Biðin eftir niðurstöðu í Laugalandsmálinu orsakar áfallastreitu
Kolbrún Þorsteinsdóttir, ein kvennana sem vistuð var á meðferðarheimilinu Laugalandi, segir að það að hafa greint frá ofbeldi sem hún varð fyrir þar hafi valdið áfallastreitu. Hið sama megi segja um fleiri kvennanna. Löng bið eftir niðurstöðum rannsóknar á meðferðarheimilinu hefur aukið á vanlíðan kvennana.
FréttirLaugaland/Varpholt
Sérstaklega spurð um þátt Braga
Búið er að taka viðtöl við fjölda kvenna sem vistaðar voru á Laugalandi. Brynja Skúladóttir segir að hún hafi verið sérstaklega spurð um aðkomu Braga Guðbrandssonar, fyrrverandi forstjóra Barnaverndarstofu.
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
Skólastjórnendur trúðu ekki frásögn stúlku af ofbeldi á Laugalandi
Stúlka sem vistuð var á Laugalandi trúði skólasystur sinni í Hrafnagilsskóla fyrir því að hún væri beitt ofbeldi á meðferðarheimilinu og sýndi henni áverka á líkama sínum. Skólastjórnendur vísuðu frásögn þar um á bug með þeim orðum að stúlkurnar á Laugalandi væru vandræðaunglingar sem ekki ætti að trúa. Fyrrverandi skólastjóri segir að í dag myndi hann tengja þær aðferðir sem beitt var á meðferðarheimilinu við ofbeldi.
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
Varð að gefa frá sér barnið sitt eftir vistina á Laugalandi
„Ég upplifði eins og þau væru búin að ræna þeim báðum,“ segir móðir konu sem eignaðist dreng aðeins fimmtán ára á meðferðarheimilinu Laugalandi. Konan var vistuð á meðferðarheimilinu í eitt og hálft ár með ungbarnið.
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
Greindi Braga frá ofbeldinu en hann gerði ekkert með það
María Ás Birgisdóttir lýsir því að hún hafi verið beitt illri meðferð og andlegu ofbeldi af Ingjaldi Arnþórssyni þegar hún var vistuð á meðferðarheimlinu Laugalandi. Hún greindi þáverandi forstjóra Barnaverndarstofu, Braga Guðbrandssyni, frá ofbeldinu en hann bar lýsingu hennar í Ingjald sem hellti sér yfir hana fyrir vikið. Fulltrúar barnaverndaryfirvalda brugðust ekki við ítrekuðum upplýsingum Maríu um ástandið á Laugalandi.
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
Forstjóri Barnaverndarstofu beitti sér hart til varnar Ingjaldi
Bragi Guðbrandsson, þáverandi forstjóri Barnaverndarstofu, lagðist þungt á ritstjóra og blaðamann DV vegna umfjöllunar um meint ofbeldi af hálfu Ingjalds Arnþórssonar, þáverandi forstöðumanns meðferðarheimilisins á Laugalandi. Þá beitti Bragi sér fyrir því að félagsmálaráðuneytið kannaði ekki ásakanir á hendur Ingjaldi og mælti með að ráðherra tjáði sig ekki um málið.
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
Þriðja hvert barn á meðferðaheimilum sagði starfsmann hafa beitt sig ofbeldi
Í skýrslu fyrir Barnaverndarstofu kemur fram að tæplega þriðjungur barna sagðist hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu starfsmanna á meðferðarheimilum á vegum barnaverndar árin 2000 til 2007. Samt segir að lítið ofbeldi hafi verið á meðferðarheimilunum og að sum tilfelli tilkynnts ofbeldis hafi verið „hluti af því að stoppa óæskilega hegðun barns“.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.