Þriðja hvert barn á meðferðaheimilum sagði starfsmann hafa beitt sig ofbeldi
Í skýrslu fyrir Barnaverndarstofu kemur fram að tæplega þriðjungur barna sagðist hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu starfsmanna á meðferðarheimilum á vegum barnaverndar árin 2000 til 2007. Samt segir að lítið ofbeldi hafi verið á meðferðarheimilunum og að sum tilfelli tilkynnts ofbeldis hafi verið „hluti af því að stoppa óæskilega hegðun barns“.
Maður sem var misnotaður af bróður sínum um árabil lýsir því í viðtali við Eddu Falak hvað það var vont að missa stjórn á aðstæðum eftir að málið komst upp.
2
Viðtal
Túlkur Gorbatsjevs: „Hvernig á að forðast þriðju heimsstyrjöld“
Pavel Palazhchenko, sem var sovéskur og síðar rússneskur diplómati og túlkur Gorbatsjevs á leiðtogafundinum í Reykjavík árið 1986, segir að stöðva eigi hernaðaraðgerðir í Úkraínu eins fljótt og auðið er. 36 árum eftir fundinn í Höfða er Palazhchenko aftur kominn í stutta heimsókn til Reykjavíkur og féllst á að ræða við Andrei Menshenin blaðamann um leiðtogafundinn og þær breytingar sem urðu í kjölfar hans, kjarnorkuvopn og stríðið í Úkraínu. Hann segir að engar allsherjarviðræður um öryggismál hafi orðið milli Rússlands og Evrópu eftir hrun Sovétríkjanna.
3
Fréttir
10
Katrín Jakobsdóttir „hefur ekkert gert fyrir umhverfið“
Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir segir forsætisráðherra hafa svikið loforð sem hún gaf um aðgerðir í loftslagsmálum.
4
Fréttir
Sorgarsaga Söngva Satans
Bresk-indverski rithöfundurinn Salman Rushdie særðist illa í morðtilræði þegar hann steig á svið til að halda ræðu í New York á dögunum. Svo virðist sem árásarmaðurinn, sem er af líbönskum ættum, hafi ætlað sér að uppfylla trúarlega tilskipun leiðtoga Írans frá 1989 sem sagði Rushdie réttdræpan fyrir guðlast í bók sinni Söngvar Satans. Málið á sér langa og sorglega sögu sem er samofin málfrelsi, trúarofstæki og valdatafli í Mið-Austurlöndum.
5
Pistill
Illugi Jökulsson
Sorgleg svör Katrínar við orðum Bjarkar
Blaðamaður The Guardian, Chal Ravens, segir að Björk hafi „nánast hrækt“ í reiði sinni þegar hún lýsti svikum þeim sem henni fannst hún hafa upplilfað af hendi Katrínar Jakobsdóttur.
6
Aðsent
Björn Leví Gunnarsson
Fólk - og framlög til stjórnmálaflokka
Stjórnmálaflokkar eiga ekki að þurfa fjármagn sem dugar til að keyra gríðarlegar auglýsingaherferðir.
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 20. ágúst.
Lýsa ofbeldi á meðferðarheimiliFjöldi kvenna hefur lýst ofbeldi sem þær urðu fyrir á meðan þær voru vistaðar á Laugalandi. 29 prósent barna sem voru vistuð á langtímameðferðarheimilum Barnaverndarstofu lýstu því að hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu starfsmanna.
Hátt í þriðjungur barna sem vistuð voru á langtímameðferðarheimilum Barnaverndarstofu á árunum 2000 til 2009 lýstu því að þau hefðu orðið fyrir ofbeldi af hálfu starfsmanna heimilanna, alls 31 barn. Þrjátíu prósent barnanna sem urðu fyrir ofbeldi segja að þau hafi ekki greint frá því á meðan að á dvöl þeirra stóð.
Fjöldi kvenna hefur lýst því í umfjöllun Stundarinnar að þær hafi orðið fyrir ofbeldi af hálfu forstöðumanns meðferðarheimilisins Laugalands á nefndu tímabili.
Upplýsingar um upplifun barnanna á ofbeldinu koma fram í niðurstöðum rannsóknar á afdrifum barna sem voru vistuð á meðferðarheimilum Barnaverndarstofu á fyrrnefndu árabili. Rannsóknarskýrslan, sem birt var í september 2012, var unnin af Rannsóknastofnun í barna og fjölskylduvernd fyrir Barnaverndarstofu. Athygli vekur að í samantekt á niðurstöðum í skýrslunni segir: „Yfirleitt var lítið um ofbeldi inni á meðferðarheimilunum og sumt ofbeldi sem ungmenni sögðust hafa orðið fyrir af hendi starfsmanns var talið hluti af því að stoppa óæskilega hegðun barns. Í þeim tilfellum sem greint var frá ofbeldi var það bundið við ákveðin heimili.“ Rétt er að hnykkja á því að 29 prósent barna sem voru vistuð á langtímameðferðarheimilum sögðust hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu starfsmanns og sama hlutfall hafði orðið fyrir ofbeldi af hálfu annarra sem voru vistaðir á meðferðarheimilinu.
Fjöldi kvenna lýsir ofbeldi á Laugalandi
Í síðasta tölublaði Stundarinnar stigu fram sex konur sem vistaðar höfðu verið á meðferðarheimilinu Laugalandi, áður Varpholti, í Eyjafirði og lýstu þær því hvernig forstöðumaður heimilisins, Ingjaldur Arnþórsson, hefði beitt þær bæði andlegu og líkamlegu ofbeldi. Jafnframt lýstu þær því að þær hefðu orðið vitni að því að Ingjaldur beitti aðrar stúlkur sem dvöldu á meðferðarheimilinu ofbeldi og að harðræði og óttastjórnun hefði ríkt inni á heimilinu. Konurnar krefjast þess að skipuð verði rannsóknarnefnd til að fara í saumana á rekstri heimilisins með hliðsjón af vitnisburðum þeirra um ofbeldi Ingjalds en hann rak heimilið á árunum 1997 til 2007.
„Hann skrifaði ekkert niður og ekkert gerðist í kjölfarið“
Kolbrún Þorsteinsdóttir
Í Stundinni var jafnframt greint frá því að tilkynningar um harðræði og ofbeldi af hálfu Ingjalds hefðu borist Barnaverndarstofu þegar árið 2000. Árið 2001 funduðu þrjár stúlkur sem höfðu dvalið á Laugalandi með umboðsmanni barna og lýstu ofbeldinu. Umboðsmaður upplýsti Barnaverndarstofu um lýsingar stúlknanna og jafnframt er tilgreint að fleiri lýsingar á harðræði og ofbeldi á Lauglandi hefðu þá borist. Umboðsmaður fór fram á það við Barnaverndarstofu árið 2002 að rannsókn yrði gerð á ásökununum en gögn benda ekki til að það hafi verið gert.
Ein stúlknanna, Kolbrún Þorsteinsdóttir, lýsir fundi sem hún átti með Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu, og lýsti fyrir honum ofbeldinu í Varpholti og Laugalandi. „Hann skrifaði ekkert niður og ekkert gerðist í kjölfarið.“
Bragi kvaðst í samtali við Stundina ekki geta svarað fyrir málið. „Mig rekur ekki minni til að barn hafi komið á minn fund með umkvörtunarefni um þetta, án þess að ég sé að útiloka það fortakslaust, enda ertu að vísa þarna í hartnær tuttugu ára gamla heimsókn, ef að hún hefur átt sér stað,“ sagði hann.
Svör foreldra ríma við svör barna
Rannsóknin frá árinu 2012 tók til tíu meðferðarheimila Barnaverndarstofu, þar af til sjö langtímameðferðarheimila. Hér verður aðeins fjallað um langtímameðferðarheimilin nema annað sé tiltekið. Umrædd heimili eru Laugaland, Hvítárbakki, Árbót, Berg, Geldingalækur, Háholt, Jökuldalur og Torfastaðir. Rannsóknin var unnin á árunum 2010 og 2011. Í skýrslunni eru niðurstöður rannsóknarinnar ekki eða lítt brotnar niður eftir meðferðarheimilinum og er fjallað um þau í heild. Stundin hefur óskað eftir bakgrunnsgögnum fyrir Laugaland sérstaklega frá Barnaverndarstofu. Af þeim sem svöruðu könnuninni höfðu 22 verið vistuð á Laugalandi, 7,6 prósent.
Af þeim börnum sem vistuð voru á langtímameðferðarheimilum Barnaverndarstofu greindu 29 prósent frá því að þau hefðu orðið fyrir ofbeldi af hálfu annarra vistmanna. Algengasta svarið var að börnin hefðu verið beitt andlegu ofbeldi en alls 16,7 prósent barnanna svöruðu því til, 7,2 prósent sögðust hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi, 1,7 prósent höfðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni og 0,7 höfðu orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Tæplega 40 prósent þeirra sem urðu fyrir ofbeldinu sögðu ekki frá því á meðan á dvöl þeirra stóð.
Foreldrar barnanna voru einnig spurðir hvort börn þeirra hefðu orðið fyrir andlegu eða líkamlegu ofbeldi af hálfu annara barna sem voru í meðferð á sama tíma. Foreldrar barna sem dvalið höfðu á langtímameðferðarheimilum svöruðu því játandi í 17 prósentum tilvika. Sé horft til svara barnanna sjálfra og þess að 40 prósent þeirra sögðust ekki hafa greint frá ofbeldinu á meðan að á dvöl þeirra stóð má sjá að svör foreldra ríma mjög vel við þær tölur.
Fjórðungur sagði ekki frá
29%
barnanna lýstu því að hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu starfsmanns
Börnin voru einnig spurð hvort þau hefðu orðið fyrir ofbeldi af hálfu starfsmanna meðferðarheimilinna. Af þeim börnum sem dvöldu á langtímameðferðarheimilum Barnaverndarstofu svöruðu 29 prósent því játandi, alls 31 barn. Dreifing svara var ólík á milli heimilanna sem um ræðir, þannig hafði enginn sem dvaldi á heimilunum að Geldingalæk eða Hvítárbakka orðið fyrir ofbeldi af hálfu starfsmanns, heimilið á Jökuldal var undanþegið þar eð aðeins barst eitt svar þaðan. Eftir standa því fjögur langtímameðferðarheimili, Laugaland, Árbót, Berg og Háholt. Hlutfall þeirra barna sem höfðu orðið fyrir ofbeldi af hálfu starfsmanns var á bilinu 13 til 50 prósent á þeim heimilum. Ekki er frekara niðurbrot að finna í skýrslunni.
Í svörum aðstandenda kemur fram að 20 prósent foreldra barna sem voru vistuð á langtímameðferðarheimilum sögðu börn sín hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu starfsmanna. Tæpur fjórðungur, 23,5 prósent, greindi ekki frá því að hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu starfsmanna á meðan að á vistun þeirra stóð samkvæmt svörum foreldra.
Í skýrslunni kemur fram að af þeim börnum sem orðið höfðu fyrir ofbeldi af hálfu starfsmanns á langtímameðferðarheimilum Barnaverndarstofu höfðu þau flest orðið fyrir andlegu ofbeldi, eða 23 prósent. Þá sögðust 17 prósent þeirra hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi af hálfu starfsmanns og í einu prósenti tilvika fyrir kynferðislegu áreiti. Mörg barnanna nefndu fleiri en eina tegund ofbeldis. Þrjátíu prósent barnanna sögðu ekki frá því að þau hefðu verið beitt ofbeldi á meðan að á dvöl þeirra á meðferðarheimilinu stóð.
Yfir þriðjungur sagði dvölina ekki hafa hjálpað
Börnin voru spurð um ýmis atriði er lutu að dvölinni á meðferðarheimilinu. Meðal annars var spurt hvort þau hefðu náð góðu sambandi við að minnsta kosti einn starfsmann og svöruðu flest því játandi, eða 90 prósent.
34%
barnanna sögðu dvölina ekki hafa hjálpað
Í heild sögðu 62% þeirra barna sem dvöldu á langtímameðferðarheimilum Barnaverndarstofu að dvölin hefði hjálpað þeim við að takast á við þann vanda sem þau glímdu við. Hins vegar sögðu 34% að dvölin hefði ekki hjálpað þeim.
Þegar horft er til þess hversu vel dvölin gagnaðist börnunum þá má nefna að 41% þeirra barna sem dvalið höfðu á langtímameðferðarheimili höfðu farið í meðferð við áfengis- eða fíkniefnavanda eftir að dvöl þeirra lauk. 50% þeirra höfðu leitað sér aðstoðar vegna tilfinningalegra eða geðrænna erfiðleika.
Þá höfðu 26% þeirra barna sem dvöldu á langtímameðferðarheimilum Barnaverndarstofu setið í gæsluvarðhaldi eða í fangelsi eftir að dvöl þeirra á heimilunum lauk.
Stúlkurnar á Laugalandi þorðu ekki að segja frá
Barnaverndarnefndir sveitarfélaganna eru einu aðilarnir sem geta vistað börn á meðferðarheimilum á vegum Barnaverndarstofu. Barnaverndarnefndirnar sjálfar bera ábyrgð á vistun og dvöl barnanna. Samkvæmt svari við fyrirspurn Stundarinnar til Barnaverndar Reykjavíkur var það starfsregla þar, og er, að væri kvartað yfir meðferð barna á vistheimilum eða meðferðarheimilum voru þær umkvartanir sendar til Barnaverndarstofu. Hið sama gildir um Barnavernd Akureyrarbæjar. Í svari frá Barnavernd Akureyrar kemur fram að Barnavernd búi ekki yfir neinum gögnum er varði Laugaland sjálft, aðeins gögnum er varði þau börn er þar voru vistuð og óheimilt er að afhenda á grunni persónuverndar.
Hákon Sigursteinsson, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, vildi í samtali við Stundina ekki þvertaka fyrir að þar væri að finna gögn er sneru að Laugalandi, ótengd nafngreindum börnum sem þar hefðu dvalið. Hins vegar hefðu ábendingar eða erindi af slíku tagi verið send áfram til Barnaverndarstofu til meðferðar. Vísaði Hákon á Barnaverndarstofu í því samhengi. Stundin hafði þegar sent upplýsingabeiðni til Barnaverndarstofu og óskað eftir að fá þau gögn sem snertu Laugaland, áður Varpholt, á árabilinu 1997 til 2007 afhent. Þeirri beiðni hefur enn ekki verið svarað.
„Þegar einhver frá barnaverndaryfirvöldum kom í heimsókn til að kanna ástandið á heimilinu þorðum við ekki að segja neitt slæmt um Ingjald“
Gígja Skúladóttir
Barnaverndastofa sinnti bæði eftirliti og ráðgjöf með meðferðarheimilum sem starfrækt eru á hennar vegum. Eftilitinu var skipt í innra eftirlit og ytra eftirlit. Í ytra eftirliti fólst meðal annars eftilit með faglegu starfi innan meðferðarheimilanna. Í innra eftirliti fólst meðal annar eftitlit með líðan barna sem dvöldu á meðferðaheimilum og framvindu meðferðar þeirra. Sem lið í því eftirliti skyldu starfsmenn Barnaverndarstofu heimsækja meðferðarheimili þrisvar á ári, skoða aðstæður, starfsemina og líðan einstakra barna auk þess að leggja fyrir þau viðhorfskönnun. Konurnar sem dvöldu á Laugalandi hafa lýst því að þær hafi ekki þorað að segja neitt neikvætt um starfsemina eða framgöngu Ingjaldar Arnþórssonar í þessum heimsóknum. Þær hafi ekki treyst neinum fullorðnum enda hafi þær upplifað að það sem þær segðu í trúnaði bærist Ingjaldi til eyrna, með þeim afleiðingum að framkoma hans við þær versnaði enn. „Þegar einhver frá barnaverndaryfirvöldum kom í heimsókn til að kanna ástandið á heimilinu þorðum við ekki að segja neitt slæmt um Ingjald,“ sagði Gígja Skúladóttir í viðtali í síðasta tölublaði Stundarinnar.
Kona sem vistuð var á meðferðarheimilinu Varpholti og ber að hafa verið beitt ofbeldi af Ingjaldi Arnþórssyni, forstöðumanni þar, segir vinnubrögð nefndar sem rannsaka á heimilið fyrir neðan allar hellur. Aldrei hafi verið haft samband við hana til að upplýsa um gang mála eða kanna líðan hennar. „Mér finnst að það hefði átt að útvega okkur sálfræðiþjónustu,“ segir Anna María Ingveldur Larsen. Hún hefur misst alla trú á rannsókninni.
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
Biðin eftir niðurstöðu í Laugalandsmálinu orsakar áfallastreitu
Kolbrún Þorsteinsdóttir, ein kvennana sem vistuð var á meðferðarheimilinu Laugalandi, segir að það að hafa greint frá ofbeldi sem hún varð fyrir þar hafi valdið áfallastreitu. Hið sama megi segja um fleiri kvennanna. Löng bið eftir niðurstöðum rannsóknar á meðferðarheimilinu hefur aukið á vanlíðan kvennana.
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
Takmörkuð svör um rannsókn á Laugalandi draga úr trausti kvennanna
Fátt er um svör um framgang rannsóknar á því hvort konur sem vistaðar voru á meðferðarheimilinu Laugalandi hafi verið beittar harðræði eða ofbeldi. Gígja Skúladóttir, ein kvennanna sem steig fram og sagði sína sögu, segir leyndarhyggjuna óheppilega.
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
Kona sem upplifði harðræði á Laugalandi lýsir símtali frá Braga
Bragi Guðbrandsson, fyrrverandi forstjóri Barnaverndarstofu, hringdi í konu sem vistuð var á meðferðarheimilinu Laugalandi fyrir tveimur vikum síðan. Konan segir Braga hafa fullyrt að engin gögn styddu það að konur sem vistaðar voru á meðferðarheimilinu hefðu verið beittar ofbeldi þar. Ellefu konur hafa lýst harðræði og ofbeldi af hálfu Ingjalds Arnórssonar forstöðumanns. Bragi segir tímabært að „maður sé ekki hundeltur“ vegna slíkra mála.
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
Gögn um meðferðarheimilið Laugaland fást ekki afhent
Barnaverndarstofa synjaði afhendingu á gögnum þar sem ofbeldi á hendur stúlkum sem vistaðar voru á meðferðarheimilinu Laugalandi var lýst fyrir Braga Guðbrandssyni, þáverandi forstjóra stofnunarinnar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tók sér sjö og hálfan mánuð til að staðfesta synjunina.
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
Skólastjórnendur trúðu ekki frásögn stúlku af ofbeldi á Laugalandi
Stúlka sem vistuð var á Laugalandi trúði skólasystur sinni í Hrafnagilsskóla fyrir því að hún væri beitt ofbeldi á meðferðarheimilinu og sýndi henni áverka á líkama sínum. Skólastjórnendur vísuðu frásögn þar um á bug með þeim orðum að stúlkurnar á Laugalandi væru vandræðaunglingar sem ekki ætti að trúa. Fyrrverandi skólastjóri segir að í dag myndi hann tengja þær aðferðir sem beitt var á meðferðarheimilinu við ofbeldi.
Mest lesið
1
FréttirEigin konur
1
„Ég sá bara veikan einstakling“
Maður sem var misnotaður af bróður sínum um árabil lýsir því í viðtali við Eddu Falak hvað það var vont að missa stjórn á aðstæðum eftir að málið komst upp.
2
Viðtal
Túlkur Gorbatsjevs: „Hvernig á að forðast þriðju heimsstyrjöld“
Pavel Palazhchenko, sem var sovéskur og síðar rússneskur diplómati og túlkur Gorbatsjevs á leiðtogafundinum í Reykjavík árið 1986, segir að stöðva eigi hernaðaraðgerðir í Úkraínu eins fljótt og auðið er. 36 árum eftir fundinn í Höfða er Palazhchenko aftur kominn í stutta heimsókn til Reykjavíkur og féllst á að ræða við Andrei Menshenin blaðamann um leiðtogafundinn og þær breytingar sem urðu í kjölfar hans, kjarnorkuvopn og stríðið í Úkraínu. Hann segir að engar allsherjarviðræður um öryggismál hafi orðið milli Rússlands og Evrópu eftir hrun Sovétríkjanna.
3
Fréttir
10
Katrín Jakobsdóttir „hefur ekkert gert fyrir umhverfið“
Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir segir forsætisráðherra hafa svikið loforð sem hún gaf um aðgerðir í loftslagsmálum.
4
Fréttir
Sorgarsaga Söngva Satans
Bresk-indverski rithöfundurinn Salman Rushdie særðist illa í morðtilræði þegar hann steig á svið til að halda ræðu í New York á dögunum. Svo virðist sem árásarmaðurinn, sem er af líbönskum ættum, hafi ætlað sér að uppfylla trúarlega tilskipun leiðtoga Írans frá 1989 sem sagði Rushdie réttdræpan fyrir guðlast í bók sinni Söngvar Satans. Málið á sér langa og sorglega sögu sem er samofin málfrelsi, trúarofstæki og valdatafli í Mið-Austurlöndum.
5
Pistill
Illugi Jökulsson
Sorgleg svör Katrínar við orðum Bjarkar
Blaðamaður The Guardian, Chal Ravens, segir að Björk hafi „nánast hrækt“ í reiði sinni þegar hún lýsti svikum þeim sem henni fannst hún hafa upplilfað af hendi Katrínar Jakobsdóttur.
6
Aðsent
Björn Leví Gunnarsson
Fólk - og framlög til stjórnmálaflokka
Stjórnmálaflokkar eiga ekki að þurfa fjármagn sem dugar til að keyra gríðarlegar auglýsingaherferðir.
7
Flækjusagan
Fyrsti Rómarbiskup brenndur á krossi?
Páfinn situr enn í Róm, 1
Mest deilt
1
Fréttir
10
Katrín Jakobsdóttir „hefur ekkert gert fyrir umhverfið“
Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir segir forsætisráðherra hafa svikið loforð sem hún gaf um aðgerðir í loftslagsmálum.
2
FréttirPanamaskjölin
2
Panama-uppljóstrarinn John Doe: „Án ábyrgðar getur samfélag ekki virkað“
Nafnlausi uppljóstrarinn sem hrinti af stað atburðarásinni sem leiddi til afsagnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra með lekanum á Panamaskjölunum veitir sitt fyrsta viðtal í Der Spiegel. Hann lýsir vonbrigðum með stjórnvöld víða um heim og segir Rússa vilja sig feigan.
3
Fréttir
Drífa Snædal segir af sér sem forseti Alþýðusambands Íslands
Drífa Snædal hefur sagt af sér sem forseti Alþýðusambands Íslands. Samskipti við kjörna fulltrúa innan verkalýðshreyfingarinnar og blokkamyndun er ástæðan. Í yfirlýsingu segir hún átök innan hreyfingarinnar verið óbærileg og dregið úr vinnugleði og baráttuanda.
4
Greining
1
Ekki bara pest að kjósa Framsókn
Framsóknarflokkurinn er óvænt orðin heitasta lumma íslenskra stjórnmála. Ungt fólk, sérstaklega ungar konur, virðast laðast að flokknum. Spillingarstimpillinn sem loddi við hann eins og fluga við skít, virðist horfinn. Hvað gerðist? Gengur vofa bæjarradikalanna ljósum logum í flokknum?
5
Fólkið í borginni
2
Snýst ekki um trú að hafa þekkingu á Biblíunni
Arnaldur Sigurðsson, bókavörður á Landsbókasafninu, telur klassískar bókmenntir, einkum Biblíuna, grundvöll að læsi.
6
Viðtal
2
Í vöku og draumi
Ýr Þrastardóttir fatahönnuður hefur vakið athygli fyrir hönnun sína sem oft má líkja við listaverk og fyrr á þessu ári opnaði hún ásamt tveimur öðrum hönnuðum verslunina Apotek Atelie. Hún venti kvæði sínu í kross í hittifyrra og hóf nám við Kvikmyndaskóla Íslands og útskrifaðist í vor. Ýr var greind með ADHD fyrir um einu og hálfu ári og segist nú skilja hvernig hún hefur fúnkerað í gegnum árin.
7
Fréttir
3
Sólveig segir afsögn Drífu tímabæra
„Drífa veit sjálf að það er langt um liðið síðan grafa fór undan trúverðugleika hennar og stuðningi í baklandi verkalýðshreyfingarinnar,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, um afsögn forseta ASÍ.
Mest lesið í vikunni
1
Fréttir
2
Tugmilljóna barátta um toppsæti Sjálfstæðisfólks
Hildur Björnsdóttir varði 9,3 milljónum í baráttu sína fyrir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. Keppinautur hennar um sætið, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, eyddi 8,8 milljónum. Framboð oddvitans skilaði hagnaði.
2
Fólkið í borginni
2
Snýst ekki um trú að hafa þekkingu á Biblíunni
Arnaldur Sigurðsson, bókavörður á Landsbókasafninu, telur klassískar bókmenntir, einkum Biblíuna, grundvöll að læsi.
3
FréttirEigin konur
1
„Ég sá bara veikan einstakling“
Maður sem var misnotaður af bróður sínum um árabil lýsir því í viðtali við Eddu Falak hvað það var vont að missa stjórn á aðstæðum eftir að málið komst upp.
4
MenningHús & Hillbilly
Brák og Þórir í Freyjulundi lifa með árstíðunum
Hillbilly hitti Brák Jónsdóttur myndlistarkonu og Þóri Hermann Óskarsson tónlistarmann í byrjun sumars til að ræða listalífið á Norðurlandi.
5
Viðtal
2
Í vöku og draumi
Ýr Þrastardóttir fatahönnuður hefur vakið athygli fyrir hönnun sína sem oft má líkja við listaverk og fyrr á þessu ári opnaði hún ásamt tveimur öðrum hönnuðum verslunina Apotek Atelie. Hún venti kvæði sínu í kross í hittifyrra og hóf nám við Kvikmyndaskóla Íslands og útskrifaðist í vor. Ýr var greind með ADHD fyrir um einu og hálfu ári og segist nú skilja hvernig hún hefur fúnkerað í gegnum árin.
6
Viðtal
Túlkur Gorbatsjevs: „Hvernig á að forðast þriðju heimsstyrjöld“
Pavel Palazhchenko, sem var sovéskur og síðar rússneskur diplómati og túlkur Gorbatsjevs á leiðtogafundinum í Reykjavík árið 1986, segir að stöðva eigi hernaðaraðgerðir í Úkraínu eins fljótt og auðið er. 36 árum eftir fundinn í Höfða er Palazhchenko aftur kominn í stutta heimsókn til Reykjavíkur og féllst á að ræða við Andrei Menshenin blaðamann um leiðtogafundinn og þær breytingar sem urðu í kjölfar hans, kjarnorkuvopn og stríðið í Úkraínu. Hann segir að engar allsherjarviðræður um öryggismál hafi orðið milli Rússlands og Evrópu eftir hrun Sovétríkjanna.
7
Fréttir
10
Katrín Jakobsdóttir „hefur ekkert gert fyrir umhverfið“
Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir segir forsætisráðherra hafa svikið loforð sem hún gaf um aðgerðir í loftslagsmálum.
Mest lesið í mánuðinum
1
Leiðari
10
Helgi Seljan
Í landi hinna ótengdu aðila
Á Íslandi eru allir skyldir öllum, nema Samherja.
2
ViðtalEin í heiminum
3
„Rosalegt álag“ að vera einhverf úti í samfélaginu
Elísabet Guðrúnar og Jónsdóttir segir að geðræn veikindi sem hún hafi þjáðst af frá barnæsku séu afleiðing álags sem fylgi því að vera einhverf án þess að vita það. Stöðugt hafi verið gert lítið úr upplifun hennar og tilfinningum. Hún hætti því alfarið að treysta eigin dómgreind sem leiddi meðal annars til þess að hún varð útsett fyrir ofbeldi.
3
ReynslaEigin konur
Fékk símtal um barnsföður sinn sem var upphaf að áralangri raun
Freyja Huld fékk símtal um nótt með upplýsingum um að sambýlismaður hennar og barnsfaðir væri að sækja í unglingsstúlkur. Síðar var hann handtekinn fyrir skelfilegt brot. Enn þarf hún að eiga í samskiptum við hann sem barnsföður og veita honum umgengni.
4
FréttirEldgos við Fagradalsfjall
Þetta er gönguleiðin að nýja eldgosinu
Besta gönguleið til að nálgast eldgosið í Meradölum liggur vestan megin hraunsins og eftir upphaflegu gosgönguleiðinni. Gengið er frá bílastæði við Suðurstrandarveg. Björgunarsveitin Þorbjörn sendir kort af gönguleiðinni.
5
Afhjúpun
3
Sigmundur Davíð á ráðstefnu með sænskum þjóðernisöfgamönnum
Gyðingahatarar, nýnasistar, stuðningsmenn við innrás Rússa í Úkraínu og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, verða meðal ræðumanna á ráðstefnu í Svíþjóð sem skipulögð er af neti hægriöfgahópa.
6
Viðtal
5
Ísland með augum úkraínskrar flóttakonu
Tania Korolenko er ein þeirra rúmlega þúsund einstaklinga sem komið hafa til Íslands í leit að skjóli undan sprengjuregni rússneska innrásarhersins eftir innrásina í Úkraínu. Heima starfrækti hún sumarbúðir fyrir úkraínsk börn, kenndi ensku og gaf fyrir ekki margt löngu út smásagnasafn. Hún hefur haldið dagbók um komu sína og dvöl á Íslandi og ætlar að leyfa lesendum Stundarinnar að fylgjast með kynnum flóttakonu af landi og þjóð.
7
Pistill
1
Þolandi 1639
Verður þú með geranda mínum um verslunarmannahelgina?
Rétt eins og þú er hann eflaust að skipuleggja verslunarmannahelgina sína, því hann er alveg jafn frjáls og hann var áður en hann var fundinn sekur um eitt svívirðilegasta brotið í mannlegu samfélagi.
Nýtt á Stundinni
Flækjusagan
Við gætum haft þrjú tungl! Hvar eru hin tvö?!
Förunautur okkar Jarðarbúa á endalausri hringferð okkar um sólkerfið, Máninn, er svo gamalkunnur og traustur félagi að það er erfitt að ímynda sér hann eitthvað öðruvísi og hvað þá bara einn af mörgum. Við vitum að stóru gasrisarnir utar í sólkerfinu hafa tugi tungla sér til fylgdar — 80 við Júpíter þegar síðast fréttist, 83 við Satúrnus — en tunglið...
Pistill
Illugi Jökulsson
Sorgleg svör Katrínar við orðum Bjarkar
Blaðamaður The Guardian, Chal Ravens, segir að Björk hafi „nánast hrækt“ í reiði sinni þegar hún lýsti svikum þeim sem henni fannst hún hafa upplilfað af hendi Katrínar Jakobsdóttur.
Flækjusagan#40
Stríð í þúsund daga
Illugi Jökulsson fór að skoða hverjir væru fyrirmyndirnar að uppáhaldspersónu hans í uppáhaldsskáldsögu hans, Hundrað ára einsemd eftir García Márquez.
Fréttir
10
Katrín Jakobsdóttir „hefur ekkert gert fyrir umhverfið“
Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir segir forsætisráðherra hafa svikið loforð sem hún gaf um aðgerðir í loftslagsmálum.
Aðsent
Björn Leví Gunnarsson
Fólk - og framlög til stjórnmálaflokka
Stjórnmálaflokkar eiga ekki að þurfa fjármagn sem dugar til að keyra gríðarlegar auglýsingaherferðir.
Fréttir
Sorgarsaga Söngva Satans
Bresk-indverski rithöfundurinn Salman Rushdie særðist illa í morðtilræði þegar hann steig á svið til að halda ræðu í New York á dögunum. Svo virðist sem árásarmaðurinn, sem er af líbönskum ættum, hafi ætlað sér að uppfylla trúarlega tilskipun leiðtoga Írans frá 1989 sem sagði Rushdie réttdræpan fyrir guðlast í bók sinni Söngvar Satans. Málið á sér langa og sorglega sögu sem er samofin málfrelsi, trúarofstæki og valdatafli í Mið-Austurlöndum.
Flækjusagan
Fyrsti Rómarbiskup brenndur á krossi?
Páfinn situr enn í Róm, 1
Viðtal
Túlkur Gorbatsjevs: „Hvernig á að forðast þriðju heimsstyrjöld“
Pavel Palazhchenko, sem var sovéskur og síðar rússneskur diplómati og túlkur Gorbatsjevs á leiðtogafundinum í Reykjavík árið 1986, segir að stöðva eigi hernaðaraðgerðir í Úkraínu eins fljótt og auðið er. 36 árum eftir fundinn í Höfða er Palazhchenko aftur kominn í stutta heimsókn til Reykjavíkur og féllst á að ræða við Andrei Menshenin blaðamann um leiðtogafundinn og þær breytingar sem urðu í kjölfar hans, kjarnorkuvopn og stríðið í Úkraínu. Hann segir að engar allsherjarviðræður um öryggismál hafi orðið milli Rússlands og Evrópu eftir hrun Sovétríkjanna.
FréttirEigin konur
1
„Ég sá bara veikan einstakling“
Maður sem var misnotaður af bróður sínum um árabil lýsir því í viðtali við Eddu Falak hvað það var vont að missa stjórn á aðstæðum eftir að málið komst upp.
Viðtal
2
Í vöku og draumi
Ýr Þrastardóttir fatahönnuður hefur vakið athygli fyrir hönnun sína sem oft má líkja við listaverk og fyrr á þessu ári opnaði hún ásamt tveimur öðrum hönnuðum verslunina Apotek Atelie. Hún venti kvæði sínu í kross í hittifyrra og hóf nám við Kvikmyndaskóla Íslands og útskrifaðist í vor. Ýr var greind með ADHD fyrir um einu og hálfu ári og segist nú skilja hvernig hún hefur fúnkerað í gegnum árin.
MenningHús & Hillbilly
Brák og Þórir í Freyjulundi lifa með árstíðunum
Hillbilly hitti Brák Jónsdóttur myndlistarkonu og Þóri Hermann Óskarsson tónlistarmann í byrjun sumars til að ræða listalífið á Norðurlandi.
Fólkið í borginni
2
Snýst ekki um trú að hafa þekkingu á Biblíunni
Arnaldur Sigurðsson, bókavörður á Landsbókasafninu, telur klassískar bókmenntir, einkum Biblíuna, grundvöll að læsi.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Athugasemdir