Aðili

Kolbrún Þorsteinsdóttir

Greinar

Biðin eftir niðurstöðu í Laugalandsmálinu orsakar áfallastreitu
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Bið­in eft­ir nið­ur­stöðu í Lauga­lands­mál­inu or­sak­ar áfall­a­streitu

Kol­brún Þor­steins­dótt­ir, ein kvenn­ana sem vist­uð var á með­ferð­ar­heim­il­inu Laugalandi, seg­ir að það að hafa greint frá of­beldi sem hún varð fyr­ir þar hafi vald­ið áfall­a­streitu. Hið sama megi segja um fleiri kvenn­anna. Löng bið eft­ir nið­ur­stöð­um rann­sókn­ar á með­ferð­ar­heim­il­inu hef­ur auk­ið á van­líð­an kvenn­ana.
Skólastjórnendur trúðu ekki frásögn stúlku af ofbeldi á Laugalandi
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Skóla­stjórn­end­ur trúðu ekki frá­sögn stúlku af of­beldi á Laugalandi

Stúlka sem vist­uð var á Laugalandi trúði skóla­syst­ur sinni í Hrafnagils­skóla fyr­ir því að hún væri beitt of­beldi á með­ferð­ar­heim­il­inu og sýndi henni áverka á lík­ama sín­um. Skóla­stjórn­end­ur vís­uðu frá­sögn þar um á bug með þeim orð­um að stúlk­urn­ar á Laugalandi væru vand­ræð­aungling­ar sem ekki ætti að trúa. Fyrr­ver­andi skóla­stjóri seg­ir að í dag myndi hann tengja þær að­ferð­ir sem beitt var á með­ferð­ar­heim­il­inu við of­beldi.
Greindi Braga frá ofbeldinu en hann gerði ekkert með það
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Greindi Braga frá of­beld­inu en hann gerði ekk­ert með það

María Ás Birg­is­dótt­ir lýs­ir því að hún hafi ver­ið beitt illri með­ferð og and­legu of­beldi af Ingj­aldi Arn­þórs­syni þeg­ar hún var vist­uð á með­ferð­ar­heiml­inu Laugalandi. Hún greindi þá­ver­andi for­stjóra Barna­vernd­ar­stofu, Braga Guð­brands­syni, frá of­beld­inu en hann bar lýs­ingu henn­ar í Ingj­ald sem hellti sér yf­ir hana fyr­ir vik­ið. Full­trú­ar barna­vernd­ar­yf­ir­valda brugð­ust ekki við ít­rek­uð­um upp­lýs­ing­um Maríu um ástand­ið á Laugalandi.
Forstjóri Barnaverndarstofu beitti sér hart til varnar Ingjaldi
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

For­stjóri Barna­vernd­ar­stofu beitti sér hart til varn­ar Ingj­aldi

Bragi Guð­brands­son, þá­ver­andi for­stjóri Barna­vernd­ar­stofu, lagð­ist þungt á rit­stjóra og blaða­mann DV vegna um­fjöll­un­ar um meint of­beldi af hálfu Ingj­alds Arn­þórs­son­ar, þá­ver­andi for­stöðu­manns með­ferð­ar­heim­il­is­ins á Laugalandi. Þá beitti Bragi sér fyr­ir því að fé­lags­mála­ráðu­neyt­ið kann­aði ekki ásak­an­ir á hend­ur Ingj­aldi og mælti með að ráð­herra tjáði sig ekki um mál­ið.
Þriðja hvert barn á meðferðaheimilum sagði starfsmann hafa beitt sig ofbeldi
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Þriðja hvert barn á með­ferða­heim­il­um sagði starfs­mann hafa beitt sig of­beldi

Í skýrslu fyr­ir Barna­vernd­ar­stofu kem­ur fram að tæp­lega þriðj­ung­ur barna sagð­ist hafa orð­ið fyr­ir of­beldi af hálfu starfs­manna á með­ferð­ar­heim­il­um á veg­um barna­vernd­ar ár­in 2000 til 2007. Samt seg­ir að lít­ið of­beldi hafi ver­ið á með­ferð­ar­heim­il­un­um og að sum til­felli til­kynnts of­beld­is hafi ver­ið „hluti af því að stoppa óæski­lega hegð­un barns“.

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu