Fréttamál

Ólígarkinn okkar

Greinar

Úkraína frysti eignir Moshensky-fjölskyldunnar
FréttirÓlígarkinn okkar

Úkraína frysti eign­ir Mos­hen­sky-fjöl­skyld­unn­ar

Úkraínsk yf­ir­völd eru sögð hafa kyrr­sett eig­ur og fryst banka­reikn­inga fyr­ir­tæk­is­ins Santa Kholod í Kænu­garði. Yf­ir­völd þar telja hví­trúss­nesk fyr­ir­tæki fjár­magna inn­rás Rússa með óbein­um hætti, vegna stuðn­ings ein­ræð­is­stjórn­ar Lukashen­ko. Santa Kholod er hluti af fyr­ir­tækja­keðju Al­eks­and­ers Mos­hen­sky, kjör­ræð­is­manns Ís­lands, fiskinn­flytj­anda og ólíg­arka í Hvíta-Rússlandi. Sagð­ur hafa skráð fyr­ir­tæki á dótt­ur sína til að verj­ast þving­un­um ESB.
Forsætisráðherra ræddi ekki mál Moshenskys
FréttirÓlígarkinn okkar

For­sæt­is­ráð­herra ræddi ekki mál Mos­hen­skys

Eng­ar um­ræð­ur urðu um stöðu kjör­ræð­is­manns Ís­lands í Hvíta-Rússlandi, Al­ex­and­ers Mos­hen­skys, á fundi Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra með leið­toga hví­trúss­nesku stjórn­ar­and­stöð­unn­ar, Sviatlönu Tsik­hanou­skayu. Katrín vill engu svara um eig­in skoð­un á stöðu kjör­ræð­is­manns­ins sem er ná­inn banda­mað­ur ein­ræð­is­herr­ans í Minsk, Al­ex­and­ers Lukashen­ko.
Moshensky kannast ekki við fjármálamiðstöðina í smáíbúðahverfinu
FréttirÓlígarkinn okkar

Mos­hen­sky kann­ast ekki við fjár­mála­mið­stöð­ina í smá­í­búða­hverf­inu

Hví­trús­senski auð­mað­ur­inn Al­ex­and­er Mos­hen­sky svar­ar ekki spurn­ing­um um fé­lag­ið Alpha Mar Foundati­on í skatta­skjólnu Seychell­es. Sam­kvæmt gögn­um seldi fé­laga­net Mos­hen­skys breskt fé­lag til ís­lensks sam­starfs­manns hans, Karls Kon­ráðs­son­ar sem rek­ur það frá heim­ili sínu í Smá­í­búða­hverf­inu. Mos­hen­sky kann­ast ekki við að vera með starfs­mann eða eiga fé­lag á Ís­landi.
Viðskipti Vinnslustöðvarinnar og Moshenskys: „Ég veit bara ekkert um það“
FréttirÓlígarkinn okkar

Við­skipti Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar og Mos­hen­skys: „Ég veit bara ekk­ert um það“

Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son seg­ir að einu við­skipti Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar í Eyj­um við Al­ex­and­er Mos­hen­sky séu með fisk frá Ís­landi. Hann hafn­ar öll­um sögu­sögn­um um lán­veit­ing­ar frá Hví­trúss­an­um til Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar og tengdra fé­laga og seg­ir að hann njóti engra sér­kjara í við­skipt­un­um. Eng­in vitn­eskja hafi leg­ið fyr­ir um skatta­skjólsvið­skipti fé­laga Mos­hen­skys.
Fjarmálamiðstöð Moshenskys í smáíbúðahverfinu
AfhjúpunÓlígarkinn okkar

Fjar­mála­mið­stöð Mos­hen­skys í smá­í­búða­hverf­inu

Breskt skúffu­fé­lag, Max Cred­it In­vest­ment Lim­ited, sem fjár­magn­að hef­ur við­skipti hví­trúss­neska ólíg­ark­ans Al­eks­and­ers Mos­hen­sky komst ný­ver­ið í eigu ís­lend­ings­ins Karls Kon­ráðs­son­ar. Verð­ið sem Karl greiddi fyr­ir fé­lag­ið virð­ist ekki í neinu sam­ræmi við eign­ir þess og um­svif, sem virð­ast ein­skorð­ast við að miðla pen­ing­um milli af­l­ands­fé­lags og fyr­ir­tækja Mos­hen­sky í Aust­ur-Evr­ópu. Úkraínsk skatta­yf­ir­völd rann­sök­uðu slík við­skipti.
Ungverjaland bjargaði Moshensky frá þvingunum ESB
FréttirÓlígarkinn okkar

Ung­verja­land bjarg­aði Mos­hen­sky frá þving­un­um ESB

Sendi­herr­ar tíu Evr­ópu­þjóða lögðu í síð­ustu viku til að Al­eks­and­er Mos­hen­sky, kjör­ræð­is­mað­ur Ís­lands í Hvíta-Rússlandi og um­svifa­mik­ill fiskinn­flytj­andi, yrði lát­inn sæta við­skipta­þving­un­um ESB vegna tengsla sinna og stuðn­ings við ein­ræð­is­herr­ann Lukashen­ko. Ung­verj­ar komu hon­um til bjarg­ar og vöktu, sam­kvæmt heim­ild­um Stund­ar­inn­ar, mikla reiði Pól­verja og Lit­háa. Kjör­ræð­is­mað­ur Ung­verja­lands er und­ir­mað­ur Mos­hen­sky.
Ráðherra krafinn frekari svara um Moshensky
FréttirÓlígarkinn okkar

Ráð­herra kraf­inn frek­ari svara um Mos­hen­sky

Þing­mað­ur Pírata hef­ur kraf­ið ut­an­rík­is­ráð­herra um svör við því hvers vegna ráðu­neyti henn­ar flokk­ar öll sam­skipti sín við ESB vegna ís­lenska kjör­ræð­is­manns­ins í Hvíta-Rússlandi sem óform­leg. Ráðu­neyt­ið neit­ar að birta gögn og frek­ari upp­lýs­ing­ar um hátt í þrjá­tíu sím­töl, fyr­ir­spurn­ir og fundi, sem ís­lensk stjörn­völd áttu í kjöl­far þess að ræð­is­mað­ur­inn til­kynnti að hann yrði mögu­lega bann­listað­ur vegna tengsla við ein­ræð­is­herr­ann í Hvíta-Rússlandi.
Ísland hringdi hátt í þrjátíu sinnum í ESB fyrir Moshensky
FréttirÓlígarkinn okkar

Ís­land hringdi hátt í þrjá­tíu sinn­um í ESB fyr­ir Mos­hen­sky

Full­trú­ar ut­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins hringdu hátt í þrjá­tíu sím­töl í ESB vegna hræðslu Al­eks­and­er Mos­hen­sky við að sæta við­skipta­þving­un­um. Ráðu­neyt­ið neit­ar að af­henda gögn um þessi sam­skipti. Mos­hen­sky sjálf­ur var eina heim­ild ráðu­neyt­is­ins um sam­band þeirra Lukashen­ko.
Í beinni: Utanríkisráðherra svarar fyrir Moshensky
FréttirÓlígarkinn okkar

Í beinni: Ut­an­rík­is­ráð­herra svar­ar fyr­ir Mos­hen­sky

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir ut­an­rík­is­ráð­herra verð­ur til svara fyr­ir Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd al­þing­is í dag. Þar svar­ar ráð­herr­ann fyr­ir sam­skipti Ís­lands og ESB vegna kjör­ræð­is­manns Ís­lands í Hvíta-Rússlandi.
Moshensky vill að umfjöllun Stundarinnar sé fjarlægð
FréttirÓlígarkinn okkar

Mos­hen­sky vill að um­fjöll­un Stund­ar­inn­ar sé fjar­lægð

Al­eks­and­er Mos­hen­sky, kjör­ræð­is­mað­ur Ís­lands í Hvíta-Rússlandi, hef­ur í gegn­um lög­menn sína í Bretlandi kraf­ist þess að Stund­in fjar­lægi grein­ar um hann.
Moshensky er verðmætur milliliður útgerðarinnar
FréttirÓlígarkinn okkar

Mos­hen­sky er verð­mæt­ur milli­lið­ur út­gerð­ar­inn­ar

Hags­mun­ir ís­lenskra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja af því að halda Mos­hen­sky ut­an við refsi­að­gerð­ir hlaupa á millj­örð­um króna. Gott sam­band hans við yf­ir­völd í Hvíta-Rússlandi bjó til hjá­leið með ís­lensk­an mak­ríl til Rúss­lands.
„Svartur blettur á orðspori Íslands“
FréttirÓlígarkinn okkar

„Svart­ur blett­ur á orð­spori Ís­lands“

Hvít-rúss­nesk­ur for­setafram­bjóð­andi, sem sætti pynt­ing­um og margra mán­aða varð­haldi í ör­ygg­is­fang­elsi KGB, seg­ir stuðn­ing Ís­lands við kjör­ræð­is­mann­inn Mos­hen­sky, stuðn­ing við Lukashen­ko. Ís­land eigi að senda skýr skila­boð og reka kjör­ræð­is­mann­inn.