiskinnflytjanda og ólígarka í Hvíta-Rússlandi. Sagður hafa skráð fyrirtæki á dóttur sína til að verjast þvingunum ESB.
FréttirÓlígarkinn okkar
3
Forsætisráðherra ræddi ekki mál Moshenskys
Engar umræður urðu um stöðu kjörræðismanns Íslands í Hvíta-Rússlandi, Alexanders Moshenskys, á fundi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra með leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar, Sviatlönu Tsikhanouskayu. Katrín vill engu svara um eigin skoðun á stöðu kjörræðismannsins sem er náinn bandamaður einræðisherrans í Minsk, Alexanders Lukashenko.
FréttirÓlígarkinn okkar
1
Moshensky kannast ekki við fjármálamiðstöðina í smáíbúðahverfinu
Hvítrússenski auðmaðurinn Alexander Moshensky svarar ekki spurningum um félagið Alpha Mar Foundation í skattaskjólnu Seychelles. Samkvæmt gögnum seldi félaganet Moshenskys breskt félag til íslensks samstarfsmanns hans, Karls Konráðssonar sem rekur það frá heimili sínu í Smáíbúðahverfinu. Moshensky kannast ekki við að vera með starfsmann eða eiga félag á Íslandi.
FréttirÓlígarkinn okkar
Viðskipti Vinnslustöðvarinnar og Moshenskys: „Ég veit bara ekkert um það“
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson segir að einu viðskipti Vinnslustöðvarinnar í Eyjum við Alexander Moshensky séu með fisk frá Íslandi. Hann hafnar öllum sögusögnum um lánveitingar frá Hvítrússanum til Vinnslustöðvarinnar og tengdra félaga og segir að hann njóti engra sérkjara í viðskiptunum. Engin vitneskja hafi legið fyrir um skattaskjólsviðskipti félaga Moshenskys.
AfhjúpunÓlígarkinn okkar
1
Fjarmálamiðstöð Moshenskys í smáíbúðahverfinu
Breskt skúffufélag, Max Credit Investment Limited, sem fjármagnað hefur viðskipti hvítrússneska ólígarkans Aleksanders Moshensky komst nýverið í eigu íslendingsins Karls Konráðssonar. Verðið sem Karl greiddi fyrir félagið virðist ekki í neinu samræmi við eignir þess og umsvif, sem virðast einskorðast við að miðla peningum milli aflandsfélags og fyrirtækja Moshensky í Austur-Evrópu. Úkraínsk skattayfirvöld rannsökuðu slík viðskipti.
FréttirÓlígarkinn okkar
2
Ungverjaland bjargaði Moshensky frá þvingunum ESB
Sendiherrar tíu Evrópuþjóða lögðu í síðustu viku til að Aleksander Moshensky, kjörræðismaður Íslands í Hvíta-Rússlandi og umsvifamikill fiskinnflytjandi, yrði látinn sæta viðskiptaþvingunum ESB vegna tengsla sinna og stuðnings við einræðisherrann Lukashenko. Ungverjar komu honum til bjargar og vöktu, samkvæmt heimildum Stundarinnar, mikla reiði Pólverja og Litháa. Kjörræðismaður Ungverjalands er undirmaður Moshensky.
FréttirÓlígarkinn okkar
5
Ráðherra krafinn frekari svara um Moshensky
Þingmaður Pírata hefur krafið utanríkisráðherra um svör við því hvers vegna ráðuneyti hennar flokkar öll samskipti sín við ESB vegna íslenska kjörræðismannsins í Hvíta-Rússlandi sem óformleg. Ráðuneytið neitar að birta gögn og frekari upplýsingar um hátt í þrjátíu símtöl, fyrirspurnir og fundi, sem íslensk stjörnvöld áttu í kjölfar þess að ræðismaðurinn tilkynnti að hann yrði mögulega bannlistaður vegna tengsla við einræðisherrann í Hvíta-Rússlandi.
FréttirÓlígarkinn okkar
5
Ísland hringdi hátt í þrjátíu sinnum í ESB fyrir Moshensky
Fulltrúar utanríkisráðuneytisins hringdu hátt í þrjátíu símtöl í ESB vegna hræðslu Aleksander Moshensky við að sæta viðskiptaþvingunum. Ráðuneytið neitar að afhenda gögn um þessi samskipti. Moshensky sjálfur var eina heimild ráðuneytisins um samband þeirra Lukashenko.
FréttirÓlígarkinn okkar
Í beinni: Utanríkisráðherra svarar fyrir Moshensky
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra verður til svara fyrir Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd alþingis í dag. Þar svarar ráðherrann fyrir samskipti Íslands og ESB vegna kjörræðismanns Íslands í Hvíta-Rússlandi.
FréttirÓlígarkinn okkar
6
Moshensky vill að umfjöllun Stundarinnar sé fjarlægð
Aleksander Moshensky, kjörræðismaður Íslands í Hvíta-Rússlandi, hefur í gegnum lögmenn sína í Bretlandi krafist þess að Stundin fjarlægi greinar um hann.
FréttirÓlígarkinn okkar
4
Moshensky er verðmætur milliliður útgerðarinnar
Hagsmunir íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja af því að halda Moshensky utan við refsiaðgerðir hlaupa á milljörðum króna. Gott samband hans við yfirvöld í Hvíta-Rússlandi bjó til hjáleið með íslenskan makríl til Rússlands.
FréttirÓlígarkinn okkar
1
„Svartur blettur á orðspori Íslands“
Hvít-rússneskur forsetaframbjóðandi, sem sætti pyntingum og margra mánaða varðhaldi í öryggisfangelsi KGB, segir stuðning Íslands við kjörræðismanninn Moshensky, stuðning við Lukashenko. Ísland eigi að senda skýr skilaboð og reka kjörræðismanninn.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.