Þessi grein er meira en ársgömul.

Þriðja hvert barn á meðferðaheimilum sagði starfsmann hafa beitt sig ofbeldi

Í skýrslu fyr­ir Barna­vernd­ar­stofu kem­ur fram að tæp­lega þriðj­ung­ur barna sagð­ist hafa orð­ið fyr­ir of­beldi af hálfu starfs­manna á með­ferð­ar­heim­il­um á veg­um barna­vernd­ar ár­in 2000 til 2007. Samt seg­ir að lít­ið of­beldi hafi ver­ið á með­ferð­ar­heim­il­un­um og að sum til­felli til­kynnts of­beld­is hafi ver­ið „hluti af því að stoppa óæski­lega hegð­un barns“.

Þriðja hvert barn á meðferðaheimilum sagði starfsmann hafa beitt sig ofbeldi
Lýsa ofbeldi á meðferðarheimili Fjöldi kvenna hefur lýst ofbeldi sem þær urðu fyrir á meðan þær voru vistaðar á Laugalandi. 29 prósent barna sem voru vistuð á langtímameðferðarheimilum Barnaverndarstofu lýstu því að hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu starfsmanna.

Hátt í þriðjungur barna sem vistuð voru á langtímameðferðarheimilum Barnaverndarstofu á árunum 2000 til 2009 lýstu því að þau hefðu orðið fyrir ofbeldi af hálfu starfsmanna heimilanna, alls 31 barn. Þrjátíu prósent barnanna sem urðu fyrir ofbeldi segja að þau hafi ekki greint frá því á meðan að á dvöl þeirra stóð.

Fjöldi kvenna hefur lýst því í umfjöllun Stundarinnar að þær hafi orðið fyrir ofbeldi af hálfu forstöðumanns meðferðarheimilisins Laugalands á nefndu tímabili.

Upplýsingar um upplifun barnanna á ofbeldinu koma fram í niðurstöðum rannsóknar á afdrifum barna sem voru vistuð á meðferðarheimilum Barnaverndarstofu á fyrrnefndu árabili. Rannsóknarskýrslan, sem birt var í september 2012, var unnin af Rannsóknastofnun í barna og fjölskylduvernd fyrir Barnaverndarstofu. Athygli vekur að í samantekt á niðurstöðum í skýrslunni segir: „Yfirleitt var lítið um ofbeldi inni á meðferðarheimilunum og sumt ofbeldi sem ungmenni sögðust hafa orðið fyrir af hendi starfsmanns var talið hluti af því að stoppa óæskilega hegðun barns. Í þeim tilfellum sem greint var frá ofbeldi var það bundið við ákveðin heimili.“ Rétt er að hnykkja á því að 29 prósent barna sem voru vistuð á langtímameðferðarheimilum sögðust hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu starfsmanns og sama hlutfall hafði orðið fyrir ofbeldi af hálfu annarra sem voru vistaðir á meðferðarheimilinu.

Fjöldi kvenna lýsir ofbeldi á Laugalandi

Í síðasta tölublaði Stundarinnar stigu fram sex konur sem vistaðar höfðu verið á meðferðarheimilinu Laugalandi, áður Varpholti, í Eyjafirði og lýstu þær því hvernig forstöðumaður heimilisins, Ingjaldur Arnþórsson, hefði beitt þær bæði andlegu og líkamlegu ofbeldi. Jafnframt lýstu þær því að þær hefðu orðið vitni að því að Ingjaldur beitti aðrar stúlkur sem dvöldu á meðferðarheimilinu ofbeldi og að harðræði og óttastjórnun hefði ríkt inni á heimilinu. Konurnar krefjast þess að skipuð verði rannsóknarnefnd til að fara í saumana á rekstri heimilisins með hliðsjón af vitnisburðum þeirra um ofbeldi Ingjalds en hann rak heimilið á árunum 1997 til 2007.

„Hann skrifaði ekkert niður og ekkert gerðist í kjölfarið“
Kolbrún Þorsteinsdóttir

Í Stundinni var jafnframt greint frá því að tilkynningar um harðræði og ofbeldi af hálfu Ingjalds hefðu borist Barnaverndarstofu þegar árið 2000. Árið 2001 funduðu þrjár stúlkur sem höfðu dvalið á Laugalandi með umboðsmanni barna og lýstu ofbeldinu. Umboðsmaður upplýsti Barnaverndarstofu um lýsingar stúlknanna og jafnframt er tilgreint að fleiri lýsingar á harðræði og ofbeldi á Lauglandi hefðu þá borist. Umboðsmaður fór fram á það við Barnaverndarstofu árið 2002 að rannsókn yrði gerð á ásökununum en gögn benda ekki til að það hafi verið gert.

Ein stúlknanna, Kolbrún Þorsteinsdóttir, lýsir fundi sem hún átti með Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu, og lýsti fyrir honum ofbeldinu í Varpholti og Laugalandi. „Hann skrifaði ekkert niður og ekkert gerðist í kjölfarið.“

Bragi kvaðst í samtali við Stundina ekki geta svarað fyrir málið. „Mig rekur ekki minni til að barn hafi komið á minn fund með umkvörtunarefni um þetta, án þess að ég sé að útiloka það fortakslaust, enda ertu að vísa þarna í hartnær tuttugu ára gamla heimsókn, ef að hún hefur átt sér stað,“ sagði hann.

Svör foreldra ríma við svör barna

Rannsóknin frá árinu 2012 tók til tíu meðferðarheimila Barnaverndarstofu, þar af til sjö langtímameðferðarheimila. Hér verður aðeins fjallað um langtímameðferðarheimilin nema annað sé tiltekið. Umrædd heimili eru Laugaland, Hvítárbakki, Árbót, Berg, Geldingalækur, Háholt, Jökuldalur og Torfastaðir. Rannsóknin var unnin á árunum 2010 og 2011. Í skýrslunni eru niðurstöður rannsóknarinnar ekki eða lítt brotnar niður eftir meðferðarheimilinum og er fjallað um þau í heild. Stundin hefur óskað eftir bakgrunnsgögnum fyrir Laugaland sérstaklega frá Barnaverndarstofu. Af þeim sem svöruðu könnuninni höfðu 22 verið vistuð á Laugalandi, 7,6 prósent.

Af þeim börnum sem vistuð voru á langtímameðferðarheimilum Barnaverndarstofu greindu 29 prósent frá því að þau hefðu orðið fyrir ofbeldi af hálfu annarra vistmanna. Algengasta svarið var að börnin hefðu verið beitt andlegu ofbeldi en alls 16,7 prósent barnanna svöruðu því til, 7,2 prósent sögðust hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi, 1,7 prósent höfðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni og 0,7 höfðu orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Tæplega 40 prósent þeirra sem urðu fyrir ofbeldinu sögðu ekki frá því á meðan á dvöl þeirra stóð.

Foreldrar barnanna voru einnig spurðir hvort börn þeirra hefðu orðið fyrir andlegu eða líkamlegu ofbeldi af hálfu annara barna sem voru í meðferð á sama tíma. Foreldrar barna sem dvalið höfðu á langtímameðferðarheimilum svöruðu því játandi í 17 prósentum tilvika. Sé horft til svara barnanna sjálfra og þess að 40 prósent þeirra sögðust ekki hafa greint frá ofbeldinu á meðan að á dvöl þeirra stóð má sjá að svör foreldra ríma mjög vel við þær tölur.

Fjórðungur sagði ekki frá

29%
barnanna lýstu því að hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu starfsmanns

Börnin voru einnig spurð hvort þau hefðu orðið fyrir ofbeldi af hálfu starfsmanna meðferðarheimilinna. Af þeim börnum sem dvöldu á langtímameðferðarheimilum Barnaverndarstofu svöruðu 29 prósent því játandi, alls 31 barn. Dreifing svara var ólík á milli heimilanna sem um ræðir, þannig hafði enginn sem dvaldi á heimilunum að Geldingalæk eða Hvítárbakka orðið fyrir ofbeldi af hálfu starfsmanns, heimilið á Jökuldal var undanþegið þar eð aðeins barst eitt svar þaðan. Eftir standa því fjögur langtímameðferðarheimili, Laugaland, Árbót, Berg og Háholt. Hlutfall þeirra barna sem höfðu orðið fyrir ofbeldi af hálfu starfsmanns var á bilinu 13 til 50 prósent á þeim heimilum. Ekki er frekara niðurbrot að finna í skýrslunni.

Í svörum aðstandenda kemur fram að 20 prósent foreldra barna sem voru vistuð á langtímameðferðarheimilum sögðu börn sín hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu starfsmanna. Tæpur fjórðungur, 23,5 prósent, greindi ekki frá því að hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu starfsmanna á meðan að á vistun þeirra stóð samkvæmt svörum foreldra.

Í skýrslunni kemur fram að af þeim börnum sem orðið höfðu fyrir ofbeldi af hálfu starfsmanns á langtímameðferðarheimilum Barnaverndarstofu höfðu þau flest orðið fyrir andlegu ofbeldi, eða 23 prósent. Þá sögðust 17 prósent þeirra hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi af hálfu starfsmanns og í einu prósenti tilvika fyrir kynferðislegu áreiti. Mörg barnanna nefndu fleiri en eina tegund ofbeldis. Þrjátíu prósent barnanna sögðu ekki frá því að þau hefðu verið beitt ofbeldi á meðan að á dvöl þeirra á meðferðarheimilinu stóð.

Yfir þriðjungur sagði dvölina ekki hafa hjálpað

Börnin voru spurð um ýmis atriði er lutu að dvölinni á meðferðarheimilinu. Meðal annars var spurt hvort þau hefðu náð góðu sambandi við að minnsta kosti einn starfsmann og svöruðu flest því játandi, eða 90 prósent.

34%
barnanna sögðu dvölina ekki hafa hjálpað

Í heild sögðu 62% þeirra barna sem dvöldu á langtímameðferðarheimilum Barnaverndarstofu að dvölin hefði hjálpað þeim við að takast á við þann vanda sem þau glímdu við. Hins vegar sögðu 34% að dvölin hefði ekki hjálpað þeim.

Þegar horft er til þess hversu vel dvölin gagnaðist börnunum þá má nefna að 41% þeirra barna sem dvalið höfðu á langtímameðferðarheimili höfðu farið í meðferð við áfengis- eða fíkniefnavanda eftir að dvöl þeirra lauk. 50% þeirra höfðu leitað sér aðstoðar vegna tilfinningalegra eða geðrænna erfiðleika.

Þá höfðu 26% þeirra barna sem dvöldu á langtímameðferðarheimilum Barnaverndarstofu setið í gæsluvarðhaldi eða í fangelsi eftir að dvöl þeirra á heimilunum lauk.

Stúlkurnar á Laugalandi þorðu ekki að segja frá

Barnaverndarnefndir sveitarfélaganna eru einu aðilarnir sem geta vistað börn á meðferðarheimilum á vegum Barnaverndarstofu. Barnaverndarnefndirnar sjálfar bera ábyrgð á vistun og dvöl barnanna. Samkvæmt svari við fyrirspurn Stundarinnar til Barnaverndar Reykjavíkur var það starfsregla þar, og er, að væri kvartað yfir meðferð barna á vistheimilum eða meðferðarheimilum voru þær umkvartanir sendar til Barnaverndarstofu. Hið sama gildir um Barnavernd Akureyrarbæjar. Í svari frá Barnavernd Akureyrar kemur fram að Barnavernd búi ekki yfir neinum gögnum er varði Laugaland sjálft, aðeins gögnum er varði þau börn er þar voru vistuð og óheimilt er að afhenda á grunni persónuverndar.

Hákon Sigursteinsson, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, vildi í samtali við Stundina ekki þvertaka fyrir að þar væri að finna gögn er sneru að Laugalandi, ótengd nafngreindum börnum sem þar hefðu dvalið. Hins vegar hefðu ábendingar eða erindi af slíku tagi verið send áfram til Barnaverndarstofu til meðferðar. Vísaði Hákon á Barnaverndarstofu í því samhengi. Stundin hafði þegar sent upplýsingabeiðni til Barnaverndarstofu og óskað eftir að fá þau gögn sem snertu Laugaland, áður Varpholt, á árabilinu 1997 til 2007 afhent. Þeirri beiðni hefur enn ekki verið svarað.

„Þegar einhver frá barnaverndaryfirvöldum kom í heimsókn til að kanna ástandið á heimilinu þorðum við ekki að segja neitt slæmt um Ingjald“
Gígja Skúladóttir

Barnaverndastofa sinnti bæði eftirliti og ráðgjöf með meðferðarheimilum sem starfrækt eru á hennar vegum. Eftilitinu var skipt í innra eftirlit og ytra eftirlit. Í ytra eftirliti fólst meðal annars eftilit með faglegu starfi innan meðferðarheimilanna. Í innra eftirliti fólst meðal annar eftitlit með líðan barna sem dvöldu á meðferðaheimilum og framvindu meðferðar þeirra. Sem lið í því eftirliti skyldu starfsmenn Barnaverndarstofu heimsækja meðferðarheimili þrisvar á ári, skoða aðstæður, starfsemina og líðan einstakra barna auk þess að leggja fyrir þau viðhorfskönnun. Konurnar sem dvöldu á Laugalandi hafa lýst því að þær hafi ekki þorað að segja neitt neikvætt um starfsemina eða framgöngu Ingjaldar Arnþórssonar í þessum heimsóknum. Þær hafi ekki treyst neinum fullorðnum enda hafi þær upplifað að það sem þær segðu í trúnaði bærist Ingjaldi til eyrna, með þeim afleiðingum að framkoma hans við þær versnaði enn. „Þegar einhver frá barnaverndaryfirvöldum kom í heimsókn til að kanna ástandið á heimilinu þorðum við ekki að segja neitt slæmt um Ingjald,“ sagði Gígja Skúladóttir í viðtali í síðasta tölublaði Stundarinnar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Varnarlaus börn á vistheimili

„Þetta er áframhaldandi ofbeldi“
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

„Þetta er áfram­hald­andi of­beldi“

Kona sem vist­uð var á með­ferð­ar­heim­il­inu Varp­holti og ber að hafa ver­ið beitt of­beldi af Ingj­aldi Arn­þórs­syni, for­stöðu­manni þar, seg­ir vinnu­brögð nefnd­ar sem rann­saka á heim­il­ið fyr­ir neð­an all­ar hell­ur. Aldrei hafi ver­ið haft sam­band við hana til að upp­lýsa um gang mála eða kanna líð­an henn­ar. „Mér finnst að það hefði átt að út­vega okk­ur sál­fræði­þjón­ustu,“ seg­ir Anna María Ing­veld­ur Lar­sen. Hún hef­ur misst alla trú á rann­sókn­inni.
Biðin eftir niðurstöðu í Laugalandsmálinu orsakar áfallastreitu
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Bið­in eft­ir nið­ur­stöðu í Lauga­lands­mál­inu or­sak­ar áfall­a­streitu

Kol­brún Þor­steins­dótt­ir, ein kvenn­ana sem vist­uð var á með­ferð­ar­heim­il­inu Laugalandi, seg­ir að það að hafa greint frá of­beldi sem hún varð fyr­ir þar hafi vald­ið áfall­a­streitu. Hið sama megi segja um fleiri kvenn­anna. Löng bið eft­ir nið­ur­stöð­um rann­sókn­ar á með­ferð­ar­heim­il­inu hef­ur auk­ið á van­líð­an kvenn­ana.
Takmörkuð svör um rannsókn á Laugalandi draga úr trausti kvennanna
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Tak­mörk­uð svör um rann­sókn á Laugalandi draga úr trausti kvenn­anna

Fátt er um svör um fram­gang rann­sókn­ar á því hvort kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu Laugalandi hafi ver­ið beitt­ar harð­ræði eða of­beldi. Gígja Skúla­dótt­ir, ein kvenn­anna sem steig fram og sagði sína sögu, seg­ir leynd­ar­hyggj­una óheppi­lega.
Kona sem upplifði harðræði á Laugalandi lýsir símtali frá Braga
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Kona sem upp­lifði harð­ræði á Laugalandi lýs­ir sím­tali frá Braga

Bragi Guð­brands­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Barna­vernd­ar­stofu, hringdi í konu sem vist­uð var á með­ferð­ar­heim­il­inu Laugalandi fyr­ir tveim­ur vik­um síð­an. Kon­an seg­ir Braga hafa full­yrt að eng­in gögn styddu það að kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu hefðu ver­ið beitt­ar of­beldi þar. Ell­efu kon­ur hafa lýst harð­ræði og of­beldi af hálfu Ingj­alds Arn­órs­son­ar for­stöðu­manns. Bragi seg­ir tíma­bært að „mað­ur sé ekki hundelt­ur“ vegna slíkra mála.
Gögn um meðferðarheimilið Laugaland fást ekki afhent
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Gögn um með­ferð­ar­heim­il­ið Lauga­land fást ekki af­hent

Barna­vernd­ar­stofa synj­aði af­hend­ingu á gögn­um þar sem of­beldi á hend­ur stúlk­um sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu Laugalandi var lýst fyr­ir Braga Guð­brands­syni, þá­ver­andi for­stjóra stofn­un­ar­inn­ar. Úr­skurð­ar­nefnd um upp­lýs­inga­mál tók sér sjö og hálf­an mán­uð til að stað­festa synj­un­ina.
Skólastjórnendur trúðu ekki frásögn stúlku af ofbeldi á Laugalandi
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Skóla­stjórn­end­ur trúðu ekki frá­sögn stúlku af of­beldi á Laugalandi

Stúlka sem vist­uð var á Laugalandi trúði skóla­syst­ur sinni í Hrafnagils­skóla fyr­ir því að hún væri beitt of­beldi á með­ferð­ar­heim­il­inu og sýndi henni áverka á lík­ama sín­um. Skóla­stjórn­end­ur vís­uðu frá­sögn þar um á bug með þeim orð­um að stúlk­urn­ar á Laugalandi væru vand­ræð­aungling­ar sem ekki ætti að trúa. Fyrr­ver­andi skóla­stjóri seg­ir að í dag myndi hann tengja þær að­ferð­ir sem beitt var á með­ferð­ar­heim­il­inu við of­beldi.

Mest lesið

„Ég sá bara veikan einstakling“
1
FréttirEigin konur

„Ég sá bara veik­an ein­stak­ling“

Mað­ur sem var mis­not­að­ur af bróð­ur sín­um um ára­bil lýs­ir því í við­tali við Eddu Falak hvað það var vont að missa stjórn á að­stæð­um eft­ir að mál­ið komst upp.
Túlkur Gorbatsjevs: „Hvernig á að forðast þriðju heimsstyrjöld“
2
Viðtal

Túlk­ur Gor­bat­sjevs: „Hvernig á að forð­ast þriðju heims­styrj­öld“

Pavel Palazhchen­ko, sem var sov­ésk­ur og síð­ar rúss­nesk­ur diplómati og túlk­ur Gor­bat­sjevs á leið­toga­fund­in­um í Reykja­vík ár­ið 1986, seg­ir að stöðva eigi hern­að­ar­að­gerð­ir í Úkraínu eins fljótt og auð­ið er. 36 ár­um eft­ir fund­inn í Höfða er Palazhchen­ko aft­ur kom­inn í stutta heim­sókn til Reykja­vík­ur og féllst á að ræða við Andrei Mens­hen­in blaða­mann um leið­toga­fund­inn og þær breyt­ing­ar sem urðu í kjöl­far hans, kjarn­orku­vopn og stríð­ið í Úkraínu. Hann seg­ir að eng­ar alls­herj­ar­við­ræð­ur um ör­ygg­is­mál hafi orð­ið milli Rúss­lands og Evr­ópu eft­ir hrun Sov­ét­ríkj­anna.
Katrín Jakobsdóttir „hefur ekkert gert fyrir umhverfið“
3
Fréttir

Katrín Jak­obs­dótt­ir „hef­ur ekk­ert gert fyr­ir um­hverf­ið“

Tón­list­ar­kon­an Björk Guð­munds­dótt­ir seg­ir for­sæt­is­ráð­herra hafa svik­ið lof­orð sem hún gaf um að­gerð­ir í lofts­lags­mál­um.
Sorgarsaga Söngva Satans
4
Fréttir

Sorg­ar­saga Söngva Satans

Bresk-ind­verski rit­höf­und­ur­inn Salm­an Rus­hdie særð­ist illa í morð­til­ræði þeg­ar hann steig á svið til að halda ræðu í New York á dög­un­um. Svo virð­ist sem árás­ar­mað­ur­inn, sem er af líb­önsk­um ætt­um, hafi ætl­að sér að upp­fylla trú­ar­lega til­skip­un leið­toga Ír­ans frá 1989 sem sagði Rus­hdie rétt­dræp­an fyr­ir guðlast í bók sinni Söngv­ar Satans. Mál­ið á sér langa og sorg­lega sögu sem er samof­in mál­frelsi, trú­arof­stæki og valdatafli í Mið-Aust­ur­lönd­um.
Illugi Jökulsson
5
Pistill

Illugi Jökulsson

Sorg­leg svör Katrín­ar við orð­um Bjark­ar

Blaða­mað­ur The Guar­di­an, Chal Ravens, seg­ir að Björk hafi „nán­ast hrækt“ í reiði sinni þeg­ar hún lýsti svik­um þeim sem henni fannst hún hafa upp­lilfað af hendi Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur.
Björn Leví Gunnarsson
6
Aðsent

Björn Leví Gunnarsson

Fólk - og fram­lög til stjórn­mála­flokka

Stjórn­mála­flokk­ar eiga ekki að þurfa fjár­magn sem dug­ar til að keyra gríð­ar­leg­ar aug­lýs­inga­her­ferð­ir.
Fyrsti Rómarbiskup brenndur á krossi?
7
Flækjusagan

Fyrsti Róm­ar­bisk­up brennd­ur á krossi?

Páfinn sit­ur enn í Róm, 1

Mest deilt

Katrín Jakobsdóttir „hefur ekkert gert fyrir umhverfið“
1
Fréttir

Katrín Jak­obs­dótt­ir „hef­ur ekk­ert gert fyr­ir um­hverf­ið“

Tón­list­ar­kon­an Björk Guð­munds­dótt­ir seg­ir for­sæt­is­ráð­herra hafa svik­ið lof­orð sem hún gaf um að­gerð­ir í lofts­lags­mál­um.
Panama-uppljóstrarinn John Doe: „Án ábyrgðar getur samfélag ekki virkað“
2
FréttirPanamaskjölin

Panama-upp­ljóstr­ar­inn John Doe: „Án ábyrgð­ar get­ur sam­fé­lag ekki virk­að“

Nafn­lausi upp­ljóstr­ar­inn sem hrinti af stað at­burða­rás­inni sem leiddi til af­sagn­ar Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar for­sæt­is­ráð­herra með lek­an­um á Pana­maskjöl­un­um veit­ir sitt fyrsta við­tal í Der Spieg­el. Hann lýs­ir von­brigð­um með stjórn­völd víða um heim og seg­ir Rússa vilja sig feig­an.
Drífa Snædal segir af sér sem forseti Alþýðusambands Íslands
3
Fréttir

Drífa Snæ­dal seg­ir af sér sem for­seti Al­þýðu­sam­bands Ís­lands

Drífa Snæ­dal hef­ur sagt af sér sem for­seti Al­þýðu­sam­bands Ís­lands. Sam­skipti við kjörna full­trúa inn­an verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar og blokka­mynd­un er ástæð­an. Í yf­ir­lýs­ingu seg­ir hún átök inn­an hreyf­ing­ar­inn­ar ver­ið óbæri­leg og dreg­ið úr vinn­ugleði og bar­áttu­anda.
Ekki bara pest að kjósa Framsókn
4
Greining

Ekki bara pest að kjósa Fram­sókn

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er óvænt orð­in heit­asta lumma ís­lenskra stjórn­mála. Ungt fólk, sér­stak­lega ung­ar kon­ur, virð­ast lað­ast að flokkn­um. Spill­ing­arstimp­ill­inn sem loddi við hann eins og fluga við skít, virð­ist horf­inn. Hvað gerð­ist? Geng­ur vofa bæjarra­dikal­anna ljós­um log­um í flokkn­um?
Snýst ekki um trú að hafa þekkingu á Biblíunni
5
Fólkið í borginni

Snýst ekki um trú að hafa þekk­ingu á Biblí­unni

Arn­ald­ur Sig­urðs­son, bóka­vörð­ur á Lands­bóka­safn­inu, tel­ur klass­ísk­ar bók­mennt­ir, einkum Bibl­í­una, grund­völl að læsi.
Í vöku og draumi
6
Viðtal

Í vöku og draumi

Ýr Þrast­ar­dótt­ir fata­hönn­uð­ur hef­ur vak­ið at­hygli fyr­ir hönn­un sína sem oft má líkja við lista­verk og fyrr á þessu ári opn­aði hún ásamt tveim­ur öðr­um hönn­uð­um versl­un­ina Apotek Atelie. Hún venti kvæði sínu í kross í hittifyrra og hóf nám við Kvik­mynda­skóla Ís­lands og út­skrif­að­ist í vor. Ýr var greind með ADHD fyr­ir um einu og hálfu ári og seg­ist nú skilja hvernig hún hef­ur fún­ker­að í gegn­um ár­in.
Sólveig segir afsögn Drífu tímabæra
7
Fréttir

Sól­veig seg­ir af­sögn Drífu tíma­bæra

„Drífa veit sjálf að það er langt um lið­ið síð­an grafa fór und­an trú­verð­ug­leika henn­ar og stuðn­ingi í baklandi verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar,“ seg­ir Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formað­ur Efl­ing­ar, um af­sögn for­seta ASÍ.

Mest lesið í vikunni

Tugmilljóna barátta um toppsæti Sjálfstæðisfólks
1
Fréttir

Tug­millj­óna bar­átta um topp­sæti Sjálf­stæð­is­fólks

Hild­ur Björns­dótt­ir varði 9,3 millj­ón­um í bar­áttu sína fyr­ir odd­vita­sæti Sjálf­stæð­is­flokks­ins fyr­ir síð­ustu borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar. Keppi­naut­ur henn­ar um sæt­ið, Ragn­hild­ur Alda Vil­hjálms­dótt­ir, eyddi 8,8 millj­ón­um. Fram­boð odd­vit­ans skil­aði hagn­aði.
Snýst ekki um trú að hafa þekkingu á Biblíunni
2
Fólkið í borginni

Snýst ekki um trú að hafa þekk­ingu á Biblí­unni

Arn­ald­ur Sig­urðs­son, bóka­vörð­ur á Lands­bóka­safn­inu, tel­ur klass­ísk­ar bók­mennt­ir, einkum Bibl­í­una, grund­völl að læsi.
„Ég sá bara veikan einstakling“
3
FréttirEigin konur

„Ég sá bara veik­an ein­stak­ling“

Mað­ur sem var mis­not­að­ur af bróð­ur sín­um um ára­bil lýs­ir því í við­tali við Eddu Falak hvað það var vont að missa stjórn á að­stæð­um eft­ir að mál­ið komst upp.
Brák og Þórir í Freyjulundi lifa með árstíðunum
4
MenningHús & Hillbilly

Brák og Þór­ir í Freyju­lundi lifa með árs­tíð­un­um

Hill­billy hitti Brák Jóns­dótt­ur mynd­list­ar­konu og Þóri Her­mann Ósk­ars­son tón­list­ar­mann í byrj­un sum­ars til að ræða list­a­líf­ið á Norð­ur­landi.
Í vöku og draumi
5
Viðtal

Í vöku og draumi

Ýr Þrast­ar­dótt­ir fata­hönn­uð­ur hef­ur vak­ið at­hygli fyr­ir hönn­un sína sem oft má líkja við lista­verk og fyrr á þessu ári opn­aði hún ásamt tveim­ur öðr­um hönn­uð­um versl­un­ina Apotek Atelie. Hún venti kvæði sínu í kross í hittifyrra og hóf nám við Kvik­mynda­skóla Ís­lands og út­skrif­að­ist í vor. Ýr var greind með ADHD fyr­ir um einu og hálfu ári og seg­ist nú skilja hvernig hún hef­ur fún­ker­að í gegn­um ár­in.
Túlkur Gorbatsjevs: „Hvernig á að forðast þriðju heimsstyrjöld“
6
Viðtal

Túlk­ur Gor­bat­sjevs: „Hvernig á að forð­ast þriðju heims­styrj­öld“

Pavel Palazhchen­ko, sem var sov­ésk­ur og síð­ar rúss­nesk­ur diplómati og túlk­ur Gor­bat­sjevs á leið­toga­fund­in­um í Reykja­vík ár­ið 1986, seg­ir að stöðva eigi hern­að­ar­að­gerð­ir í Úkraínu eins fljótt og auð­ið er. 36 ár­um eft­ir fund­inn í Höfða er Palazhchen­ko aft­ur kom­inn í stutta heim­sókn til Reykja­vík­ur og féllst á að ræða við Andrei Mens­hen­in blaða­mann um leið­toga­fund­inn og þær breyt­ing­ar sem urðu í kjöl­far hans, kjarn­orku­vopn og stríð­ið í Úkraínu. Hann seg­ir að eng­ar alls­herj­ar­við­ræð­ur um ör­ygg­is­mál hafi orð­ið milli Rúss­lands og Evr­ópu eft­ir hrun Sov­ét­ríkj­anna.
Katrín Jakobsdóttir „hefur ekkert gert fyrir umhverfið“
7
Fréttir

Katrín Jak­obs­dótt­ir „hef­ur ekk­ert gert fyr­ir um­hverf­ið“

Tón­list­ar­kon­an Björk Guð­munds­dótt­ir seg­ir for­sæt­is­ráð­herra hafa svik­ið lof­orð sem hún gaf um að­gerð­ir í lofts­lags­mál­um.

Mest lesið í mánuðinum

Helgi Seljan
1
Leiðari

Helgi Seljan

Í landi hinna ótengdu að­ila

Á Ís­landi eru all­ir skyld­ir öll­um, nema Sam­herja.
„Rosalegt álag“ að vera einhverf úti í samfélaginu
2
ViðtalEin í heiminum

„Rosa­legt álag“ að vera ein­hverf úti í sam­fé­lag­inu

Elísa­bet Guð­rún­ar og Jóns­dótt­ir seg­ir að geð­ræn veik­indi sem hún hafi þjáðst af frá barnæsku séu af­leið­ing álags sem fylgi því að vera ein­hverf án þess að vita það. Stöð­ugt hafi ver­ið gert lít­ið úr upp­lif­un henn­ar og til­finn­ing­um. Hún hætti því al­far­ið að treysta eig­in dómgreind sem leiddi með­al ann­ars til þess að hún varð út­sett fyr­ir of­beldi.
Fékk símtal um barnsföður sinn sem var upphaf að áralangri raun
3
ReynslaEigin konur

Fékk sím­tal um barns­föð­ur sinn sem var upp­haf að ára­langri raun

Freyja Huld fékk sím­tal um nótt með upp­lýs­ing­um um að sam­býl­is­mað­ur henn­ar og barns­fað­ir væri að sækja í ung­lings­stúlk­ur. Síð­ar var hann hand­tek­inn fyr­ir skelfi­legt brot. Enn þarf hún að eiga í sam­skipt­um við hann sem barns­föð­ur og veita hon­um um­gengni.
Þetta er gönguleiðin að nýja eldgosinu
4
FréttirEldgos við Fagradalsfjall

Þetta er göngu­leið­in að nýja eld­gos­inu

Besta göngu­leið til að nálg­ast eld­gos­ið í Mera­döl­um ligg­ur vest­an meg­in hrauns­ins og eft­ir upp­haf­legu gos­göngu­leið­inni. Geng­ið er frá bíla­stæði við Suð­ur­strand­ar­veg. Björg­un­ar­sveit­in Þor­björn send­ir kort af göngu­leið­inni.
Sigmundur Davíð á ráðstefnu með sænskum þjóðernisöfgamönnum
5
Afhjúpun

Sig­mund­ur Dav­íð á ráð­stefnu með sænsk­um þjóð­ernisöfga­mönn­um

Gyð­inga­hat­ar­ar, nýnas­ist­ar, stuðn­ings­menn við inn­rás Rússa í Úkraínu og Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, verða með­al ræðu­manna á ráð­stefnu í Sví­þjóð sem skipu­lögð er af neti hægriöfga­hópa.
Ísland með augum úkraínskrar flóttakonu
6
Viðtal

Ís­land með aug­um úkraínskr­ar flótta­konu

Tania Korolen­ko er ein þeirra rúm­lega þús­und ein­stak­linga sem kom­ið hafa til Ís­lands í leit að skjóli und­an sprengjuregni rúss­neska inn­rás­ar­hers­ins eft­ir inn­rás­ina í Úkraínu. Heima starf­rækti hún sum­ar­búð­ir fyr­ir úkraínsk börn, kenndi ensku og gaf fyr­ir ekki margt löngu út smá­sagna­safn. Hún hef­ur hald­ið dag­bók um komu sína og dvöl á Ís­landi og ætl­ar að leyfa les­end­um Stund­ar­inn­ar að fylgj­ast með kynn­um flótta­konu af landi og þjóð.
Verður þú með geranda mínum um verslunarmannahelgina?
7
Pistill

Þolandi 1639

Verð­ur þú með ger­anda mín­um um versl­un­ar­manna­helg­ina?

Rétt eins og þú er hann ef­laust að skipu­leggja versl­un­ar­manna­helg­ina sína, því hann er al­veg jafn frjáls og hann var áð­ur en hann var fund­inn sek­ur um eitt sví­virði­leg­asta brot­ið í mann­legu sam­fé­lagi.

Nýtt á Stundinni

Við gætum haft þrjú tungl! Hvar eru hin tvö?!
Flækjusagan

Við gæt­um haft þrjú tungl! Hvar eru hin tvö?!

Föru­naut­ur okk­ar Jarð­ar­búa á enda­lausri hring­ferð okk­ar um sól­kerf­ið, Mán­inn, er svo gam­al­kunn­ur og traust­ur fé­lagi að það er erfitt að ímynda sér hann eitt­hvað öðru­vísi og hvað þá bara einn af mörg­um. Við vit­um að stóru gasris­arn­ir ut­ar í sól­kerf­inu hafa tugi tungla sér til fylgd­ar — 80 við Júpíter þeg­ar síð­ast frétt­ist, 83 við Sa­t­úrn­us — en tungl­ið...
Sorgleg svör Katrínar við orðum Bjarkar
Illugi Jökulsson
Pistill

Illugi Jökulsson

Sorg­leg svör Katrín­ar við orð­um Bjark­ar

Blaða­mað­ur The Guar­di­an, Chal Ravens, seg­ir að Björk hafi „nán­ast hrækt“ í reiði sinni þeg­ar hún lýsti svik­um þeim sem henni fannst hún hafa upp­lilfað af hendi Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur.
Stríð í þúsund daga
Flækjusagan#40

Stríð í þús­und daga

Ill­ugi Jök­uls­son fór að skoða hverj­ir væru fyr­ir­mynd­irn­ar að upp­á­hald­s­per­sónu hans í upp­á­halds­skáld­sögu hans, Hundrað ára ein­semd eft­ir García Márqu­ez.
Katrín Jakobsdóttir „hefur ekkert gert fyrir umhverfið“
Fréttir

Katrín Jak­obs­dótt­ir „hef­ur ekk­ert gert fyr­ir um­hverf­ið“

Tón­list­ar­kon­an Björk Guð­munds­dótt­ir seg­ir for­sæt­is­ráð­herra hafa svik­ið lof­orð sem hún gaf um að­gerð­ir í lofts­lags­mál­um.
Fólk - og framlög til stjórnmálaflokka
Björn Leví Gunnarsson
Aðsent

Björn Leví Gunnarsson

Fólk - og fram­lög til stjórn­mála­flokka

Stjórn­mála­flokk­ar eiga ekki að þurfa fjár­magn sem dug­ar til að keyra gríð­ar­leg­ar aug­lýs­inga­her­ferð­ir.
Sorgarsaga Söngva Satans
Fréttir

Sorg­ar­saga Söngva Satans

Bresk-ind­verski rit­höf­und­ur­inn Salm­an Rus­hdie særð­ist illa í morð­til­ræði þeg­ar hann steig á svið til að halda ræðu í New York á dög­un­um. Svo virð­ist sem árás­ar­mað­ur­inn, sem er af líb­önsk­um ætt­um, hafi ætl­að sér að upp­fylla trú­ar­lega til­skip­un leið­toga Ír­ans frá 1989 sem sagði Rus­hdie rétt­dræp­an fyr­ir guðlast í bók sinni Söngv­ar Satans. Mál­ið á sér langa og sorg­lega sögu sem er samof­in mál­frelsi, trú­arof­stæki og valdatafli í Mið-Aust­ur­lönd­um.
Fyrsti Rómarbiskup brenndur á krossi?
Flækjusagan

Fyrsti Róm­ar­bisk­up brennd­ur á krossi?

Páfinn sit­ur enn í Róm, 1
Túlkur Gorbatsjevs: „Hvernig á að forðast þriðju heimsstyrjöld“
Viðtal

Túlk­ur Gor­bat­sjevs: „Hvernig á að forð­ast þriðju heims­styrj­öld“

Pavel Palazhchen­ko, sem var sov­ésk­ur og síð­ar rúss­nesk­ur diplómati og túlk­ur Gor­bat­sjevs á leið­toga­fund­in­um í Reykja­vík ár­ið 1986, seg­ir að stöðva eigi hern­að­ar­að­gerð­ir í Úkraínu eins fljótt og auð­ið er. 36 ár­um eft­ir fund­inn í Höfða er Palazhchen­ko aft­ur kom­inn í stutta heim­sókn til Reykja­vík­ur og féllst á að ræða við Andrei Mens­hen­in blaða­mann um leið­toga­fund­inn og þær breyt­ing­ar sem urðu í kjöl­far hans, kjarn­orku­vopn og stríð­ið í Úkraínu. Hann seg­ir að eng­ar alls­herj­ar­við­ræð­ur um ör­ygg­is­mál hafi orð­ið milli Rúss­lands og Evr­ópu eft­ir hrun Sov­ét­ríkj­anna.
FréttirEigin konur

„Ég sá bara veik­an ein­stak­ling“

Mað­ur sem var mis­not­að­ur af bróð­ur sín­um um ára­bil lýs­ir því í við­tali við Eddu Falak hvað það var vont að missa stjórn á að­stæð­um eft­ir að mál­ið komst upp.
Í vöku og draumi
Viðtal

Í vöku og draumi

Ýr Þrast­ar­dótt­ir fata­hönn­uð­ur hef­ur vak­ið at­hygli fyr­ir hönn­un sína sem oft má líkja við lista­verk og fyrr á þessu ári opn­aði hún ásamt tveim­ur öðr­um hönn­uð­um versl­un­ina Apotek Atelie. Hún venti kvæði sínu í kross í hittifyrra og hóf nám við Kvik­mynda­skóla Ís­lands og út­skrif­að­ist í vor. Ýr var greind með ADHD fyr­ir um einu og hálfu ári og seg­ist nú skilja hvernig hún hef­ur fún­ker­að í gegn­um ár­in.
Brák og Þórir í Freyjulundi lifa með árstíðunum
MenningHús & Hillbilly

Brák og Þór­ir í Freyju­lundi lifa með árs­tíð­un­um

Hill­billy hitti Brák Jóns­dótt­ur mynd­list­ar­konu og Þóri Her­mann Ósk­ars­son tón­list­ar­mann í byrj­un sum­ars til að ræða list­a­líf­ið á Norð­ur­landi.
Snýst ekki um trú að hafa þekkingu á Biblíunni
Fólkið í borginni

Snýst ekki um trú að hafa þekk­ingu á Biblí­unni

Arn­ald­ur Sig­urðs­son, bóka­vörð­ur á Lands­bóka­safn­inu, tel­ur klass­ísk­ar bók­mennt­ir, einkum Bibl­í­una, grund­völl að læsi.