Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Þriðja hvert barn á meðferðaheimilum sagði starfsmann hafa beitt sig ofbeldi

Í skýrslu fyr­ir Barna­vernd­ar­stofu kem­ur fram að tæp­lega þriðj­ung­ur barna sagð­ist hafa orð­ið fyr­ir of­beldi af hálfu starfs­manna á með­ferð­ar­heim­il­um á veg­um barna­vernd­ar ár­in 2000 til 2007. Samt seg­ir að lít­ið of­beldi hafi ver­ið á með­ferð­ar­heim­il­un­um og að sum til­felli til­kynnts of­beld­is hafi ver­ið „hluti af því að stoppa óæski­lega hegð­un barns“.

Þriðja hvert barn á meðferðaheimilum sagði starfsmann hafa beitt sig ofbeldi
Lýsa ofbeldi á meðferðarheimili Fjöldi kvenna hefur lýst ofbeldi sem þær urðu fyrir á meðan þær voru vistaðar á Laugalandi. 29 prósent barna sem voru vistuð á langtímameðferðarheimilum Barnaverndarstofu lýstu því að hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu starfsmanna.

Hátt í þriðjungur barna sem vistuð voru á langtímameðferðarheimilum Barnaverndarstofu á árunum 2000 til 2009 lýstu því að þau hefðu orðið fyrir ofbeldi af hálfu starfsmanna heimilanna, alls 31 barn. Þrjátíu prósent barnanna sem urðu fyrir ofbeldi segja að þau hafi ekki greint frá því á meðan að á dvöl þeirra stóð.

Fjöldi kvenna hefur lýst því í umfjöllun Stundarinnar að þær hafi orðið fyrir ofbeldi af hálfu forstöðumanns meðferðarheimilisins Laugalands á nefndu tímabili.

Upplýsingar um upplifun barnanna á ofbeldinu koma fram í niðurstöðum rannsóknar á afdrifum barna sem voru vistuð á meðferðarheimilum Barnaverndarstofu á fyrrnefndu árabili. Rannsóknarskýrslan, sem birt var í september 2012, var unnin af Rannsóknastofnun í barna og fjölskylduvernd fyrir Barnaverndarstofu. Athygli vekur að í samantekt á niðurstöðum í skýrslunni segir: „Yfirleitt var lítið um ofbeldi inni á meðferðarheimilunum og sumt ofbeldi sem ungmenni sögðust hafa orðið fyrir af hendi starfsmanns var talið hluti af því að stoppa óæskilega hegðun barns. Í þeim tilfellum sem greint var frá ofbeldi var það bundið við ákveðin heimili.“ Rétt er að hnykkja á því að 29 prósent barna sem voru vistuð á langtímameðferðarheimilum sögðust hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu starfsmanns og sama hlutfall hafði orðið fyrir ofbeldi af hálfu annarra sem voru vistaðir á meðferðarheimilinu.

Fjöldi kvenna lýsir ofbeldi á Laugalandi

Í síðasta tölublaði Stundarinnar stigu fram sex konur sem vistaðar höfðu verið á meðferðarheimilinu Laugalandi, áður Varpholti, í Eyjafirði og lýstu þær því hvernig forstöðumaður heimilisins, Ingjaldur Arnþórsson, hefði beitt þær bæði andlegu og líkamlegu ofbeldi. Jafnframt lýstu þær því að þær hefðu orðið vitni að því að Ingjaldur beitti aðrar stúlkur sem dvöldu á meðferðarheimilinu ofbeldi og að harðræði og óttastjórnun hefði ríkt inni á heimilinu. Konurnar krefjast þess að skipuð verði rannsóknarnefnd til að fara í saumana á rekstri heimilisins með hliðsjón af vitnisburðum þeirra um ofbeldi Ingjalds en hann rak heimilið á árunum 1997 til 2007.

„Hann skrifaði ekkert niður og ekkert gerðist í kjölfarið“
Kolbrún Þorsteinsdóttir

Í Stundinni var jafnframt greint frá því að tilkynningar um harðræði og ofbeldi af hálfu Ingjalds hefðu borist Barnaverndarstofu þegar árið 2000. Árið 2001 funduðu þrjár stúlkur sem höfðu dvalið á Laugalandi með umboðsmanni barna og lýstu ofbeldinu. Umboðsmaður upplýsti Barnaverndarstofu um lýsingar stúlknanna og jafnframt er tilgreint að fleiri lýsingar á harðræði og ofbeldi á Lauglandi hefðu þá borist. Umboðsmaður fór fram á það við Barnaverndarstofu árið 2002 að rannsókn yrði gerð á ásökununum en gögn benda ekki til að það hafi verið gert.

Ein stúlknanna, Kolbrún Þorsteinsdóttir, lýsir fundi sem hún átti með Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu, og lýsti fyrir honum ofbeldinu í Varpholti og Laugalandi. „Hann skrifaði ekkert niður og ekkert gerðist í kjölfarið.“

Bragi kvaðst í samtali við Stundina ekki geta svarað fyrir málið. „Mig rekur ekki minni til að barn hafi komið á minn fund með umkvörtunarefni um þetta, án þess að ég sé að útiloka það fortakslaust, enda ertu að vísa þarna í hartnær tuttugu ára gamla heimsókn, ef að hún hefur átt sér stað,“ sagði hann.

Svör foreldra ríma við svör barna

Rannsóknin frá árinu 2012 tók til tíu meðferðarheimila Barnaverndarstofu, þar af til sjö langtímameðferðarheimila. Hér verður aðeins fjallað um langtímameðferðarheimilin nema annað sé tiltekið. Umrædd heimili eru Laugaland, Hvítárbakki, Árbót, Berg, Geldingalækur, Háholt, Jökuldalur og Torfastaðir. Rannsóknin var unnin á árunum 2010 og 2011. Í skýrslunni eru niðurstöður rannsóknarinnar ekki eða lítt brotnar niður eftir meðferðarheimilinum og er fjallað um þau í heild. Stundin hefur óskað eftir bakgrunnsgögnum fyrir Laugaland sérstaklega frá Barnaverndarstofu. Af þeim sem svöruðu könnuninni höfðu 22 verið vistuð á Laugalandi, 7,6 prósent.

Af þeim börnum sem vistuð voru á langtímameðferðarheimilum Barnaverndarstofu greindu 29 prósent frá því að þau hefðu orðið fyrir ofbeldi af hálfu annarra vistmanna. Algengasta svarið var að börnin hefðu verið beitt andlegu ofbeldi en alls 16,7 prósent barnanna svöruðu því til, 7,2 prósent sögðust hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi, 1,7 prósent höfðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni og 0,7 höfðu orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Tæplega 40 prósent þeirra sem urðu fyrir ofbeldinu sögðu ekki frá því á meðan á dvöl þeirra stóð.

Foreldrar barnanna voru einnig spurðir hvort börn þeirra hefðu orðið fyrir andlegu eða líkamlegu ofbeldi af hálfu annara barna sem voru í meðferð á sama tíma. Foreldrar barna sem dvalið höfðu á langtímameðferðarheimilum svöruðu því játandi í 17 prósentum tilvika. Sé horft til svara barnanna sjálfra og þess að 40 prósent þeirra sögðust ekki hafa greint frá ofbeldinu á meðan að á dvöl þeirra stóð má sjá að svör foreldra ríma mjög vel við þær tölur.

Fjórðungur sagði ekki frá

29%
barnanna lýstu því að hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu starfsmanns

Börnin voru einnig spurð hvort þau hefðu orðið fyrir ofbeldi af hálfu starfsmanna meðferðarheimilinna. Af þeim börnum sem dvöldu á langtímameðferðarheimilum Barnaverndarstofu svöruðu 29 prósent því játandi, alls 31 barn. Dreifing svara var ólík á milli heimilanna sem um ræðir, þannig hafði enginn sem dvaldi á heimilunum að Geldingalæk eða Hvítárbakka orðið fyrir ofbeldi af hálfu starfsmanns, heimilið á Jökuldal var undanþegið þar eð aðeins barst eitt svar þaðan. Eftir standa því fjögur langtímameðferðarheimili, Laugaland, Árbót, Berg og Háholt. Hlutfall þeirra barna sem höfðu orðið fyrir ofbeldi af hálfu starfsmanns var á bilinu 13 til 50 prósent á þeim heimilum. Ekki er frekara niðurbrot að finna í skýrslunni.

Í svörum aðstandenda kemur fram að 20 prósent foreldra barna sem voru vistuð á langtímameðferðarheimilum sögðu börn sín hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu starfsmanna. Tæpur fjórðungur, 23,5 prósent, greindi ekki frá því að hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu starfsmanna á meðan að á vistun þeirra stóð samkvæmt svörum foreldra.

Í skýrslunni kemur fram að af þeim börnum sem orðið höfðu fyrir ofbeldi af hálfu starfsmanns á langtímameðferðarheimilum Barnaverndarstofu höfðu þau flest orðið fyrir andlegu ofbeldi, eða 23 prósent. Þá sögðust 17 prósent þeirra hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi af hálfu starfsmanns og í einu prósenti tilvika fyrir kynferðislegu áreiti. Mörg barnanna nefndu fleiri en eina tegund ofbeldis. Þrjátíu prósent barnanna sögðu ekki frá því að þau hefðu verið beitt ofbeldi á meðan að á dvöl þeirra á meðferðarheimilinu stóð.

Yfir þriðjungur sagði dvölina ekki hafa hjálpað

Börnin voru spurð um ýmis atriði er lutu að dvölinni á meðferðarheimilinu. Meðal annars var spurt hvort þau hefðu náð góðu sambandi við að minnsta kosti einn starfsmann og svöruðu flest því játandi, eða 90 prósent.

34%
barnanna sögðu dvölina ekki hafa hjálpað

Í heild sögðu 62% þeirra barna sem dvöldu á langtímameðferðarheimilum Barnaverndarstofu að dvölin hefði hjálpað þeim við að takast á við þann vanda sem þau glímdu við. Hins vegar sögðu 34% að dvölin hefði ekki hjálpað þeim.

Þegar horft er til þess hversu vel dvölin gagnaðist börnunum þá má nefna að 41% þeirra barna sem dvalið höfðu á langtímameðferðarheimili höfðu farið í meðferð við áfengis- eða fíkniefnavanda eftir að dvöl þeirra lauk. 50% þeirra höfðu leitað sér aðstoðar vegna tilfinningalegra eða geðrænna erfiðleika.

Þá höfðu 26% þeirra barna sem dvöldu á langtímameðferðarheimilum Barnaverndarstofu setið í gæsluvarðhaldi eða í fangelsi eftir að dvöl þeirra á heimilunum lauk.

Stúlkurnar á Laugalandi þorðu ekki að segja frá

Barnaverndarnefndir sveitarfélaganna eru einu aðilarnir sem geta vistað börn á meðferðarheimilum á vegum Barnaverndarstofu. Barnaverndarnefndirnar sjálfar bera ábyrgð á vistun og dvöl barnanna. Samkvæmt svari við fyrirspurn Stundarinnar til Barnaverndar Reykjavíkur var það starfsregla þar, og er, að væri kvartað yfir meðferð barna á vistheimilum eða meðferðarheimilum voru þær umkvartanir sendar til Barnaverndarstofu. Hið sama gildir um Barnavernd Akureyrarbæjar. Í svari frá Barnavernd Akureyrar kemur fram að Barnavernd búi ekki yfir neinum gögnum er varði Laugaland sjálft, aðeins gögnum er varði þau börn er þar voru vistuð og óheimilt er að afhenda á grunni persónuverndar.

Hákon Sigursteinsson, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, vildi í samtali við Stundina ekki þvertaka fyrir að þar væri að finna gögn er sneru að Laugalandi, ótengd nafngreindum börnum sem þar hefðu dvalið. Hins vegar hefðu ábendingar eða erindi af slíku tagi verið send áfram til Barnaverndarstofu til meðferðar. Vísaði Hákon á Barnaverndarstofu í því samhengi. Stundin hafði þegar sent upplýsingabeiðni til Barnaverndarstofu og óskað eftir að fá þau gögn sem snertu Laugaland, áður Varpholt, á árabilinu 1997 til 2007 afhent. Þeirri beiðni hefur enn ekki verið svarað.

„Þegar einhver frá barnaverndaryfirvöldum kom í heimsókn til að kanna ástandið á heimilinu þorðum við ekki að segja neitt slæmt um Ingjald“
Gígja Skúladóttir

Barnaverndastofa sinnti bæði eftirliti og ráðgjöf með meðferðarheimilum sem starfrækt eru á hennar vegum. Eftilitinu var skipt í innra eftirlit og ytra eftirlit. Í ytra eftirliti fólst meðal annars eftilit með faglegu starfi innan meðferðarheimilanna. Í innra eftirliti fólst meðal annar eftitlit með líðan barna sem dvöldu á meðferðaheimilum og framvindu meðferðar þeirra. Sem lið í því eftirliti skyldu starfsmenn Barnaverndarstofu heimsækja meðferðarheimili þrisvar á ári, skoða aðstæður, starfsemina og líðan einstakra barna auk þess að leggja fyrir þau viðhorfskönnun. Konurnar sem dvöldu á Laugalandi hafa lýst því að þær hafi ekki þorað að segja neitt neikvætt um starfsemina eða framgöngu Ingjaldar Arnþórssonar í þessum heimsóknum. Þær hafi ekki treyst neinum fullorðnum enda hafi þær upplifað að það sem þær segðu í trúnaði bærist Ingjaldi til eyrna, með þeim afleiðingum að framkoma hans við þær versnaði enn. „Þegar einhver frá barnaverndaryfirvöldum kom í heimsókn til að kanna ástandið á heimilinu þorðum við ekki að segja neitt slæmt um Ingjald,“ sagði Gígja Skúladóttir í viðtali í síðasta tölublaði Stundarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Varnarlaus börn á vistheimili

Vilja fá allt ofbeldið viðurkennt
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Vilja fá allt of­beld­ið við­ur­kennt

Kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu Varp­holti og Laugalandi eru ósátt­ar við þá nið­ur­stöðu að ekki séu vís­bend­ing­ar um að þar hafi ver­ið beitt al­var­legu eða kerf­is­bundnu lík­am­legu of­beldi. Vitn­is­burð­ur á þriðja tug kvenna um að svo hafi ver­ið sé að engu hafð­ur í skýrslu um rekst­ur með­ferð­ar­heim­il­is­ins.
Stelpurnar af Laugalandi skila skömminni
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Stelp­urn­ar af Laugalandi skila skömm­inni

65 börn voru vist­uð á með­ferð­ar­heim­il­inu í Varp­holti og á Laugalandi á ár­un­um 1997 til 2007. Þar voru þau beitt kerf­is­bundnu and­legu of­beldi auk þess sem fjöldi þeirra lýs­ir því að hafa ver­ið beitt lík­am­legu of­beldi. Sex­tán kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu stíga nú fram og skila skömm­inni þang­að sem hún á heima, til for­stöðu­hjóna heim­il­is­ins á þess­um tíma, starfs­fólks og barna­vernd­ar­yf­ir­valda sem brugð­ust þeim.
Skýrslan um Laugaland: Stúlkurnar voru beittar kerfisbundnu og alvarlegu andlegu ofbeldi
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Skýrsl­an um Lauga­land: Stúlk­urn­ar voru beitt­ar kerf­is­bundnu og al­var­legu and­legu of­beldi

Nið­ur­staða skýrslu Gæða- og eft­ir­lits­stofn­un­ar vel­ferð­ar­mála slær því föstu að stúlk­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu hafi ver­ið beitt­ar and­legu of­beldi. Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem rætt var við lýsti því að hafa ver­ið beitt­ar lík­am­legu of­beldi og fjöldi til við­bót­ar stað­festi að hafa orð­ið vitni að slíku. Barna­vernd­ar­stofa brást hlut­verki sínu.
„Þetta er áframhaldandi ofbeldi“
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

„Þetta er áfram­hald­andi of­beldi“

Kona sem vist­uð var á með­ferð­ar­heim­il­inu Varp­holti og ber að hafa ver­ið beitt of­beldi af Ingj­aldi Arn­þórs­syni, for­stöðu­manni þar, seg­ir vinnu­brögð nefnd­ar sem rann­saka á heim­il­ið fyr­ir neð­an all­ar hell­ur. Aldrei hafi ver­ið haft sam­band við hana til að upp­lýsa um gang mála eða kanna líð­an henn­ar. „Mér finnst að það hefði átt að út­vega okk­ur sál­fræði­þjón­ustu,“ seg­ir Anna María Ing­veld­ur Lar­sen. Hún hef­ur misst alla trú á rann­sókn­inni.

Mest lesið

Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
1
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
2
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Á vettvangi með kynferðisbrotadeildinni: Leigubílstjórinn handtekinn
8
VettvangurÁ vettvangi

Á vett­vangi með kyn­ferð­is­brota­deild­inni: Leigu­bíl­stjór­inn hand­tek­inn

„Halló. Þú þarft að koma með okk­ur,“ seg­ir lög­regl­an við mann sem verð­ur færð­ur á lög­reglu­stöð vegna gruns um kyn­ferð­is­brot. Áð­ur hafði leigu­bíl­stjóri ver­ið hand­tek­inn vegna sama máls. Báð­ir menn­irn­ir eru komn­ir í far­bann. Á vett­vangi er ný hlað­varps­sería þar sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son fylg­ist með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Hér er fyrsti þátt­ur.
Varð vitni að handtöku í leigubílstjóramálinu
10
FréttirÁ vettvangi

Varð vitni að hand­töku í leigu­bíl­stjóra­mál­inu

Í fe­brú­ar var leigu­bíl­stjóri hand­tek­inn, en hann var grun­að­ur um al­var­legt kyn­ferð­is­brot gegn konu sem hafði ver­ið far­þegi í bíl hans. Blaða­mað­ur­inn Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son fékk að fylgja lög­reglu eft­ir við rann­sókn máls­ins. En hann varð með­al ann­ars vitni að hand­töku ann­ars sak­born­ings­ins og fékk að sjá meint­an vett­vang glæps­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
7
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
8
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
10
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu